Morgunblaðið - 19.05.2010, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.05.2010, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 139. DAGUR ÁRSINS 2010 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 1. Aska yfir borginni 2. Handtökuskipun alltof harkaleg 3. Lést eftir slys á leikvelli 4. Mikið sprengigos í gangi »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  „Það er erfitt að vera listamaður í líkama rokkstjörnu“ er yfirskrift sýn- ingar á verkum Erlings Klingenberg sem opnuð verður í Hafnarborg ann- að kvöld kl. 20. Hvað er að vera lista- maður? spyr Erling. »27 Morgunblaðið/Jakob Fannar Að vera listamaður í líkama rokkstjörnu  Tónlistarkonan Laurie Anderson verður sérstakur gestur Vatna- safnsins í Stykk- ishólmi 22. maí nk. og heldur þar tónleika kl. 20. Anderson hefur ekki áður komið fram á Íslandi. Miðaverð á viðburðinn er 1.500 kr. og er tekið við pöntunum í tölvupósti. Senda skal á netfangið ragnheidur@stykkisholmur.is. Laurie Anderson í Vatnasafninu  Tónlistarmannsins Rún- ars Júlíussonar verður minnst með dansleik á Kringlukránni 21. og 22. maí. Þar kemur fram hljómsveitin Hvar er Mjallhvít? með André Bachmann en sérstakir gestir verða synir Rúnars, Baldur og Júlíus. Þá munu Sævar Sverrisson og Hulda Gestsdóttir einnig taka lagið. Dansleikur til minn- ingar um Rúnar Á fimmtudag og föstudag Hæg breytileg átt, skýjað að mestu en yfirleitt úrkomulítið. Hiti 7 til 15 stig. Á laugardag, sunnudag og mánudag (annar í hvítasunnu) Hægviðri og víða bjart, en líkur á þokubökkum sums staðar við sjóinn. Áfram fremur hlýtt í veðri. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Fremur hæg suðlæg eða breytileg átt og væta með köflum, en styttir upp að mestu á norðaustanverðu landinu. Hiti 7 til 15 stig. VEÐUR Það voru 23 mörk skoruð í 2. umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu sem leikin var í gær. Íslands- meistarar Vals voru á skotskónum en þeir rót- burstuðu nýliða FH í Kaplakrika, 9:0, og hafa unnið báða leiki sína eins og KR, sem vann Aftureld- ingu 4:1, og Stjarnan, sem marði Grindvíkinga á gervigrasvellinum í Garða- bænum. »2-3 Meistararnir gerðu níu mörk Ásgeir Börkur Ásgeirsson hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína með Fylki sem trónir nú á toppi úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Ásgeir hafði aldrei leikið sem miðjumaður þegar Ólafur Þórð- arson tók við þjálfun liðsins en kom skemmtilega á óvart í fyrra og fer vel af stað í ár. Hann er í úrvalsliði 2. umferðar hjá Morgunblaðinu sem birt er í dag. »4 Ásgeir nýtur sín undir stjórn Ólafs hjá Fylki Vallarstjórinn á golfvellinum í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum er hæstánægður með öskuna sem borist hefur frá eldgosinu í Eyjafjallajökli. Hann segir að búið sé að sanda völlinn fyrir sig, og það ókeypis. Grasið sé komið upp í gegnum öskuna og líti vel út, völlurinn hafi sjaldan verið jafngrænn á þessum árstíma. Fyrsta stigamót tímabilsins er einmitt í Eyjum í lok mánaðarins. »1 Himnasending til Eyja frá Eyjafjallajökli ÍÞRÓTTIR Guðni Einarsson gudni@mbl.is Fólk úr öllum heimshornum hefur fylgst með eldgosinu í Eyja- fjallajökli í gegnum vefmyndavélar Mílu (eldgos.mila.is). Nú hafa síð- unni borist heimsóknir frá nær öllum löndum veraldar, að sögn Sigurrósar Jónsdóttur, deild- arstjóra hjá Mílu. Nýlega komu fyrstu gestirnir frá Svalbarða og Sahara í Afríku. Heimsóknir frá Bandaríkjunum voru orðnar 636 þúsund í gær, 800 þúsund frá Bretlandi, um 270 þús- und frá Svíþjóð og álíka margar frá Noregi og Finnlandi. Gestirnir koma einnig úr fjarlægustu heims- hornum á borð við Kína, Ástralíu og flestum löndum Afríku. Í gær voru heimsóknir alls orðnar um átta milljónir talsins og fletting- arnar 21 milljón. Nú koma miklu fleiri heim- sóknir frá útlöndum en frá lands- mönnum. Aðsóknin hér innanlands er orðin jafnari en hún var. Um leið og eitthvað nýtt gerist tekur aðsóknin kipp. Hitamyndavél var bætt við fyrr í þessum mánuði og þá tóku heimsóknirnar kipp. Skemmtileg þakkarbréf Sigurrós sagði að fyrirtækinu hefðu borist mörg tölvubréf og að sumir í Austur-Evrópu hefðu not- að þýðingarvél Google til að þýða bréfin á íslensku. Þau væru oft mjög skemmtileg aflestrar. Ný- lega fékk Míla myndskreytt sendi- bréf í pósti frá Moskvu í Rúss- landi. Bréfin voru skrifuð á íslensku og höfðu bréfritarar stuðst við þýðingarvél Google við bréfritunina. Átta milljónir hafa heimsótt vefmyndavélarnar hjá Mílu  Margir senda þakkir í tölvupósti eða sendibréfum Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Víðséð eldgos Margar milljónir manna um allan heim hafa skoðað eldgosið í Eyjafjallajökli í beinum útsend- ingum vefmyndavéla Mílu. Fleiri heimsóknir berast nú frá útlöndum á degi hverjum en frá Íslandi. „Halló! Við horfa eldfjall með hjálp int- ernetið úr sléttum, með fjöll og á hljð [svo]. Hann lítur áhrifamikill. Mjög ágætur, en óþægindi af henni núna. Taka stuðning okkar! Og halda hesta burt frá ösku. Gangi þer vel! frá Rússlandi.“ Hitt bréfið skrifar Ivan, 22 ára: „Halló! Takk fyrir útsendingu myndir af eldfjall. Öll fjölskyldan horfir það. Jafnvel kött- urinn. Bíddu, krakkar! Bless! Frá Rússlandi með kærleika, Ivan, 22 ára gamall. P.S. Þýðing við google, því miður :)“ „Við horfa á“ „FRÁ RÚSSLANDI MEÐ KÆRLEIKA“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.