Fréttablaðið - 04.10.2011, Síða 8

Fréttablaðið - 04.10.2011, Síða 8
4. október 2011 ÞRIÐJUDAGUR8 Tilboð í Október Litun og plokkun kr. 2900,- Brasilískt vax kr. 3400,- Kókos líkamsskrúbb kr. 5500,- Fótsnyrting kr. 4400,- Borgartún 26 » 105 Reykjavík Hafnarstræ 102 » 600 Akureyri Sími: 545 3200 » Fax: 545 3201 sala@maritech.is » www.maritech.is Gold Enterprise Resource PlanningSilver Independent Software Vendor (ISV) TM Maritech veitir fjölbreytta möguleika á að fylgjast með og greina upplýsingar fyrir stjórnendur í rauntíma. Með stjórnendasýn næst betri yfirsýn yfir reksturinn sem auðveldar ákvörðunartöku. Viðskiptagreind Stjórnendasýn - tryggir þér samkeppnisforskot FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI FRÓÐLEIKUR Meiri Vísir. GRIKKLAND, AP Fjármálaráðherrar evruríkjanna sautján komu saman í Lúxemborg í gær, daginn eftir að grísk stjórnvöld höfðu viðurkennt að þau gætu ekki staðið undir kröf- um Evrópusambandsins og Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins um lækkun fjár- lagahalla niður í 7,6 prósent. Ráðherrarnir þurfa á næstu dögum að taka ákvörðun um hvort Grikkland fær næstu greiðslu úr neyðarsjóði ESB nú um miðj- an október, en gríska ríkið getur hvorki staðið undir afborgunum af lánum sínum né greitt laun og eftir- laun nú í þessum mánuði nema fá þetta fé til ráðstöfunar. Alls á næsta greiðsla frá ESB og AGS samanlagt að nema átta millj- örðum evra, sem dugar til að fleyta gríska ríkissjóðnum yfir þennan hjalla. Grísk stjórnvöld viðurkenndu á sunnudag að þau gætu ekki náð fjárlagahalla ársins niður í minna en 8,5 prósent, en þau höfðu lofað AGS og EBS að ná hallanum niður í 7,6 prósent. Verðfall varð á mörkuðum í Evrópu ríkjum í gær vegna þessa, enda hefur óvissan um framtíð Grikklands og evrunnar aukist á ný. Grikkir segjast auk þess ekki geta náð fjárlagahalla næsta árs niður í þau 6,5 prósent, sem að var stefnt, heldur verði hann 6,8 pró- sent. Olli Rehn, peningamálastjóri framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins, sagði óljóst hver við- brögð evruríkjanna yrðu við þess- ari stöðu. „Við erum að leggja mat á það hvort Grikkland nær markmiðum í fjármálum með þeim aðgerðum, sem nú eru fyrirhugaðar,“ sagði hann, en tók fram að allt bendi til þess að þau markmið myndu ekki nást. Gríska stjórnin segir ástæð- una vera meiri samdrátt í efnahag þjóðar innar, frekar en að aðhalds- aðgerðir dugi ekki til miðað við fyrri forsendur. Samdrátturinn hefur í för með sér minni tekjur fyrir ríkissjóð, sem þarf þá að skera útgjöld enn frekar niður eigi markmiðin að nást. Aðhaldsaðgerðir stjórnarinnar hafa bitnað harkalega á almenningi í Grikklandi, sem fyrir vikið er afar ósáttur orðinn og efnir reglulega til mótmælafunda og verkfalla. Á næsta ári er talið að heildar- skuldir gríska ríkissjóðsins verði komnar yfir 170 prósent af þjóðar- tekjum. gudsteinn@frettabladid.is Grikkir ná ekki að standa við markmið Óvissa er um næstu greiðslu frá AGS og ESB til Grikklands eftir að grísk stjórn- völd viðurkenndu að geta ekki náð fjárlagahalla niður í 7,6 prósent, eins og þau höfðu lofað. Fjármálaráðherrar ESB brjóta heilann en bíða með ákvörðun. MÓTMÆLI Í AÞENU Framhaldsskólanemar héldu út á götur Aþenu að mótmæla niðurskurði stjórnvalda. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.