Morgunblaðið - 29.04.2010, Qupperneq 19
19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2010
Drottins orð Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, kom í setningarræðu sinni á Prestastefnu inn á nauðsyn þess að hafa orð Drottins í heiðri í fallvöltum heimi. Og víst er þörf á því að hver
og einn horfi inn í sitt hjarta og til þeirra góðu gilda sem kristin trú boðar, þegar heil þjóð stendur frammi fyrir erfiðleikum sem hafa mikil áhrif á líf þegnanna.
Kristinn
SVEITARFÉLÖG
í uppsveitum Árnes-
sýslu, og hugsanlega
víðar, hafa gjör-
breytt fyrirkomulagi
sorphirðu. Sumar-
húsaeigendur eru
bálreiðir enda stríðir
þessi einstrengislega
ákvörðun væntan-
lega gegn lögum og
reglugerð. Lands-
samband sumarhúsa-
eigenda hefur kært málið.
Nú fer það eftir staðsetningu
sumarbústaðar hvort hentugra er
að flytja heimilissorpið úr sum-
arhúsinu með sér í bæinn eða
skipuleggja heimferð með tilliti
til opnunartíma stöðvanna sem
taka á móti sorpi á afmörkuðum
tímum. Í mörgum tilvikum geng-
ur það tæpast upp þegar viðkom-
andi þarf að aka fleiri kílómetra í
gagnstæða átt til að losa. Brott-
farartími úr sumarbústaðnum
ákvarðast trúlega í fæstum til-
vikum af opnunartíma sorphirðu-
stöðvanna og því fer sorpið með
heim. Margir láta sér þetta fyr-
irkomulag ekki lynda og henda
heimilissorpinu fyrir utan hlið
móttökunnar. Sjálfboðaliðarnir
sem taka á móti eru ekki glaðir
og telja þetta mikla afturför frá
því sem áður var.
Þetta fyrirkomulag demdist yf-
ir svæðin seint á síðast ári er
gámar voru fjarlægðir þaðan sem
þeir hafa verið um áratuga skeið,
enda greitt fyrir þá þjónustu
samkvæmt ákvörðun sveit-
arstjórnar. Til viðbótar við það
óhagræði sem þetta skapar hefur
nú verið sett gjald á allan annan
úrgang, s.s. garð-
úrgang, tré, timbur
o.fl.
Það kemur sum-
arhúsaeigendum ekki
á óvart að sveit-
arstjórnir taki ein-
hliða ákvarðanir án
nokkurs samráðs við
þessa farfugla sem
oft hafa fengið orð í
eyra þegar málefni
þeirra hefur borið á
góma.
Á því svæði sem
um ræðir eru yfir 4000 sumarbú-
staðir og tugþúsundir íbúa úr ná-
lægum þéttbýliskjörnum sækja
þá árið um kring til að njóta um-
hverfis og aðbúnaðar. Þeir hafa
lagt til sveitarfélaganna mikið
fjármagn í formi skatta og
greiðslu á þjónustu. Þetta nýja
fyrirkomulag á móttöku sorps er
gjörsamlega úr takti við það sem
við höfum búið við og teljum okk-
ur eiga rétt á og er hér með
skorað á sveitarstjórnirnar sem
hér eiga hlut að máli, að endur-
skoða þessa ákvörðun nú þegar
og temja sér í framtíðinni tillits-
semi í framkomu við sum-
arhúsaeigendur.
Eftir Ásgeir Guð-
mundsson
» Þetta nýja fyrir-
komulag á móttöku
sorps er gjörsamlega úr
takti við það sem við
höfum búið við og telj-
um okkur eiga rétt á ...
Ásgeir
Guðmundsson
Höfundur er fv. forstjóri og er
eigandi sumarhúss í Bláskógabyggð.
Sorphirða í sumar-
húsabyggðum
NÚ ER nokkuð liðið
frá áramótum, þegar
margur reykingamað-
urinn lofaði sjálfum sér
að hætta að reykja.
Fyrstu vikurnar og
mánuðirnir hafa verið
mörgum þeim sem létu
verða af því að hætta
erfiðir en vonandi hafa
þeir ekki gefist upp.
Og þó svo hafi verið er
mikilvægt að gefa
reykbindindi ekki upp á bátinn og
reyna aftur. Og aftur ef þarf. Reyk-
ingafólk hefur það forskot miðað við
aðra sem kljást við fíkn af ein-
hverjum toga að þegar reykingum
er hætt hefur líkaminn mjög fljótt
viðgerð á því sem hefur skemmst.
Árangur erfiðisins kemur því oft
fljótt í ljós. Auðvitað er nikótínfíkn
oft mjög erfið og stundum þannig að
hún leiðir til líkamlegra fráhvarfs-
einkenna og mikillar vanlíðunar í
upphafi reykbindindis. Þau óþæg-
indi líða hjá og mjög fljótlega er
hægt að merkja að líkamlegt úthald
hefur aukist og á vikunum þar á eftir
minnkar hóstinn, lyktar- og bragð-
skyn batnar og öndunarfærasýk-
ingum fækkar.
