Morgunblaðið - 29.04.2010, Blaðsíða 18
Á
vinningur alls almennings af svo-
kölluðu góðæri var óverulegur ef
nokkur, en margir úr útrásinni
lifa eins og furstar í útlöndum og
bera engan kostnað af hruninu
sem þeir sjálfir ollu.“
Þessi orð féllu af vörum Gunnars Gunnars-
sonar í Speglinum, fréttaskýringa- og stjórn-
málaþætti Ríkisútvarpsins, 7. apríl síðastliðinn,
ekki löngu áður en rannsóknarskýrsla Alþingis
kom út. Þetta viðhorf, þ.e. að ávinningur al-
mennings hafi verið „óverulegur ef nokkur“, er
sjálfsagt býsna útbreitt fyrst það kemst í Ríkis-
útvarpið, en sama dellan engu að síður.
Málið er nefnilega að við, almenningur, nut-
um öll góðs af góðærinu sem nú hefur snúist
upp í hallæri. Þannig streymdi í ríkssjóð fé frá
bönkunum sálugu í formi skatta og það fé var
meðal annars notað til ýmissa hluta eins og að eyða millj-
arði í að skera Ríkisútvarpið úr óreiðusnörunni, byggja
menningarhús úti um landið og leggja og lagfæra vegi, svo
dæmi séu tekin. Starfsmenn þessara sömu banka fengu
líka vel greitt fyrir störf sín og eins starfsmenn fjölmargra
fyrirtækja sem þöndust út sem aldrei fyrr, skiluðu met-
hagnaði og borguðu metskatta. Svo hirti ríkið skatt af
starfsmönnunum og líka skatt af því sem allir þessir
starfsmenn keyptu fyrir peningana sína og skapaði við-
skipti fyrir fullt af fyrirtækjum og búðum sem borguðu
starfsmönnum sínum laun og svo koll af kolli og koll af
kolli.
Að sama skapi nutu allir góðs af góðærinu
sem keyptu sér innflutta vöru, hvort sem það
var bíll eða flatskjár eða koníak eða bækur eða
niðursoðnar gulrætur eða svört skyrta og ljótt
bindi. Það nutu líka allir góðs af sterkri krónu
þegar þeir fóru til útlanda, og þeir voru marg-
ir, hvort sem þeir fóru út til að fara á fótbolta-
leik, eða ná sér í sólarglætu, eða læra læknis-
fræði eða klífa fjöll eða kaupa sér snekkju og
þjónustu hispurmeyja.
Það nutu líka allir góðs af háu atvinnustigi,
af því að hér var svo mikið góðæri að arðbært
var að vinna óarðbær störf. Flytja þurfti inn
þúsundir manna til að vinna láglaunastörf
vegna þess það fengust ekki nógu margir Ís-
lendingar í þau störf; þeir voru svo uppteknir
af því að vinna betur launaða vinnu.
Ríkisstarfsmenn nutu líka góðs af góð-
ærinu, enda fjölgaði þeim og ríkið þandist út sem aldrei
fyrr. Þeir njóta reyndar líka góðs af hallærinu, því störf
þeirra eru velferðinni víst svo mikilvæg að okkur er sagt
að ekki megi hrófla við þeim.
Ég ólst upp við að lesa íslenskar þjóðsögur og hafði sér-
staklega mikið dálæti á huldufólkssögum. Huldufólk í ís-
lenskum þjóðsögum var alveg eins og annað fólk nema það
átti meira af öllu; meiri mat, betri föt og þrifalegri búfénað
(og var líka fríðara). Það eina sem skildi á milli var eig-
inlega að það var ósýnilegt. Var það semsé bara huldufólk
sem naut góðs af góðærinu? Af hverju sér maður það þá út
um allt? arnim@mbl.is
Árni
Matthíasson
Pistill
Af huldufólki
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2010
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Margt erófagurtlátið falla
um Grikki þessa
dagana. Látið er
eins og ekkert sé
gott að segja um
þessa þjóð nema það sem
fornt er eða fyrnt. Þeir séu úr-
ræðalausir, óskipulagðir,
spilltir og latir. Því er gjarnan
aukið við að landið hafi logið
sig inn í samstarfið um evru
með bókhaldskúnstum og
talnabrellum. Vissulega á
Grikkland skínandi sögu.
Listir, menning, heimspeki og
framúrstefna í stjórnskipun
um hríð með lýðræðistilraun-
um og sigursælasti herforingi
allra tíma eru fátt eitt sem
nefna má um tíð er þetta litla
land var nafli hins þekkta al-
heims. Hið almenna skot-
veiðileyfi á Grikki nú á stoð í
þeim fjárhagsvandræðum
sem landið hefur ratað í. Ekki
þarf þó að fara þúsundir ára
aftur í tímann til að sjá skín-
andi dæmi um að töggur sé í
þessari þjóð þegar þarf. Að-
dáun vakti er ofurefli Ítalíu
fasismans var hrundið í síðari
heimsstyrjöldinni af smáþjóð-
inni og her Mússólínís hrakt-
ist öfugur til baka, nið-
urlægður og smáður. Þurfti
sameiginlegt afl þeirra Hitl-
ers til að brjóta Grikki á bak
aftur þá.Vissulega hefur
margur pottur verið brotinn í
Grikklandi síðustu áratugi og
lausung og lakari atriði en
hún einkennt stjórnkerfið
þar. En landið ber ekki eitt
alla sök á því
hvernig komið er.
