Morgunblaðið - 19.05.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.05.2010, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2010 Nú eru 136 þátttakendur í Hekluskógaverkefninu og fá þeir birki- og reyniviðarplöntur í styrk til að gróðursetja í lönd sín, auk þess sem ýmsir hópar heimsækja Heklusanda í maí og júní til að gróðursetja tré og græða land. Hreinn Óskarsson verkefnisstjóri segir samstarfið vera frábært og sama fólkið komi ár eftir ár. Byrjað var að gróðursetja í byrjun mánaðar- ins en í vor er stefnt að því að gróðursetja rúmlega 210 þúsund plöntur í Hekluskógum, mest birki en einnig um 10 þúsund reyniviðarplöntur. Fjár- veitingar til verkefnisins minnkuðu um 8% frá síðasta ári og nema 23,6 milljónum króna í ár. Hreinn segir það hafa verið óraunverulegt að vinna við gróðursetningu síðustu daga með mökkinn frá gosinu í Eyjafjallajökli í austri og Heklu í næsta nágrenni. Hann segist ekki hafa áhyggjur af gróðri á Heklusöndum meðan öskufall er ekki meira þar en raun ber vitni og toppar plantnanna standi vel upp úr. Þvert á móti geti skógurinn heft öskufok. aij@mbl.is Frábært samstarf við fjölmarga hópa Setja niður 210 þúsund plöntur í Hekluskógum Ljósmynd/Hreinn Óskarsson Samtaka Jakob Þór Guðbjartsson og Embla Rut Jakobsdóttir, fimm ára, við vinnu nyrst í Vaðöldu um helgina. Gróðursetning í svartan sandinn virð- ist ærið verkefni en árangur síðasta árs jók Slóðavinum ásmegin. Andri Karl andri@mbl.is Samþykkt hefur verið að veita sér- stökum saksóknara aukafjárveitingu upp á 470 milljónir króna í ár, s.s. til að standa straum af útþenslu emb- ættisins. Meginþungi rannsókn- arinnar verður á þessu ári og því næsta. Þetta kom fram á ríkisstjórn- arfundi í gærmorgun. Hugmyndir um styrkingu rétt- arkerfisins voru ræddar á fundi rík- isstjórnarinnar. Að sögn Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, verður þremur ráðuneytisstjórum falið að meta nauðsynlegar fjárveit- ingar til þess að styrkja stöðu og sjálfstæði dómstólanna, einkum Hæstaréttar, í ljósi aukins mála- fjölda. Hvað varðar sérstakan saksókn- ara liggur fyrir minnisblað um fjár- þörf embættisins. „Það sem liggur til grundvallar ákvörðun um fjár- magn, er að rannsókn, ákæru- meðferð og saksókn verði lokið í árs- lok 2014,“ sagði Jóhanna og að embættið hætti þá starfsemi sinni. Í samræmi við þetta hefur rík- isstjórnin samþykkt 470 milljón króna aukafjárveitingu fyrir árið í ár og viðbætur við það sem áður hafði verið ákveðið fyrir árin 2011 og 2012, um 965 milljónir króna hvort árið. „Heildarfjárveitingar fyrir árin 2011 og 2012 verða 1.280 milljónir króna hvort árið. Þá koma viðbætur árin 2013 og 2014.“ Jóhanna benti þó á, að upphæð- irnar yrðu endurskoðaðar á hverju ári og þá einnig hvort áætlunin stæðist. Í dag stefnir þó í, að ríkið leggi tæpa fimm milljarða króna í rannsókn sérstaks saksóknara. Rannsókn lokið fyrir árið 2015 og embættið aflagt  Fimm milljarðar í fjárveitingar til sérstaks saksóknara Morgunblaðið/Árni Sæberg Gríðarlegt magn Starfsmenn sér- staks saksóknara koma með gögn. Slitastjórn Glitnis er að láta lög- fræðinga skoða fyrir sig hvort dóm- ur sem fellur í New York, í skaða- bótamáli slitastjórnarinnar gegn nokkrum fyrrverandi stjórnendum og hluthöfum í Glitni, geti orðið aðfararhæfur í Bretlandi. Falli málið í New York slitastjórn- inni í vil eignast hún kröfur á hend- ur hinum stefndu sem nema hund- ruðum milljarða króna. Fyrir liggur hins vegar að þeir eiga ekki mjög verðmiklar eignir hér á landi, miðað við kyrrsetningar sem skattayfirvöld hafa þegar látið fram- kvæma. Aðspurð hvort slitastjórnin telji að hinir stefndu eigi nógu mikl- ar eignir í Bandaríkjunum til að standa undir málskostnaðinum segir Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnarinnar, það ekki mark- miðið að koma út á núlli, heldur að bæta raunverulega stöðu þrotabús Glitnis. Hún tjáir sig ekki um hvort Jón Ásgeir Jóhannesson hafi skilað eignalista vegna kyrrsetningar bresks dómstóls á eigum hans. Skoða að- fararhæfi í Bretlandi Gefa ekki upp hvort eignalista var skilað „Við leitum allra leiða til að endur- heimta fé.