Morgunblaðið - 01.06.2010, Síða 6

Morgunblaðið - 01.06.2010, Síða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 2010 fyrir heimilið 20%afsláttur kr. pk. Goða pítupakki 6 pítur og pítubrauð 798 Verð áður 998 kr./pk. „Ég ætla að berj- ast fyrir skemmtilegri borg og krydda hana með stuði og stemningu, ást, virðingu og heiðarleika. Það verða mín að- almarkmið,“ sagði Elsa Hrafn- hildur Yeoman við Morgunblaðið nýverið, en ekki tókst að hafa upp á henni í gær þar sem hún er stödd í Bandaríkjunum – þaðan sem hún á ættir sínar að rekja. Elsa Hrafnhildur, sem vermdi fjórða sæti lista Besta flokksins, sagðist taka þátt af fúlustu alvöru og henni lítist mjög vel á að sinna skyldum sínum sem borgarfulltrúi Reykvíkinga. Elsa, sem titluð er sjálfstætt starfandi kona, segist hafa unnið ýmis störf um ævina til sjós og lands, alið upp börn og verið í hjónabandi í 17 ár. Reykjavík krydduð með stemningu, stuði og heiðarleika Elsa Hrafnhildur Yeoman „Fyrir mína parta, það sem mig langar að gera er að fylgj- ast grannt með þróuninni í raf- bílavæðingunni. Það finnst mér vera eitt af stóru málunum og það er að heyra á fé- lögum mínum í Besta flokknum líka,“ sagði Karl Sigurðsson. Borgin þyrfti að taka frumkvæði í málinu svo sem með ívilnunum fyrir þá sem kaupa sér rafbíl. Ísbjörninn væri annað mál. Margir héldu að það væri eitthvert grín en svo væri ekki. Um fjármál borgarinnar sagði Karl að þau væru flókin og hann yrði að kynna sér þau betur áður en hann tjáði sig opinberlega, fyrir hönd flokksins. „Við erum alveg glæný í þessu og eigum eftir að kynna okkur ofboðslega mikið. Það er alltof snemmt að tala við okkur um þetta, sérstaklega við mig.“ Rafbílavæðing eitt af stóru málunum fyrir borgina Karl Sigurðsson „Eitt af erfiðustu málunum verður Orkuveitan og þótt við viljum hafa gaman þá munum við þurfa að taka mjög erf- iðar ákvarðanir þegar kemur að þeim málum,“ sagði Eva Ein- arsdóttir. Útfærslan væri ekki á hreinu. „Þetta er það flókið mál og ef þetta væri auðvelt þá væri Orku- veitan ekki í ruglinu, ef maður orðar það þannig.“ Þá sagði Eva að búið væri að þrengja svo að leikskólum að komið væri að sársaukamörkum og upp- bygging væri nauðsynleg. Aðspurð sagði Eva að flokkurinn vildi ekki hækka útsvar og að í flokknum hefði verið rætt um möguleikann á frekari tekjuteng- ingu leikskólagjalda. Hvorugt mál- ið hefði verið skoðað ofan í kjölinn og ákvörðun lægi ekki fyrir. Sársaukamörkum náð í niðurskurði hjá leikskólunum Eva Einarsdóttir „Ég er rosalega spenntur, finnst þetta ofsalega skemmtilegt og held að ég eigi eftir að verða mikill pólitíkus,“ segir Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins og, ef allt gengur eftir, verðandi borgarstjóri Reykjavíkur. Jón segir það raunar óhagganlega kröfu í viðræðunum við Samfylk- inguna. Hvað varðar stefnumál Jóns bend- ir hann á að – líkt og fram kemur hér til hliðar – vinnuhópar hafi verið skipaðir til að fara í þá vinnu og því sé best að bíða eftir niðurstöðu þeirra. „En fyrir alla að vita, þá tök- um við þetta mjög alvarlega og mun- um gera þetta mjög vel.“ Meðal annars segir Jón að sjást muni miklar breytingar á fundum borgarstjórnar þó hann upplýsi ekki sérstaklega um þær. „Tökum þetta alvar- lega og munum gera þetta mjög vel“ Besti flokkurinn lagði til að fólk myndi ættleiða róna og sumum fannst sem í því fælist mannfyrir- litning, sagði Einar Örn Bene- diktsson. En ef málið væri skoð- að nánar þá fæl- ist í þessu yfirlýs- ing um að meira þyrfti að gera fyrir þá sem minna mættu sín. Það myndi Besti flokkurinn gera. Samstarf við aðra flokka færi eft- ir því hvort þeir væru tilbúnir til að sætta sig við að Besti flokkurinn fengi borgarstjóraembættið og að nýir stjórnarhættir yrðu kynntir til sögunnar. „Hinir hafa talað um að það þurfi að kynna nýja hugsun. Þau eru búin að hafa langan, lang- an tíma til að kynna nýja hugsun en það hefur ekkert gerst. Og nú er tækifærið til þess og við ætlum að nýta það.