Morgunblaðið - 29.04.2010, Síða 40
FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 119. DAGUR ÁRSINS 2010
SÉRA Bjarni Karlsson, prestur í Laugarnes-
kirkju, brá á leik með börnum úr Laugarnes-
skóla í gær. Krakkar úr frístundaheimilinu
Laugaseli, í 1. og 2. bekk, sækja fjörlegt nám-
skeið í kirkjunni vikulega á miðvikudögum sem
nefnist Kirkjuprakkarar.
FJÖRUGIR KIRKJUPRAKKARAR Í STÓRFISKALEIK
Morgunblaðið/Golli
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
JÓHANNA Vigdís Arnardóttir,
söng- og leikkona, verður rödd Rík-
isútvarpsins og tekur væntanlega
við um helgina af þulunum sem hafa
kynnt dagskrárliði frá fyrstu út-
sendingu Sjónvarpsins árið 1966.
„Þetta leggst mjög vel í mig en
ætli ég verði ekki hötuð vegna þess
að allir sakni þulanna svo mikið,“
segir Jóhanna Vigdís. Hún var beð-
in um að mæta í prufu fyrir páska
en segir að þar sem hún hafi ekki
heyrt aftur frá Sjónvarpinu hafi
hún gefið starfið upp á bátinn. „En
svo var bara hringt í mig,“ heldur
hún áfram og segist vera mjög kát
enda sé þetta ólíkt öðru sem hún
hafi gert. „Það er öðruvísi að reyna
að vera hlýleg rödd inni í sjónvarpi
allra landsmanna.“
Jóhanna segist ekkert hafa kynnt
sér hvernig sambærilegt starf fari
fram á öðrum sjónvarpsstöðvum, en
hún verði ekki í mynd og ætla megi
að hún lesi kynningarnar í sam-
ræmi við efnið hverju sinni. „Þetta
er mjög spennandi,“ segir hún.
Ragnheiður Clausen, frænka Jó-
hönnu, var þula um árabil en Jó-
hanna segir það tilviljun að hún feti
í fótspor hennar. „Hún var rosa fín
þula en mér hentar betur að vera á
bak við tjöldin.“
Jóhanna rödd Sjónvarpsins
Þulur hafa kynnt
dagskrárliði frá
byrjun 1966
Morgunblaðið/Kristinn
Röddin Jóhanna Vigdís Arnardóttir
fer að sumu leyti í spor frænku.
Í HNOTSKURN
»Ása Finnsdóttir var fyrstaþula Sjónvarpsins, starfaði
sem slík frá því Sjónvarpið var
sett á laggirnar 1966 fram til
1970.
»Nú skipta sex þulur starf-inu á milli sín en starfi
þeirra lýkur væntanlega um
helgina.
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200
1. Þolinmæði farþega á þrotum
2. Örkin hans Nóa fundin
3. Hakkarar hagnýta eldgosið
4. Hringavitleysa sjóarans
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Rithöfundurinn
Stefán Máni hefur
átt mikilli vel-
gengni að fagna í
Frakklandi. Skáld-
saga hans, Svart-
ur á leik, mun
brátt koma út þar
í landi hjá forlag-
inu Gallimard,
sem áður hefur gefið út Skipið.
Í tilkynningu frá Forlaginu segir að
Skipið hafi hlotið mjög góðar við-
tökur og til standi að prenta annað
upplag skáldsögunnar á næstunni.
Stefán Máni er sjálfur nýkominn frá
Frakklandi, þar sem hann sótti bók-
menntahátíð og hefur honum þegar
verið boðið á fleiri slíkar í maí.
Enn fremur er brátt von á kvik-
mynd byggðri á Svartur á leik, en hún
verður í leikstjórn Óskars Þórs Axels-
sonar og framleiðendur eru meðal
annarra Nicolas Winding Refn, leik-
stjóri Pusher, og Chris Briggs, sem
framleiddi Hostel-myndirnar.
Svartur á leik gefin
út í Frakklandi
Útvarpsmaður-
inn knái, Ólafur
Páll Gunnarsson,
ætlar að sýna
sannkallaða rokk-
takta og taka lag-
ið með ungling-
unum í Pops um
helgina. Félag-
arnir í Pops ætla
að slá upp bítlaballi á Kringlukránni
bæði föstudags- og laugardagskvöld,
en sveitina skipa Birgir Hrafnsson,
Óttar Felix Hauksson, Gunnar Þórð-
arson, Jón Ólafsson, Ólafur Sigurðs-
son og Magnús Kjartansson. Hljóm-
sveitin var upphaflega stofnuð
veturinn 1966-1967, en tók sér 20 ára
hlé árið 1972.
Óli Palli er ekki með öllu ókunnur
söngnum, en hann hefur bæði verið í
ýmsum hljómsveitum og syngur í dag
með ofur-karlakórnum Fjallabræðr-
um. Hann tengist einnig Pops á
skemmtilegan hátt og ætlar að m.a.
að taka með þeim lagið „Like A Roll-
ing Stone“. »32
Pops slær upp bítla-
balli, Óli Palli syngur
Á föstudag Hæg breytileg átt, skýjað og smáskúrir SV-lands, norðan 3-8 og dálítil él
framan af við A-ströndina, en annars hægviðri og bjart. Hiti 1 til 6 stig, vægt frost NA-til.
Á laugardag Vestlæg átt, 3-8 m/s og skýjað en úrkomulítið, en léttskýjað fyrir austan.
Heldur hlýnandi.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Minnkandi norðaustanátt og léttir víða til, en líkur á smá vætu
sunnanlands. Hiti 2 til 11 stig að deginum, hlýjast á SV-landi.
VEÐUR
Úrslitin á Íslandsmótinu í
körfuknattleik karla ráð-
ast í kvöld þegar Keflavík
tekur á móti liði Snæfells.
Friðrik Stefánsson leik-
maður Njarðvíkur og
Benedikt Guðmundsson
fyrrum þjálfari kvennaliðs
KR spá í spilin fyrir
oddaleikinn sem hefst kl.
19.15 í kvöld. Búist er við
miklu fjölmenni í íþrótta-
húsið við Sunnubraut í
Keflavík. »4
Spekingar spá í
oddaleikinn
Ólafur Stefánsson og félagar
hans í Rhein-Neckar Löwen kom-
ust upp í þriðja sætið í þýsku 1.
deildinni í handbolta í gær. Löwen
lagði Íslendingaliðið Lemgo 29:27
og lék Vignir Svavarson
vel með Lemgo. Guð-
jón Valur Sigurðs-
son lék ekki með
Löwen og
Snorri
Steinn
Guðjóns-
son skoraði
ekki.
»2
Ólafur Stefánsson og
félagar í þriðja sætið
Jose Mourinho knattspyrnustjóri
ítalska fótboltaliðsins Inter fagnaði
gríðarlega þegar ítalska liðið lagði
Barcelona 1:0 á Nou Camp á Spáni í
undanúrslitum Meistaradeildarinnar.
Inter vann samanlagt 3:2 og leikur
gegn Bayern München frá Þýskalandi
í úrslitaleiknum 22. maí nk. Börsung-
ar komust lítt áleiðis gegn sterkri
vörn Inter. »2
Mourinho stóð við stóru
orðin og Inter fer í úrslit
ÍÞRÓTTIR