Fréttablaðið - 04.10.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 04.10.2011, Blaðsíða 4
4. október 2011 ÞRIÐJUDAGUR4 Borðstofusettin er hægt að skoða hér: www.listinn.is/husgogn.htm og í Listanum, Akralind 7, virka daga frá kl. 10-17. Þvermál 150 cm Kirsuberjaviður Snúningsplata sem er auðvelt er að fjarlægja 8 stólar Ný og glæsileg hringborðstofusett Aðeins 275.000 kr. GENGIÐ 03.10.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 213,97 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 118,20 118,76 183,70 184,60 157,97 158,85 21,224 21,348 20,146 20,264 17,206 17,306 1,5361 1,5451 183,74 184,84 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is ALÞINGI „Það eru engar skýringar á þessu,“ segir Þorsteinn A. Jónsson, skrifstofustjóri Hæstaréttar, spurður hvers vegna enginn af dómurum réttarins hafi verið viðstaddur þingsetningu á laugardag. Slíkt hefur ekki áður gerst frá stofnun Hæstaréttar. Spurður hvað hann eigi við með þessum orðum svarar Þorsteinn: „Ég á við að það geti verið mismunandi skýringar hjá hverjum manni.“ Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskipta- ráðherra, vék að fjarveru dómaranna í pistli sem hann skrifaði á heimasíðu sína á laugar- dag og spurði hvert við værum komin, meðal annars þegar dómarar Hæstaréttar mættu ekki til þings í fyrsta sinn frá stofnun réttar- ins. Þykir Þorsteini það ekki ótrúleg tilviljun að allir tólf dómarar Hæstaréttar skuli forfallast á nákvæmlega sama tíma? „Ég get ekki svar- að því. Það verða engar yfirlýsingar gefnar um þetta mál,“ segir hann. En ber að skilja hann svo að það hafi ekki verið sameiginleg ákvörðun dómaranna að sniðganga þingsetninguna? „Ég hef ekki hug- mynd um það,“ segir skrifstofustjórinn. Fréttablaðið falaðist í kjölfarið eftir viðtali um málið við Ingibjörgu Benediktsdóttir, for- seta Hæstaréttar. Hún kvaðst ekki tilbúin að veita viðtal. - sh Skrifstofustjóri Hæstaréttar segist ekki vita af hverju hæstaréttardómarar mættu ekki við þingsetningu: Skýringar fást ekki á fjarveru Hæstaréttar VIÐ ÞINGSETNINGU Hæstaréttardómarar hafa verið við þingsetningu svo lengi sem menn muna. Svo var ekki í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Í HÖFÐA Sagan var skrifuð á fundi Reagans og Gorbatsjovs. REYKJAVÍKURBORG Efna á til sér- staks viðburðar 11. október vegna þess að þá verða 25 ár liðin frá upphafi tveggja daga leiðtogafundar Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta og Mikhails Gorbatsjov, leiðtoga Sovétríkj- anna, í Reykjavík. „Sú skoðun hefur komið fram meðal sagnfræðinga að fundur- inn hafi markað upphaf enda- loka kalda stríðsins.“ segir í til- lögu sem borgarráð samþykkti um að leggja 1.170 þúsund krón- ur í afmælisviðburðinn. Halda á málþing í þágu friðar og efna til kvikmyndasýningar og tónleika. Almenningur fær aðgang að ljós- myndasýningu í Höfða. Fulltrú- ar stórveldanna tveggja verða boðnir til móttöku. - gar 25 ár frá leiðtogafundinum: Upphaf að endi kaldastríðsára Kind skotin með riffli Lögreglunni á Vestfjörðum var nýverið tilkynnt um dauða kind sem hafði verið skotin með kraftmiklum riffli. Lögreglan fór á staðinn, sem var um 300 metra ofan við skotsvæði skot- félagsins fyrir ofan Dagverðardal. Lög- reglan óskar eftir upplýsingum sem gætu leitt í ljós hver gerandinn er. LÖGREGLUMÁL VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 27° 25° 22° 15° 23° 21° 16° 16° 27° 18° 30° 18° 28° 15° 21° 19° 15° Á MORGUN 8-13 m/s, hvassast V-til. FIMMTUDAGUR Stíf norðan, hvassast austast. 