Morgunblaðið - 19.05.2010, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.05.2010, Blaðsíða 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2010 Dagana 27.-28. maí nk. verður ráðstefnan „Tengslanet V – völd til kvenna“ haldin á Bifröst. Bandaríski met- söluhöfundurinn Barbara Ehren- reich verður að- alfyrirlesari á ráðstefnunni. Annar aðalfyrirlesari verður Sig- ríður Benediktsdóttir, einn höf- undur rannsóknarskýrslunnar. Auk þess verða um 30 aðrar konur með framsögu á ýmsum sviðum. Konur efla tengsla- netið á Bifröst Barbara Ehrenreich Borgarstjórn Reykjavíkur sam- þykkti einróma á fundi sínum 20. apríl sl. að atvinnuleitendur í Reykjavík og fólk sem nýtur fjár- hagsaðstoðar til framfærslu fái frí- an aðgang að sundstöðum borg- arinnar og frí notendakort í bókasafni Reykjavíkur og útibúum þess til ársloka 2010. Þeir sem vilja nýta sér þetta tilboð geta nú sótt um sund- og bókasafnskortið hjá þjónustufulltrúum á þjónustu- miðstöðvum Reykjavíkur frá 7. til 20 hvers mánaðar. Ókeypis í sund Lionsklúbburinn Úlfar í Grafar- holti hefur gefið öllum grunn- skólum landsins tvo mynddiska að gjöf. Myndefnið er kennsluefni um einelti og til stuðnings hvers konar forvarnastarfi í skólum. Það er með stuðningi Reykjavíkurborgar, Lionshreyfingarinnar, Námsgagna- stofnunar og liðsmanna Jerico sem gjöfin er send. Myndefnið á diskunum er alls 112 mínútur að lengd. Á öðrum diskn- um er leikin kvikmynd en á hinum er viðbótarefni, m.a. reynslusögur gerenda og þolenda eineltis og við- töl við börn og fagaðila. Morgunblaðið/Heiddi Einelti Fræðsluefni um einelti hefur verið gefið út á diskum. Einelti í skólum Á mánudag sl. veitti Auðlind- Náttúrusjóður sína fyrstu styrki til verndunar og endurheimtar vot- lendis. Vigdís Finnbogadóttir, verndari sjóðsins, afhenti styrkina við athöfn í Þjóðminjasafni Íslands. Styrkþegar að þessu sinni voru Fuglavernd fyrir verkefnið „Vot- lendisendurheimt – Friðlandið í Flóa“, Sigurkarl Stefánsson fyrir verkefnið „Endurheimt votlendis í landi Setbergs“, og Norræna húsið fyrir verkefnið „Friðlandið í Vatns- mýrinni“. Styrkur Vigdís Finnbogadóttir ásamt nokkrum styrkþegum. Náttúrusjóður út- hlutar styrkjum STUTT Eitt nauðsynlegra og mjög þakk- látra vorverka í grunnskólum er að gefa ungviðinu tækifæri til þess að njóta lífsins úti undir berum himni utan hefðbundinna frímínútna. Stundum er lífríkið skoðað í návígi; gengið á fjall, arkað niður í fjöru eða jafnvel farið á sjó, eða þá að blásið er til íþróttakeppni, eins og raunin er á Akureyri um þessar mundir. Tvo síðustu daga hefur hópi nemenda verið stefnt á Þórsvöllinn við Gler- árskóla þar sem fram hefur farið frjálsíþróttamót í umsjá Ungmenna- félags Akureyrar. Það voru 5. bekk- ingar úr öllum skólum sem reyndu með sér í gærmorgun; í hlaupum og stökkum, og rúsínan í pylsuend- anum var skemmtileg og æsispenn- andi keppni í reiptogi. Keppendur lögðu sig alla fram en stuðnings- menn ekki síður eins og sjá má. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hoppað, stokkið og togað Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is 20% afsláttur af 30% afsláttur af stígvélum Mjódd, sími 557 5900 Vordagar í Fröken Júlíu Nýjar vörur frá Jensen 15% afsláttur af öllum vörum frá Jensen á vordögum Verið velkom nar Dagskrá 1. Fundarsetning 2. „Bankahrunið og lærdómur lífeyrissjóða“ Erindi Salvarar Nordal, forstöðumanns Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands. Kaffihlé 3. Almenn ársfundarstörf 4. Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins 5. Önnur mál löglega upp borin Auk kjörinna fulltrúa eiga allir sjóðfélagar og rétthafar séreignarsparnaðar rétt til setu á fundinum. Reykjavík 17. maí 2010 Stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins Ársskýrslu, tillögur til samþykktabreytinga og dagskrá fundarins má nálgast á skrifstofu sjóðsins og á www.lifeyrir.is Ársfundur Sameinaða lífeyrissjóðsins verður haldinn fimmtudaginn 27. maí nk., kl. 16:00, á Hilton Reykjavik Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík. ÁRSFUNDUR 2010 Borgartún 30, 105 Reykjavík Sími 510 5000 mottaka@lifeyrir.is lifeyrir.is Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fall- ist á kröfu eignaleigufyrirtækisins Lýsingar um að mega leysa til sín bíl vegna vanskila umráðamanns. Jafn- framt úrskurðaði dómurinn að áfrýjun til Hæstaréttar fresti aðfarargerðinni. Umráðamaður bílsins var dæmdur til að greiða Lýsingu 200 þúsund krónur í málskostnað. Umráðamaðurinn samdi við Lýs- ingu í byrjun árs 2008 um fjármögnun bílakaupa og var samningurinn geng- istryggður miðað við krónu, japanskt jen og svissneska franka. Maðurinn lenti í vanskilum árið 2008 og Lýsing rifti síðan samningnum haustið 2009 og sendi dómstólum síðan aðfararbeiðni. Umráðamaður bílsins mótmælti því hins vegar að hafa verið í vanskilum og færði nokkrar ástæður fyrir því, meðal annars þá að greiðsluáætlun samningsins hefði verið í krónum og Lýsing hefði ofkrafið sig um leigu- gjald. Nokkrir dómar hafa fallið að und- anförnu þar sem héraðsdómarar hafa talið að verðtrygging krónulána mið- að við gengi erlendra gjaldmiðla hafi ekki verið heimil. Beðið er niðurstöðu Hæstaréttar í þessum málum. Héraðsdómur segir hins vegar að ekki hafi verið skorið úr um það fyrir dómstólum hvort efni samnings aðila hafi verið ólögmætt og hafi umráða- maður bílsins því ekki upp á sitt ein- dæmi mátt miða afborganir við aðrar forsendur en fram koma í samn- ingnum. kjon@mbl.is Lýsing mátti leysa til sín bíl  Héraðsdómur segir umráðamann ekki mega lækka afborganir einhliða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.