Morgunblaðið - 19.05.2010, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.05.2010, Blaðsíða 20
20 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2010 ✝ Engilbert Sig-urðsson fæddist í Breiðholti, Reykja- vík, hinn 14. apríl 1918. Hann lést á elli- og hjúkr- unarheimilinu Grund hinn 7. maí síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Kristín Margrét Árnadóttir, f. í Bergskoti á Vatnsleysuströnd 23. júní 1893, d. 31. júlí 1972, og Sigurður Guðnason, f. á Kröggólfsstöðum í Ölfusi 15. maí 1888, d. 28. ágúst 1974. Systkini Engilberts eru Margrét, f. 2. jan- úar 1917, d. 3. október 1991, Sól- veig, f. 7. apríl 1920, d. 28. arpíl 2003, Guðni, f. 12. september 1921, d. 12. október 1971, Helga, f. 6. október 1922, Elín f. 5. apríl 1930, d. 4. desember 2005, og Guðrún Erna, f. 25. maí 1934, d. 25. maí 1935. Hinn 1. maí 1954 kvæntist Eng- hans er Rebecca L. Engilberts- son, f. 13. janúar 1956. 4) Sig- urður Haukur rekstrarfræðingur, f. 9. júlí 1958. Sambýliskona hans er Brynja Pétursdóttir, f. 6. febr- úar 1965. Börn þeirra eru Ari Dagur, f. 8. nóvember 1989, Haf- dís Inga, f. 23. júní 1995, og Eng- ilbert, f. 3. mars 2002. 5) Gunnar Valur fjármálasérfræðingur, f. 29. mars 1969. Fyrri sambýlis- kona Engilberts er Aðalbjörg Jónsdóttir, f. 27. október 1927. Núverandi sambýliskona hans er Regína Erlingsdóttir, f. 30. sept- ember 1923. Engilbert ólst upp hjá for- eldrum sínum í Breiðholti í Reykjavík, Skeggjastöðum og Lambhaga í Mosfellssveit fram á unglingsár. Hann fór snemma að vinna fyrir sér en mestan hluta starfsævinnar starfaði hann hjá Pósti og síma í innri endurskoðun og sem skrifstofustjóri. Hann lét af störfum þar vegna aldurs 1988. Hann var síðan ráðinn gjaldkeri Frímúrarareglunnar á Íslandi og starfaði hann þar til ársins 1997. Hann var félagi í Lionsklúbbnum Ægi og í Frímúr- arastúkunni Mími. Úför Engilberts verður gerð frá Dómkirkjunni í dag, 19. maí 2010, og hefst athöfnin kl. 15. ilbert Kristrúnu Guðmundsdóttur, f. í Reykjavík 18. apríl 1933, d. 20. janúar 1983. Foreldrar hennar voru Guðrún Jónsdóttir, f. á Höfðabrekku í Mýr- dal 22. febrúar 1900, d. 1. september 1967, og Guðmundur Þorsteinsson, f. á Helgastöðum í Reykjavík 23.2. 1893, d. 2.3. 1948. Börn þeirra Eng- ilberts og Kristrúnar eru: 1) Þóra sjúkraliði, f. 24. maí 1952. Börn hennar eru Kristrún Auður Við- arsdóttir, f. 18. september 1974, og Þór Þráinsson, f. 10. maí 1982. Kristrún Auður er gift Marko De- lic, f. 18. janúar 1976, og dóttir þeirra Masha Sóley Delic, f. 21. september 2008. 2) Una, f. 7. des- ember 1953, d. 29. maí 1956. 3) Guðmundur Már símsmiðameist- ari, f. 18. janúar 1955. Eiginkona Far í friði vitandi vits að mitt er þitt og þitt er mitt Þú gafst mér það til manns að verða gjöf sem æ ber gjalda okkar barna til Við berum okkar kynslóðarbil manna á milli hér um bil Því vitandi vits okkar börn það fá er okkur kemur frá. Kæri pabbi og afi það er með söknuði að við kveðjum þig vitandi að þín bíða víðar lendur að kanna og kljást við. Við vitum að þar ber vel í veiði og vini mun bera víða að. Í dag minnumst við og kveðjum pabba og afa. Pabba sem var í senn góður, strangur, gefandi, krefjandi og svo margt ótalið annað. Afa sem var kærleiksríkur og börnunum kær. Sögustundir þínar þegar ég var ungur, ferðalögin, veiðin, skíðaferð- irnar og samveruna þökkum við fyr- ir. Sigurður H. (Siggi), Brynja og börnin. Nú þegar ég kveð þig á þessum björtu maídögum minnist ég þess alltaf hversu mikið vorið og sumarið var þinn tími. Kannski er það því engin tilviljun að þú kveður að vori. Í