Og það sker sig
ekki eins mikið úr
og nú er látið. Ír-
land, sem taldist
undraríki fram-
fara fyrir fáeinum árum, eng-
ist sundur og saman. Atvinnu-
leysi á Spáni er komið yfir 20
prósent og hjá fólki undir þrí-
tugu um 40 prósent. Það er
gósentíð á Íslandi eftir hið
mikla hrun ef atvinnustigið er
haft til viðmiðunar. Portúgal
er óðfluga að tapa sínu láns-
trausti og ýmsir óttast um
Ítalíu. Skuldasöfnun Bret-
lands er ekki fjarri því sem er
í Grikklandi. En munurinn er
sá að fyrrnefndu löndin eru
evrulönd. Myntin þeirra tekur
mið af ástandinu í Þýskalandi,
en ekki því sem er að gerast
hjá þeim sjálfum. Pundið
lagar sig hins vegar að bresk-
um veikleikum. Því er talið að
Bretland muni hjálparlaust
komast frá sínum vanda.
Upphaf vanda Grikkja má
rekja til ákvörðunar Banda-
ríkjamanna, sem aðrir kusu
að fylgja, um að fjármagn
skyldi ekkert kosta og hægt
væri að koma húsnæðismark-
aði þar á skrið með töfra-
brögðum og vafningum. Sök
Grikkja, eins og fleiri, var sú
að falla í þá freistni sem þessi
hagstjórn bauð upp á. Vand-
ræði þeirra margfölduðust
svo við það að hafa glatað for-
ræði yfir gjaldmiðli sínum og
einkum bannar sú staðreynd
þeim allar bjargir núna.
Grikkir hafa
misstigið sig,
en þeir bera ekki
einir alla sök}
Bjargir bannaðar
Hættan á aðþað sem áður
var talið óhugs-
andi, að evruríki
yrði gjaldþrota,
eykst nú með ógn-
arhraða.“ Þetta
segir hið danska viðskiptablað
Börsen í gær. Vaxtakrafa á
grísk ríkisskuldabréf var þá
komin í 14,7 % og hafði síðustu
klukkustundirnar á undan
hækkað um 1,56 %.
Sérfræðingar sem Börsen
vitnar til reikna út frá þessum
tölum að markaðurinn telji nú
58% líkur á að Grikkland verði
gjaldþrota innan tveggja ára.
Ráð ESB í þessum vandræð-
um er að skylda ríki evrusvæð-
isins til að lána Grikkjum fé
með 5% vöxtum. Á slíkum lán-
um getur Þýskaland hugs-
anlega hagnast en þó eykst
andstaðan við slíka fyr-
irgreiðslu jafnt og þétt þar.
En Portúgal, sem einnig er
skyldað til að
leggja sitt af
mörkum í sam-
skotabaukinn fyrir
Grikki, er í annarri
stöðu en Þýska-
land. Portúgal,
riðar sjálft efnahagslega og
trú fjárfesta á greiðslugetu
þess minnkar ört. Það yrði að
taka lán með 5,45% vöxtum og
lána Grikkjum á 5% vöxtum
með von um endurgreiðslu. Sú
aðgerð ein og sér mun flýta för
Portúgala í hópferðina með
Grikkjum í óvissuleiðangur
um efnahagslegt öngþveiti.
„Þetta er bilun,“ segja frétta-
skýrendur.
Hið eina sem ekki bilar
þessa dagana er heilshugar
stuðningur Vinstri grænna við
umsókn Samfylkingarinnar
um aðild að Evrópusamband-
inu, með von um að koma Ís-
landi í evruna, í skiptum fyrir
nokkra ráðherrastóla.
Icesave var
„tær snilld“.
Efnahagsleg úrræði
ESB eru ekki lakari}
Það sem ekki bilar
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
V
egna samdráttar í rekstri
Landhelgisgæslunnar
hefur dregið úr mögu-
leikum hennar til björg-
unar, sérstaklega þegar
sækja þarf sjúka eða slasaða sjómenn
með þyrlu meira en 20 mílur frá
landi. Sjómenn hafa af þessu miklar
áhyggjur og telja að það sé ekki
spurning um hvort heldur hvenær
ótímabært dauðsfall ber að höndum
vegna þessa. Mönnum er sérstaklega
hugsað til sjómanna sem verða við út-
hafskarfaveiðar á næstu vikum.
