Morgunblaðið - 29.04.2010, Síða 32

Morgunblaðið - 29.04.2010, Síða 32
32 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2010 Lights on the Highway leikur á Dillon í kvöld  Lights on the Highway ætla að halda órafmagnaða tónleika á Dil- lon í kvöld. Sveitin er á leið í 7 daga reisu til London á sunnudaginn og mun spila á nokkrum tónleikum, bæði rafmögnuðum og órafmögn- uðum, í næstu viku. Tónleikarnir á Dillon verða því nokkurskonar styrktartónleikar fyrir ferðina. Tónleikarnir á Dillon í kvöld hefjast kl. 22. Miðaverð er 500 kr. og aldurstakmark 20 ár. Fólk „ÞETTA átti bara að vera létt grín, svo byrjaði bara fullt af fólki að hringja í mig,“ segir söng- konan Elíza Newman sem sló óvænt í gegn á sjón- varpsstöðinni Al-Jazeera með lagi sínu „Eyjafjalla- jökull“ og var í kjölfarið boðinn útgáfusamningur við fyrirtækið Your Favorite Music. „Ég var ekkert að leita eftir því að verða fræg á Al-Jazeera, en þetta var svo skrýtið líka að ég varð að grípa tækifærið, ég er svo mikill vitleysingur að ég segi alltaf já við öllu,“ segir Elíza, sem hélt fyrst að verið væri að gera at í henni þegar Al-Jazeera bað hana um að semja lag til að kenna fólki að bera fram heiti Eyjafjallajökuls. Fréttin varð ein sú vin- sælasta á sjónvarpsstöðinni fyrr og síðar og var auk þess sett á netið þar sem 175.000 hafa horft á hana. Upphaflega lagið var aðeins 40 sekúndur en Elíza varð að gjöra svo vel að drífa sig í stúdíó um helgina og semja restina fyrir útgáfu. Hún vonast til að þessi óvænta athygli komi sér vel í haust þegar til stendur að gefa út plötuna Pie in the Sky í Bretlandi, en hún kom út hér á landi fyrir jól. Á meðan hefur hún í nógu að snúast við tónleikahald úti, m.a. með hinum íslensku Trúbat- rixum sem munu spila á Troy bar í London þann 13. maí og á The Great Escape tónlistarhátíðinni í Brighton 13. - 15. maí. „Já það er mikið að gera, ég sem á að vera að læra hérna en það er alltaf verið að trufla mig,“ hlær Elíza, sem leggur stund á mastersnám í kennslufræðum tónlistar í London. „En það er nú oftast skemmtilegast þegar það gerist eitthvað svona skrýtið, það gefur lífinu lit.“ Auk Elízu munu fjórar aðrar trúbatrixur troða upp í Englandi í maí, þær Halla Norðfjörð, Elín Ey, Nann úr „Of Monsters and Men“ og Myrra Rós. Þess má geta að þær Trúbatrixur sem eru á landinu ætla að halda tónleika hér heima til að fjármagna ferðina, nánar tiltekið á Café Rósen- berg, þann 29. apríl, auk góðra gesta s.s. Togga, Sigga Eyþórs úr dúettinum Pikknikk, Johnny Stronghands og Helga Val. Tónleikarnir byrja klukkan 21:00 og kostar 1.000 kr. inn. Trúbatrixa slær óvænt í gegn á Al-Jazeera Morgunblaðið/Kristinn Trúba Elíza flytur nýja lagið á tónleikunum úti.  Tónlistarhátíðin Nokia on Ice fer fram dagana 7. og 8. maí og er þetta í þriðja sinn sem hátíðin er haldin. Fer hátíðin fram á skemmti- staðnum Sódómu og er þessa dag- ana unnið hörðum höndum við að setja saman glæsilega dagskrá. Nú síðast var staðfest að Samúel Jón Samúelsson kæmi fram á hátíð- ina ásamt 17 manna hljómsveit. En áður hafa Mike Sheridan frá Dan- mörku, Hoffman, Dj Margeir, Who Knew, Cliff Clavin og Miri svo nokkrir séu nefndir, staðfest komu sína. Fleiri hljómsveitir sem munu koma fram verða svo tilkynntar á allra næstu dögum. Tónlistarhátíðin Nokia on Ice í þriðja sinn  Hljómsveitin Endless Dark lenti í öðru sæti í Global Battle of the Bands á þriðjudagskvöldið í Lond- on. Sveitin er frá Ólafsvík og Grundarfirði og vann undankeppni hljómsveitakeppninnar GBOB sem var haldin hér heima í janúar. Það voru pönkrokkararnir í Rus- tic frá Kína sem sigruðu keppnina og í þriðja sæti varð Explicit Licks frá Noregi. Endless Dark lenti í öðru sæti í GBOB NÝVERIÐ kom út bókin Michael að eilífu, Sagan af Michael Jackson, í þýðingu Tryggva Arnars Úlfs- sonar. Í bókinni, sem er eftir David Hermitte og upprunalega var gefin út á frönsku, er farið yfir ævi og feril poppstjörnunnar heitnu og reynt að fylla í þær eyður sem í henni var að finna. Það er svo sannarlega óhætt að segja að tónlist- arferill Jacksons, sem spannaði meira en fjóra ára- tugi, hafi verið með þeim skrautlegri í bransanum. Eru ævi konungs poppsins, nánast ár fyrir