Þegar árin líða minnkar hætta á
hjarta- og æðasjúkdómum og
krabbameini. Þeir sem fá líkamleg
fráhvarfseinkenni eða mikla reyk-
ingafíkn geta reynt þau ýmsu hjálp-
artæki sem fyrir hendi eru og auka
líkurnar á langtímareykbindindi.
Það þarf þó meira til, þ.e. staðfestu,
aga og stuðning fjölskyldu og vina
og eftir þörfum aðstoð heilbrigð-
isstarfsfólks. Hjá öðrum eru reyk-
ingarnar meiri vani en fíkn og því
mikilvægara að þeir breyti dag-
legum venjum, heima, í skólanum
eða á vinnustað. Sérstaklega er ár-
angursríkt ef vinir, vinnufélagar eða
annar hópur tekur sig
saman í slíku átaki.
Öll höfum við heyrt
af reykingafólki sem
hefur lifað lengi og ver-
ið manna hraustast.
Undantekningar sem
þessar eru víða. Stað-
reyndin er hins vegar
sú að langflest reyk-
ingafólk líður mikinn
heilsubrest vegna
reykinga. Að meðaltali
deyja vikulega tveir Ís-
lendingar bara vegna
lungnakrabbameins en
einnig margir vegna annarra
krabbameina af völdum reykinga
eins og krabbameins í höfði og hálsi,
efri öndunarfærum, brisi, þvagleið-
urum og þvagblöðru. Flest þessara
meina hafa það sammerkt að vera
mjög illkynja, þ.e.a.s. illviðráðanleg
ef þau eru ekki skurðtæk við grein-
ingu og ónæm fyrir krabbameins-
lyfjum. Aðeins um fjórðungur
lungnakrabbameina eru skurðtæk
þegar þau greinast og hjá um þriðj-
ungi þeirra sem fara í aðgerð kemur
sjúkdómurinn upp aftur síðar. Horf-
ur sjúklinga með óskurðtækt
lungnakrabbamein eru aðeins um 12
mánuðir þrátt fyrir þær lyfja-
meðferðir sem nú eru fyrir hendi.
Þó miklar framfarir hafi orðið í
læknavísindum og krabbameins-
lyfja- og geislameðferðir hafi batnað
eru þær sjaldnast læknandi.
Krabbamein eru þó ekki mikilvæg-
asta afleiðing reykinga. Reykingar
eru helsta orsök hjarta- og æða-
sjúkdóma eins og kransæðastíflu,
blóðtappa í heila, blóðþurrðar í fót-
leggjum og ýmissa nýrnasjúkdóma.
Í hinum vestræna heimi er lungna-
þemba nánast eingöngu af völdum
reykinga. Fimmtugur reyk-
ingamaður hefur um 75% af upp-
runalegri lungnastarfsemi og er á
þeim tíma að mestu einkennalaus
fyrir utan hósta og stöku önd-
unarfærasýkingar. Um 10 árum síð-
ar er lungnastarfsemin komin niður
í um 50% og viðkomandi farinn að
finna fyrir mæði við tiltölulega litla
áreynslu. Upp frá því er áreynslu-
getan, bæði í leik og starfi, takmörk-
uð. Það er þó aldrei of seint að hætta
en þó augljóslega best að byrja aldr-
ei.
Reykingar eru ekki einkamál
reykingamanna. Inni á heimilum,
vinnustöðum og á opinberum vett-
vangi eru þær skaðlegar öðrum og
þá eru heilsufarsvandamál af völd-
um reykinga gríðarleg byrði fyrir
heilbrigðiskerfi okkar allra. Tak-
markanir á því hvar megi reykja eru
því ekki bara réttlætanlegar heldur
sjálfsagðar. Forvarnir og neyslu-
stýring eru einnig gríðarlega mik-
ilvægar. Þær mega þó ekki vera ein-
göngu á ábyrgð yfirvalda.
Fjölskyldan leikur lykilhlutverk þar
sem foreldrar og önnur ættmenni
eru ungviðinu mikilvægar fyr-
irmyndir. Á unglingsaldri eru það
svo félagarnir sem ráða og því er
mikilvægt að gera kennara, íþrótta-
þjálfara, skóla, íþróttafélög og jafn-
vel bæjar- eða sveitarfélög að
nokkru ábyrg fyrir tóbaksneyslu
hópa ungmenna og skipulagningu
tóbaksvarna í skólum, félagsmið-
stöðvum og hjá íþróttafélögum á við-
komandi svæði.
Eftir Helga
Hafstein Helgason » Vikulega deyja að
meðaltali tveir Ís-
lendingar vegna lungna-
krabbameins af völdum
reykinga en einnig
margir vegna hjarta-,
æða- og lungnasjúk-
dóma.
Helgi Hafsteinn
Helgason
Höfundur er lyf-
og krabbameinslæknir.
Reykingar örkumla og drepa