Morgunblaðið - 29.04.2010, Síða 20

Morgunblaðið - 29.04.2010, Síða 20
20 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2010 ÞAÐ var í hádeg- isfréttum útvarps mánudaginn 19. apríl 2010 og haft eftir við- skiptaráðherra að hægt væri að hefja aftur við- ræður við Breta og Hollendinga um Ice- save. Semja mætti áfram og upp á nýtt. Vera í sama gamla farinu. Lögfræðilega hefur viðskiptaráð- herra ekki stjórnarfarslegt umboð til að gefa slíka yfirlýsingu. Ráðherra er bundinn af þjóðaratkvæðagreiðslu sem haldin var nýlega. Getur ekki farið að semja á svipuðum nótum og gert var áður um Icesave. Það var fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu að semja með þeim hætti. Breyta verður um stefnu. Ef viðskiptaráðherra fer að semja gagnstætt úrslitum í þjóðaratkvæða- greiðslunni um Icesave ber Forseta Íslands að víkja viðskiptaráðherra úr embætti, þar sem hann er að taka sér stjórnsýsluvald, sem hann hefur ekki lengur að lögum samkvæmt réttri lögfræðilegri túlkun á Stjórnarskrá Íslands. Þetta segir greinarhöfundur sem hæstaréttarlögmaður í hálfa öld. Viðskiptaráðherra getur borið þetta undir Lagadeild Háskóla Íslands til að fá fram rétta lagatúlkun á áhrifum þjóðaratkvæðagreiðslunnar sam- kvæmt Stjórnarskrá Íslands. Ber að gera þetta, en víkja annars úr emb- ætti. En hvað er rétt að gera? Við getum vísað Icesave til Evr- ópusambandsins sem leiddi þessar gölluðu reglur um innistæðu- tryggingar í lög upp- haflega. Var lögleitt af Evrópusambandinu sem sendi þessar reglur um innistæðutrygg- ingar svo til okkar til samþykktar og lög- leiðslu í gegnum EES. Við samþykktum án þess að hafa nokkurt vit á því hvað við vorum að gera eða taka hugsanlega ábyrgð á. Athuga átti það af lagadeild HÍ. Af- leiðingin er Icesave og hundraða milljarða kröfur á okkur, sem við eig- um að neita að borga. Þverneita að borga. Í dag stendur þetta innistæðu- tryggingamál þannig innan allrar Evrópu og Evrópusambandsins, að þar er viðurkennt opinberlega að nú- verandi reglur séu gallaðar og í raun og veru ekki framkvæmanlegar óbreyttar. Það liggja því fyrir op- inberlega tillögur um nýjar inni- stæðutryggingareglur. Þar er gert ráð fyrir að setja fyrir að Icesave geti gerst aftur. Það er því opinber við- urkenning á því af hálfu Evrópusam- bandsins að Icesave gengur ekki upp með nokkrum hætti lögfræðilega og siðferðilega. Er hugsanlega ólögleg löggjöf sé litið til Stjórnarskrár Evr- ópusambandsins. Brýtur stjórnarlög ESB. Til að setja fyrir núverandi Ice- save-lögbrot, sem er hugsanlega stjórnarskrárbrot ESB, þá er í til- lögum að nýjum reglum um inni- stæðutryggingar gert ráð fyrir að endanleg ábyrgð geti ekki fallið á eitt ríki eins og Icesave getur, heldur falli tjónið á sameiginlegan sjóð 12-15 Evrópuríkja, sem settur væri á stofn. Þá munar ekkert um tjón, þar sem það er jafnað út á 12-15 ríki. Tillaga er um að rukkað yrði inn sameig- inlegt 2% ábyrgðargjald, sem í dag er 1% og er ekki greitt með skilum. Stóru bankarnir í ESB telja að hagn- aður þeirra myndi minnka um 10% með þessum nýju reglum. Allt væri í betra lagi. Það er hreint lögfræðilegt brjál- æði, svo sannleikurinn sé sagður hreint út um þá stefnu stjórnvalda að byrja aftur upp á nýtt að semja um Icesave samkvæmt gömlu reglunum. Þær eru ólöglegar og brot á stjórn- arskrá ESB og Rómarsáttmálanum. Við eigum að snúa okkur til Evrópu- sambandsins og gera þá kröfu mjög ákveðið að Icesave verði látið bíða en falli undir þessar nýju reglur ESB þar sem 12-15 þjóðir ætla að taka sameiginlega á sig svona tap eins og Icesave er. Gefum ekki eftir. Heimtum sið- ferðilegt réttlæti. Forðumst þjóð- argjaldþrot. Lögfræði Icesave