Morgunblaðið - 19.05.2010, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.05.2010, Blaðsíða 12
Deiluefni Stjórnun fiskveiða hefur löngum valdið deilum og sjómennirnir Óli Olsen og Vagn Ingólfsson á Esjari hefðu eflaust viljað meiri kvóta á vertíðinni. BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Formaður starfshóps um breytingar á fiskiveiðistjórnunarkerfinu hafnar því að nýlegar skýrslur sem meðal annars fjalla um innköllun aflaheim- ilda útiloki þá aðferð. Þvert á móti megi segja að skýrslurnar staðfesti að það kerfi sem nú er notað dugi ekki. Áfram verði unnið að útfærslu breytinga á kerfinu og ekki sé ljóst hvenær þeirri vinnu lýkur. Starfshópurinn hefur falið Jóni Steinssyni, lektor í hagfræði við Col- umbia-háskóla í Bandaríkjunum, að rýna þær tvær skýrslur sem nýlega voru unnar fyrir nefndina. Jafnframt er til skoðunar hvort hugmyndir um vatns- og jarðhitaréttindi og nýtingu ríkisins á þeim auðlindum, sem fram koma í skýrslu sem nýlega var afhent forsætisráðherra, geta einnig nýst í vinnu starfshópsins. Samtímis vinnur hópurinn að skoðun á einstökum þátt- um kerfisins og að því að draga sam- an sjónarmið hagsmunaaðila og stjórnmálamanna í hópnum. Hinar minnstu breytingar eru taldar raska jafnvæginu Aðspurður hvort úttekt sérfræð- inga í Háskólanum á Akureyri og Daða Más Kristóferssonar, dósent við Háskóla Íslands, útiloki ekki fyrn- ingu eða innköllun aflaheimilda, segir Guðbjartur Hannesson, formaður starfshópsins, svo ekki vera. „Það er hægt að líta á það með tvennum hætti, en fyrst og fremst held ég að sjávarútvegurinn verði að viðurkenna að skýrslurnar gefa atvinnugreininni ekki háa einkunn,“ segir Guðbjartur. „Skuldsetningin er orðin svo mikil að hinar minnstu breytingar eru taldar raska jafnvæginu og það á sama tíma og greinin býr í raun við kjöraðstæður. Ef skýrsla Akureyringanna er skoðuð sést hversu gríðarleg skuld- setningin var á tímabilinu 2003-07. Þar kemur ekkert fram um að það sé vegna fjárfestinga í tækjum, búnaði eða skipum, heldur hafi þessir fjár- munir að hluta farið í kvótakaup og að hluta til út úr greininni. Við höfum sagt að við ætlum að gera breytingar á kerfinu af varfærni þannig að það raski ekki greininni umfram það sem nauðsynlegt er. Við getum hins vegar ekki bjargað þeim sem þegar eru að komast í þrot. Í raun sýna þessar tvær skýrslur að það er nauðsynlegt að gera breytingar á kerfinu því það virkar ekki að óbreyttu,“ segir Guð- bjartur. Útiloka ekki innköllun  Jón Steinsson fenginn til að rýna háskólaskýrslur um fyrningu í sjávarútvegi  Skýrslurnar gefa atvinnugreininni ekki háa einkunn, segir formaður starfshóps 12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2010 Verður haldinn miðvikudaginn 2. júní 2010, kl. 17.00 í fundarsal BSRB á 1. hæð að Grettisgötu 89, 105 Reykjavík. Dagskrá: 1. Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins. 2. Önnur mál löglega upp borin. Allir sjóðfélagar sem og fulltrúar aðildarfélaga BSRB, BHM, KÍ og launagreiðendur eiga rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétti og eru þeir hvattir til að mæta. Fundargögn verða afhent á fundarstað fyrir setningu fundarins. Reykjavík, 14.maí 2010 Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga. Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga 2010 Morgunblaðið/Heiddi Ábyrgð Sófus Berthelsen, starfs- maður Fjarðarsmíði, við vinnu sína. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Með þessu aukast kröfur til meist- ara innan okkar vébanda og réttur og öryggi neytenda eykst að sama skapi,“ segir Ágúst Pétursson, for- maður meistaradeildar Samtaka iðn- aðarins, en settur hefur verið á lagg- irnar Ábyrgðasjóður iðnmeistara innan SI. Hann segir um talsverð tíðindi að ræða og að auknar skyldur séu lagðar á iðnmeistara, en fyrir- komulag sem þetta sé m.a. þekkt á hinum Norðurlöndunum. Telji verkkaupi vinnubrögð verktaka ekki uppfylla væntingar getur hann skotið máli sínu til Úr- skurðarnefndar meistaradeildarinn- ar. Þar eiga meðal annars sæti full- trúar frá Neytendasamtökunum og Húseigendafélaginu og falli úrskurð- ur verkkaupa í hag fær hann bætur úr Ábyrgðasjóðnum. Allir félagsmenn Meistaradeild- ar SI eru löggiltir iðnmeistarar og eiga aðild að Ábyrgðasjóði MSI. Að baki Ábyrgðasjóði MSI standa Sam- tök iðnaðarins og sex meistarafélög, það eru Málarameistarafélag Reykjavíkur, Meistarafélag Suður- lands, Meistarafélag byggingar- manna á Norðurlandi, Félag skrúð- garðyrkjumeistara, Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði og Félag blikksmiðjueigenda. Ábyrgðasjóður- inn hefur verið samþykktur á fund- um viðkomandi félaga og tekur til starfa í vikunni. Verksamningur skilyrði Telji verkkaupi vinnubrögð verktaka ekki uppfylla væntingar um fagleg vinnubrögð getur hann skotið máli sínu til Úrskurðarnefnd- ar MSI. Skriflegur verksamningur milli verkkaupa og verksala er skil- yrði þess að verkkaupi geti vísað máli sínu til Úrskurðarnefndar MSI. Ágreiningi vegna reikningagerðar, verktíma og álíka atriða er ekki hægt að vísa til úrskurðarnefndar. Einungis einstaklingar og hús- félög geta notið bóta úr Ábyrgða- sjóði MSI. Hámarks bótafjárhæð er 2 milljónir kr. Úrskurðarnefnd MSI fjallar ekki um mál þar sem samn- ingsupphæð er lægri en 100 þúsund kr. og ekki hærri en 25 milljónir með VSK. Verkefnið er kynnt á si.is Öryggi neytenda eykst  Ábyrgðasjóður iðnmeistara í SI tekur til starfa Þær skýrslur sem fyrir liggja um innköllun aflaheimilda sýna, að mati Einars K. Guðfinnssonar, fyrr- verandi sjávarútvegsráðherra og fulltrúa í starfshópnum, að fyrn- ingin er ótæk. „Málið er að mínu mati alveg orðið skýrt,“ segir Einar. „Innköllun aflaheimilda myndi setja sjávarútveginn í uppnám. Hafi vafi verið á þessu í huga einhverra þá er það nú orðið ljóst.“ Hann segir að lagt hafi verið af stað í vinnu starfshópsins með það að leiðarljósi að vinna faglega að verkefninu og hópurinn hefði nú þrjár álitsgerðir til að styðjast við. „Í fyrsta lagi höfum við skýrslu Deloitte, sem var unnin fyrir LÍÚ, en Deloitte er sú endurskoðunar- skrifstofa sem hefur mesta yfirsýn yfir sjávarútveginn. Síðan höfum við skýrslur sérfræðinga við HA og skýrslu Daða Más Krist- óferssonar, sér- fræðings við HÍ. Þessar skýrslur benda allar í sömu átt og sýna að fyrningar- leiðin er að mínu mati ótæk. Starfshópurinn hefur engu að síður þá skyldu á sínum herðum að finna niðurstöðu sem meiri sátt