5 6 2 4 3 4 0 5 7 10 8 10 7 5 8 8 6 12 9 15 6 7 2 2 3 5 6 2 3 3 6 9 RIGNING EÐA SLYDDA og snjó- koma til fjalla um landið norðanvert næstu daga en yfi rleitt þurrt og bjart syðra. Stíf norðanátt og svalt í veðri en lítur út fyrir hægan vind á föstudag og síðan sunnanátt með hlýindum á laugar- dag. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður ALÞINGI Jóhanna Sigurðardóttir sagði í stefnuræðu sinni í gær að ríkisstjórnin teldi að bankarnir þyrftu að leggja meira af mörkum til samfélagsins og uppgjör þeirra sýndi að þeir væru aflögufærir. „Á sama tíma og heimilin, fyrir- tækin og velferðarþjónustan búa við samdrátt í kjölfar hruns fjár- málakerfisins er það samfélagsleg skylda bankanna að skila þessum mikla hagnaði aftur til samfélags- ins með einhverjum hætti.“ Jóhanna sagði bankana hljóta að hugsa sinn gang, þeir hefðu á síð- ustu árum og jafnvel áratugum fyrir hrun sagt sig úr siðferðilegu sambandi við þjóðina. Bjarni Benediktsson, for maður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi í ræðu sinni að ítrekað væri sagt við fólk að öllu svigrúmi bankanna til skuldaleiðréttingar hefði verið ráðstafað og jafnvel rúmlega það. „En næsta dag berast svo fréttir af feiknarlegum hagnaði fjármála- fyrirtækjanna. Er von að slíkt valdi ólgu og vonbrigðum?“ Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra greip þetta á lofti og sagðist vonast til þess að Bjarni styddi tillögu um nýjan banka- skatt, fyrst þessi væri skoðun hans. Steingrímur sagði mikils- verðan árangur hafa náðst í efna- hagsmálum sem hefði vakið athygli út fyrir landsteinana. Hann hvatti þá sem gagnrýndu ríkisstjórnina til að viðurkenna þó það sem vel væri gert. Af nógu væri að taka af gagn- rýnisefnum en þeir sem ýttu bara undir sundurlyndi gerðu umræðunni ekkert gagn. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði skýrslu fjármálaráðuneytis- ins um endurreisn bankanna sýna að meðvituð ákvörðun hefði verið tekin um að afskrifa minna af lánum almennings en tilefni hefði verið til. Erlendir kröfuhafar hefðu notið ávaxtanna, en ekki heimilin. „Það svigrúm sem hefði átt að nýta til að færa niður skuldir heimil anna er nú þess í stað fært sem milljarða hagnaður í bókum bankanna og fer að lokum út úr þeim sem arður til erlendra vogunar sjóða.“ Margrét Tryggvadóttir, þing- maður Hreyfingarinnar, sagði banka hvorki hafa samvisku né sið- ferðiskennd og ekki skila fé til baka nema tilneyddir. kolbeinn@frettabladid.is Auður banka fari til þjóðar Þingmenn tókust á um stefnuræðu forsætisráðherra í gær. Forystumenn stjórnarflokkanna boðuðu auk- inn skatt á banka. Stjórnarandstæðingar töldu bankana hafa meira svigrúm til afskrifta fyrir heimilin. HLUSTAÐ Á UMRÆÐUR Líkt og oft áður leit hver silfrið sínum augum í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í gær. Stjórnarliðar gumuðu af góðum árangri í efnahagsmálum en stjórnarandstæðingar gagnrýndu efnahagsstjórnina. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Þingmenn ræddu stefnuræðu forsætisráðherra undir taktföstum tunnuslætti mótmælenda. Fjöldi manns var á Austurvelli. Samkvæmt lögreglu gengu mótmælin snurðulaust fyrir sig en enn var óljóst hve fjölmenn þau voru þegar Fréttablaðið fór í prentun. Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gerðu mótmælin að umtalsefni. Bjarni sagði að annað árið í röð hefði þingsetning farið fram í skugga einhverra fjölmennustu mótmæla sem sést hefðu um langt skeið. Mótmælendur væru ekki mættir til að lýsa yfir stuðningi við ríkisstjórnina. Steingrímur J. Sigfússon sagði það rétt hjá Bjarna. Hitt væri hæpið að mótmælendur væru mættir til að lýsa yfir stuðningi við stjórnarandstöðuna. Fjöldi mótmælti fyrir utan þinghúsið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.