Eftir Lúðvík Gizurarson »Er í tillögum að nýj- um reglum um inni- stæðutryggingar gert ráð fyrir að endanleg ábyrgð geti ekki fallið á eitt ríki eins og Icesave getur, heldur falli tjónið á sameiginlegan sjóð 12- 15 Evrópuríkja … Lúðvík Gizurarson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. SVIK verkalýðsfor- ustunnar gagnvart um- bjóðendum sínum eru nú að koma betur og betur í ljós. Lífeyr- issjóðir eru nú að skerða bætur lífeyr- isþega sinna, hver í kappi við annan. En tveir lífeyrissjóðir standa vel að vígi. Það er Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, sem hefur samið vel fyrir sitt fólk. Hún er undarleg sú tilraun annarra sjóða og verkalýðsleiðtoga að reyna alltaf að draga niður og gera lítið úr LSR, í stað þess að fagna hans góða samningi og gera kröfu um að fá sömu samninga fyrir sitt fólk. Nei, nei dugleysið er merki þeirra og einu ráðin sem þeir sjá er að draga aðra í þeirra sömu vanhæfni. Frjálsi lífeyrissjóðurinn hjá Arion banka áður Kaupþing (KB banka) fær verðlaun út um allan heim fyrir góðan árangur. Hvers vegna stendur hann sig svona vel, en aðrir lífeyr- issjóðir ekki? Formaður stjórnar Frjálsa er fyrrverandi stjórnarmaður í gamla Kaupþingsbanka. Fyrrverandi stjórnarformaður Líf- eyrissjóðs verslunarmanna og for- maður VR var einnig stjórnarmaður í Kaupþingi. Hvers vegna fær annar stjórnarmaður KB banka verðlaun fyrir góðan árangur, en hinn tapar milljörðum króna og verður að skerða lífeyri? Þetta er því und- arlegra þar sem stjórnarformaður Frjálsa er einnig í stjórn Bakkavarar, VÍS, Plastprents og Skeljungs og fleiri, en Live tapaði tugum milljarða á Kaupþingi, Existu og Bakkavör. Stjórnarmenn Lífeyrissjóðs versl- unarmanna – svarið þessu og skýrið hvers vegna þið tapið, en Frjálsi græðir. Nú fara forustumenn verkalýðs- félaganna að draga fram kröfuspjöld- in, lúðrasveitina og nallann, til að marsera niður Laugaveginn þann 1. maí. Krafan verður e.t.v. áframhaldandi skerðing á launum og kaupmætti. Einnig verður krafist skerð- ingar á lífeyrissjóðs- bótum þeirra sem bera alla ábyrgð á banka- hruninu og arfavitlaus- um fjárfestingum þeirra. Þar ganga verk- lýðsleiðtogarnir í lið með ríkisstjórninni , sem einnig hefur skert sama bótahóp vel og vendilega. Lágmarks- laun voru hækkuð um kr. 20.000 á mánuði og það átti að vera tímamótahækkun, en allir aðrir fengu meira og verkalýðs- leiðtogarnir um 100-150.000 króna hækkun. Það er langt upp í lág- markslaun í einum bita. Á sama tíma gaf Jóhanna (S) okkur öryrkjunum og öðrum lífeyrisþegum frá TR upp- reiknaðar 20.000 krónur, sem hún með vaxtabrellum gerði að smáaur- um í bætur frá TR. Er ekki kominn tími til að verka- lýðsforingjarnir, með sinn „Forseta“ ASÍ segi af sér og sleppi bara að láta sjá sig í kröfugöngunni 1. maí? Að ganga niður Laugaveginn með bux- urnar á hælunum ásamt stjórn- armönnum lifeyrissjóðanna sem einnig eru með buxurnar á hælunum verður alls ekki fögur sjón. Allt við það sama í stjórnum lífeyrissjóðanna og einnig hjá vanhæfum verkalýðs- leiðtogunum. Brandarakosningum hjá VR er lokið og öllum til undrunar vann skuggaráðið. Nú er aðalfundurinn framundan og þar á að koma fram lagabreytingum. Það á að koma á nýjum lögum um t.d. kosningar, því að þeirra mati voru gömlu kosn- ingalögin ekki góð og því varð að brjóta þau til að vinna. Koma þá ný lög til að brjóta og það eftir að ASÍ hefur samþykkt þau? Já, því lög VR gilda ekki nema miðstjórn ASÍ sam- þykki þau. VR og önnur verkalýðs- félög verða að fara að lögum og reglum ASÍ, því þau eru æðri lögum félaganna. Afsal eigin laga, góðir. Hvað með kæru mína til miðstjórnar ASÍ á kosningalagabrotunum? Hvers vegna er henni ekki svarað af ASÍ? Fyrrverandi formaður VR , sem var einnig í stjórn Kaupþings sem fulltrúi lífeyrissjóða segir fyrir rann- sóknarnefnd Alþingis: „Og það voru alltaf þessar stöðugu hótanir, óbeinar og beinar – ja, í rauninni í allar áttir, ég hef alla vega tvívegis verið kall- aður á fund úti í bæ og svona sagt: Ef þið verjið okkur ekki, ef þið þvælist fyrir okkur þá munið þið hafa verra af.