Morgunblaðið - 29.04.2010, Side 27
Minningar 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2010
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Dýrahald
Chihuahua hvolpur til sölu
Ættbókarfærður og örmerktur. Blíður
hundur með frábært skap.
Upplýsingar í síma 892 8778.
Heilsa
REYKSTOPP MEÐ ÁRANGRI
STREITU- OG KVÍÐALOSUN
Notuð er m.a. dáleiðsla og
EFT (Emotional Freedom
Techniques).
Viðar Aðalsteinsson,
dáleiðslufræðingur,
sérfræðingur í EFT,
sími 694-5494,
www.EFTiceland.com.
Sumarhús
Falleg og vönduð sumarhús frá
Stoðverk ehf. í Ölfusi
Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup-
enda.
Símar: 660 8732, 660 8730,
892 8661, 483 5009.
stodverk@simnet.is
Sumarhús - orlofshús
Erum að framleiða stórglæsileg og
vönduð sumarhús í ýmsum stærðum.
Áratugareynsla.
Höfum til sýnis fullbúin hús og einnig
á hinum ýmsu byggingarstigum.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
símar 892 3742 og 483 3693,
netfang: www.tresmidjan.is
Til sölu
Ódýr blekhylki og tónerar í
HP, Dell, Brother, Canon og Epson.
Send samdægurs beint heim að
dyrum eða í vinnuna. S. 517 0150.
Sjá nánar á blekhylki.is
Land til sölu
Hef til sölu 16,8 hektara land-
spildu úr jörðinni Háfshjáleiga,
Rangárþingi ytra, Rangárvalla-
sýslu, landnúmer 207724. Til-
boð óskast. Áhugasamir kaup-
endur hafi samband við Jóhann-
es Albert Sævarsson hrl. hjá
Lögfræðistofu Reykjavíkur í síma
515 7400 eða
johannes@icelaw.is.
Óska eftir
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum gull til að smíða úr.
Spörum gjaldeyri. Heiðarleg
viðskipti. Aðeins í verslun okkar
Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
KAUPI GULL !
Ég, Magnús Steinþórsson gull-
smíðameistari, kaupi gull, gull-
peninga og gullskartgripi. Kaupi
allt gull, nýlegt, gamalt og illa
farið. Leitið til fagmanns og fáið
góð ráð. Upp. á demantar.is, í
síma 699 8000 eða komið í
Pósthússtræti 13 (við Austurvöll).
Verið velkomin.
Bókhald
Bókhald -Ársreikningar -Framtöl
Bókhald, skattaframtöl, stofnun fél.,
ársreikningar, VSK-uppgjör, erfða-
fjársk., leigusamningar o.fl.
HAGSTÆTT VERÐ. S. 517-3977.
framtal@visir.is
Húsviðhald
Þak og
utanhússklæðningar
og allt húsaviðhald
Ragnar V Sigurðsson ehf
Sími 892 8647.
stundirnar yfir kaffibolla í eldhús-
inu á Smáragrundinni, þar sem þér
tókst ótrúlega oft að fá mig til að
ræða málin og sjá hlutina frá nýju
sjónarhorni. Þrautseigjan, – þegar
órór hugur minn vildi snúa mér frá
tónlistarnáminu, – nei, þá slepptir
þú ekki, aðrir hefðu gefist upp,
ekki þú. Í dag bý ég að þessu og
svo oft hefur mig langað til að deila
með þér ánægjunni af því sem þú
veittir mér, ekki bara þegar ég
hlusta og horfi stolt á börnin mín.
Stundirnar ljúfu þegar ég sat með
ykkur systrum og hlustaði á ykkur
rifja upp bernskuárin í bakaríinu, –
allar sögurnar og þrasið um hvern-
ig hlutirnir hefðu verið, – þið ung-
lingar á ný, þær kalla fram bros.
Elsku Eva, takk fyrir allt sem þú
gafst mér og börnunum mínum.
Kveðja,
Ólína I. Björnsdóttir (Ólinga).
