Morgunblaðið - 01.06.2010, Síða 40
ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 152. DAGUR ÁRSINS 2010
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200
1. Lýst eftir tólf ára pilti
2. Sigrún Björk segir af sér
3. Andlát: Sigursteinn H.
4. Besti og Samfylking ræða saman
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Síðastliðinn laugardag var frum-
sýnt í Þjóðleikhúsinu tónlistar-
ævintýrið Herra Pottur og ungfrú
Lok. Guðmundur S. Brynjólfsson seg-
ir vitleysu að auglýsa sýninguna sem
barnasýningu. »36
Frábær kennslu-
stund í menningu
Stuttmynd eftir
Sigríði Soffíu
Níelsdóttur,
Children of Eve,
verður frumsýnd
á Actfestival í
Bilbao á Spáni 5.
júní. Myndin
byggist á einni af
þjóðsögum Jóns
Árnasonar um hin
óhreinu börn Adams og Evu og upp-
runa íslenska álfsins. Leikarinn Ólaf-
ur Darri er sögumaður myndarinnar
en með aðalhlutverk fara Sigríður
Soffía og Guðrún Eva Níelsdóttir.
Tónlistarmaðurinn Stafrænn Hákon
sá um hljóðmyndina.
Children of Eve
frumsýnd í Bilbao
Söngfuglinn Celine Dion hefur til-
kynnt að hún og maðurinn hennar,
René Angelil, eigi von á tvíburum.
Fyrir eiga Dion, sem er 42 ára, og
Angelil, sem er 68 ára, 9 ára gamlan
son. Dion varð loks
ólétt eftir að hafa far-
ið sex sinnum í
glasafrjóvgun. Hún
er kominn fjórtán
vikur á leið og
ætlar að fá að
vita kyn
barnanna í
næstu viku.
Celine Dion
á von á tvíburum
Á miðvikudag Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt. Víða léttskýjað sunnan- og vest-
antil á landinu, en annars skýjað með köflum og sums staðar dálítil súld á N- og A-landi.
Hiti 5 til 15 stig, hlýjast SV-til.
Á fimmtudag og föstudag Austlæg átt, 3-10 m/s og víða bjartviðri. Hiti 10 til 18 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan og norðaustan 3-10. Súld á Austurlandi, en annars skýjað
með köflum og stöku skúrir, síst NV-til. Hiti yfirleitt 10 til 16 stig að deginum.
VEÐUR
Valsmenn skoruðu í fyrsta
skipti fimm mörk á hinum
nýja leikvangi sínum að
Hlíðarenda í gærkvöld. Þeir
unnu þá stórsigur á Fylki,
5:2, í bráðfjörugum og gal-
opnum leik og eru komnir í
hóp liða sem eru með átta
stig, fimm stigum á eftir
toppliði Keflvíkinga. Danni
König skoraði tvö marka
Vals og er markahæstur í
deildinni með fjögur mörk.
»8
Valsarar skoruðu
fimm gegn Fylki
Alfreð Gíslason hefur skráð nafn sitt
á spjöld þýsku handknattleikssög-
unnar. Hann er fyrsti þjálfarinn sem
stýrir tveimur þýskum liðum til sig-
urs í Meistaradeild Evrópu. Þjóð-
verjar hafa aðeins unnið deildina
þrisvar og Alfreð hefur verið að verki
í tvígang, með Magdeburg 2002
og Kiel 2010. Ferill Alfreðs
er rakinn í Morg-
unblaðinu í dag. »2
Alfreð Gíslason sigur-
sælastur í Þýskalandi
Keflvíkingar eru komnir með fimm
stiga forystu í úrvalsdeild karla í
knattspyrnu, Pepsideildinni, eftir 2:1
sigur á nýliðunum frá Selfossi í gær-
kvöld. Framarar eiga reyndar leik
gegn KR-ingum til góða en þeir eru
með 8 stig, eins og Breiðablik, ÍBV og
Valur. FH vann Grindavík, 2:1, en
Stjarnan og Haukar gerðu jafntefli,
2:2. »4-5
Keflvíkingar komnir
með fimm stiga forystu
ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR Í DAG
Una Sighvatsdóttir
una@mbl.is
„Mörgum af eldri körlunum í brans-
anum fannst þetta skrýtið, þeir voru
eitthvað efins og ég þurfti svolítið að
sanna mig fyrir þeim, að ég væri
komin til að vera,“ segir Anna Kristín
Guðnadóttir bifreiðasmiður.
