Morgunblaðið - 01.06.2010, Side 13

Morgunblaðið - 01.06.2010, Side 13
Fréttir 13INNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 2010 Samkomulag hefur tekist um stofnun og starfsemi Matarsmiðj- unnar á Flúðum. Markmið Matarsmiðjunnar er að vera þróunarsetur fyrir mat- vælaframleiðslu og bjóða frum- kvöðlum og smáframleiðendum upp á sérfræðiaðstoð til að þróa vörur án þess að leggja út í mik- inn kostnað við aðstöðu, búnað og starfsleyfi á meðan verið er að koma vörum á markað. Að verkefninu standa Matís, At- vinnuþróunarfélag Suðurlands, Háskólafélag Suðurlands, Hruna- mannahreppur, Bláskógabyggð, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, garðyrkjumenn og Háskóli Ís- lands. Tímamót Matarsmiðja að veruleika. Matarsmiðjan þróunarsetur Tveir íslenskir hjúkrunarfræð- ingar, Elín Jakobína Oddsdóttir og Oddfríður Ragnheiður Þór- isdóttir, héldu til Haítí á laug- ardag sl. og verða báðar við störf á sjúkrahúsi finnska og þýska Rauða krossins í Port-au-Prince til 28. júní nk. Elín mun starfa sem bráða- hjúkrunarfræðingur en Oddfríður sem deildarhjúkrunarfræðingur. Fyrir á sjúkrahúsinu eru Margrét Rögn Hafsteinsdóttir hjúkr- unarfræðingur og Bjarni Árnason læknir. Elín og Oddfríður eru 19. og 20. hjálparstarfsmennirnir sem Rauði kross Íslands sendir til Haítí í kjölfar jarðskjálftans mikla, sem reið yfir þann 12. janúar sl. Starfa fyrir Rauða krossinn á Haítí Kvennaráðstefnan Tengslanet V - Völd til kvenna var haldin í Há- skólanum á Bifröst dagana 27.-28. maí sl. Þrjú hundruð konur komu saman á ráðstefnunni sem var hin fimmta í röðinni. Á ráðstefnunni voru sam- þykktar ályktanir þar sem bent var á mikilvægi þess að gera fræðslu um mannréttindi. þ.á m. fræðslu um samfélagslegan ávinn- ing kynjajafnréttis, að skyldu- námsefni í skólum. Þá var einnig samþykkt ályktun þar sem bent er á að fátækt fer vaxandi í íslensku samfélagi og skorað er á stjórn- völd að grípa til aðgerða til að vernda börn gegn afleiðingum sárrar fátæktar. Tengslanet kvenna Breytingar urðu á stjórn SAM- FOK á aðalfundi félagsins á fimmtudaginn. Guðrún Valdi- marsdóttir hag- fræðingur var kosin formaður en Hildur Björg Hafstein gaf ekki kost á sér áfram. Þorsteinn Ingi Víglundsson kemur nýr inn sem aðalmaður í stjórnina og til vara þær Helga Andrea Mar- geirsdóttir og Áslaug Björgvins- dóttir. SAMFOK eru samtök for- eldra grunnskólabarna í Reykjavík og annast upplýsingar og ráðgjöf um skóla- og uppeldismál til for- eldra, foreldrafélaga, skólaráða og annarra. Nýr formaður tekur við SAMFOK Guðrún Valdimarsdóttir STUTT Kristín Jónsdóttir setur nú niður kartöflur í Skarðshlíð undir Aust- ur-Eyjafjöllum. Kristín eða Stína býr í Reykjavík yfir vetrarmán- uðina en fer alltaf austur í Skarðs- hlíð á sumrin. Þetta árið hefur verið öðruvísi vegna eldgossins en Stína lætur það ekki aftra sér frá því að setja niður en það hefur hún gert í hartnær fimmtíu ár. Hún hugsar sér að flytja heim í sveitina sína eins fljótt og hægt er, ætlar aðeins að sjá til hvað Eyjafjallajökull gerir. Þó allt sé á kafi í ösku lætur hún það ekki á sig fá og til að flýta fyrir kartöflusprettu þá setti hún útsæðið niður í mjólk- urfernur og forræktaði þær á svölunum í höfuðborginni. „Það er ómögulegt annað en að hafa nýjar kartöflur í haust með fýlnum,“ segir Stína og hlúir vel að græn- um grösunum. Hlúir vel að grænum grösum Morgunblaðið/Jóna Sigþórsdóttir Morgunblaðið/Jóna Sigþórsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.