guðsgrænni náttúrunni undir þú þér best. Fram á síðasta dag dáðist þú að blæbrigðum Esjunnar eða naust návista við fuglalífið við Seltjörn. Úr bernsku eru það ferðalögin um land- ið okkar sem standa upp úr. Þá hátt- aði stundum svo til að þú áttir erindi um landið á vegum vinnunnar og ég fékk oft að fara með. Í hverju plássi þar sem var stoppað gat ég skoðað mig um að vild, oftast enduðu þær skoðunarferðir í marhnútaveiðum af bryggjusporði. Á kvöldin, eftir að vinnudegi þínum lauk var oftar en ekki haldið til veiða í nærliggjandi vötnum eða ám eða ekið á merka staði í nágrenninu. Mér er ein slík kvöldstund sér- staklega minnisstæð. Þá varst þú að vinna á Hvammstanga en um kvöld- ið fórum við að Vesturhópsvatni til að renna fyrir silung. Þetta svæði þekktir þú vel enda hafðir þú oft áð- ur veitt í Vatnsdalsá og Víðidalsá með Jóni í Belgjagerðinni. Við lögð- um af stað eftir kvöldmat, náðum í leyfi og hófumst handa. Þú byrjaðir á að setja saman fyrir mig og kast- aðir út í og varst rétt að byrja að setja saman fyrir þig þegar ég kall- aði „það togar í“. Þú tókst stöngina og byrjaðir að landa og þegar fisk- urinn var rétt kominn í flæðarmálið slitnaði línan og þú kastaðir þér á hann til að missa hann ekki út aftur. Síðan veiddum við tvo laxa til við- bótar, alla stóra, 12-14 pund, og nokkra urriða. Það var glaðbeittur 8 ára drengur sem setti í Maríulaxinn sinn þetta kvöld. Þessi ótrúlega kvöldstund hverfur mér aldrei úr minni. En nú ert þú horfinn til austursins eilífa, til hins hæsta. Ég á svo sann- arlega eftir að sakna þín en ljós þitt fylgir okkur öllum sem áttum þig að samferðamanni. Svo lengi sem ég man var mótlæti og erfiðleikum mætt af æðruleysi og staðfastri trú á hið góða, kærleikann. Meðbyr var mætt með þökkum, gleði og hófsemi. Ljós þitt skein í gegnum allar gjörð- ir þínar og orð. Ó, Guð, ég veit hvað ég vil, er ég vakna með rísandi sól: Þakka sumar, sælu og yl, nú er sólskin um byggðir og ból. Þú, Guð, ert svo góður við mig, það er gaman að lifa og sjá hvernig skúrir og ský fela sig þegar skinið fær sólin þau á. Þér sé lof, því loftið er tært og ég leik mér um grundir og hól svo ég geti af lífinu lært þín ég leita og á hjá þér skjól. Fyrir hreysti og hugarins þor, fyrir hendur sem vinna í trú, fyrir yndi og æskunnar vor, fyrir allt vil ég þakka þér nú. (Kristján Valur Ingólfsson.) Þinn sonur, Gunnar Valur. Það er yndislegt að eiga minning- ar um ástkæran föður. Mínar fyrstu og bestu minningar eru þær góðu stundir sem hann gaf fyrir svefninn. Já, það var hlýtt í holunni hans pabba þegar hann las Faðir vorið, fór með bæn og söng, Ó Jesú bróðir besti. Hann var einnig snillingur í að segja sögur sem hann spann jafn- óðum. Pabbi var fyrst og fremst náttúrubarn. Hann elskaði og virti allt sem guð hefur skapað. Að fara út að ganga í guðsgrænni nátt- úrunni, með sjávarströndinni eða upp til fjalla, anda að sér ilmi gróð- urs og sjávar, hlusta á fuglana og brimið að ógleymdu augnakonfekt- inu sem himinn og haf gefa með birtu og skugga. Allt þetta nærði pabba á sál og líkama og varðveitti hann. Enda sjaldséðir unglegri menn en hann, bæði í huga og fasi. Hann lést ástfanginn 92 ára. Guð blessi þig, elsku pabbi minn. Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást þín var. Ó, pabbi minn, þú ávallt tókst mitt svar. Aldrei var neinn svo ástúðlegur eins og þú. Ó, pabbi minn, þú ætíð skildir allt. Liðin er tíð, er leiddir þú mig lítið barn. Brosandi blítt, þú breyttir sorg í gleði. Ó, pabbi minn, ég dáði þína léttu lund. Leikandi kátt, þú lékst þér á þinn hátt. Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást þín var. Æskunnar ómar ylja mér í dag. (Þorsteinn Sveinsson.) Þóra. Elsku afi minn, ég kveð þig með miklum söknuði en ylja mér við dýr- mætar minningar um þína hlýju og góðu nærveru. Með mikilli væntum- þykju hugsa ég til ljúfra stunda úr Básendanum sem barn og þakka fyrir góðu spjöllin og þá hvatningu sem þú hefur veitt mér í gegnum tíð- ina. Masha Sóley mun í gegnum minn- ingar okkar og myndir halda áfram að kynnast sínum blíða og hrífandi langafa sem lék sér 91 árs á gólfinu við hana 1 árs gamla. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Guð geymi þig, afi minn. Kristrún Auður. Ljúfur og góður maður er fallinn frá. Hann kom inn í líf móður okkar fyrir um það bil áratug og áttu þau einstakan tíma saman. Það hefur verið yndislegt að sjá fullorðið fólk finna ást og gleði saman. Þau nýttu tímann vel til utanlandsferða, ferða- laga innanlands, gönguferða og nutu samveru hvort við annað. Engilbert var mikið prúðmenni, sem kom glögglega fram í fram- komu, klæðaburði og umgengni. Það var engin tilgerð, heldur einlægt og hlýlegt viðmót. Hann kom fram við móður okkar af mikilli virðingu og væntumþykju sem einkenndi þeirra samband þar til yfir lauk. Hann var okkur öllum mjög kær, enda varð hann fljótt hluti af fjöl- skyldunni og tók þátt í öllum athöfn- um hennar, stórum sem smáum. Við minnumst hans með hlýju og þakklæti fyrir allar góðu samveru- stundirnar. Við vottum börnum hans og aðstandendum samúð okkar, einnig viljum þakka þeim þá um- hyggju sem þau hafa sýnt móður okkar á þessum erfiðu stundum. Guð blessi og varðveiti minningu Engilberts Sigurðssonar. Sverrir, Gyða, Kristín, Guðlaug og Auður. Engilbert Sigurðsson                          ✝ Ástkær faðir okkar, sonur, bróðir, barnabarn og frændi, ÞORSTEINN ÖRN SIGURFINNSSON húsasmiður og rafvirki, Kristnibraut 79, lést á Landspítalanum föstudaginn 14. maí. Útför hans fer fram frá Guðríðarkirkju Grafarholti miðvikudaginn 26. maí kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á námssjóð Hlyns og Sólveigar rkn. 0331-13-300790, kt. 200365-2919. Hlynur Þorsteinsson, Sólveig Þorsteinsdóttir, Sigurfinnur Þorsteinsson, Sigríður Pétursdóttir, Pétur Már Sigurfinnsson, Marta Sigurfinnsdóttir, Katrín Jóhanna Gísladóttir og frændsystkin. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR THEÓDÓR GRÍMSSON, Hraunbæ 144, Reykjavík, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund föstudaginn 14. maí. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 26. maí kl. 15.00. Guðrún Jóna Tryggvadóttir, Elvar Ólafsson, Helga Sóley Alfreðsdóttir, Ingunn Ólafsdóttir, Sigurður Vilhjálmsson, Hólmar Örn Ólafsson, Berglind Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdasonur, tengdafaðir og afi, GUNNAR GEIRSSON tæknifræðingur, Sóltúni 9, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi föstudaginn 14. maí. Útförin verður auglýst síðar. Jytte Hjaltested, Sigríður Gunnarsdóttir, Stefán Hallgrímsson, Haraldur Gunnarsson, Ingibjörg Gísladóttir, Hildur Gunnarsdóttir, Ásgeir Valur Snorrason, Guðmundur Gunnarsson, Björn Hjaltested Gunnarsson, Hildur Sesselja Aðalsteinsdóttir, Grethe Hjaltested og barnabörn. ✝ Ástkær móðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, INGUNN ÁSGEIRSDÓTTIR, lést á dvalarheimilinu Grund aðfaranótt sunnu- dagsins 16. maí. Útförin fer fram frá Neskirkju miðvikudaginn 26. maí kl. 15.00. Ásgeir Már Valdimarsson, Anna Valdimarsdóttir, Jóhann Páll Valdimarsson, Guðrún Sigfúsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.