“ Leggja áherslu á að bæta stöðu þeirra verst settu Rúnar Pálmason og Andri Karl Borgarfulltrúar Besta flokksins voru í gær hikandi við að ræða um ein- staka málaflokka og um framkvæmd- ir á vegum borgarinnar. Allir sögðu þeir að málefni Orkuveitu Reykjavík- ur yrðu eitt erfiðasta málið á kjör- tímabilinu. Þá var greinilegt á mörg- um þeirra að þeir vilja fara hægt í sakirnar á Hellisheiði en þar hyggst Orkuveitan reisa Hverahlíðarvirkj- un. „Það er búið að skuldsetja [Orku- veituna] til helvítis og það þarf að ná því frá helvíti. Og það er ekki hægt að virkja og virkja heldur þarf að koma fram heildræn stefna um hvernig á að virkja og hvernig á að nýta orkuna,“ sagði Einar Örn Benediktsson. Ráð- gjafar yrði leitað í þessum málum. „Við þekkjum fullt af gáfuðu fólki.“ Eva Einarsdóttir sagðist telja að það væri ekki í samræmi við stefnu flokksins að virkja meira á Hellis- heiði, a.m.k. myndu margir vilja að ekki þyrfti til þess að koma. Félagar í flokknum gæfu sig út fyrir að vera umhverfisvænt fólk. Karl Sigurðsson sagðist vilja að hægt yrði á málum og virkjanir skoð- aðar með tilliti til þess hvernig orkan yrði nýtt. Óttarr Proppé sagði of snemmt að þýfga flokkinn um stefnu í þessu máli, þetta yrði skoðað vel, sem og önnur mál sem tengjast Orkuveit- unni. Hann væri persónulega á þeirri skoðun að virkjanir yrðu að vera sjálfbærar og eitthvert skipulag á því hvað gert yrði við orkuna. „Lágmarksniðurstöður“ í dag Flokksmenn komu saman til fund- ar í kosningamiðstöð Besta flokksins í gærkvöldi. Þar voru strengir saman stilltir og skipað í vinnuhópa. Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins, segir að menn hafi dregið andann djúpt og hafist handa við málefnastarfið. Þó svo að stefnuskrá liggi fyrir í hug- lægu formi hafi ekki gefist tími til að rita hana niður á blað. „En það er til- gangur hópanna og þeir munu funda á morgun og komast að einhverjum lágmarksniðurstöðum.“ Hópunum var falið að fastmóta áherslur í ýmsum flokkum; meðal annars velferðarmálum, umhverfis- málum, samgöngumálum, fjármálum Reykjavíkur og málefnum Orkuveit- unnar og annarra B-fyrirtækja. Að auki verða niðurstöðurnar úr vinnu hópanna notaðar í viðræðunum við Samfylkingu um meirihlutasam- starf en þær hófust í gær og verður haldið áfram í dag. Draga andann djúpt og byrja  Margir borgarfulltrúar Besta flokksins vilja fara varlega í frekari virkjanaframkvæmdir á Hellisheiði  Funduðu í gær og skipuðu í vinnuhópa fyrir komandi málefnastarf og ritun stefnuskrár flokksins Morgunblaðið/Ómar Skipulag Jón Gnarr og Einar Örn Benediktsson skipuleggja starf Besta flokksins yfir glasi af mjólkurkaffi. Jón segir það óhagganlega kröfu að hann verði borgarstjóri. „Það eru öll mál- efni borgarinnar undir. Við leggj- um áherslu á heiðarleika og skýr skil á milli pólitíkur og stjórnsýslu. Við munum fara yfir málin. Þetta er í fyrsta skipti sem við gerum þetta,“ sagði Óttarr Proppé. Borgarfulltrúar Besta flokksins legðu áherslu á að vinna málin hægt. Ágangur fjölmiðla á sunnudag hefði hugsanlega ýtt þeim út í að auka tempóið um of og það kynni ekki góðri lukku að stýra. Óttarr taldi ekki ráðlegt að tjá sig of nákvæmlega um einstaka málefni, umfram það sem kæmi fram í stefnuskránni. Það þjónaði ekki tilgangi, í bili, að tjá sig nánar. Besti flokkurinn væri samstiga um að ræða sig í gegnum mál og mál- efni. Skýr skil verða sett á milli stjórnmála og stjórnsýslunnar Óttarr ProppéJón Gnarr Einar Örn Benediktsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.