Morgunblaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 27
Minningar 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 2010 ✝ Hulda Vilhjálms-dóttir, fæddist í Vestmannaeyjum 15. mars 1917. Hún lést á Hjallatúni 6. maí. Foreldrar hennar voru Jónína Guðlaug Þórðardóttir, f. 10.7. 1881 í Kerlingardal, d. 18.5. 1969, og Vil- hjálmur Brandsson, f. 21.4. 1878 í Reyn- ishjáleigu, d. 27.9. 1953. Systkini Huldu: Héðinn, f. 19.9. 1914, Ragna, f. 3.2. 1916, hálfsystkin sammæðra Jóhann Steinar Olgeir, f. 1909, og Vil- hjálmur Haraldur samfeðra, f. 1908, þau eru öll látin. Hulda kom tæplega árs gömul að Suður-Vík í Mýrdal. Hulda giftist 1.11. 1936 Bjarna Sæmundssyni, f. 14.5. 1915, d. 21.2. 2004. Foreldrar Bjarna voru Sæ- mundur Bjarnason, f. 4.10. 1880, d. 29.3. 1962, og Oddný Runólfsdóttir, f. 19.5. 1886, d. 28.1. 1969. Börn Bjarna og Huldu 1) Finnur Sæmundur, f. 18.12. 1937, maki Anna Jónsdóttir, f. 5.8. 1936, d. 23.3. 2007, börn a) Bjarni Jón, f. 1957, maki Helga Ólafs- dóttir, f. 1957, dætur Drífa, f. 1978, maki Árni Jóhannsson, f. 1978, börn Perla Rós, f. 2002, Urður Ósk, f. 2005, og Arnaldur, f. 2007. Sig- rún, f. 1986. b) Jón Ómar, f. 1960, maki Lilja Björnsdóttir, f. 1960, Viðar, f. 1982, Anna, 1986, og Unn- ur, f. 1988. c) Hulda, f. 1962, maki Bárður Einarsson, f. 1960, börn Einar, f. 1981, maki Sandra Brá Jó- hannsdóttir, f. 1979. Barn Jóhanna Ellen, f. 2006. Finnur, f. 1988, og Oddný, f. 1997. d) Rúnar, f. 1964, maki Málfríður Rannveig Ein- arsdóttir, f. 1972, börn Sara Katr- ín, f. 1995, og Sunna Karítas, f. 1999. Rúnar á dótturina Sigríði Ingu, f. 1981, móðir Sigurbjörg Kristín Óskarsdóttir. e) Anna Fía, f. 1965, maki Ársæll Jónsson, f. 1963, börn Ragnheiður Hrund, f. 1991, og Jón Finnur, f. 1996. 2) Gréta Guðlaug, f. 10.5. 1939, f. maki Pétur Elvar Að- alsteinsson, f. 30.3. 1939. Börn: a) Bjarni Elvar, f. 1964, maki Kristín Heimisdóttir, f. 1968, börn Gréta Rut, f. 1994, Heimir, f. 1995, og Tryggvi, f. 2004. b) Sigríður Ósk, f. 1972. 3) Oddný, f. 24.10. 1940, maki Stefán Ágúst Stefánsson, f. 3.10. 1940. Börn a) Hulda Linda, f. 1960, maki Þorleifur Ingi Einarsson, f. 1961, börn Arna Rut, f. 1981, sambýlis- maður Bjarki Magnúsarson, f. 1979, og Heiðar Orri, f. 1986, sam- býliskona Sólveig Gylfadóttir, f. 1991. b) Róbert Arnar, f. 1972, maki Menja Von Schmalensee, f. 1972, börn: Aron Alexander, f. 1995, Isól Lilja, f. 1999, og Sara Rós Hulda, f. 2002. c) Vignir Örn, f. 1974, fyrrv. maki Anna Lísa Bene- diktsdóttir, f. 1977, börn Bergdís Lea, f. 1996, Elín Birta, f. 2000, og Brynjar Smári, f. 2006. 4) Valborg, f. 7.9. 1943, maki Sig- urður Friðriksson, f. 18.11. 1939, d. 10.8. 1984. Börn: a) Bjarni, f. 1969, maki María Rebekka Þórisdóttir, f. 1970. Börn Þórir Gylfi, f. 1990,Val- borg, f. 1994, Svandís Birna, f. 1997, Sigurður Friðrik, f. 1998, og Viktor Helgi, f. 2009. b) Andri, f. 1973, maki Þórey Gunnlaugsdóttir, f. 1976, barn Eiður Orri, f. 2009. 5) Egill Bjarnason, f. 20.6. 1952, maki Sigurlín Tómasdóttir, 20.5. 