Þegar ég hugsa um Evu þá heyri
ég tónlist. Píanótónlist í bland við
lúðrablástur, gítarslátt og þver-
flautuspil. Þá skrautlegu sinfóníu
sem heyra má á hverjum degi á
göngum tónlistarskóla landsins. En
auðvitað fyrst og fremst píanótón-
list. Ég man eftir mér lítilli með
tíkarspena, með píanóbækurnar í
fanginu, fyrir utan stofuna þar sem
Eva kenndi nemendum sínum. Man
eftir mér fullri af tilhlökkun og
spenningi yfir því hvort mér tækist
að komast klakklaust í gegnum
heimaverkefni vikunnar og upp-
skera hrós frá kennaranum mínum.
Hrósið fólst yfirleitt í velþóknunar-
brosi og handskrifuðum einkunn-
arorðum við hvert lag: „Gott“ eða
„Mjög gott“. Á táningsárum fólst
mesta umbunin í því þegar við Eva
spiluðum saman fjórhent. Ung-
verskir dansar eftir Brahms urðu
þá oftast fyrir valinu. Ef ég ætti að
nefna eina manneskju, utan fjöl-
skyldu minnar, sem helsta áhrifa-
vald í lífi mínu þá myndi ég nefna
Evu. Ég var í píanótímum hjá
henni, einu sinni í viku, í heil tólf
ár. Strax frá fyrsta degi bar ég
óendanlega virðingu fyrir þessari
tígulegu konu, sem leit út eins og
kvikmyndastjarna, með sitt kol-
svarta hár sem hún tók saman í
hnút. Fyrstu árin kenndi hún í
Safnahúsi Skagfirðinga, síðustu ár-
in í húsnæði skólans við Borgarflöt.
Eva átti það einnig til að taka nem-
endur í píanótíma á heimili sínu og
það var ævintýri út af fyrir sig. Ég
man eftir Steinway-flyglinum,
dásamlegri áferðinni á píanónótun-
um sem einhver tjáði mér að væru
úr alvöru fílabeini. Man eftir hlý-
legu viðmóti Evu og alúðinni sem
hún lagði í kennsluna. Ég á flestar
bækurnar ennþá, sumar velktar og
snjáðar. Þetta eru dýrgripir með
handskrifuðum athugasemdum
Evu um túlkun og taktslátt, stíg-
andi og styrkleikabreytingar: So-
natinen Vorstufe og Sonatinen Al-
bum. Schumann, Chopin, Schubert,
Mozart og Beethoven. Eva kynnti
mig fyrir klassísku tónskáldunum,
eins og hún væri að afhenda mér
gull og gersemar. Á framhalds-
skólaárunum vann ég með námi í
Tónlistarskólanum á Sauðárkróki,
við píanókennslu og undirleik í
söngdeildinni. Síðasta árið í fjöl-
braut var ég í hálfri stöðu sem pí-
anókennari við skólann og þá hitt-
umst við Eva gjarnan á
kaffistofunni. Það voru góðar
stundir. Það var ekki síst fyrir
hennar hvatningu og áhrif að ég fór
svo síðar í píanókennaranám við
Tónlistarskólann í Reykjavík. Við
Eva héldum sambandi eftir að ég
flutti suður til Reykjavíkur. Ég
skrapp í heimsókn ef ég var á
Króknum og fékk þá oft lánaðan
lykil að tónlistarskólanum svo „ég
gæti nú farið og æft mig í friði“.
Eva heimsótti mig þegar ég eign-
aðist son minn og færði mér sæng-
urgjöf. Eftir að hún flutti frá Sauð-
árkróki minnkuðu samskiptin
okkar á milli, eins og gengur, en
alltaf fékk ég jólakort frá henni,
svo og kveðjur og falleg orð, bæði á
gleði- og sorgarstundum. Fyrir allt
þetta er ég þakklát. Ég kveð stór-
kostlega konu. Konu sem var vinur,
frábær kennari og fyrirmynd, allt í
senn. Minning Evu Snæbjarnar-
dóttur lifir í hjörtum fjölskyldu,
vina og nemenda hennar.