“ MBL 19. apríl sl. Þetta er grundvöllur rannsóknar og staðfestir það að vinnuveitendur eiga að sjá sóma sinn í því að fara strax úr stjórnum lífeyrissjóða. Voru fáránlegar fjárfestingarnar gerðar með hótunum eða voru þær bara ákveðnar að vandlega yfirveguðu ráði? Við þessu þarf svar og síðan verða stjórnarmenn lífeyrissjóðanna að segja af sér. Skattar sem töpuðust við tap sjóð- anna eru um 200 milljarðar króna og það gerir það að verkum að það á nú þegar að skatta inngreiðslur í sjóðina, því þessum mönnum er ekki treyst- andi fyrir þeim. Skattpeninginn á rík- ið síðan að nota til að gera bótaþegum fært að lífa mannsæmandi lífi. Sjá þannig til þess að bótaþegar standi ekki í röð eftir mat og það til sýnis við eina fjölförnustu götu landsins. Hafa forkólfar verkalýðsins eða ríkistjórn- arinnar skorið niður mat eða staðið í röð eftir matargjöfum? Nei, nei, því þeirra er valdið og það hafa þeir not- að fyrir sig og sína. Svik, lygi og ótti eru vopnin sem notuð eru á láglaunafólk, atvinnu- lausa og bótaþega af öllum aðilum t.d. vinnuveitendum, verkalýðsleiðtogum og ríkinu. Þetta eru þeir sem eiga stóran þátt í hruninu og þeim ber að segja af sér áður en þeir skerða og níðast á þeim sem ekkert hafa til saka unnið. Svik, lygi og ótti Eftir Guðmund Inga Kristinsson » Að ganga niður Laugaveginn í kröfugöngu 1. maí ásamt stjórnarmönnum lífeyrissjóðanna sem einnig eru með bux- urnar á hælunum verð- ur alls ekki fögur sjón. Guðmundur Ingi Kristinsson Höfundur er öryrki og mótmælandi. ÉG VERÐ að minnast á það að ríkið hefur lagt álögur á heimilin en ekki létt á þeim eins og fólkinu í landinu var lofað í að- draganda kosninga. Virðisauki 25,5% hækkar reikninga fyr- ir rafmagn og síma o.s.frv. bæði hjá heimilum og fyr- irtækjum, sem fer út í verðlagið. Olíugjald var sett á og alls konar álögur hafa verið settar á innflutning. Eitt dæmi er safar sem bera núna frá síðustu áramót- um 16 kr. gjald ofan á hvern lítra. Tryggingagjaldið hefur hækkað og það kemur beint við vasa launþega. Allt þetta fer beint út í verðlagið og stuðlar að hækkun verðbólgu sem mældist í síðasta mánuði yfir 8% og orsakaði það að 20.000.000 kr. lán hækkaði að meðaltali um 110 til 120 þúsund krónur um mánaðamótin mars-apríl. Þessi hækkun lagðist við höfuðstól lána og hækkar greiðlubyrðina sem er næg fyrir. Fólkið í landinu er að taka á sig stórfelldar launalækkanir. Þving- unaraðgerðir stjórnvalda gagnvart skuldsettum heimilum þar sem þeim er sagt bæði með beinum orð- um og óbeinum að þeim hafi verið nær að skuldsetja sig og verði því bara að taka afleiðingum af því. Heimilum er þröngvað inn í kerfi sem gætir eingöngu hagsmuna lán- ardrottna (bankanna) sem stuðluðu að falli heimilanna og hagkerfisins. Síðan segir ríkisstjórnin að x-mörg heimili hafi þegið þessi úrræði sem er hrein og klár eignaupptaka í ósátt við eigendur og þarna er mik- ill munur á. Þessir sömu aðilar sem tóku stöðu gegn krónunni eru nú með hreðjatak á fólkinu í landinu í skjóli þessarar ríkisstjórnar. