Morgunblaðið - 19.05.2010, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.05.2010, Blaðsíða 11
Daglegt líf 11 smáhléum en hann vann á stað með Michelin-stjörnu í Frakklandi um tíma. Þráinn er 28 ára Sauðkræk- ingur og segist alltaf hafa stefnt á kokkanám. „Ég byrjaði að vaska upp þegar ég var 14 ára á sum- arhóteli á Sauðárkróki og vann við þetta alltaf á sumrin til tvítugs en þá fór ég að læra,“ segir hann. Norsk lúða og kálfakjöt Þráinn byrjaði að æfa fyrir Bo- cuse D’Or-keppnina í janúar, þá æfði hann þrisvar sinnum í viku fram í miðjan apríl. Þá tóku við æf- ingar sex sinnum í viku fram að mótinu í júní. „Við erum í sérhönnuðu keppn- iseldhúsi sem er eftirlíking af eld- húsinu úti þannig að við erum að æfa okkur í nákvæmlega eins um- hverfi og við keppum í. Á æfingu byrjum við á að finna allt hráefni til og vikta allt sem má koma með vikt- að og undirbúa eldhúsið. Þegar við höfum stillt öllu upp eins og við myndum gera í keppninni byrjum við tímaæfingar með öllu aukalegu. Svo er smakk á tíma, en það er mik- ið kapp að halda tímanum, og svo fullkomnum við hlutina betur og betur með hverri æfingu,“ segir Þráinn um rútínuna á æfingum. En hvað ætlar hann að bjóða dómurunum á Bocuse D’Or upp á? „Það þurfa allir keppendur að elda úr norskri lúðu og svissneskum kálfi. Það er sem sagt fiskréttur og kjötréttur, við setjum réttina upp á silfurföt með ákveðnum silfurbúnaði sem við hönnum sjálfir. Allt fer á fat og ferðast hring um salinn fyrir framan dómarana og þeir meta fatið út frá útlitinu. Síðan setjum við réttinn á disk og dómararnir smakka matinn en það eru helstu toppmatreiðslumenn í heimi sem skipa dómnefndina.“ – Ertu með einhver brögð uppi í erminni? „Já já, ég byrjaði að hanna matinn í janúar og ákvað þá að þemað sem ég vinn út frá með fisk- inn yrði íslenskt hraun og með kálf- inn íslenskt birki. Svo fengum við þetta eldgos sem er í raun mjög góð kynning fyrir mig þarna úti. Ég vinn svolítið út frá hrauninu og er með ætilegt humarhraun með fisk- inum og svo er söguð hraunplata fatið sem fiskurinn liggur á. Í skál- inni með heita humarsoðinu er þurrís svo þegar við hellum því yfir fiskinn kemur smáeldgosafílingur,“ segir Þráinn. Heilt lið með í för Þráinn stendur ekki einn í und- irbúningnum fyrir keppnina en það er heilt lið í kringum hann. „Sturla Birgisson, er dómari Íslands í keppninni, Hákon Már er þjálfari minn, svo er ég með þrjá aðstoð- armenn; Bjarni Siguróli Jakobsson er aðstoðarmaður minn í keppninni úti, svo eru tveir á æfingum sem sjá um undirbúning og skrifa niður, þeir Atli Þór Erlendsson og Tómas Ingi Jórunnarson.“ Þráinn segir gott gengi í keppninni hafa mikla þýðingu fyrir sig. „Sigur hefur mikla þýðingu, bæði fyrir Ísland og fyrir mig per- sónulega. Þessi keppni er mjög virt úti í Evrópu, það þekkja hana allir úti í heimi, og allir sem hafa unnið keppnina eru vel staddir í dag,“ seg- ir Þráinn og bætir við að þetta verði vonandi síðasta keppnin sem hann tekur þátt í. „Ef ég næ mjög góðum árangri í þessari keppni eru engar betri keppnir að fara í.“ Morgunblaðið/RAX Eldgos Þráinn verður með hraun-þema í fiskiréttinum og segir eldgosið hafa komið sér vel, nema það tefji för hans. Svo fengum við þetta eldgos sem er í raun mjög góð kynning fyrir mig þarna úti. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2010 Ármúla 30 • 108 Reykjavík Sími 560 1600 • www.borgun.is AUÐVELDAR VIÐSKIPTI Borgun hefur sérhæft sig í öruggri greiðslumiðlun í 30 ár. Þekking okkar og reynsla nýtist viðskiptavinum á hverjum degi, allan sólarhringinn. Borgun býður: Allar gerðir posa á hagstæðum kjörum Öruggar lausnir fyrir vefverslanir Skilvirka leið við innheimtu boðgreiðslna Notendavæna þjónustuvefi Hafðu samband í 560 1600 eða borgun@ borgun.is og fáðu tilboð í færsluhirðingu. Með hækkandi sól og vaxandi orku í sál og líkama er sannarlega ástæða til að vekja í sér víkinginn. Því er um að gera að bregða undir sig betri fætinum um næstu helgi, sem er löng hvítasunnuhelgi, og fara austur í Biskupstungur, nánar tiltekið í þétt- býliskjarnann Reykholt, en þar ætla félagarnir í víkingahópnum Rimmu- gýgi að vera með vorhátíð sína. Þessi hrausti hópur ætlar að hita upp fyrir sumarið og tjalda sínum glæstu vík- ingatjöldum, setja upp alls konar smiðjur og fleira í þeim dúr. Einnig ætla þeir að sýna gestum og gang- andi hvernig lífið gæti hafa gengið fyrir sig á víkingamarkaði fyrir þús- und árum. Að sjálfsögðu grípa þeir til vopna og æfa bardagalist og ýmis tilþrif að hætti vaskra víkinga. Rimmugýgur er félag áhuga- manna um menningu og bardagalist víkinga, en það var stofnað fyrir þrettán árum og hefur lifað góðu lífi. Allir eru velkomnir á þessa vorhátíð og enginn aðgangseyrir verður rukkaður laugardag og sunnudag klukkan 12-18. Víkingarnir verða við tjaldsvæðið í Reykholti og gera sér þessa sveita- ferð í samvinnu við Kaffi-Klett, bjálkaveitingahúsið, sem hentar málefninu vel, enda verður þar boð- ið upp á víkingaborgara, vík- ingasteik og þjóðlegt bakkelsi og svo verður kaffihlaðborð á hvíta- sunnudag. Tjaldsvæðið er einnig opið öllum tjaldgestum þessa helgi. www.kaffiklettur.is Hátíð í sveitinni Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Tekið á því Þegar barist er að víkingasið þarf að einbeita sér. Vaskir víkingar hita upp fyrir sumarið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.