Heiðdís Lilja Magnúsdóttir.
Elsku Eva frænka er búin að
kveðja. Mér fannst það ljúft að
heyra að hún hefði sofnað vært er
kvöld var komið, enda starfsdag-
urinn orðinn býsna langur. Er ég
lít til baka byrjar ferðin í tónlist-
askólanum þar sem ég prófaði að
læra á nánast öll hljóðfæri og Eva
með þá von í hjarta að allt gengi
það nú vel, já þolinmæði var sko
sannarlega einn af hennar helstu
kostum. Síðar átti ég svo oft eftir
að líta í heimsókn á Smáragrund-
ina, alltaf gaf Eva mér tíma, til
þess að hlusta eða bara að leyfa
mér að vera hjá sér. Sumrin voru
líka okkar tími, þá dreif ég mig
uppeftir til að gaufast í garðinum á
meðan Eva gróðursetti og hreins-
aði til í gróðurhúsinu. Og best var
að sjálfsögðu að sitja með kaffibolla
í eldhúsinu á meðan Eva stóð við
vaskinn og reykti út um gluggann
og við ræddum saman um ótrúleg-
ustu hluti. Í þessum samræðum
kom Eva mér oft skemmtilega á
óvart, hún hafði sterkar skoðanir á
hlutunum, hún var góður hlustandi,
dæmdi aldrei en gaf alltaf góð ráð.
Oft sat hún líka við eldhúsborðið
með olnboganna á borðbrúninni,
lófana saman og fléttaði saman
fingurna og bara hlustaði.
Þegar Eva fluttist svo suður
minnkaði sambandið en ég reyndi
að líta inn ef ég átti leið í borgina
með mína fjölskyldu, ég minnist
sérstaklega heimsóknarinnar um
síðustu jól þar sem við áttum góðar
stundir saman, hlógum og skemmt-
um okkur.
Ég kveð Evu frænku með sökn-
uði en hlýju í hjarta og gleði, því að
ég á svo margar góðar og fallegar
minningar um hana.
Elsku Óli Björn, Andri og fjöl-
skyldur, mínar innilegustu samúð-
arkveðjur til ykkar,
Emma Sif Björnsdóttir.
Í lífi okkar flestra
eru nokkrar mann-
eskjur sem hafa á okkur mótandi og
djúpstæð áhrif og skapa að hluta
þann einstakling sem við á endanum
verðum. Dóra amma mín var ein af
þeim manneskjum í mínu lífi og er ég
ekki einungis að kveðja ástkæra
ömmu mínu heldur einnig einn minn
besta vin. Sem lítill Reykjavíkur-
gutti fékk ég fyrst að eyða heilu
sumri vestur á Ísafirði í rólegheit-
unum hjá ömmu og afa. Fátt gat
hugsast skemmtilegra fyrir ungan
dreng en að eyða sumrunum hjá
ömmu og afa og finna á hverjum degi
svo áberandi fyrir ást og umhyggju.
Þau sumur urðu svo fleiri og á ég
margar af mínum bestu barnæsku-
minningum frá þeim sumrum. Hún
amma mín var af gamla skólanum og
hafði farið sem ung kona í Hús-
mæðraskólann enda var hún einn
besti kokkur sem ég hef kynnst. Það
var alltaf ógrynni af kræsingum á
boðstólnum hjá ömmu og alltaf end-
aði dagurinn á kvöldkaffi þar sem
setið var og spjallað um daginn og
veginn áður en farið var í háttinn.