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sagði að verðbólguhækkunin væri fyrirtækjunum að kenna en minntist ekki einu orði á hvað þessi stjórnvöld eru að gera. Samt er þessi maður ráðinn til að gæta hagsmuna stórs hluta þeirra manna og heim- ila sem eru í vanda. Hvað er eiginlega í gangi? Þessi rík- isstjórn sem situr núna þarf ekki að vera leng- ur við stjórn frekar en fólkið í landinu vill því að fólkið kaus hana en getur líka rekið hana. Þegar hún var í kosningabaráttunni þá lofuðu þessir flokkar því að vernda heimilin og byggja vel- ferðabrýr. Þetta var bláköld lygi og ein- göngu gert til þess að komast til valda og það var logið að þjóð sem var í miklum sárum og óvissu, þannig komust þessir flokkar til valda. Nú er sýnt að það á að láta heimilin taka þessar byrðar á sig og það er bara sú staðreynd sem við þjóðinni blasir. Þegar þrælahald var við lýði og kúganir yfirstétta, þá þurfti sameiningarafl til að brjóta það ok af sér og núna vil ég segja að við þurfum ekki að láta fara svona með okkur frekar en við viljum. Þjóðin þarf að sameinast gegn þessum öflum og koma þeim í burtu. Sameinuð stöndum vér en sundruð föllum vér. Þetta eru ekki góðir húsráðendur. Skuldasöfnun heimilanna Eftir Guðmund Haraldsson Guðmundur Haraldsson »Heimilum er þröngv- að inn í kerfi sem gætir eingöngu hags- muna lánardrottna, sem stuðluðu að falli heim- ilanna og hagkerfisins. Höfundur er framkvæmdastjóri. KÆRU valdhafar Íslands. Ég skrifa þetta opinbera bréf til að sýna óánægju mína. Ég er 17 ára nemandi í fram- haldsskóla. Ég er á hraðferðarlínu fyrir afburða- námsmenn á náttúrufræði- braut. Ég vil kvarta yfir því, að vegna lélegra ákvarðana stjórn- valda og spillts fjármála- og dómskerfis mun ég ekki geta nýtt mér þær gáfur sem mér voru gefnar í vöggugjöf. Mig langar ákaflega til að fara til útlanda til þess að læra frekari líffræði og líf- eðlisfræði. En vegna mistaka ykkar, ekki minna, mun ég þurfa að borga fyrir ykkur og mun því ekki geta nýtt peninginn minn í eigin mennt- un. Einnig er það af völdum krepp- unnar að ég fæ ekki vinnu í sumar og ég á hvorki meira né minna en 4000 krónur inni á opinni bankabók vegna þess að ég hef verið að borga bíl- prófið mitt. Ég get ekki lagt pening fyrir vegna þess að ég fæ enga vinnu. Ég mundi sætta mig við hvaða vinnu sem er og ég hef sótt um alls konar vinnu, en atvinnuveit- endur sýna ekki þá almennu kurteisi að láta mann vita að maður hefur verið afþakkaður. Ég er búin að fá nóg af stjórn- málamönnum sem sífellt eru að af- saka sig fram og til baka og taka alls enga ábyrgð. Þeir sem síðan viður- kenna að þeir hafi gert mistök biðja flokkinn sinn fyrirgefningar en ekki þjóðina alla og láta eins og þetta séu mistök sem allir geta gert (Þorgerð- ur Katrín). Ég finn til bullandi reiði í hvert sinn sem ég hugsa um menn eins og Jón Ásgeir, sem sitja glott- andi heima hjá sér og taka enga ábyrgð og hugsa um feitu reikn- ingana sem sóla sig á suðurhafs- eyjum. Ég spyr sjálfa mig hvernig dómskerfið geti leyft þessu að ger- ast en ég veit líka að þar er ég alls ekkert einsdæmi, ég held frekar að það sé undantekning frá reglunni að hugsa ekki um það. Ég er búin að fá nóg af ástandinu hér á mínu ástkæra ylhýra. Það líður ekki sá dagur sem ég spyr ekki for- eldra mína hvort við getum ekki flutt héðan frá Íslandi til annarra landa. Því miður getum við það ekki því að við einfaldlega höfum ekki efni á því. Þar kemur aftur að því að þið, kæru íslensku valdhafar, hafið eyðilagt framtíð efnilegs unglings. Þið hafið líf mitt á samviskunni. Ég vona að þessi skrif mín til ykkar hafi haft áhrif á ykkur sem annars virðist til- finningalaus gagnvart hag annarra en ykkar eigin. LILJA BJÖRG JÖKULSDÓTTIR, nemandi. Opinbert bréf til valdhafa Íslands Frá Lilju Björgu Jökulsdóttur Lilja Björg Jökulsdóttir BRÉF TIL BLAÐSINS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.