Morgunblaðið - 29.04.2010, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 29.04.2010, Qupperneq 11
Morgunblaðið/Ernir Til Sjávar og Sveita Frá vinstri: Gunnar R. Ólason og Jóhann Ólafur Ólason bræður og eigendur, Björn Bergmann Einarsson og Jónas Rafn Jónsson. Allir á vaktinni í hádeginu í gær enda þurfti að metta marga munna. hesthúsum hér í kring, svo eru vinnukarlar og bara hinir og þessir. Það renna hér í gegn um 80 til 150 manns í hádeginu og það eru allir voða ánægðir að fá almennilegan heimilismat.“ Gamla góða fjölskyldugildið Þrír fastir starfsmenn eru í versl- uninni, oft fleiri á álagstímum. „Þetta er fjölskyldufyrirtæki, það erum ég og strákurinn minn sem er með mér í þessu. Hann er að læra kokkinn uppi í Veisluturni, er á samningi þar, og er hér inn á milli. Unnusta mín og dóttir hjálpa líka til þegar þarf. Svo er bróðir minn sem er verktaki líka með okkur. Það var ekkert að gera hjá honum eftir hrunið svo hann ákvað að koma með mér í þetta og vinnur hérna, hjálpar okkur aðallega í matsalnum, lagar og dyttar að. Þetta er ekta gamla góða fjölskyldugildið í kaupmennsk- unni,“ segir Jóhann. Hann segist finna vel að fólk vilji geta valið sitt kjöt og sinn fisk og fengið fagmannlega þjónustu í kringum það. „Hér er ekki langur opnunartími, bara opið frá kl. 11 á daginn og til kl. 19 á kvöldin virka daga og til kl. 18 á laugardögum. Því getum við haldið þessum þjónustustaðli sem fólk er að sækja í. Þá er fullorðið fólk hérna með reynslu að afgreiða og sýna þjónustulund. Ef af- greiðslutíminn væri lengri þyrfti að hafa vaktir og þá koma unglingarnir inn í þetta og þeir hafa ekki reynsl- una á bak við sig. Ef þú ætlar að vera með þjónustuverslun er ekki hægt að vera með of langan opn- unartíma,“ segir Jóhann. Hann segist ekki sjá miklar breytingar á neyslumynstri landa sinna síðan hann byrjaði í brans- anum. „Fólk kaupir mikið lambakjöt og nautakjöt, ég er líka að selja mikinn fisk fyrripart vikunnar. Svo fer þetta eftir veðri, þegar það er gott vill fólk steikur á grillið.“ Verður ekki að keðju Til sjávar og sveita skiptist í tvær hæðir, á þeirri fyrstu er verslunin og þar kaupir fólk heita matinn og á efri hæðinni er matsalurinn sem tekur 80 til 100 manns í sæti. Jóhann segist aðspurður ekki ætla að opnar fleiri verslanir. „Þetta er bara fjölskyldufyr- irtæki, einstaklingar sem eru að sinna því sem ekki hefur kannski verið sinnt nógu vel. Þetta verður ekki að neinni keðju. Málið snýst fyrst og fremst um að skapa sér vinnu og hafa í sig og á.“ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2010 airgreenland.com Höfuðborg Grænlands - spennandi áfangastaður Þú færð nýja sýn á lífið í ferð til Nuuk. Í þessari aðlaðandi höfuðborg mætast fortíð og framtíð í götumynd gamalla tréhúsa og nýrra bygginga. Það er ógleymanleg tilfinning að sigla inn 100 km langan Nuuk fjörðinn með 1000 metra há fjöll á hvora hlið og sjá í fjarðarbotninum hvernig skriðjökulinn teygir sig ofan í sjó. Frá Nuuk er einnig upplagt að heimsækja þorpið Kapisillit og kynnast hefðbundnu veiðimannaþorpi í stórfenglegri náttúru. FLUG FRÁ KEFLAVÍK TIL NUUK, ÖNNUR LEIÐIN FRÁ AÐEINS 22.662,- ISK* Skattar og gjöld innifalin. *955 DKK. Miðað við Visa kortagengi 15.04.2010 og 23.74 ISK = 1 DKK, með fyrirvara um breytingar á gengi ISK. Daglegt líf 11 Þetta er sígildur og bragðmikill mar- okkóskur réttur þar sem saffran, sí- trónur og ólífur stjórna bragðinu. Hæg eldun í langan tíma mýkir sítr- ónusneiðarnar og leyfir þeim að renna saman við annað hráefni. Best er að elda réttinn í þykkum potti, helst steyptum járnpotti ef þið eigið slíkan. 1 kjúklingur, bútaður í átta bita 1 sóló-hvítlaukur eða 3 hefðbundnir hvítlauksgeirar, saxaðir 1 lítið búnt steinselja 1 lítið búnt kóríander 1 stór laukur, gróft saxaður 1/2 tsk saffran 1/2 tsk pipar 1 tsk salt 2 sítrónur, skornar í báta 1 dl grænar og steinlausar ólífur, skornar í tvennt 1 dl ólífuolía 1 dl vatn 1 pakki Couscous Hitið olíuna í pottinum. Bætið við lauk, hvítlauk, steinselju, kóríander, saffran, salti og pipar. Hitið í olíunni í nokkrar mínútur og hrærið vel í. Bæt- ið kjúklingabitunum við, steikið í nokkrar mínútur í viðbót og snúið kjúklingabitunum reglulega þannig að kryddið þeki þá alveg. Bætið við vatninu og setjið sítrónubáta ofan á allt saman. Látið malla undir loki í einn og hálfan til tvo klukkutíma á mjög vægum hita. Snúið kjúklingnum reglulega. Takið loks kjúklinginn uppúr og haldið heitum. Hækkið nú hitann og sjóðið niður vökvann í pottinum þar til hann er orðinn að þykkri sósu. Bætið við ólífunum og hrærið vel í meðan þær hitna í gegn. Hitið couscous skv. leiðbeiningum. Bætið við msk af smjöri og hrærið saman við. Setjið couscous-ið á stórt og fallegt fat. Setjið kjúklingabitana ofan á og hellið loks sósunni úr pott- inum yfir. Bragðmikið rauðvín frá Suður- Evrópu hentar vel, t.d. hið portú- galska Crasto eða þá ástralskt rauð- vín úr suður-frönskum þrúgum s.s. Peter Lehmann Seven Surveys. Steingrímur Sigurgeirsson Uppskriftin Marokkóskur kjúklingur með sítrónum og ólífum Fleiri uppskriftir má finna á: www.mbl.is/matur, www.vinotek.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.