1946. Börn: a) Tómas, f. 1970, maki Una Björk Unnarsdóttir, f. 1972, börn Glódís Brá, f. 1996, Unnur Ösp, f. 1999, og Arnar Freyr, f. 2006. b) Þorsteinn, f. 1973, maki Björg Sæ- mundsdóttir, f. 1976. Börn Magnea, f. 2006, Sæmundur Egill, f. 2008, og Egill, f. 2009. Útför Huldu var gerð frá Vík- urkirkju 14. maí 2010. Elsku amma. Nú er kveðjustundin runnin upp, og brandarinn okkar orðinn að hálf- um veruleika. Ég var búinn að kveðja þig, því það var búið að ákveða að fara vestur á Flateyri, ætl- uðum jafnvel að hittast þegar ég kæmi til baka, en við sjáumst síðar. Það eru margar og góðar minningar tengdar ömmu og afa, Flöturinn, fjárhúsin, Hafursey, gistinætur í kjallaranum beinaveislur og margt margt fleira. Og aldrei komst maður hjá því að fá sér eitthvað þegar mað- ur kom í heimsókn, og oft kom nú í seinni tíð, æ, æ, ég á bara ekkert handa ukkur. Ekki man ég eftir ömmu öðruvísi en fínni. Það var eiginlega sama í hverju hún var, hún var alltaf fín og flott. Hafðu það sem allra best, elsku amma mín. Kveðja, Hulda Finns. Hulda Vilhjálmsdóttir Þann 5. maí sl. and- aðist mágur minn, Gunnar Gestsson. Sár er söknuðurinn eftir þennan góða dreng og höfum við hjónin aldr- ei kynnst betri manni. Við sáum hann síðast sumarið 2009, þá var hann hress og glaður og lék sér við barnabörnin sín sem honum þótti svo vænt um. Samt var hann orðinn veikur af krabbameini og var með þrautir þó hann kvartaði ekki. Það var ekki hans vani að vera að kvarta. Gunnar var giftur systur minni, Gunnar Gestsson ✝ Gunnar Gestssonfæddist í Reykja- vík 24. ágúst 1955. Hann lést á heimili sínu 5. maí síðastlið- inn. Útför Gunnars var gerð frá Árbæj- arkirkju 12. maí 2010 Sólveigu í meira en þrjátíu ár og var okk- ur sem bróðir. Gunn- ar var mjög barngóð- ur og þótti börnunum mínum gott að vera á heimili þeirra hjóna en við vorum þar mik- ið þegar við vorum á Íslandi. Ekki bara börnunum mínum leið vel þar. Heimili þeirra hjóna var annálað fyr- ir gestrisni og var oft þröngt á þingi í eld- húsinu og rausnarleg- ar veitingar í hvert skipti sem mað- ur rak inn nefið. Það voru ófáar stundir sem Gunnar hjálpaði okkur hjónunum með ýmislegt og var hann svona maður „sem getur allt“. Við hjónin vottum Sóleigu minni og börnunum okkar dýpstu samúð. Megi Guð hjálpa þeim að takast á við sorgina. Ingibjörg og Jerzy Goldberg. ✝ Þorvaldur G.Jónsson fæddist á Kúludalsá í Innra- Akraneshreppi 30. júlí 1940. Hann lést á Heil- brigðisstofnunni á Blönduósi 12. maí 2010. Foreldrar hans voru hjónin Jónína Sigurrós Gunn- arsdóttir, f. 5. mars 1912, d. 2. janúar 2001, og Guðmundur Sigurður Thor- grímsen Jónsson, bóndi á Innra-Hólmi, f. 26. febrúar 1907, d. 8. september 1995. Systkini Þorvaldar eru Jón Auðunn, f. 1934, Jóhanna Kristín, f. 1935, Sigurjón, f. 1937, d. 2008, Ragnheiður, f. 1948 og Guðrún, f. 1950. 1959, dóttir þeirra er Lilja Solveig, f. 6. júlí 2006, þau eru búsett í Kali- forníu. 