Morgunblaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 2010
Við hlökkum til að sjá þig. www.or.is
Velkomin
í Nesjavallavirkjun í allt sumar
Gestamóttaka okkar verður opin frá kl. 9.00 til 18.00 alla
daga frá 1. júní til 31. ágúst.
Sendið bókanir fyrir hópa á gestir@or.is eða leitið upplýsinga í
síma 516 7508.
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar,
kvaddi starfsmenn sína með handabandi áður en þeir
héldu utan til Grikklands í gær á flugvél Gæslunnar,
TF-SIF. Vélin verður þar við eftirlit á ytri landamær-
um Evrópusambandsins, vegna aðildar Íslands að slíku
eftirliti gegnum Schengen-samstarfið. Átta manna
áhöfn vélarinnar sinnir eftirlitinu næstu vikurnar.
Varðskipið Ægir fer einnig utan til svipaðra starfa.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Georg kveður Gæslumenn
MSjónvarp mbl.is – Landhelgisgæslan í útrás
Andri Karl og Helgi Bjarnason
Oddvitar Samfylkingarinnar og
Vinstri hreyfingarinnar – græns
framboðs í Hafnarfirði ákváðu í gær-
kvöldi að hefja formlegar meirihluta-
viðræður. Málefnavinna fjögurra
flokka í Kópavogi er langt komin og
telur oddviti Samfylkingarinnar að
vinna við myndun nýs meirihluta fari
langt í dag.
Fulltrúar Samfylkingarinnar, VG,
Lista Kópavogsbúa og Næst besta
flokksins hafa rætt saman um mynd-
un nýs meirihluta frá því á sunnu-
dag. Flokkarnir eru samtals með sex
fulltrúa, Samfylkingin þrjá og hinir
einn hver. Sjálfstæðisflokkur og
Framsóknarflokkur sem áður mynd-
uðu meirihluta eru með samtals
fimm fulltrúa. Í gær var langur fund-
ur viðræðunefndar sem skipuð er
tveimur fulltrúum frá hverju fram-
boði. Guðríður Arnardóttir, oddviti
Samfylkingarinnar, segir að full-
trúarnir séu að ljúka málefnavinnu.
Hún segir að oddvitar flokkanna
hittist í dag og þá verði jafnframt
rætt um verkaskiptingu. Hún telur
að vinnan fari langt í dag, jafnvel að
það takist að ljúka henni. „Ég er
mjög bjartsýn. Það er ótrúlega mik-
ill samhljómur á milli þessara hópa,“
segir Guðríður.
Ekki rætt um bæjarstjóra
Guðmundur Rúnar Árnason, odd-
viti Samfylkingar í Hafnarfirði, seg-
ist vongóður um að viðræðurnar við
VG gangi vel. Í gærkvöldi hafi ýmis
málefni verið til umræðu og í dag
hefjist viðræður af fullu kappi. „Ég
held að það séu allar forsendur fyrir
því að þetta gangi vel.“ Guðrún
Ágústa Guðmundsdóttir, oddviti
Vinstri grænna, tekur í sama streng.
Samfylkingin missti meirihluta í
bæjarstjórn Hafnarfjarðar í kosn-
ingunum, tapaði tveimur fulltrúum
og er með fimm eins og Sjálfstæð-
isflokkurinn. Fulltrúi VG er í odda-
aðstöðu.
Lúðvík Geirsson bæjarstjóri var í
baráttusætinu og náði ekki kjöri í
bæjarstjórn. Guðmundur segir bæj-
arstjórastólinn ekki stærsta málið í
viðræðum flokkanna. „Það er svo
langt frá því að vera stærsta málið
að við töluðum ekki um það. Við
vorum bara að tala um
málefni og hvernig við
högum viðræðum okk-
ar,“ segir Guðmundur.
Málefnavinnan er langt komin
Meirihluti fjögurra flokka að fæðast í Kópavogi Gæti orðið að veruleika í dag
Formlegar viðræður hafnar hjá Samfylkingunni og VG í Hafnarfirði
Morgunblaðið/hag
Hafnarfjörður Guðrún Ágústa odd-
viti VG leiðir viðræðurnar.
Lagt hefur verið fram á Alþingi
frumvarp þar sem lögð er til breyt-
ing á núgildandi skipan varðandi það
með hvaða hætti hæstaréttardómar-
ar skuli standa að samningu hæsta-
réttardóma og hvernig staðið skuli
að birtingu þeirra. Fyrsti flutnings-
maður er Sigurður Kári Kristjáns-
son, þingmaður Sjálfstæðisflokks, en
hann segist lengi hafa verið þeirrar
skoðunar að frekari upplýsingar um
dómana eigi að koma fram.