ár, gerð mjög góð skil í bókinni. Frá upphafinu með bræðr- um sínum í Jackson Five, sem voru undir harðri hendi föður þeirra Joe Jackson, til þeirra stífu æf- inga sem Jackson lagði á sig undir lok ævi sinnar fyrir This Is It tónleikaferðalagið, en margir vilja meina að þessi árátta Jacksons í kringum tónleikana hafi haft verulega slæm áhrif á heilsu hans. Tryggvi segir að Hermitte hafi greinilega verið mikill og einlægur aðdáandi Jacksons og að í bókinni sé hann að reyna að leiðrétta ýmislegt sem komið hefur fram í fjöl- miðlum og segja sögu popparans frá öðru sjónarhorni. En skyldi Tryggi hafa komist að einhverju nýju um Jackson við þýðinguna á bókinni? „Ég hafði kannski ekki nægilega skýra mynd af honum áður fyrr, en hann hefur greinilega verið mjög sérstakur eins og sést hefur í fjölmiðlum. Það kemur vonandi mann- eskjulegri Jackson í ljós í bókinni og kannski sést hann í öðru ljósi en fjölmiðlar sýndu hann í.“ AP KÓNGURINN Michael Jackson er sýndur í nýju ljósi í nýrri bók. Fyllt í eyðurnar um konung poppsins  Ný bók um ævi Michael Jackson í íslenskri þýðingu UNGLINGARNIR í Pops ætla að slá upp „bítlaballi“ á Kringlukránni næstkomandi föstudags- og laugar- dagskvöld. Þar verður tónlist sjö- unda áratugarins í forgrunni, en út- varpsmaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson ætlar að stíga á svið með þeim og syngja nokkur lög. „Eftir að þeir komu saman aftur hafa Pops yfirleitt komið til okkar á Rás 2 í kringum áramótin til að spila. Svo var ég einhvern tímann að fíflast í Óttari (Felix Haukssyni) og spurði: „Hvenær á ég að koma og syngja með ykkur? Ég er nú af þess- ari kynslóð líka, þó það sé aðeins með öðrum hætti en þið.“ „Nú?“ sagði Óttar og spurði hvernig stæði á því. Þá sagði ég honum að ég hefði komið undir verslunarmannahelgina 1968 í Húsafelli. Þannig að ég er af- kvæmi ’68-kynslóðarinnar og meira rokk getur það ekki orðið,“ segir Óli Palli um tildrög samstarfsins. Það var svo fyrir skömmu að Óttar sendi honum plakat fyrir tónleikana þar sem þátttaka hans var auglýst. „Ég náttúrlega skorast ekki undan því.“ Óli Palli segist hafa alist upp við tónlist ’68-kynslóðarinnar, þrátt fyr- ir að Duran Duran hafi ráðið lögum og lofum á unglingsárum hans. Sjálf- ur var hann í hljómsveit á Akranesi fyrir 20 árum sem spilaði svipaða tónlist og Pops er að spila; „þetta gamla, góða rokk og ról.“ – En getur hann eitthvað sungið? „Já, já, ég var í hljómsveitum þeg- ar ég var yngri. Svo er ég í Fjalla- bræðrum. Við æfum einu sinni í viku allan ársins hring og komum fram svona tvisvar í viku, þannig að ég treð upp í hverri einustu viku!,“ seg- ir hann og hlær við. Hann segir Fjallabræður m.a. ætla að spila á öll- um elliheimilum Reykjavíkurborgar á árinu, en um helgina er það bítla- ballið hjá Óla Palla. „Ég kem nú bara inn í; ætla að syngja eitthvað með Stones og Dylan og þannig. Þetta er náttúrlega mikill heiður fyrir mig, að fá að stíga á svið með þessum körlum. Þetta verður bara gaman – og jú, ég hlakka mikið til.“ Morgunblaðið/Golli Pops Unglingarnir í Pops eru í fullu fjöri og efna til „bítlaballs“ um helgina. Óli Palli ætlar að taka lagið með þeim og tekur sig bara vel út með strákunum. Afkvæmi ’68-kynslóðarinnar  Útvarpsmaðurinn Óli Palli ætlar að taka nokkur lög með strákunum í Pops um helgina  Tók Stones og Bítlana fram yfir Duran Duran á unglingsárunum Hljómsveitin Pops var stofnuð árið 1966 og er því orðin um 44 ára gömul, þrátt fyrir að hafa tekið sér 20 ára hlé árin 1972-1992. Sveitin varð strax vinsæl og spilaði meðal annars inn á tveggja laga plötu Flosa Ólafssonar leikara. Unglingahljómsveitin Pops var síðan endurreist á tíunda áratugn- um og hefur hljómsveitin starfað óslitið síðan, þótt mannabreyt- ingar hafi átt sér stað. Sveitin hef- ur meðal annars skipt nokkrum sinnum um söngvara, en þeir hafa til dæmis verið Pétur Kristjánsson, sem var einn af stofnendum bandsins, Rúnar Júlíusson og Eiríkur Hauksson. Bandið í dag skipa Birgir Hrafns- son, Óttar Felix Hauksson, Gunnar Þórðarson, Jón Ólafsson, Magnús Kjartansson og Ólafur Sigurðsson. Fjörtíu og fjögurra ára gamall unglingur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.