3) Valgerður Erna, f. 27. október 1973, íslenskufræðingur og mannauðsráðgjafi, sambýlismaður Marinó Melsteð hagfræðingur, f. 1977. Þorvaldur ólst upp á Innra-Hólmi og varð búfræðingur og síðan búfræðikandídat frá Hvanneyri árið 1965. Frá 1966 bjuggu þau Guðrún í Hafnarfirði og á þeim tíma starfaði Þorvaldur m.a. sem sölumaður hjá Glóbus og í fóðureftirliti Rannsókn- arstofnunar landbúnaðarins. Árið 1973 fluttu hjónin að Guðrún- arstöðum í Vatnsdal og hófu þar bú- skap. Samhliða bústörfum var Þor- valdur bókavörður á Héraðsbókasafni Austur-Húnvetn- inga á Blönduósi frá 1991 þar til hann hætti þar störfum vegna veik- inda 2007. Útför Þorvaldar fór fram í kyrr- þey frá Þingeyrakirkju þann 22. maí 2010. Þann 28. maí 1966 kvæntist Þorvaldur Guðrúnu Bjarnadótt- ur, kennara frá Hafn- arfirði, f. 30. janúar 1939. Foreldrar henn- ar voru Sigríður Helgadóttir, f. 1905, d. 1994 og Bjarni Guð- mundsson, f. 1897, d. 1976. Þorvaldur og Guðrún eignuðust þrjár dætur. Þær eru 1) Þorgerður Hrönn, f. 9. maí 1968, sagn- og kynjafræðingur, sambýlismaður Ágúst Ásgeirsson framhaldsskólakennari, f. 1964, son- ur hans er Ingimundur, f. 1995. 2) Ásgerður Unnur, f. 24. desember 1969, hjúkrunarfræðingur, maki David Nicholson lögfræðingur, f. Vorið var tíminn hans pabba. Jörðin að lifna og farfuglarnir að koma sér fyrir. Heima var sauð- burður í fullum gangi og folöld og kálfar að koma í heiminn, sem þýddi að snör handtök gátu skilið milli lífs og dauða. Sjálf trúi ég að það hafi ekki verið tilviljun að pabbi kvaddi þennan heim þegar sauðburður var að hefjast. Við systurnar vorum búnar að taka okkur frí frá vinnu til þess að vera heima og auðvitað höfðum við vonað að pabbi fengi að vera með okkur – en hans tími var kominn. Þegar hugurinn reikar til baka streyma fram dýrmæt minninga- brot og ég er óendanlega þakklát fyrir allt það sem pabbi gaf mér – en hann og mamma gerðu mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Þannig varð endalaus hvatning hans og áhugi á námi okkar systra okkur öllum hvati til langskóla- náms. Á menntaskóla- og háskóla- árunum var það föst regla að hringja heim um leið og einkunnir komu í hús og allar nutum við þess að heyra hvernig pabbi fyllt- ist stolti þegar við höfðum góðar fréttir að færa. Og síðar, þegar ég valdi að halda utan til náms, studdi pabbi þær ákvarðanir mín- ar heilshugar, og hann var jafnan tilbúinn að bjóða fram lán eða styrki ef hann taldi að hart væri á dalnum hjá mér. Það er samt sveitin heima, skepnurnar og náttúran sem standa uppúr þegar ég hugsa um pabba. Vorið 2007 er mér sér- staklega hugleikið en í minning- unni var það vorið okkar pabba. Hann hafði þá greinst með krabbamein í lunga og átti að fara í aðgerð í júní. Veturinn hafði reynt mjög á hann og kraftarnir voru á þrotum. Þrátt fyrir það sinnti hann sauðburðinum af alúð. Í minningunni var þetta óvenju- lega sólríkt og fallegt vor og bíl- túrarnir okkar á kvöldin sem helgar stundir, en þá keyrðum við til þess að líta til með lambfénu sem komið var suður fyrir girð- ingu á leið í