Morgunblaðið - 19.05.2010, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.05.2010, Blaðsíða 28
28 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2010  Í nýjasta þætti The Simpsons sjást reiðir mótmælendur við ,,The National Bank Of Iceland“ en fram til ársins 2006 var það nafn Landsbankans á ensku. Óvíst er hvort handritshöfundar eigi þó við Seðlabankann þar sem merki hans, landvættirnar fjórar, sést í glugga sem öskuillir mótmælendur brjóta. Seðlabankinn eða Landsbankinn? Fólk ,,Það er mikill heiður að fá að spila með svona hljóðfæraleikurum. Ég kem úr þessum bílskúrs- armi tónlistarinnar. Þar sem menn þurfa alltaf að æfa í mánuð áður en þeir halda eina tónleika. Þessir menn skrifa niður hljómaganginn og ég er eini maðurinn sem ruglast í mínum eigin lög- um. Svo er stórskemmtilegt hvernig flutningur hjá þeim er breytilegur, það er alltaf eitthvað nýtt í hvert sinn sem við flytjum lögin,“ segir Birgir Örn Steinarsson, betur þekktur sem Biggi í Maus. Biggi og Tómas R. Einarsson hafa unnið að því síðustu vikur að endurútsetja lög sín með þeim Ómari Guðjónssyni gítarleikara, Helga Svavari Helgasyni trommuleikara og Jóni Val Guðmundssyni. „Það er rosa gott að hafa Jón Val með, því hann spilar á öll hljóðfæri. Hann getur spilað á gítar í einu lagi, trommur í því næsta og sungið með í senn.“ Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Fuglabúrið sem er skipulögð í samstarfi FTT og Reykjavík Grapevine, leitast við að brúa kyn- slóðabilið á milli ólíkra listamanna. „FTT höfðu samband við mig og báðu mig um að velja mér einhvern gamlan. KK kom fyrst til greina en ég vildi gera eitthvað allt öðruvísi. Svo ég setti mig í samband við Tómas R. sem tók vel í þetta. Hann er fyrrverandi kennari minn, ég lærði hjá honum í gamla daga. Þegar ég hringdi í hann kannaðist hann samt ekkert við tónlistina mína,“ segir Biggi og hlær. Tónleikarnir verða í kvöld kl. 21 á Café Rósenberg. jonas@mbl.is „Hann kannaðist ekki við tónlistina mína“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Tónlistarmennirnir Birgir, Ómar, Jón Valur, Helgi Svavar og Tómas R. með hljóðfærin í gær.  Biggi í Maus og Tómas R. í Fuglabúrinu í kvöld  Leikstjórinn Reynir Lyngdal hefur nýlokið við að leikstýra aug- lýsingum fyrir Merrild-kaffi með Karli Berndsen í aðalhlutverki. Mun Reyni hafa þótt mikið til leik- hæfileika Karls koma, en Karl stýr- ir þáttunum Nýtt útlit á Skjá einum. Karl leikur sjálfan sig í auglýsing- unum „Hann er snillingur og nátt- úrutalent,“ mun Reynir hafa sagt um frammistöðu Karls í tökunum. Karl hefur vakið athygli fyrir hæfileika sína hvað varðar að breyta útliti karla og kvenna á sjón- varpsskjánum. Meðfylgjandi mynd er frá tökum á auglýsingunum fyrir Merrild. Karl Berndsen „snill- ingur og náttúrutalent“  Bergur Ebbi Benediktsson, tón- listarmaður og ljóðskáld, kynnti í gær ljóðabók sína, Tími hnyttn- innar, í verslun Eymundsson við Skólavörðustíg. Í bókinni er að finna erindi til okkar tíma, skilaboð sem eru í senn bjartsýn, ísmeygileg og fjörug – en algjörlega laus við hnyttni, eins og segir í tölvupósti vegna útgáfunnar. Bergur Ebbi gefur út ljóðabók án hnyttni  Latibær og Reykjanesbær gerðu með sér samning í liðinni viku um varðveislu sviðsmyndar og leik- muna úr Latabæ föstudaginn sl. í 1.200 fermetra húsnæði á Fitjum í Reykjanesbæ. Samningurinn felur í sér að settur verði upp leikjagarður þar sem sviðsmyndirnar skipa stórt hlutverk. Myndin sýnir Guðmund Magnason, frkv.stj. Latabæjar, Baldur, bæjarstjóra Latabæjar og kollega hans í Reykjanesbæ, Árna Sigfússon, kampakáta eftir und- irritun samningsins. Leikjagarður með sviðsmynd Latabæjar Matthías Árni Ingimarsson matthiasarni@mbl.is „Eigandi símans er upptekinn í augnablikinu, vin- samlegast bíðið“, fyrst á finnsku svo sænsku og að lokum ensku, heyrðist stuttu eftir að langt síma- númer var stimplað inn. Það gerist ekki oft að of- anritaður hringir til Finnlands, þannig að þessi stutta tungumálakennsla reynist mjög skemmti- leg upplifun. Stuttu seinna svaraði finnski harm- ónikkuleikarinn Kimmo Pohjonen, en hann mun halda tónleika á