Morgunblaðið - 29.04.2010, Qupperneq 13
Fréttir 13INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2010
Eftir Ágúst Inga Jónsson
aij@mbl.is
VIÐRÆÐUR eru í gangi milli umhverfis-
ráðuneytis og fjármálaráðuneytis um endur-
greiðslu á um 95 milljónum króna sem inn-
heimtar voru með skipulagsgjaldi á fasteignir
á fyrrum umráðasvæði Bandaríkjahers á
Keflavíkurflugvelli. Reikna má með að upp-
hæðin verði öll endurgreidd á næstu vikum.
Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála
(ÚSB) hefur með tveimur úrskurðum komist
að því að ekki var lagastoð fyrir innheimtu
gjaldsins á byggingar sem voru byggðar fyrir
mörgum árum eða áratugum.
„Þetta gerist sjálfvirkt í kerfinu og gjaldið
er lagt á samkvæmt brunabótamati,“ segir
Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri í um-
hverfisráðuneytinu. „Við höfum farið yfir fyrri
úrskurðinn í ráðuneytinu og erum nú í við-
ræðum við fjármálaráðuneytið um afgreiðslu
málsins. Ég tel allar líkur á að öll upphæðin
verði endurgreidd þar sem um er að ræða inn-
heimtu sem ekki stóðst lög.“
Skipulagsgjald rennur í skipulagssjóð, sem
er í umsjón Skipulagsstofnunar og úr honum
fá sveitarfélög endurgreiddan kostnað við að-
alskipulag. Gjaldið er innheimt við nýbyggingu
húsa og húsin á Keflavíkurflugvelli koma inn á
fatseignaskrá sem ný hús, löngu eftir að þau
voru byggð og það raunverulega utan íslenskr-
ar stjórnsýslu.
Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf.
krafðist endurgreiðslu á tæplega 83 milljónum
króna og Keflavíkurflugvöllur ohf. krafðist
endurgreiðslu á rúmlega tólf milljónum. ÚSB
féllst á síðarnefndu kröfuna, en taldi að kæra
Þróunarfélagsins væri að stærstum hluta fram
komin of seint og féllst úrskurðarnefndin á
kröfu um endurgreiðslu að upphæð um fjórar
milljónir.
Til meðferðar í ráðuneytum
Eins og áður sagði, eru ráðuneytin nú með
endurgreiðslu á allri upphæðinni til meðferðar.
Í úrskurði ÚSB segir meðal annars: „Verður
ekki á það fallist að umræddar fasteignir, sem
reistar hafa verið fyrir árum og áratugum,
verði talin nýreist hús í skilningi 35. gr. skipu-
lags- og byggingarlaga er umdeild álagning fór
fram. Engin eðlis- eða efnisrök leiða til þess að
beitt verði svo rúmri lögskýringu við túlkun
þess lagaákvæðis, sem umdeild álagning
styðst við, þegar litið er til orðalags þess. Verð-
ur og að líta til þess að um er að ræða eldri
fasteignir á svæði sem löngu hafði verið byggt
upp og skipulagt á kostnað framkvæmdaaðila
er álagning skipulagsgjaldsins fór fram.“
Reiknað með endurgreiðslu
á 95 milljóna ofteknu gjaldi
Viðræður milli ráðuneyta um endurgreiðsluna Álagning skipulagsgjalds á Keflavíkurflugvelli
stóðst ekki lög Gömul hús á vellinum ekki talin nýreist hús Upphæð endurgreidd á næstu vikum
Morgunblaðið/Ómar
Nýtt líf Á varnarsvæðinu fyrrverandi á Keflavíkurflugvelli eru um 100 fjölbýlishús og lífið þar
hefur tekið stakkaskiptum á síðustu árum. Álagt skipulagsgjald á svæðinu stóðst ekki lög.
„ÞEGAR og ef Alþingi skoðar ráð-
herrábyrgð, þá er það ekkert tak-
markað við þessa þrjá ráðherra sem
rannsóknarnefnd Alþingis segir að
hafi sýnt af sér vanrækslu í starfi,“
segir Þórður Bogason hæstaréttalög-
maður, sem í gær hélt fyrirlestur á
fundi í Háskóla Íslands. Fundurinn
nefndist „Lögin, eftirlitið og ábyrgð-
in!“ og var hluti af fundaröð um hvað
megi læra af skýrslu rannsóknar-
nefndarinnar.
Þórður bendir á að nefndin hafi
einungis fjallað um vanrækslu sam-
kvæmt þeim skilningi sem fram kem-
ur í lögum um nefndina. Til að mynda
sé tekið fram í umfjöllun um Ingi-
björgu Sólrúnu Gísladóttur, þáver-
andi utanríkisráðherra, að nefndin
fjalli ekki um pólitískar athafnir
hennar. Nefndin fjallaði því ekki um
ráðherraábyrgð, bendir Þórður á,
enda var það ekki hlutverk hennar.
Það sé hins vegar hlutverk Alþingis
og að ákveða hvort einhverjum verði
stefnt fyrir landsdóm. Þingið hljóti að
gera það, m.a. með það í huga sem
fram kemur í skýrslunni.
„Þótt ekkert sé fjallað um ráð-
herraábyrgð í skýrslunni, kallar lest-
ur hennar upp í hugann ákveðin at-
riði sem kallast á við ráðherra-
ábyrgð,“ segir Þórður. Sem dæmi
nefnir hann það sem fram kemur í
skýrslunni um ráðherrana þrjá sem
nefndin telur hafa sýnt af sér van-
rækslu.
