Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.10.2011, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 04.10.2011, Qupperneq 20
4. október 2011 ÞRIÐJUDAGUR2 Ótrúlegt úrval af glæsilegum kjólum. St. 36-48 Fyrir árshátíðina Bókamessan í Frankfurt er við það að hefjast. Ásthildur Bj. Snorradóttir verður í hópi íslenskra höfunda en segja má að hún hafi farið bakdyramegin á messuna með nýrri bók sem er þegar komin út í Bandaríkjunum þótt íslensk útgáfa eigi enn eftir að líta dagsins ljós. „Ég fór eiginlega bara öfugt að þessu, svona miðað við flesta aðra. Setti mig bara í samband við bandaríska útgáfu, Strate- gic Book Group sem leist svo á að hún gaf bókina út í Bandaríkj- unum þar sem hún hefur verið að fá fína dóma. Í framhaldinu var ákveðið að ég færi til Frankfurt á vegum útgáfunnar til að kynna bókina í þeim tilgangi að fá hana þýdda og útgefna í fleiri löndum,“ upplýsir Ásthildur og segist enn vera að venjast tilhugsuninni um að bókin sé komin í sölu á netinu hjá bandarísku risunum Amazon og Barnes and Noble. Bókin kallast á ensku Raphael: The Angel Who Decided to Visit Earth eða Engillinn sem valdi að koma til jarðarinnar. Hún segir af englinum Rafael sem kennir börnum að takast á við ýmsar erfiðar kringumstæður. „Hann ræðir við þau um öfund, ótta, námsörðugleika, rifrildi full- orðinna og einelti. Kennir þeim að færa tilfinningar sínar í orð, setja sig í spor annarra og vera góð við aðra,“ útskýrir Ásthild- ur sem segir bókina hugsaða sem forvörn gegn einelti. „Undanfarið hefur verið lögð alveg rosaleg áhersla á líkamlega hreysti og hollt mataræði barna í samfélaginu á meðan andleg heilsa barna hefur orðið útund- an. Hins vegar er mikil þörf á að hlúa vel að henni enda hef ég í gegnum starf mitt sem talmeina- fræðingur upplifað að mörgum börnum líður afskaplega illa og vita ekki hvernig á að bregðast við því. Ég réðist í gerð bókar- innar svo að börn gætu lært af henni, bæði í gegnum lestur og með því að sviðsetja aðstæður úr sögunni. Tilgangurinn er meðal annars að styrkja félagsfærni þeirra,“ útskýrir Ásthildur, sem segir íslenska námsráðgjafa og sérkennara þegar hafa sýnt áhuga á að nota bók- ina í forvarnaskyni. Stefnt er að því að bókin verði gefin út á íslensku á næstunni en A4 – skrif- stofa og skóli dreifir. Samhliða því kemur á Bandaríkjamarkað dúkka gerð eftir aðal- persónunni, englin- um Rafael, sem verð- ur notuð í kennslu og þjálfun fyrir börn. Spurð hvort Íþróttaálfurinn megi nú fara að vara sig, hlær Ást- hildur. „Ætli megi ekki bara frekar segja að hann sé búinn að eignast bandamann í barátt- unni fyrir betra lífi barna og ung- menna.“ roald@frettabladid.is Forvörn gegn einelti Ásthildur Bj. Snorradóttir, talmeinafræðingur og rithöfundur, hefur gefið út í Bandaríkjunum for- varnabók fyrir börn. Bókin hefur þegar hlotið góða dóma vestanhafs og verður kynnt á Bókamess- unni í Frankfurt. Ásthildur Snorradóttir, talmeinafræðingur hjá Talþjálfun Reykjavíkur, með meðferðar- dúkku gerða eftir aðalpersónu bókarinnar, englinum Rafael, sem kemur á markað á næstunni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Bókin eftir Ásthildi kemur brátt út á íslensku. Bjarni Þór Bjarnason myndskreytir. Löngun getur þýtt skort Hver kannast ekki við óseðjandi löngun í eitthvað ákveðið eins og súkkulaði? Á bak við löngun getur verið skortur á einhverju sem líkaminn kallar á. Til dæmis gæti löngun í hnetusmjör þýtt B-vítamínskort en hnetusmjör er sérstkalega ríkt af B-vítamíni. Löngun í ost gæti þýtt kalkskort og skort á fosfór, löngun í súrsað græn- meti gæti þýtt að líkaminn kallaði á salt og eins ef þú finnur fyrir löngun í ólífur og sér- saltað smjör. Epli eru rík af kalki, magnesíum, fosfór og kalíum og melónur innihalda einnig mikið kalíum. Löngun í svart gos og ís má yfirleitt tengja við sykurþörf. HEIMILD: BÆTIEFNABIBLÍAN EFTIR EARL MINDELL Heimir & Kolla vakna með þér í bítið Fréttir, fróðleikur og frábær tónlist alla virka morgna kl. 6.50 – 9.00 Niðurstöður rannsóknar sem gerð var í Háskól- anum í Glasgow leiða í ljós að ástæða þess að karlar fá oftar sykursýki-2 en konur er sú að þeir safna fitu í innri líffæri, til dæmis lifur, en konur safna fitunni utan á líkamann. bbc.co.uk/health

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.