Þegar fjölskylda mín flutti svo vest-
ur á Ísafjörð varð nálægðin meiri og
alltaf fann maður fyrir innilegri
hlýju og miklu ljósi frá henni ömmu
minni. Hún var alltaf tilbúin að
spjalla og ávallt þótti mér svo gott að
koma til hennar og afa, maður var
alltaf svo einstaklega velkominn og
alltaf virkilega vel tekið á móti
manni. Svo fluttum við fjölskyldan
aftur á höfuðborgarsvæðið en amma
og afi héldu alltaf til á Hlíðarveg-
inum á Ísafirði. Þegar ég var 14 ára
reddaði afi mér vinnu í frystihúsinu
fyrir vestan og svo fór að ég eyddi
næstu sumrum hjá þeim. Á þeim
tíma fannst mér samband mitt við
bæði ömmu og afa styrkjast afskap-
lega mikið enda var alltaf talað við
mann sem jafningja og lærði ég mik-
ið af þeim varðandi lífið og lífsins
gildi. Amma var afskaplega blíð kona
og hennar blíða viðmót hafði einstök
áhrif á mig sem ungling á þroska-
braut og þakka ég ömmu minni að
miklu leyti hvaða mann ég hef að
geyma í dag. Alltaf var hún boðin og
búin að ljá hjálparhönd og á stund-
um fannst manni hún aðeins of ósér-
hlífin en það fannst henni þó alls
ekki. Það var henni mikill metnaður
að hugsa um fólkið sitt og vera til
staðar þegar á bjátaði. Hún hefur
alla tíð verið mjög stór partur af
Halldóra
Daníelsdóttir
✝ Halldóra Daníels-dóttir fæddist í
Súðavík 30. ágúst
1929. Hún andaðist á
Fjórðungssjúkrahús-
inu á Ísafirði að
morgni þriðjudagsins
20. apríl 2010.
Útför Halldóru fór
fram frá Ísafjarð-
arkirkju 27. apríl
2010.
mínu lífi sem og ann-
arra innan fjölskyld-
unnar enda héldum
við alltaf góðu sam-
bandi. Eftir því sem
tíminn leið og ég varð
uppteknari af eigin
lífi og fluttist síðan til
útlanda fækkaði sím-
tölunum okkar á milli,
svona líkt og gengur
og gerist í nútíma-
samfélagi þar sem all-
ir eru svo uppteknir
af sínu. En aldrei
skipti það máli hversu langur tími
leið á milli þess að við spjölluðum
saman, alltaf var það eins og við
hefðum heyrst daginn áður. Ég kveð
þig, elsku amma mín, með miklum
söknuði samtímis og ég finn innilegt
þakklæti í hjarta mér fyrir að hafa
fengið að hafa þig í mínu lífi. Þú
kenndir mér svo margt og finnst mér
afskaplega erfitt að geta ekki tekið
upp símann og hringt í þig. Þín verð-
ur sárt saknað enda mun aldrei fyll-
ast í það skarð sem eftir stendur. Þú
varst einstök manneskja sem verður
aðeins hægt að minnast með ást og
hlýju.
Stefán Eysteinn Sigurðsson.
Elsku amma mín.
Það er erfitt að sætta sig við þá
staðreynd að þú sért í alvörunni far-
in. Þú hefur alltaf verið svo sterk, og
ákveðin í því að halda áfram þrátt
fyrir veikindin.
Seinustu ár sýndir þú svo sann-
arlega úr hverju þú ert gerð.
Þegar þú varst flutt inná sjúkra-
húsið í síðasta skiptið þá var maður
alveg viss um að þú myndir koma
heim hress og glöð eins og alltaf og
það var því mikið áfall að fá að vita að
þú myndir ekki gera það.
Seinustu dagar hafa farið í að átta
sig á þessu og það hefur ekki gengið
vel.
Þú varst alltaf svo góð og skiln-
ingsrík, og það var alltaf jafn gott að
koma og tala við þig.
Þegar ég var yngri átti ég nú nán-
ast heima uppá Hlíðarvegi hjá þér og
afa, og ég á alveg óteljandi minning-
ar frá þeim tímum.