Á ráðherrunum þremur, þáverandi
fjármálaráðherra, forsætisráðherra
og viðskiptaráðherra, hvíldi stjórnar-
skrárbundin og lagaleg ábyrgð á
efnahagsmálum, peningamálum og
eftirliti með fjármála- og viðskiptalíf-
inu, bendir Þórður á. Ljóst sé af lög-
um um ráðherraábyrgð að lagabrot
og brot á stjórnarskrá geti varðað við
ráðherraábyrgð, segir hann, svo og
stórkostlegt gáleysi og ásetnings-
brot. hlynurorri@mbl.is
Ráðherraábyrgð ekki
takmörkuð við þrjá
Morgunblaðið/Kristinn
Nefndin Skýrslan kynnt.
Margt í skýrslunni
kallast á við ráð-
herraábyrgð
GRÓÐURNÁLAR eru farnar að
stinga sér upp úr ösku sem liggur
yfir túnum undir Eyjafjöllum. Á
þeim svæðum sem hafa verið
hreinsuð er gróður kominn ótrú-
lega vel af stað. Þetta segir Sveinn
Runólfsson landgræðslustjóri sem í
gær kannaði stöðuna á áhrifasvæði
eldgossins í Eyjafjallajökli. „Í út-
haga er gróður kominn miklu
skemmra á veg,“ segir Sveinn.
Eyfellingar hafa orðið fyrir
þungum búsifjum af völdum eld-
gossins, þá sérstaklega byggðin frá
Steinum og austur að Skógum, en
þar er víða þriggja til fjögurra cm
lag yfir túnum. Þá lagðist þykkur
jökulleir og framburður sem barst
fram með Svaðbælisá yfir sneið af
úthaga Þorvaldseyrar og hluta af
túnum bænda í Önundarhorni og
síðustu daga hefur verið lögð mikil
vinna í að hreinsa leirinn. „Menn
hafa gengið í hlutina af kappi og
mér finnst vel að verki staðið,“ seg-
ir Sveinn Runólfsson.
Hann telur raunar líklegt að
bændur undir Eyjafjöllum, sem
gjarnan hefja heyskap viku af júní,
fari af stað á svipuðum tíma og
vanalega, ef ekki
kemur meiri
aska, þó hey sem
fæst af túnum
sem gjóska ligg-
ur yfir verði
kannski ekki
lystug taða.
Vegagerðin
vinnur nú að því
að styrkja varn-
argarða við Svaðbælisá sem lösk-
uðust þegar jökulflóð barst fram
ána í upphafi goss.
„Það er þýðingarmikið að endur-
bæta garðana, sem er samstarfs-
verkefni Vegagerðar og Land-
græðslu. Enn er óljóst hvernig það
verkefni verður fjármagnað. Ég vil
þó trúa að farsæl lausn finnist. Hitt
stóra málið er svo hve úthagi er illa
leikinn, til dæmis heiðar sem liggja
upp frá bæjunum frá Þorvaldseyri
að Rauðafelli og upp að jökli. Þetta
svæði verður nokkur ár að jafna sig
og það væri æskilegt að Land-
græðslunni yrði gert kleift að
styrkja gróður á heiðunum til að
koma í veg fyrir gróðureyðingu,“
segir Sveinn. sbs@mbl.is
Ljósmynd/Þorgeir Sigurðsson
Gróður Hinar grænu nálar eru harðgerar og stinga sér sigurvissar upp úr öskunni.
Nálar í öskunni og
gróðurinn af stað
Sveinn Runólfsson
PÁLL Gunnar Pálsson, forstjóri
Samkeppniseftirlitsins, stendur við
fyrri yfirlýsingu um að starfsmenn
Þekkingar hafi ekki lagt hald á gögn í
húsleit hjá Símanum í liðinni viku.
Segir hann starfsmenn Þekkingar
einungis hafa komið að afritun raf-
rænna gagna og tengdum verk-
efnum, m.a. undirritun eyðublaða
tengdum afrituninni.
Í tilkynningu sem Síminn sendi frá
sér í gær segir að handlagningaskrá
undirrituð af starfsmönnum Þekk-
ingar stangist á við fullyrðingar Páls
Gunnars í fjölmiðlum í fyrradag þess
efnis að starfsmenn Þekkingar hafi
hvergi komið nálægt handlagningu
gagna. „Við fengum einstaklinga með
upplýsingatækniþekkingu til liðs við
okkur við aðgerðina og leituðum til
Þekkingar í því skyni. Þessir ein-
staklingar voru starfsmenn Sam-
keppniseftirlitsins á vettvangi og fólst
hlutverk þeirra í afritun rafrænna
gagna. Efnisleg skoðun rafrænna
gagna sem varða þetta mál er hins
vegar ekki hafin,“ segir Páll Gunnar.
Aðspurður hvort ekki sé undarlegt
að starfsmenn fyrirtækis sem er í
samkeppni við Símann taki þátt í hús-
leit hjá fyrirtækinu, segir Páll Gunn-
ar: „Samkeppniseftirlitið þarf oft að
leita í stærri verkefnum til aðila út
fyrir stofnunina og gerir það á fagleg-
an hátt. Það er ekkert athugavert við
það.
Hins vegar er það réttur fyrir-
tækja að láta reyna á starfshætti eft-
irlitsins, bæði formlega þætti og eins
efnislegar niðurstöður. Síminn hefur
borið málið undir Héraðsdóm
Reykjavíkur og það er hinn rétti vett-
vangur til að útkljá þetta mál. Þar
munum við svara málatilbúnaði Sím-
ans.“ hlynurorri@mbl.is
Komu aðeins að afritun
Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segist standa við fyrri
yfirlýsingar vegna húsleitar hjá Símanum í vikunni