Morgunblaðið - 29.04.2010, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 29.04.2010, Qupperneq 36
Til að byrja með er rétt aðvara þá við sem bíða end-ursýningar á lokaþætti Glæpsins í kvöld og vita því ekki enn hver morðinginn er. Fjallað verður um endalokin í þessum pistli, svo haldið ykkur fjarri! Fyrsta þáttaröð Glæpsins var að mínu mati ein allra besta glæpaþáttaröð sem sést hefur í sjónvarpi. Því miður tókst þeim hjá DR ekki alveg eins vel upp með aðra seríu, það liggur núna ljóst fyrir. Það er þannig með glæpasögur að endirinn hefur meira vægi en öll fléttan fram að honum sam- anlögð því það kemur ekki í ljós fyrr en í blálokin hvort sagan var raunverulega vel skrifuð eða ekki. Handritshöfundar Glæpsins II virðast hafa færst of mikið í fang og það voru reyndar vís- bendingar um það strax í byrjun því sagan var flókin.    Fyrsti þátturinn kynnti ótalmargar hliðarsögur semmaður áttaði sig ekki al- veg á strax hvernig tengdust og í lokin reyndust endarnir ekki fléttast nógu þétt saman. Hvað var til dæmis málið með Bilal, af hverju í ósköpunum þótti honum ástæða til að sprengja sig í loft upp? Og af hverju snappaði Strange í Afganistan og drap allt þetta fólk? Hvaða leynilega sendi- för var þetta sem þingið mátti ekki vita af? Og er það sannfær- andi að forsætisráðherrann myndi ganga svona langt að standa að- gerðalaus á meðan danskir borg- arar eru myrtir einn af öðrum vitandi að hann gæti komið í veg fyrir það? Við þekkjum það vissulega hér heima hversu mikils stjórn- málamenn meta hagsmuni flokks- ins umfram annað, en ég á samt erfitt með að kaupa það að ríkis- stjórnin eins og hún leggur sig hafi verið tilbúin að „kóa“ með forsætisráðherranum og leyfa morðingjanum að fara áfram huldu höfði, allt til að forðast ótímabærar kosningar.    Eftir á að hyggja náði þessiþáttaröð í raun aldrei að komast með tærnar þar sem sú fyrsta hafði hælana. Spennan varð óbærileg nánast frá fyrstu stundu í Glæpnum I og það var meðal annars vegna þess að til- finningarnar sem áhorfendur fengu að kynnast í þeirri sögu voru mun sterkari og átakanlegri. Angistin í augum foreldra Nönnu Birk Larsen sem var myrt, nísti hjartað. Annað sem heillaði við Glæpinn þegar hann byrjaði fyrst í sjónvarpi var hversu vel hand- ritshöfundar stýrðu fram hjá verstu klisjunum í spennuþátta- gerð. Það tókst ekki eins vel í þetta skipti, eða hver var ekki búinn að sjá fyrir að Lund væri í skotheldu vesti eftir Hollywood-uppskrift- inni? Og það eftir að hafa „blekkt“ Strange til að gefa upp eitthvað sem hann hefði ekki get- að vitað um morðið í Minningar- garðinum, vægast sagt klisju- kennd lausn. Hvern fjandann var hún annars að pæla að draga grunaðan morð- ingja afsíðis inn í myrkan garð til að rekja úr honum garnirnar og stofna lífi Raben í hættu um leið? Nei, því miður var þessi sögu- flétta ekki eins pottþétt og ég hafði vonað en það breytir því þó ekki að gæði framleiðslunnar eru mikil að öðru leyti, leikararnir og öll sviðsmynd frábær. Okkur Ís- lendingum þykir mikið til danskr- ar sjónvarpsþáttagerðar koma og viljum gjarnan feta í þeirra fót- spor. Í ljósi þess er forvitnilegt að lesa umræður um Glæpinn á dönskum vefsíðum þar sem kem- ur í ljós að Danir finna sumir þáttunum allt til foráttu og