Morgunblaðið - 19.05.2010, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.05.2010, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2010 SÝND Í ÁLFABAKKA Svalasta mynd ársins er komin! HHHHH “Þeir sem missa af þessari fremja glæp gegn sjálfum sér.” – Fbl.-Þ.Þ HHHHH – H.G. – Poppland Rás 2 HHHHH „Fáránlega skemmtileg, fullkomlega uppbyggð og hrikaleg rússíbana- reið sem sparkar í staði sem aðrar myndir eiga erfitt með að teygja sig í“ - Empire – Chris Hewitt Frábær ný teikn SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI JAKE GYLLENHAAL GEMMA ARTERTON BEN KINGSLEY BIÐIN ER Á ENDA - HEIMSFRUMSÝND Á ÍSLANDI – VIKU Á UNDAN USAFrá framleiðanda Pirates of the Caribbean þríleiksins Jerry Bruckheimer kemur ein stærsta bíó- upplifun ársins. Gísli Örn Garðarsson er mættur í sinni fyrstu Hollywood mynd PRINCE OF PERSIA kl. 5:30D -8D -8:30-10:30D -11 10 DIGITAL COP OUT kl. 10:30 14 PRINCE OF PERSIA kl. 5:30 - 8 - 10:30 VIP-LÚXUS OFURSTRÁKURINN kl. 5:50 m. ísl. tali L ROBIN HOOD kl. 8 - 10:50 12 KICK-ASS kl. 5:50 - 8 14 IRON MAN 2 kl. 5:20 - 8 - 10:40 12 AÐ TEMJA DREKANN SINN kl. 6 m. ísl. tali L / ÁLFABAKKA PRINCE OF PERSIA kl. 5:30D - 8D - 9 - 10:30D - 11:30 10 IRON MAN 2 kl. 5:30 - 8 - 10:30 12 AÐ TEMJA DREKANN SINN - 3D kl. 63D Sýnd á fimmtudaginn m. ísl. tali L / KRINGLUNNI Larva er sjöunda hljóð-versplatan sem færeyskatónlistarkonan EivörPálsdóttir sendir frá sér. Eivör er mikill Íslandsvinur en hún hefur starfað töluvert með ís- lenskum lista- mönnum og haldið fjöl- marga tónleika hér á landi. Eivör er þekkt fyrir að semja og spila þjóðlagatónlist en hún fjarlægist þá stefnu að miklu leyti á nýjustu plötu sinni. Platan er mjög tilraunakennd og gjörólík því sem Eivör hefur áður sent frá sér. Platan er ekki helguð neinni sérstakri tónlistarstefnu en á henni má finna ýmiskonar tónlist. Eivör gekk fimmtán ára gömul til liðs við færeysku hljómsveitina Clickhaze. Clickhaze kallaði sig trip-hop-hljómsveit, sem er ein- hvers konar tónlistarstefna stað- sett á milli raftónlistar og hip- hops í hinu víða litrófi tónlistar- innar. Þessi stefna virðist hafa haft mikil áhrif á lagasmíðar Eiv- arar á plötunni Larva. Lagið „Wall Of Silence“, sem finna má á plötunni, var m.a.s. samið af Clickhaze. Öll önnur lög á plötunni eru eftir Eivöru nema lagið „Hounds Of Love“ sem Kate Bush samdi og kom út á samnefndri plötu hennar árið 1985. Það er augljóst að platan er vel unnin og mikið í hana lagt. Platan er hljóðrituð í Lundgaard-hljóð- verinu í Færeyjum undir stjórn Jens L. Thomsens. Allur hljóð- færaleikur og öll hljóðblöndun er bæði þétt og vel unnin, en því miður eru slík vinnubrögð ekki nóg til að framleiða góða tónlist. Lögin eru ekki grípandi og frekar leiðigjörn þegar líða tekur á plöt- una. Eivör hefur sannað sig sem lagahöfundur á fyrri plötum sín- um en á Larva virðist hún ætla sér að gjörbreyta um stíl. Það er að sjálfsögðu jákvætt þegar tón- listarmenn þróast og þreifa sig áfram til að festast ekki í sama farinu, en öllu má ofgera. Íslensk- ir aðdáendur Eivarar mega því ekki búast við plötu í takt við þá tónlist sem Eivör hefur sent frá sér hingað til. Hér ný og tilrauna- kennd tónlist sem er þreytandi ef hlustað er á meira en eitt lag í senn. Morgunblaðið/Eggert Eivör Á Airwaves í fyrra. Lögin á plötunni Larva eru ekki grípandi. Geisladiskur Eivör Pálsdóttir – Larva bbnnn JÓNAS MARGEIR INGÓLFSSON TÓNLIST Leiðigjörn tilraun frá Færeyjum Kvikmyndaáhugamenn muna ef- laust eftir hinum stóra en hjarta- góða Sherman Klump, öðru nafni the The Nutty Professor, sem grín- istinn Eddie Murphy gerði ógleym- anlegan með túlkun sinni fyrir all- nokkrum árum. Nú segist Murphy vera tilbúinn að klæðast fitubollubúningnum á nýjan leik, en samkvæmt slúður- pressunni vestanhafs hefur hann lokið við að skrifa handrit að þriðju mynd sinni um þessa tvíklofnu per- sónu. „The Nutty Professor gæti birst aftur á hvíta tjaldinu,“ sagði Murphy í viðtali við Access Holly- wood. „Ég er búinn að skrifa hand- rit sem gæti orðið fyndið. Kvik- myndaverin hafa þó lokaorðið, ef þeim finnst handritið ekki viðun- andi fáum við væntanlega ekki að sjá prófessorinn klikkaða aftur.“ Nutty Profess- or snýr aftur Murphy Hefur ekki alveg sagt skilið við fitubollubúninginn góða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.