Fréttablaðið - 04.10.2011, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 04.10.2011, Blaðsíða 14
14 4. október 2011 ÞRIÐJUDAGUR Forseti Íslands, valddreifing og valdtemprun Nokkrar umræður hafa skap-ast vegna ákvæða í frum- varpi Stjórnlagaráðs um hlut- verk forseta Íslands. Í þessum umræðum hefur það greinilega truflað marga hvernig því emb- ætti er gegnt um þessar mundir. Raunar er það ekki nýtt, því að í vinnunni varðandi stjórnar- skrána varð að gæta þess að festast ekki alveg í núinu og fortíðinni, heldur horfa fram á við. Í ljósi reynslunnar var það megin stef í nýrri stjórnar- skrá að tryggja lýðræði, vald- dreifingu, valdtemprun, gagn- sæi og heiðarleika. Ef þetta á að takast þarf að taka sem flesta aðila inn í valdakerfið og tryggja sem jafnasta stöðu þeirra til þess að koma í veg fyrir misvægi og fáræði. Eftir miklar vangaveltur varð það niðurstaðan, að nytsamt gæti verið að hlutverk forseta Íslands sem eina persónukjörna embættismanns þjóðarinnar yrði meðal annars í því fólgið að vera nokkurs konar öryggis- ventill í því kerfi valddreifingar og valdtemprunar sem hér yrði. Þetta þarf ekki sjálfkrafa að þýða stóraukið vald forsetans með því að einblína á nokkur ný viðfangsefni, sem honum eru ætluð, heldur verður að líta á stjórnarskrána í samhengi. Dæmi: Í núverandi stjórnar- skrá er forseti Íslands eini aðili ríkisvaldsins, sem hefur beina lagaheimild til málskots- réttar til þjóðarinnar. Í frum- varpi Stjórnlagaráðs er þessu valdi hins vegar dreift, þannig að 10% þjóðarinnar fá líka þetta vald auk þess sem 2% þjóðar- innar geta lagt fram mál á Alþingi sem á endanum getur farið í dóm þjóðarinnar. Þegar horft er yfir þetta sést, að með þessum ákvæðum er minni byrði lögð á forseta Íslands varðandi það að vísa málum í þjóðaratkvæðagreiðslu en áður var þegar hann var eini aðilinn sem gat gert þetta í samræmi við sérstakt ákvæði i stjórnarskrá. Í stað eins farvegs fyrir þetta eina ferli eru komnir þrír og þjóðinni sjálfri falið hlutverk og ábyrgð í þessu efni. Að öðru jöfnu getur þetta varla talist annað en að dregið sé úr vægi forsetans í þessum efnum. Í stað þess að hann einn telji sig þurfa að hafa frumkvæði til málskots getur hann haldið sig til hlés og leyft þjóðinni sjálfri að fást við þetta. Að vísu er málskotsréttur hans í nýju stjórnarskránni ekki með neinum takmörkunum, en ef menn eru með hugann við vald hans hlýtur það samt að hafa minnkað á þessu mikil- væga sviði. Aðrar breytingar á starfssviði og hlutverki forseta Íslands miða að því að gera ákvæði um það skýrari en nú er, til dæmis við myndun ríkisstjórna. Allt frá því að Sveinn Björnsson, þáverandi ríkisstjóri, myndaði utanþingsstjórn 1942, hafa þeir sem hafa gegnt forsetaembætti getað þrýst á stjórnarmyndun með því að gefa í skyn að þeir myndu mynda utanþings stjórn og má nefna nokkur dæmi um þetta. Í þessu hefur falist tals- vert vald þótt því hafi ekki verið beitt beint. Í frumvarpi Stjórnlagaráðs er gert ráð fyrir öðru fyrirkomulagi hvað þetta varðar og forseta Íslands fengið ákveðið hlutverk eftir nýjum reglum þar um. Það kann að gefa honum vald, en fyrst og fremst er það hugsað sem hluti af valddreifingu og vald- temprun sem gengur eins og rauður þráður í gegnum frum- varpið. Valdþættirnir þrír, framkvæmdavald, löggjafar- vald og dómsvald, eru í nútíma- þjóðfélagi aðeins þrír af fimm, því að fjölmiðlun og auðræði hafa bæst við. Gaman hefði verið að fást nánar við síðastnefndu þættina í nýrri stjórnarskrá og bæta öðru nýyrði við auðræði, „flá- ræði“, sem tákn um það vald sem getur falist í blekkingum og óheiðarleika, meðal annars á sviði fjölmiðlunar. Því að reynsla síðustu ára hefur sýnt hve lítils raunverulegt lýðræði má sín gegn hinni banvænu blöndu: Auðræði, fáræði og fláræði þegar þetta þrennt er njörvað saman. Ný stjórnarskrá Ómar Ragnarsson fulltrúi í stjórnlagaráði Því að reynsla síðustu ára hefur sýnt hve lítils raunverulegt lýðræði má sín gegn hinni banvænu blöndu: Auðræði, fáræði og fláræði þegar þetta þrennt er njörvað saman.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.