barma sér yfir því að dönsk sjón- varpsþáttagerð sé ekki eins vönd- uð og töff og sú breska. Mér finnst Danir hins vegar enn eiga allt hrós skilið og vona að þeir haldi áfram á sömu braut, en hugsi plottið betur til enda næst. Endaslepptur danskur Glæpur AF LISTUM Una Sighvatsdóttir » Það er þannig meðglæpasögur að það kemur ekki í ljós fyrr en í blálokin hvort sagan var raunverulega vel skrifuð eða ekki. una@mbl.is Glæpurinn Önnur sería stóð ekki alveg undir væntingum eftir frábæra fyrstu seríu. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2010 Svalasta mynd ársins er komin! HHHHH „Fáránlega skemmtileg, fullkomlega uppbyggð og hrikaleg rússíbana- reið sem sparkar í staði sem aðrar myndir eiga erfitt með að teygja sig í“ - Empire – Chris Hewitt HHHHH “Þeir sem missa af þessari fremja glæp gegn sjálfum sér.” – Fbl.-Þ.Þ HHHHH – H.G. – Poppland Rás 2 Bráðske mmtileg gaman mynd í anda A merican Pie. SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍKSÝND Í ÁLFABAKKA / ÁLFABAKKA SHE'S OUT OF MY LEAGUE kl. 5.40-8-10:20 16 3D-DIGITAL AÐTEMJADREKANNSINN m. ísl. tali kl. 5:503D L OFURSTRÁKURINN kl. 5:50 VIP-LÚXUS AÐTEMJADREKANNSINN m. ísl. tali kl. 5:50 L KICK-ASS kl. 5:40-8 -10:30 14 3D-DIGITAL HOTTUBMACHINE kl. 8 - 10:30 12 KICK-ASS kl. 8-10:30 VIP-LÚXUS THE BLIND SIDE kl. 8 10 CLASH OF THE TITANS kl. 8-10:30 12 MENWHOSTAREATGOATS kl. 10:30 12 CLASH OF THE TITANS kl. 5:40 VIP-LÚXUS KICK-ASS kl. 5:50-8:10D -10:40D 14 OFURSTRÁKURINN m. ísl. tali kl. 6 L CLASH OF THE TITANS - 3D kl. 8:103D -10:303D 12 HOT TUB TIME MACHINE kl. 8:10-10:30 12 HOW TO TRAIN YOUR DRAGON - 3D m. ensku tali kl. 63D L / KRINGLUNNI HIN þrýstna söng- og leikkona Jes- sica Simpson, viðurkenndi í viðtali á dögunum að tannumhirðu hennar sé talsvert ábótavant. Hún sagðist í raun ekki bursta tennurnar nema þrisvar í viku, en þrátt fyrir það þyrfti hún ekki að berjast við and- remmu. „Tennurnar mínar eru mjög hvítar og ég vil ekki að þær séu of sleipar, en ég nota Listerine (gerla- drepandi munnskol) og tannþráð á hverjum degi. Annars renna var- irnar á mér bara út um allt, ég þarf smá skán. Ég veit að þetta hljómar ógeðslega en lyktin út úr mér er allt- af fersk, það er virkilega skrýtið, en lyktin út úr mér er frábær.“ Jessica hafði áður sagt í öðru við- tali að stundum þegar hún nennti ekki að tannbursta sig, þurrkaði hún bara skánina burtu með peysuerm- inni. Það er spurning hvað tann- læknar segja við þessu. Burstar ekki tennurnar Hvítar Fallegar tennur en ...? SÖNGKONAN Susan Boyle, sem sló í gegn í Britaińs Got Talent, er án efa ein vinsælasta söngstjarnan í dag. Til stendur að Boyle gefi út jólaplötu í ár, en þó að hún sé ekki búin að taka upp svo mikið sem eitt lag, lítur út fyrir að hún slái öll sölumet. Síðustu tvær vik- ur hafa um 2 milljónir manna sent vefversluninni Amazon beiðni um að fá að panta plötuna fyrirfram. Talsmaður fyrirtækisins segist aldrei hafa vitað annað eins, og að platan setji örugglega met í for- sölu á netinu. Susan hefur verið undir miklu álagi og fékk hálfgert taugaáfall í fyrra vegna allrar athyglinnar, en hún segist stefna að því að næsta plata verði enn betri en sú fyrsta. Boyle Er enn að slá sölumet. Eftirsótt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.