Þá sátum við saman í 2ja sæta sóf-
anum meðan Afi svaf í stólnum sín-
um, og horfðum á alla gömlu þættina
saman.
Nú fyrir stuttu var ég í heimsókn
hjá þér og var að spyrja þig um æsk-
una þína. Þú sagðir mér frá því þeg-
ar þú varst í sveit sem vinnukona og
að það hefði verið erfiður en lær-
dómsríkur tími, og sagðir mér líka
margt fleira. Ég er rosalega ánægð-
ur að hafa heyrt um alla þína æsku í
þessari einu heimsókn og finnst ég
hafa kynnst þér mikið meira heldur
en ég hef gert öll hin árin.
Frá því ég var 11 ára hef ég alltaf
fundið tengingu við þig í gegnum ljóð
sem ég vil sýna þér.
Lítill drengur lófa strýkur
létt um vota móðurkinn,
– augun spyrja eins og myrkvuð
ótta og grun í fyrsta sinn:
Hvar er amma, hvar er amma,
hún sem gaf mér brosið sitt
yndislega og alltaf skildi
ófullkomna hjalið mitt?
Lítill sveinn á leyndardómum
lífs og dauða kann ei skil:
hann vill bara eins og áður
ömmu sinnar komast til,
hann vill fá að hjúfra sig að
hennar brjósti sætt og rótt.
Amma er dáin – amma finnur
augasteininn sinn í nótt.
Lítill drengur leggst á koddann
– lokar sinni þreyttu brá
uns í draumi er hann staddur
ömmu sinni góðu hjá.
Amma brosir – amma kyssir
undurblítt á kollinn hans.
breiðist ást af öðrum heimi
yfir beð hins litla manns.
(Jóhannes úr Kötlum)
Elsku amma, þú varst alltaf frá-
bær manneskja við alla sem þú hittir
og færðir gleði í líf margra.
Ég elska þig, amma, og sakna þín,
en einhvern tímann eigum við eftir
að sjást aftur. Ég kveð þig núna í
hinsta sinn og vona að þér líði vel þar
sem þú ert núna.
Stígur Berg Sophusson.
Elsku Dóra, nú er þessari baráttu
lokið.
Ég horfi um öxl og minnist þeirra
stunda sem við áttum með ykkur
hjónum á Hlíðarvegi og Hornströnd-
um. Fyrir 10 árum vorum við hjónin
tekin formlega í fjölskylduna á af-
mæli Stígs. Þagar farið var að huga
að Hornstrandaferð varst þú á kafi í
eldhúsinu að baka fyrir ferðalanga
dúllukökur, hveitikökur, randalínur,
kleinur, svo fátt eitt má nefna. Varð
að vera nóg þó svo allir væru vel ne-
staðir. Þegar heim var komið stóð
Dóra í eldhúsinu með fullan pott af
gúllassúpu eða öðrum kræsingum,
alltaf að hugsa um gestina sem nutu
vel.
Í desember fyrir tveimur árum
kvaddi ég þig þegar þú varst flutt frá
Landspítalanum á sjúkrahúsið á Ísa-
firði mikið veik og átti ég ekki von á
að sjá þig aftur en fjöllin, hafið og
fólkið tók svo vel á móti þér að þú
hættir við og fékkst þennan tíma
sem þú nýttir með þínum nánustu. Í
ágúst síðastliðnum, á afmælinu þínu,
tókst þú dansspor inn í Engidal með
stæl. Minning þín er í skírnarkjóln-
um sem þú saumaðir fyrir mig og
hafa fimm barnabörn mín sem komið
er fengið að njóta.
Hafðu, Jesús, mig í minni,
mæðu og dauðans hrelling stytt,
börn mín hjá þér forsjón finni,
frá þeim öllum vanda hritt,
láttu standa’ á lífsbók þinni
líka þeirra nafn sem mitt.
(Hallgrímur Pétursson.)
Elsku Stígur, megi guð styðja þig
og þína um ókomna tíð.
Kveðja,
Kristín og Sigmundur.