sumarhagana. Í fram- haldinu renndum við síðan niður í Tungu til þess að huga að hross- um og sjá hvað komið væri af nýj- um folöldum. Ég held að við höf- um bæði skynjað að þetta vor markaði ákveðin endalok fyrir okkur bæði – á lífinu eins og við þekktum það. Hvorugt okkar átti þó auðvelt með að ræða erfiða hluti sem snertu líf okkar og til- finningar. Þess vegna voru þessar kvöldferðir okkar oft að mestu hljóðar. En vorið 2007 var líka kosningavor og þegar pólitík var annars vegar varð okkur pabba aldrei orða vant. Kosninganóttina sat pabbi svo með kosningahand- bók og tók niður tölur jafn óðum og þær bárust, eins og hann hafði gert síðan ég man fyrst eftir mér. Síðustu tvö árin glímdi pabbi við erfið veikindi og dvaldi á Heil- brigðisstofnuninni á Blönduósi þar sem hann naut góðrar umönn- unar og langar mig fyrir hönd okkar mæðgna að þakka starfs- fólkinu þar fyrir alúð og hlýju. Pabbi kom þó alltaf heim í helgar- og hátíðafrí og fór þá jafnan með okkur í göngutúra heim í fjárhús. Síðast kvaddi ég pabba á afmæl- inu mínu þann 9. maí síðastliðinn, án þess að vita að það væri hinsta kveðja. Elsku pabbi, ég veit að þú varðst hvíldinni feginn, en þín er sárt saknað og minningin um þig mun lifa í hjörtum okkar. Þín dóttir, Þorgerður. Þorvaldur og Guðrún keyptu jörðina Guðrúnarstaði í upphafi áttunda áratugarins. Fyrstu bú- skaparárin háttaði þannig til að búið var í íbúð sem var hluti af gripahúsum býlisins. Síðar var byggt íbúðarhús. Eftir flutn- ingana í nýtt húsnæði var æv- inlega sagt „heim“ þegar vísað var til fjárhúsanna. Ef spurt var: „Er Þorvaldur heima?“ þá gat svarið alveg verið: „Nei, hann fór heim.“ Áhugavert hugtak heim, sem vís- ar sannarlega til þess griðarstað- ar sem heimili getur verið og heimsins eða veraldarinnar sem heimilið er hluti af. Í sveitinni er heimili og heimurinn einmitt oftar en ekki á sömu þúfinni. Í sinni veröld var Þorvaldur heimsborg- ari. Hann var ekki maður mikilla faðmlaga, en alúðlegt handaband- ið og kurteisa hneigingin bauð mann velkominn í veröld sem fyr- ir venjulegan smáborgara var æv- intýri að kynnast. Samverurnar með fjölskyldunni á Guðrúnar- stöðum í Vatnsdal hafa verið dill- andi skemmtilegar. Erfið veikindi og slys Þorvaldar á liðnum fáum árum hafa reynt mjög á fjölskyld- una, en þannig er þegar fólki þyk- ir vænt hverju um annað. Þorvaldi hefur verið sinnt af dætrum sín- um og eiginkonu af fádæma alúð. Sorgin getur hugsað þá hugsun að nú sé dauðinn líkn og sú hugsun á við nú. En heim í Vatnsdalinn á ég vonandi oft eftir að koma. Sjá Þorvald fyrir mér og upplifa hans sterku minningu. Minningu sem ljær hugmyndinni um að sérhver vegur að heiman er vegurinn heim, blæ lífshamingjunnar. Ágúst Ásgeirsson. Fallinn er frá samferðamaður og samherji, Þorvaldur G. Jóns- son, búfræðikandídat og bóndi að Guðrúnarstöðum í Vatnsdal. Hann var Borgfirðingur en setti niður bú í Vatnsdalnum með konu sinni, Guðrúnu Bjarnadóttur, búfræðik- andídat og kennara, á söguslóðum Vatnsdælu þar