Listahátíð í Reykjavík föstudag- inn næstkomandi á Nasa við Austurvöll. Harmónikkan þótti ekki flott hljóðfæri Pohjonen er frá smábænum Viila í Finnlandi þar sem hann byrjaði að læra á harmónikkuna að- eins tíu ára gamall. – Hvers vegna valdir þú harmónikkuna? „Þetta byrjaði þannig að hann faðir minn var harmónikkuleikari og ég var víst svo góður strák- ur að þegar hann bað mig um að spila með sér þá sló ég til. Svo var harmónikkufélag í bænum sem ég er frá og ég byrjaði að spila með þeim árið 1974. Þar voru bara eldri karlar og svo ég. Ég veit ekki hvort harmónikkan er orðin töff hljóðfæri í dag, en í þá daga þótti hún það sko ekki í Finnlandi. – Hafði þessi tími áhrif á tónlistina sem þú leik- ur núna? „Lengi vel var ég í hljómsveit sem spilaði hefð- bundna þjóðlagatónlist. Ég fór að læra klassíska tónlist og stefnan var tekin á að verða klassískur harmónikkuleikari. Fljótlega varð ég leiður á því og ákvað að nú færi ég bara að spila mína eigin tegund af tónlist á harmónikkuna og þá opnaðist heimur raftónlistarinnar fyrir mér.“ Best að aðrir lýsi tónlistinni – Það getur verið erfitt að lýsa tónlist þinni, hvernig gerir þú það sjálfur? „Ég vil sjálfur ekki gera það. Tónlistin mín verður til í spuna og þá er ég ekkert að flokka hana. Auðvitað eru finnsk áhrif hjá mér vegna þess hve lengi ég hef spilað finnska tónlist. Þetta er spurning sem ég fæ oft, en ég vil frekar leyfa áhorfendunum að ákveða hvernig tónlist þetta er. Ég hef spilað á allskonar tónlistarhátíðum, allt frá rokk- til djasshátíða þannig að tónlistin virðist vera að höfða til mismunandi hópa.“ Mikil upplifun er að sjá Pohjonen spila og segir hann að það skipti hann mestu máli að vera ein- beittur á tónleikum. Þannig kemst hann inn í tón- listina og nær að gleyma því sem er í kringum hann. – Þú talar um að vera inni í tónlistinni, hvaða tónlist hefur áhrif á þig? „Það er margt. Það getur verið finnsk þjóðlaga- og raftónlist. Þessa dagana er það raftónlist og þar eru íslenskir listamenn eins og Kira Kira, múm, Valgeir Sigurðsson og Apparat Organ Quartet. Það er ótrúlegt úrvalið af góðu íslensku tónlist- arfólki.“ – Fyrir fáeinum vikum spilaðir þú með Kronos- kvartettinum, hvernig byrjaði ykkar samstarf? „David Harrington úr Kronos fékk diskinn minn og hafði samband við mig. Hugmyndin að semja fyrir strengjakvartett heillaði mig mikið. Ég fékk til liðs við mig Samuli Kosminen sem trommar með múm og við sömdum saman verk fyrir Kronos og unnum stóran hluta þess á Íslandi með Valgeiri Sigurðssyni.“ Mexíkó, Ísland og Kína – Síðustu tónleikar þínir voru í Mexíkó og þeir næstu á eftir Íslandi verða í Kína. Breytast við- brögð fólks eftir löndum? „Viðbrögðin geta að sjálfsögðu verið mismun- andi eins og áhorfendurnir. En oftast eru þau mjög svipuð, sama hversu langt er á milli land- anna. Það sem áhorfendur um allan heim eiga kannski mest sameiginlegt er stöðluð ímynd harmónikkuleiks og hvernig sú tónlist eigi að hljóma. Svo spila ég tónlist sem fólk býst ekki við og það er gaman þegar fólk kemur til mín eftir tónleika og segir að ég hafi komið því mjög á óvart.“ – Margir Íslendingar eru kannski með ákveðna hugmynd um harmónikkutónlist, hvernig held- urðu að þér verði tekið á föstudaginn? „Ætli það verði ekki svipað og í Mexíkó fyrir stuttu. Þar er löng hefð fyrir harmónikkuleik og ég var að spila fyrir 5000 manns, margir voru hefð- bundnir harmónikkuleikarar. Það kom mér því nokkuð á óvart hversu vel tónlistinni var tekið. Þegar ég byrjaði að spila þessa tónlist þá fannst mér eins og fólk skildi hana ekki alveg en eftir því sem ég spila meira finnst mér fólk hafa opnast og samþykkja að það má alveg gera öðruvísi hluti með harmónikku en tíðkast hefur.“ Allt hægt á harmónikkuna  Harmónikkuleikarinn Kimmo Pohjonen kemur fram á Listahátíð í Reykjavík á föstudaginn  Næstu tónleikar verða á heimsýningunni í Shanghæ í Kína Ljósmynd/Kalle Björklid Innlifun „Eftir því sem ég spila meira finnst mér fólk hafa opnast og samþykkja að það má alveg gera öðruvísi hluti með harmónikku en tíðkast hefur.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.