Morgunblaðið - 01.06.2010, Side 34
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 2010
Stórmyndin Prince of Persia: Sands
of Time fór beint á topp Bíólistans
þegar hún var frumsýnd fyrir næst-
síðustu helgi og er enn á toppnum,
viku síðar. Góðar ævintýramyndir
standa alltaf fyrir sínu og er Prince of
Persia engin undantekning, ekki
skemmir heldur fyrir að kyntröllin
Jake Gyllenhaal og Gísli Örn Garð-
arsson leika í myndinni.
Annað kyntröll leikur aðalhlut-
verkið í myndinni sem skipar annað
sætið á Bíólistanum. Russell Crowe
leikur sjálfan Hróa hött í samnefndri
mynd sem var að ljúka þriðju helgi
sinni í sýningu. Hrói höttur er sína
aðra viku í röð í öðru sæti en hún fékk
að sitja eina viku í fyrsta sæti. Kvik-
myndin Snabba Cash er í þriðja sæti.
Þrjár nýjar myndir raða sér í
næstu þrjú sæti. Unglingamyndin
The Last Song er í fjórða sæti en Mi-
ley Cyrus fer með aðalhlutverkið í
henni. Í fimmta sæti er spennumynd-
in Centurion sem gerist í skosku há-
löndunum árið 117 þegar Rómverjar
höfðu hertekið Bretland. Quintus Di-
as er rómverskur herforingi og sonur
þekkts skylmingaþræls. Hann fer
fyrir herdeild sem gerir innrás á
svæði Pikta til að bjarga hershöfð-
ingja sem þar er í haldi. Í innrásinni
er sonur leiðtoga Piktanna drepinn
og upp frá því eru Rómverjarnir
hundeltir af hefndarþyrstum hópi
Pikta-hermanna undir stjórn hinnar
fögru en stórhættulegu Etain. Í
sjötta sæti er unglinga-gamanmyndin
Youth in Revolt sem fjallar um 16 ára
ungling í tilvistarkreppu.
Tekjuhæstu kvikmyndirnar í íslenskum bíóhúsum
!"
#
$ % &
'()
*
&
+
,
-
.
/
0
1
*2
The Last Song Tekjuhæst þeirra mynda sem voru frumsýndar fyrir helgi.
Ástir og ævintýri
Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
Oceans kl. 5:45 - 8 - 10:15 LEYFÐ
Snabba Cash kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.16 ára
Robin Hood kl. 6 - 9 B.i.12 ára
The Back-Up Plan kl. 5:40 - 8 - 10:20 LEYFÐ
SÝND Í SMÁRABÍÓ OG BORGARBÍÓ
Stórskemmtileg teiknimynd
fyrir alla fjölskylduna
með íslensku tali
ÞRÆLMÖGNUÐ
SPENNUMYND
FRÁ LEIKSTJÓRA
“THE TRAINING DAY”
SÝND Í BORGARBÍÓ
SÝND Í SMÁRABÍÓI
UNGLINGUR Í UPPREISN
Frábær gamanmynd með Michael Cera úr Juno og Superbad
Þegar hann kynnist draumastúlkunni
er mikið á sig lagt til að missa sveindóminn
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
Hafið er framandi heimur
fyrir flestum en nú gefst
þér einstakt tækifæri til að
ferðast um undirdjúpin.
SÝND Í SMÁRABÍÓI
HHHH
O.H.T. - Rás 2
Frá Neil Marshall
leikstjóra “The Descent”
kemur hörku spennumynd
650 kr.
650 kr.
650 kr.
650 kr.
Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
Centurion kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 16 ára Snabba Cash kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 16 ára
Youth in Revolt kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 14 ára The Back-Up Plan kl. 8 LEYFÐ
Robin Hood kl. 5 - 10:20 B.i. 12 ára The Spy Next Door kl. 3:40 LEYFÐ
Robin Hood kl. 5 - 8 LÚXUS Húgó 3 íslenskt tal kl. 4 LEYFÐ
HHHH
-T.Þ.T, DV
HHHH
-H.S.S, MBL
HHH
T.V. - Kvikmyndir.is
650 kr.
ATH. ÞRIÐJUDAGSTILBOÐIÐ GILDIR EKKI Í BORGARBÍÓI, LÚXUS, 3-D MYNDIR OG ÍSLENSKAR MYNDIR Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Há
Körfuboltakappinn Tony Parker kann heldur
betur að njóta lífsins, en hann hefur verið að
halda upp á afmælið sitt síðastliðnar tvær vik-
ur. Parker, sem varð 28 ára um helgina, ferð-
aðist ásamt konu sinni, Evu Longoriu-Parker,
til þriggja borga í Bandaríkjunum þar sem
gjöfunum hreinlega rigndi yfir hann.
„Ég gaf honum svo margt, til dæmis fjór-
hjól því hann langaði í nýtt hjól og Microsoft-
tölvu með snertiskjá sem hann getur leikið
sér með,“ sagði frú Parker í samtali við tíma-
ritið People.
Þrátt fyrir að afmælisdagurinn sé liðinn
segist hún ekki vera hætt að gleðja bónda
sinn því síðasta og veglegasta gjöfin sé enn
eftir.
„Ég get ekki beðið eftir síðustu gjöfinni. Ég
gerði engan óskalista í ár svo ég verð ánægð-
ur með það sem hún gefur mér,“ var haft eft-
ir afmælisbarninu Parker.
Tveggja vikna afmæli
Flott Longoria og Parker.