“ Þeim fækkar sem bera mikið traust til Alþingis en 10,5% segjast bera mikið traust til þess nú, borið saman við 18,0% í könnun MMR á trausti á stofnunum frá því í september 2009. Nú bera 51,8% mikið traust til Ríkisútvarpsins en hlutfallið var 64,2% 2009. Þeim fjölgar lítillega sem segjast bera lítið traust til ríkisstjórn- arinnar, 58,9% segjast bera lítið traust til hennar nú en hlutfallið var 54,8% í september 2009. Tæp 54% segjast bera lítið traust til stjórn- arandstöðunnar. Bankakerfið situr enn á botninum, aðeins 4,6% segjast bera mikið traust til þess, 77,8% aðspurðra van- treysta því. Treysta ekki Alþingi Alþingi Traustið fer minnkandi. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, hef- ur kært úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um alþjóðlega hand- tökuskipun á hendur sér, til Hæstaréttar. Hann freistar þess þannig að fá henni aflétt. Telur hann handtökuskipunina hafa ver- ið óþarfa og miklu harkalegri við- brögð en nauðsynlegt hafi verið miðað við aðstæður. Líklegt er talið að úrskurður Hæstaréttar muni liggja fyrir í dag eða á morgun. Gestur Jónsson, lögmaður Sigurðar, segir í samtali við Morgunblaðið að úrskurður héraðsdóms hafi verið kveðinn upp án vitneskju Sigurðar. Hann hafi fyrst heyrt af málinu í fjöl- miðlum og ekki fengið endurrit af úrskurðinum fyrr en á fimmtudeg- inum 13. maí, tveimur dögum síð- ar. Úrskurðurinn hafi þá strax ver- ið kærður. „Það eru heimildir til þess að slíkt sé gert. Auðvitað hefði hér- aðsdómur aldrei gert það án þess að til þess væri lagaheimild. Við teljum hins vegar að skilyrðin í lagaheim- ildinni séu ekki uppfyllt. Það þarf að vera einhver rík nauðsyn til þess, sem við teljum að hafi alls ekki ver- ið,“ segir Gestur. Úrskurður í dag eða á morgun SIGURÐUR EINARSSON KÆRÐI HANDTÖKUSKIPUNINA „Ég vil leggja mitt af mörkum í því að byggja upp traust á stjórnmálum á ný,“ segir Ólöf Nordal, alþingis- maður Sjálfstæðisflokksins, sem hef- ur ákveðið að bjóða sig fram í sæti varaformanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi sem fer fram í lok júní. Ólöf var fyrst kjörin á þing fyrir Norðausturkjördæmi árið 2007, en var á síðasta ári kjörin þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður. Ólöf sagði það dýrmæta reynslu að hafa verið þingmaður Norðausturkjör- dæmis. Ólöf sagði að síðustu tvö ár hefðu verið mikill breytingatími í sögu Sjálfstæðisflokksins. „Flokkurinn galt afhroð í síðustu kosningum. Ráðherrar hafa vikið af þingi og miklar breyting- ar orðið á þing- flokknum. Við er- um með nýjan formann. Engu að síður er það svo, og það á við stjórnmál al- mennt, að það virðist hafa orðið rof á milli stjórn- málastéttarinnar og borgaranna í þessu landi. Þetta birtist með þeim hætti að það er eins og stjórnmálin séu ekki hluti af þessu þjóðfélagi. Ég er mjög hugsi yfir þessu og tel að við stjórnmála- menn þurfum að breyta okkar vinnu- brögðum. Þjóðfélagið þarf líka að átta sig á því að langan tíma tekur að komast út úr afleiðingum hrunsins. Þessi ríkisstjórn er bráðum eins og hálfs árs gömul, en það eru engin merki um að stjórnarskiptin hafi breytt neinu varðandi traust á stjórnmálamönnum.“ Ólöf sagðist ekki telja að það væri tímabært fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið. „Það er mikill órói á Íslandi og í ESB og því held ég að það sé skynsamlegt fyrir okkur Íslendinga að skoða þessi mál í miklu meiri ró heldur en núna er gert. Það ætti að vera meginmarkmið okkar að ná okkar efnahagslífi á þann stað að við uppfyllum Maastricht-skilyrðin vegna þess að það er skynsamlegt að gera það.“ egol@mbl.is Ólöf Nordal gefur kost á sér í sæti varaformanns  Segir nauðsynlegt að byggja upp traust á stjórnmálum á ný Ólöf Nordal Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is A T A R N A Siemens þvottavélar, þurrkarar og uppþvottavélar á tilboðsverði. Hreint & klárt í maí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.