sem úfar risu fyrr- um um laxveiðar á dögum Ingi- mundar gamla og urðu af bardag- ar. Það er táknrænt því Þorvaldur gat verið herskár og baráttumað- ur. Við Þorvaldur þekktumst frá námi okkar á Hvanneyri og er við hjónin hófum búskap í sýslunni þá störfuðum við saman í Alþýðu- bandalagsfélagi Blönduóss og ná- grennis, en þar var hann fremstur meðal jafningja. Hann bar gott skyn á stjórnmál og var fljótur að átta sig á öllum pólitískum hreyf- ingum á taflborðinu. Einar kosn- ingar var mjög sótt að okkur, Al- þýðubandalagsfólki, en við vorum ekki mörg og dreifð um héraðið. Bændur stóðu pólitíska varðstöðu inn til dala og víðar en launafólk og lausamenn gættu kauptún- anna. Andstæðingar sóttu að okk- ur með loforðum til kjósenda; brimvarnargarður hér, vegaspotti þar, gulli og grænum skógum. Þessu var erfitt að verjast. Við gátum engu lofað, aðeins boðið upp á heiðarlega umræðu um málefni og úrlausnir. Nú voru góð ráð dýr því verja þurfti með öll- um ráðum þingsæti Alþýðubanda- lagsins á Alþingi og vildum við ekki láta okkar hlut eftir liggja innan kjördæmisins. Þetta var á þeirri tíð sem enga styrki var að hafa nema smávegis frá Kaup- félaginu. Þorvaldur kom í kaup- staðinn í viku hverri á sinni rúss- nesku bifreið, seldi egg og ráðlagði mönnum um lesefni en hann var einnig héraðsbókavörð- ur. Hann var því í góðu sambandi við fólkið í héraðinu og vissi hvernig umræðan var. Upp kom hugmynd um að vera með litla auglýsingu í Glugganum, sem var auglýsingablað í héraðinu. Aug- lýst væri í viku hverri nýtt mál- efni, nú ætlum við að ræða hafn- armálin, nú ræðum við landbúnaðarmálin og svo fram- vegis. Þetta virkaði vel. Á kaffi- stofum og á vinnustöðum þar sem fólk kom saman talaði fólk um málefni þau sem Alþýðubanda- lagsfólk bar fram. Fát og fum kom á andstæðingana og þeir auglýstu að hjá þeim mættu allir koma í kaffi og væri frjálst að ræða hvað sem væri. Þingsætið var tryggt og sólin skein á alla, hvar sem menn stóðu í flokki. Við unnum líka að öðrum félagsmál- um saman. Komumst saman á lista inn í stjórn SAH á sínum tíma og vorum felldir saman út úr þeirri stjórn og kveinkuðum okkur ekki. Það er gott að hafa átt samleið með Þorvaldi. Við vorum skólabræður, áttum sam- eiginlegar rætur til Borgarfjarð- ar og urðum bændur í sömu sýslu. Konur okkar, þær Guðrún og Inga Þórunn voru samstarfs- menn til marga ára og héldum við alltaf góðu sambandi. Það var ánægjulegt að sitja inn í eldhús- inu á Guðrúnarstöðum, drekka kaffi með Þorvaldi, ræða lands- málin, fá skarplega innsýn hans á málefni líðandi stundar, tengingu við fyrri mál og finna sterka rétt- lætiskennd hans með þeim sem minna mega sín. Síðustu ár og veikindi hans voru erfið en nú er kveðjustund. Við sendum fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Inga Þórunn og Þor- steinn H. Gunnarsson. Þorvaldur G. Jónsson Minningar á mbl.is Kristján Valdimarsson Höfundur: Frosti Meldal Meira: mbl.is/minningar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.