Fréttablaðið - 04.10.2011, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 04.10.2011, Blaðsíða 34
4. október 2011 ÞRIÐJUDAGUR22 Ástkær eiginmaður minn og besti vinur, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, Hreinn Þorvaldsson múrarameistari, Kleppsvegi 82, Reykjavík, sem lést í faðmi ástvina sinna á Landspítalanum við Hringbraut þann 26. september, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 5. október kl. 13. Guðrún Sigurborg Jónasdóttir Eygló Ebba Hreinsdóttir Sigurjón Grétarsson Hrafnhildur Hreinsdóttir Ingvar Hreinsson Jóna Laufey Jóhannsdóttir Þorvaldur Hreinsson Oddný Vala Kjartansdóttir Jóhanna Hrund Hreinsdóttir Ásgerður Jóna Flosadóttir Jóhannes Gunnarsson Stefanía Þóra Flosadóttir Halldór Þórhallsson Ellen Flosadóttir Bolli Bjarnason Guðvin Flosason barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Hrefna Pribish Mýrarseli 4, lést á Landspítalanum síðastliðinn laugardag. Útför fer fram frá Seljakirkju 6. október kl. 13. Valdimar A. Valdimarsson Anna Hanna Valdimarsdóttir Sigurður Steinþórsson Linda Valdimarsdóttir Bragi Björnsson Hrefna Valdimarsdóttir Gísli Páll Reynisson og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Hulda Pálsdóttir húsmóðir frá Skagaströnd, sem lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum fimmtudaginn 29. september, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 5. október kl. 15.00. Ingþór Þorfinnsson Ingibjörg Þorfinnsdóttir, Guðmundur Þorbjörnsson, Þorfinnur Björnsson, Elías Ingþórsson, Erla Svanhvít Guðmundsdóttir, Birgir Freyr Birgisson, Daníel Guðmundsson, Guðmundur Bjarki Birgisson Hugheilar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýju vegna fráfalls elskulegrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, Kristínar Þóru Gunnsteinsdóttur Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu, Hafnarfirði. Guð blessi ykkur öll. Geir Magnússon Kristín Björnsdóttir Helgi Magnússon Guðlaug Guðjónsdóttir Jóhannes Halldórsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Þorvarður Magnússon byggingameistari, Álfaskeiði 71, Hafnarfirði, lést mánudaginn 26. september á Líknardeild Landspítalans, Landakoti. Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 6. október kl. 15.00. Áslaug Einarsdóttir Sigurður Þorvarðarson Vigdís Victorsdóttir Guðríður Þorvarðardóttir Þóra Þorvarðardóttir Þorvarður Árni Þorvarðarson Anna Dagbjört Hermannsdóttir barnabörn og barnabarnabarn. AFMÆLI ÞORGERÐUR KATRÍN GUNN- ARSDÓTTIR er 46 ára. RÓBERT WESSMANN athafna- maður er 42 ára. HEIÐAR ÁSTVALDSSON danskennari er 75 ára. Næstkomandi laugardag, 8. október, efna mæðgurnar Unnur Arndísardóttir jóga- kennari og Arndís Sveina, listakona, nuddari og heilari, til svokallaðs Freyjudags á Eyrarbakka. Dagskrá- in er ætluð konum á öllum aldri og stendur yfir frá 8 um morguninn til klukkan 18 en meðal þess sem boðið er upp á er hugleiðsla, jóga, fyrirlestrar, listsköpun auk morgun- og hádegisverðar. Unnur mun meðal annars halda fyrirlestur um hvern- ig tengjast megi móður jörð og frumkröftum hennar í hugleiðslu og daglegu lífi. Arndís Sveina leiðir kon- urnar í gegnum umbreyt- ingadans svokallaðan og list- sköpun. Skráning fer fram í gegnum netfangið