getur orðið um. Innköllun aflaheim- ilda getur ekki orðið grundvöllur slíkrar sáttar. Nefndin er ekki kom- in að neinum lokapunkti í störfum sínum, en það er orðið skýrt hvað hægt er að gera og hvað ekki. Stóra málið í þessu er að sjávar- útvegurinn verður að búa við fyrir- sjáanleika. Fiskveiðirétturinn verð- ur að vera alveg skýr og verkefnið er að útfæra hvernig að því verður staðið. Ég lít þannig á að eign- arrétturinn á fiskimiðunum sé hjá þjóðinni, en nýtingarrétturinn verði að vera hjá útgerðinni. Eftir því sem meiri óvissa er í kringum nýtingarréttinn þeim mun líklegra er að við fáum sjávarútveg sem ekki getur haldið uppi þeim lífskjörum, sem við þurfum á að halda. Eins og staðan er núna er ekkert verið að fjárfesta í greininni og menn halda að sér höndum. Óvissan tefur þann efnahagslega bata sem við þurfum á að halda,“ sagði Einar K. Guðfinnsson. Fyrningarleiðin ótæk SJÁVARÚTVEGURINN VERÐUR AÐ BÚA VIÐ FYRIRSJÁANLEIKA Einar K. Guðfinnsson Guðbjartur Hannesson Morgunblaðið/Alfons „Þótt skýrsluhöf- undar komi sér hjá því að segja það berum orð- um dylst engum sem les skýrslu Rannsóknastofn- unar Háskólans á Akureyri (RHA) að niðurstaða hennar er að fyrningarleiðin er ófær,“ segir Friðrik J. Arn- grímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, meðal annars á heimasíðu sam- bandsins. Friðrik segir margt í skýrslunni vekja spurningar, bæði hvað varðar nálgun viðfangsefnisins og eins þær ályktanir sem skýrsluhöfundar draga. „Skýrsluhöfundar komast að þeirri niðurstöðu að hluti íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja ráði við það að kvótinn sé tekinn af þeim á 20 ár- um. Samt liggur ljóst fyrir að fyr- irtækin yrðu ekki til eftir þann tíma og væru reyndar horfin miklu fyrr,“ segir Friðrik og spyr: „Er það orðið markmið að fyrirtæki hverfi?“ Framkvæmdastjóri LÍÚ segir óútskýrðar skilgreiningar settar fram í skýrslu RHA. „Hvað er t.d. átt við með orðalaginu „hægfara innköllun núverandi aflaheimilda“ og hvaða mælikvarðar liggja að baki þeirri ályktun skýrsluhöfunda að 20 kr. á þorskígildi sé „hóflegt leiguverð“?“ spyr Friðrik. Er það markmið að fyrirtæki hverfi? Friðrik J. Arngrímsson Í samstarfssamningi ríkisstjórn- arflokkanna í kafla um endur- skoðun laga um fiskveiðar segir að leggja eigi grunn að innköllun og endurráðstöfun aflaheimilda á 20 ára tímabili. „Endurskoðunin verði unnin í samráði við hagsmunaaðila í sjávarútvegi og miðað við að áætl- un um innköllun og endurráðstöfun taki gildi í upphafi fiskveiðiárs 1. september 2010,“ segir í stjórn- arsáttmálanum. Í byrjun júlí í fyrra skipaði sjávarútvegsráðherra starfshóp til þess að endurskoða fyrirkomulag fiskveiðistjórnunarinnar. Verkefni hans eru að skilgreina helstu álita- efni, sem fyrir hendi eru í löggjöf- inni, og lýsa þeim. Að loknum nauð- synlegum greiningum á hann að setja fram valkosti um leiðir til úr- bóta, þannig að greininni verði sköpuð góð rekstrarskilyrði til langs tíma, veiðar verði stundaðar með sjálfbærum hætti og sem víð- tækust sátt náist um stjórnunina. Starfshópurinn átti að skila af sér fyrir 1. nóvember síðastliðinn. Valkostir um leiðir til úrbóta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.