Fréttablaðið - 04.10.2011, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 04.10.2011, Blaðsíða 21
ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2011 GEÐHJÁLP Elín Ósk Reynisdóttir hefur upplifað svo alvarlegt þunglyndi að oftar en einu sinni var hún nærri dauðanum. Með réttum lyfjum, styðjandi umhverfi, þátttöku í eflandi starfi og hugarfarslegri tækni hefur hún náð bata sem hún vinnur við að halda. Þ egar Elín Ósk Reynisdótt- ir var 18 ára gömul veikt- ist hún í fyrsta skipti af þunglyndi sem var vægt í fyrstu en ágerðist hratt. Fljótlega voru sjúkdómseinkennin orðin það alvarleg að Elín var hætt að geta mætt í skólann. Tíu árum síðar upplifir hún langvarandi bata. Árin sem að baki eru í erfið- um veikindum segist Elín vanda sig við að líta ekki á sem glötuð, heldur reynslu sem hún geti deilt með öðrum og jafnvel hjálpað. Elín starfar með svokölluðum Unghug- um, sem er ungliðahreyfing innan Hugarafls, og stundar meistara- nám í umhverfisverkfræði við Há- skóla Íslands. Meðfram náminu vinnur hún að því að viðhalda bata. „Ég er næstum því búin með BS-próf í umhverfis- og bygginga- verkfræði, á bara einn kúrs eftir þar og fékk því að byrja strax í meistaranáminu. Ég hef alltaf haft áhuga á umhverfinu og stærðfræði og umhverfis verkfræðin samein- ar þau áhugamál. Starf umhverfis- verkfræðings snýst meðal ann- ars um að finna praktískar lausn- ir á umhverfis málum, skipulagi, mengunar vörnum, sjálfbærri þróun og fleira. Það er auðveldlega hægt að finna sér svið innan þessa fags þar sem það er mjög vítt.“ ALDREI DOTTIÐ ÚR NÁMI Elín ólst upp í Kópavogi og eftir grunnskóla lá leiðin í Kvennaskól- ann í Reykjavík. Eftir mennta- skóla dvaldi Elín erlendis í þrjú ár þar sem hún starfaði fyrir kristi- leg sjálfsboðasamtök, tvö ár í Nor- egi og eitt ár í Tékklandi. Þegar hún kom heim skráði hún sig í verkfræði við Háskóla Íslands, en þrátt fyrir veikindin hefur hún aldrei dottið alveg út úr skólanum. „Ég hef þurft að minnka við mig, fór niður í eitt fag á önn þegar ég var sem veikust. Ég var heppin að þegar ég dvaldi ytra veiktist ég ekki. Kannski hafði það eitthvað að segja að umhverfið var umvefjandi og gott og ég komst í alveg nýjar aðstæður.“ EINKENNI ÞEGAR ÍÞRÓTTUM LAUK Elín segist alltaf hafa verið fremur feimin og hlédræg og oft upplifað sem unglingur að líða ekki vel. „Ég átti það til að búa mér til drauma- heima sem ég flúði inn í. Það þró- aðist með aldrinum og þegar ég var 18 ára var hreinlega eins og eitthvað gerðist. Hugsanirnar urðu á þá leið að ég vildi ekkert frem- ur en að komast í burtu. Ég veit ekki alveg hvað það var svo sem nema að ég hætti að æfa fótbolta um það leyti, sem hafði verið mikil og góð útrás fyrir mig. Þunglyndis- einkennin komu snögglega og voru væg í fyrstu – áhugi á öllu minnk- aði. Mamma tók eftir því, ég fór til geðlæknis og fékk lyf. Þau virkuðu ekki og ég hætti fljótlega að geta sofið og borðað. TILRAUNIR TIL SJÁLFSVÍGS Elín var á þriðja ári í Kvennó þegar þetta reið yfir. Um haustið þegar skólinn byrjaði hafði hún verið nokkuð hress. Bekkjarfélagar tóku eftir að henni var alltaf illt í mag- anum og líðanin fór úr svefnleysi og vanlíðan út í hrikalegar dauða- hugsanir og hvernig hún gæti skað- að sjálfa sig. „Þetta gerðist ótrúlega hratt. Dauðahugsanirnar urðu óbærilegar og ég ákvað að enda þetta. Ég tók öll þunglyndislyf sem ég átti en það gerðist ekkert. Ég reyndi aftur og notaði fullt af svefnlyfjum. Foreldr- ar mínir komust að því og ég var send upp á bráðamóttöku og svo þaðan inn á geðdeild. Þar vaknaði ég í móki og dvaldi í fimm mánuði þar sem ýmis lyf voru prófuð en þau fóru misvel í mig. Ég náði að- eins að opna mig en átti samt afar erfitt með það. Þannig var oft erfitt fyrir mig að útskýra líðan mína, ég kom henni ekki í orð og skildi hana ekki sjálf og því ekki von að aðrir gætu skilið hana.“ SUMARLEYFI HÆTTULEG Elín náði sér á strik, hélt áfram í Kvennó og kláraði stúdentspróf. Um haustið fór hún út og eftir þriggja mánaða dvöl úti hætti hún alveg að taka lyfin en átti þó erfitt með svefn. Alvarlegu ein- kenni sjúkdómsins létu ekki aftur á sér kræla fyrr hún hafði verið ár heima á Íslandi og var komin á annað ár í verkfræði. Gamlar, kunnuglegar dauðaóskir og hugs- anir um sjálfskaða dúkkuðu upp. „Ég komst í samband við Hvíta- bandið og þar í fyrsta skipti fannst Veikindin eru sársaukafull reynsla en ekki glötuð ár Elín Ósk Reynisdóttir er í meistaranámi í umhverfisverkfræði en hún segist alltaf hafa haft áhuga á umhverfinu sem og stærðfræði. MYND/ANTON ALLTAF VERIÐ HALDIN RÍKRI RÉTTLÆTISKENND Björt Ólafsdóttir, formaður Geð- hjálpar, ætlar að taka til hendinni í geðheilbrigðismálum á Íslandi. Síða 5 LÍKT OG VERIÐ SÉ AÐ SUNDRA FJÖLSKYLDU Áform eru uppi um að loka at- hvarfinu og félagsmiðstöðinni Vin snemma á næsta ári. Síða 6 MIKILVÆGT AÐ FÓLK ÞEKKI RÉTTINDI SÍN Réttindagæslumenn fatlaðra voru skipaðir um land allt í maí síðastliðnum. Síða 4 AUKIN LÍFSGÆÐI Nýlegt geðteymi aðstoðar geð- fatlaða í búsetukjörnum borgar- innar við að fóta sig í lífinu. Síða 7 Framhald á síðu 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.