uni@uni. is eða í síma 696 5867. - jma Freyjudagur á Eyrarbakka FYRIR KONUR Á ÖLLUM ALDRI Boðið verður upp á hugleiðslu, jóga, fyrirlestra og listsköpun. Göngum í skólann er alþjóð- leg yfirskrift morgundags- ins, miðvikudagsins 5. októ- ber. Víða um heim er hann upphaf átaks í að efla náms- fólk í því að ganga í skólann. Slíkt átak hefur verið í gangi hér á landi frá því í byrjun september og með „Göngum í skólann“ deginum á morg- un lýkur því með trukki. En af hverju tóku Íslending- ar forskot á sæluna? Örvar Ólafsson, verkefnastjóri hjá Íþrótta-og Ólympíu sambandi Íslands, var spurður. „Það er vegna birtu- og veður- skilyrða hér á okkar landi sem við flýtum verkefninu,“ útskýrir hann. Örvar segir Göngum í skólann verkefnið hafa byrj- að í Bretlandi árið 2000 og Íslendinga hafa verið með í því frá árinu 2005. „Í ár tóku 59 skólar um allt land þátt í verkefninu með ýmsum hætti,“ segir hann. Meginmarkmið Göngum í skólann eru að hvetja til aukinnar hreyfingar með því að auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skólann og fræða þau um ávinning reglulegrar hreyf- ingar. Einnig að draga úr umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skól- um. Auk þess er reynt að stuðla að vitundarvakningu um vistvænan ferðamáta og umhverfismál. Nánari upplýsingar um verkefnið og hvernig það hefur farið fram í þátt- tökuskólunum er að finna á heimasíðu þess www. gongum iskolann.is. Göngum í skólann dagurinn Á GRÆNU LJÓSI Mikilvægt er að kunna umferðarreglurnar þegar gengið er í skólann. Þrír grínistar sem misskilja sjálfa sig í sífellu og eiga von á börnum án þess að vita hver móðirin er munu koma fram á Uppistandskvöldi á Faktorý í kvöld. Grínistarnir þrír eru þeir Haukur Þorsteinsson – rauð- hærðasti maður Kópavogs, Þórhallur Þórhallsson – sá eini af þeim sem drekkur sjampó, og Eyvindur Karls- son – svo loðinn að Stórfótur skammast sín. Skemmtunin byrjar kl 21. og kostar 1.000 krónur inn. Ekki er unnt að taka við greiðslukortum. Uppistand á Faktorý ÞÓRHALLUR ÞÓRHALLSSON grínisti kemur fram á Faktorý í kvöld ásamt tveimur félögum sínum. Iðnaðarráðuneytið og Ferða- málastofa, í samvinnu við Hönnunarmiðstöð, Arkitekta- félag Íslands og Byggðasafn Vestfjarða, bjóða til ferða- málaþings á Ísafirði miðviku- daginn 5. og fimmtudaginn 6. október. Meginþema þings- ins er upplifun með áherslu á samspil ferðaþjónustu og skapandi greina. Fjöldi fyrirlesara tekur þátt í þinginu auk þess sem boðið verður upp á þrjár mál- stofur. Meðal margra forvitni- legra efna í fyrirlestrum má nefna Uppskrift að KEXi sem Kristinn Vilbergsson, einn af stofnendum KEX Hos- tels, flytur og Tónlistartengd ferðaþjónusta og hagræn áhrif hennar á áfangastaði sem Tómas Young, verkefn- isstjóri hjá Útón, flytur. Ráðstefnustjóri er Hrund Gunnsteinsdóttir, þróunar- fræðingur og framkvæmda- stjóri Krád consulting. Allar nánari upplýsingar, skráning og greiðsla skrán- ingargjalds er á www.vestur- ferdir.is. - fsb Ferðamálaþing haldið á Ísafirði ÍSAFJÖRÐUR Ferðamálaþing verður haldið á Ísafirði á morgun og fimmtudag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. LEIKKONAN ALICIA SILVER- STONE er 35 ára í dag.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.