Samkvæmt núverandi skipan
kemur fram í dómum Hæstaréttar
hvaða dómarar við réttinn hafa
dæmt í málum hverju sinni, hins veg-
ar bera dómar það ekki með sér hver
þeirra dómara samdi dóminn, að
undanskildum sératkvæðum dómara
við dómsniðurstöður. Sigurður segir
að með frumvarpinu sé bætt úr því
ógagnsæi og lagt til að í dómum
Hæstaréttar verði birt hvaða dómari
við réttinn semur dóm hverju sinni,
dómarar staðfesti atkvæði sín skrif-
lega og þeim heimilað að gera skrif-
legar athugasemdir við dómsfor-
sendur telji þeir ástæðu til.
Sigurður Kári segir ríka kröfu um
það í þjóðfélaginu að dómstörf
Hæstaréttar verði gerð gagnsærri.
Þetta sé hans viðleitni til að bæta
dómstörfin, gera dómana skýrari og
skiljanlegri þeim sem standa utan
Hæstaréttar og vilja kynna sér dóm-
ana.
Sigurður bendir á, að með slíkum
breytingum verði vinnubrögðin færð
nær því sem tíðkast m.a. hjá hæsta-
rétti Noregs, hæstarétti Bandaríkj-
anna og hjá Mannréttindadómstól
Evrópu. andri@mbl.is
Vill auka gagnsæi í dóm-
störfum við Hæstarétt
Vinnubrögð
færð nær því sem
tíðkast í Noregi
Morgunblaðið/Golli
Hæstiréttur Atkvæði allra dómara
skulu vera birt, skv. frumvarpinu.
Mistur var yfir
austurhluta
Rangárvallasýslu
í gær vegna
öskufoks frá
Eyjafjallajökli.
Mikið svifryk
mældist í lofti,
meðal annars á
Hvolsvelli og
voru börnin send
heim í gærmorg-
un og skólanum lokað.
Vegna ryksins var þeim sem
vinna úti ráðlagt að vera með ryk-
grímur og hlífðargleraugu og eng-
in börn fóru út úr skólanum án þess
að vera þannig útbúin. Svifrykið
berst víðar. Þannig voru loftgæði
léleg í Reykjavík í gær.
Öskumistur yfir
Hvolsvelli
Aska Mikið ösku-
fok er af heiðunum.
Nokkuð annríki hefur verið á Höf-
uðborgarstofu vegna frétta um, að
Hátíð hafsins á Akranesi hafi verið
blásin af þetta árið vegna niður-
skurðar. Því er til að svara, að Há-
tíð hafsins í Reykjavík verður hald-
in í tólfta skipti 5.-6. júní nk.
Í fyrra var hátíðin flutt í fyrsta
skipti vestur á Granda og þótti sú
breyting hafa heppnast svo vel að
leikurinn verður endurtekinn í ár.
Dagskrá hátíðarinnar má finna á
hatidhafsins.is.
Hátíð hafsins haldin
hátíðleg í Reykjavík
Dagur B. Eggertsson, oddviti
Samfylkingarinnar í Reykjavík
og varaformaður flokksins, seg-
ist ekki ætla að segja af sér, í
ljósi dræmrar útkomu flokksins
í Reykjavík. Spurður hvort hann
hafi íhugað stöðu sína, líkt og
Karl Th. Birgisson leggur til í
pistli á vefnum Herðubreið, seg-
ir Dagur: „Ég hef náttúrlega
íhugað marga hluti þessa
dagana og Samfylkingin.
Skilaboðin frá kjósendum
eru um breytingar. Ég
held að stóra prófið
sé að standa undir
þeim skilaboðum.“
Íhugað margt
DAGUR SEGIR EKKI AF SÉR
Héraðsdómur
Reykjavíkur hef-
ur hafnað kröfu
þess efnis að lík-
amsleifar skák-
meistarans
Bobbys Fischer
verði grafnar
upp til að skera
úr um faðerni
Jinky Young,
stúlku frá Filippseyjum sem segir
Fischer vera föður sinn. Þetta stað-
festi Þórður Bogason hrl. og lög-
maður Jinky Young í samtali við
mbl.is en þinghaldið, sem fram fór
sl. föstudag, var lokað. Segist hann
þegar hafa áfrýjað úrskurði hér-
aðsdóms til Hæstaréttar og vonast
til þess að niðurstaðan þar geti leg-
ið fyrir fyrir réttarhlé í júnímánuði.
Kröfu hafnað um að
grafa Fischer upp
Bobby Fischer
Dagur B.
Eggertsson
Utanríkismálanefnd Alþingis kom
saman til fundar síðdegis í gær
vegna árásar Ísraela á skipalest á
leið til Gaza í fyrrinótt, þar sem um
20 manns létust. Hefur árásin verið
fordæmd víða um heim. Skömmu
áður en fundur nefndarinnar hófst
hafði félagið Ísland-Palestína stað-
ið fyrir mótmælastöðu fyrir utan
utanríkisráðuneytið. Var skorað á
íslensk stjórnvöld að slíta stjórn-
málasambandi við Ísraela. Málið
verður rætt á Alþingi í dag. »15
Árás Ísraela rædd í
utanríkismálanefnd