Anna Kristín er fyrsta konan sem
þreytir sveinspróf í bifreiðasmíði á
Íslandi, frá Borgarholtsskóla í vor.
Hún segir að bíladellan hafi alltaf
blundað í sér þó hún hafi lengi vel
ekki þorað að gera neitt í því.
„Svo langaði mig að prófa eitthvað
nýtt. Ég kláraði stúdentsprófið úr
Fjölbraut í Ármúla og var að spá í
hvort ég ætti þá að fara í háskólann,
en ég var með svo mikinn bílaáhuga
að ég ákvað bara að láta slag standa
og drífa mig í þetta, hugsaði að ég
myndi ekki tapa neitt á því.“
Þetta reyndist hárrétt ákvörðun
hjá Önnu því hún hefur fundið sína
hillu í bifreiðasmíðinni og hefur unnið
á bílamálunar- og réttingaverkstæði
Toyota samhliða náminu.
Gefandi að geta lagað hluti
„Þegar ég sótti um var ég spurð
hvort ég væri að sækja um fyrir
bróður minn eða pabba minn. En
þetta tókst allt á endanum og er búið
að vera mjög skemmtilegt.“
Fyrir utan vinnu og skóla hefur
Anna dútlað við það undanfarna
mánuði að gera upp skemmdan VW
Golf af árgerð 1985. „Kærastinn
minn sá hann verða fyrir tjóni svo ég
fór á stúfana að leita að þessum bíl.
Mér fannst þetta alveg fullkominn
bíll í svona og var eitt ár að klára
hann.
Það þurfti að skipta um allan fram-
endann á honum og svo voru ryð-
blettir hér og þar, á tímabili fór allur
frítíminn í þetta.“ Nú er bíllinn öku-
hæfur og Anna því farin að skima eft-
ir næsta gæluverkefni. „Það er það
skemmtilega við þetta, að geta gert
ónýta hluti nýja og flotta aftur. Það
er mjög gefandi að sjá útkomuna.“ Í
haust stefnir Anna hiklaust á að
halda náminu áfram og ljúka meist-
araprófi í bifreiðasmíði. Hún vonast
til að fleiri stelpur fylgi í kjölfarið og
segir að kennararnir í Borgarholts-
skóla vonist til þess líka. „Maður skil-
ur ekki alveg af hverju stelpurnar
eru ekki í þessu, mér finnst það
skrýtið því það eru svo margar stelp-
ur bifvélavirkjar og bílamálarar.“
Og „gömlu karlarnir í bransanum“
eru að sjálfsögðu löngu búnir að
taka Önnu í sátt. „Já, já, við-
horfið hefur allt breyst. Það
er nú það besta, þeir eru
orðnir jákvæðir og sjá að það
var engin ástæða til að hræð-
ast mig.“
„Þurfti svolítið að sanna mig“
Fyrsta konan
sem lýkur prófi í
bifreiðasmíði
Morgunblaðið/Ómar
Vinnan „Við erum fjölhæf og klórum okkur fram úr flestu,“ segir Anna sem hefur gaman af öllum hliðum starfsins.
„Maður þarf að vera rosalega þol-
inmóður og dálítið smámunasam-
ur, þetta tekur mikinn tíma,“ segir
Anna Kristín, spurð hvaða eig-
inleikum góður bifreiðasmiður
þurfi að búa yfir. Bifreiðasmíði er
löggilt iðngrein sem kennd er í
Borgarholtsskóla og Verkmennta-
skólanum á Akureyri. Starfsheitið
bifreiðasmiður er arfleifð frá þeim
tíma þegar fjöldi manns vann við
að byggja yfir hópbíla og jeppa og
smíða vöruhús á flutningabíla, skv.
upplýsingum frá fræðslusetrinu
Iðu.
Mjög hefur dregið úr nýsmíði
bifreiða af þessum toga en í stað-
inn starfa bifreiðasmiðir einkum
við endurbyggingu bíla
sem hafa skemmst í
umferðinni.
Tjónabílar eins og nýir
MEÐ ÞOLINMÆÐINA AÐ VOPNI
Bíll á hvolfi í Kjós-
inni í Hvalfirði