„Því er ekki að neita að vegna ár-
ferðis hefur Landhelgisgæslan þurft
að draga saman í rekstri eins og aðr-
ir. Þó hefur okkur tekist með breyttu
skipulagi og verklagi að draga mjög
mikið úr því tjóni sem annars hefði
orðið vegna fjárskorts. Við höfum
notið skilnings stjórnvalda en vildum
geta gert miklu betur,“ segir Georg
Lárusson forstjóri.
Yfirleitt ein þyrla til taks
Gæslan er með þrjár þyrlur, tvær
stórar björgunarþyrlur og eina litla.
Til þess að tryggja björgun á sjó
þurfa ávallt tvær þyrlur að vera til
taks. Til þess að það sé mögulegt þarf
fjórar þyrlur og tvær vaktir. Tvær
vaktir allan sólarhringinn, allan árs-
ins hring, kalla á sex og hálfa áhöfn í
rekstri.
Georg segir að stofnunin sé nú að-
eins með fimm þyrluáhafnir og þær
nái að dekka eina vakt og einn þriðja
úr annarri. Það þýðir að yfirleitt er
aðeins ein björgunarþyrla til taks og
ekki hægt að treysta því að mögulegt
sé að manna aðra þyrluna þótt hún sé
tiltæk að öðru leyti.
Sparnaðurinn kemur einnig niður
á úthaldi skipa Landhelgisgæsl-
unnar. Týr er eina varðskipið sem
gert er út í sumar. Það takmarkar
einnig björgunargetu Gæslunnar.
„Sjómenn vilja að líf þeirra verði
metið jafn dýrmætt og annarra þjóð-
félagsþegna. Til þess að hægt sé að
halda því fram með rökum að svo sé
þarf að vera lágmarks viðbúnaður hjá
Gæslunni,“ segir Árni Bjarnason, for-
seti Farmanna- og fiskimanna-
sambands Íslands.
Árni segist hafa orðið mjög var við
áhyggjur skipstjórnarmanna og ör-
yggisleysi, sérstaklega þeirra sem
sækja langt. „Þeim hrýs hugur við
því að halda út á þetta hafsvæði með
það á bakinu að geta lenti í slæmri
stöðu þar sem enga þyrlu er að fá,“
segir hann.
Hann segir að sjómenn telji að
setja þurfi björgunarmálin ofar í for-
gangsröðina. Ríkið sé að leggja fé í
ýmislegt annað sem megi bíða.
Úthafskarfaveiðarnar eru að hefj-
ast. Þá verður væntanlega fjöldi ís-
lenskra skipa að veiðum langt undan
landi. Björgunarþyrlurnar fara helst
ekki meira en 20 mílur frá landi nema
önnur þyrla sé tiltæk. Georg segir þó
að aðstæður séu metnar í hverju til-
viki. Það veiti öryggi ef skip eru í leið-
inni, sérstaklega björgunarskip, þar
sem hægt er að taka eldsneyti. „Við
reynum að vera með skip sem mest á
karfaslóðinni,“ segir Georg um út-
hafskarfaveiðarnar. Hann segir að
samvinna sé við aðrar þjóðir og þegar
íslenskt varðskip geti ekki verið úti
séu þar skip frá öðrum þjóðum.
Skipstjórum hrýs
hugur við úthafinu
Morgunblaðið/Kristinn
Á flugi Þyrlur Landhelgisgæslunnar eru mikilvæg öryggistæki sem íslensk-
ir sjómenn treysta mikið á. Dregið hefur verið úr rekstri vegna fjárskorts.
Ekki er hægt að sækja slasaða
eða veika sjómenn á haf út nema
með tveimur þyrlum. Landhelgis-
gæslan hefur ekki fjárveitingar
til að vera með tvær þyrluáhafnir
á vakt allan sólarhringinn.
Á 15 ára tímabili var 332 ein-
staklingum bjargað af sjó með
loftförum Landhelgisgæsl-
unnar, samkvæmt upplýsingum
sem forstjóri Landhelgisgæsl-
unnar kynnti fyrir samtökum
sjómanna. Þar af var helmingur
fyrir utan 20 mílur frá landi.
Á árunum 1994 til 2008 var
alls 1344 einstaklingum bjargað
með þyrlum og flugvélum Land-
helgisgæslunnar, þar af fimmt-
ungur af sjó. Af þeim 332 sem
bjargað var af sjó var 143 bjarg-
að að nóttu til.
Auk þyrlna og flugvélar hefur
Gæslan yfir að ráða tveimur
varðskipum. Ægir verður í verk-
efnum fyrir Evrópusambandið
fram á haust og er Týr því einn
eftir. Forstjóri Landhelgisgæsl-
unnar segir að þetta verkefni sé
mikilvægt fyrir Landhelgisgæsl-
una og geri það að verkum að
ekki þurfi að segja upp heilli
áhöfn. Nýtt og öflugt björg-
unarskip er í smíðum í Chile.
Flugvélin TF-SIF hefur sannað
gildi sitt við upplýsingaöflun í
eldgosunum að undanförnu.
Hún verður væntanlega leigð í
verkefni fyrir ESB í sumar.
332 bjargað af sjó