Fréttablaðið - 04.10.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.10.2011, Blaðsíða 2
4. október 2011 ÞRIÐJUDAGUR2 Þráinn, heldur þú að Hafnfirð- ingar gleypi við Fúsa? „Já, ég er sannfærður um að Hafnfirðingar gleypa við Fúsa og Fúsi við þeim.“ Þráinn Óskarsson er formaður Leik- félags Hafnarfjarðar, sem fagnar 75 ára afmælisári með nýrri uppsetningu á barnaleikritinu Fúsa froskagleypi. SAMGÖNGUMÁL Ferjan Baldur myndi henta vel til áframhald- andi siglinga í Landeyjahöfn. Ferjan hefur undanfarinn mánuð siglt til Vestmannaeyja. „Skipið hefur reynst mjög vel og uppfyllt allar þær vænt- ingar og viðmiðunarmörk sem Siglingastofnun setti á sínum tíma um ölduhæð,“ segir Gísli Viggósson, forstöðumaður rann- sókna- og þróunarsviðs Siglinga- stofnunar. Baldur hefur siglt í 3,6 metra ölduhæð en Herjólfur siglir í allt að 2,5 metra ölduhæð. „Þar að auki ristir Baldur ekki nema 2,7 metra en Herjólfur 4,3,“ segir Gísli. Því þurfi mun minna viðhald við Landeyjahöfn þegar grunnristara skip sigli þangað. Sökum þess að Herjólfur getur ekki siglt í meira en 2,5 metra ölduhæð má gera ráð fyrir að frá- tafir yfir vetrartímann séu tutt- ugu til fjörutíu prósent, aðeins vegna of mikillar öldu hæðar. Þá yrðu væntanlega einhverjar tafir vegna dýpkunar. Miklu minni tafir yrðu af notkun Baldurs. Herjólfur er nýkominn úr slipp og þarf á næstunni að sigla milli Vestmannaeyja og Þorlákshafn- ar, þar sem ekki er nægilegt dýpi fyrir skipið í Landeyjahöfn. - þeb Minni tafir yrðu af áframhaldandi siglingum ferjunnar Baldurs í Landeyjahöfn: Auðveldara að sigla Baldri til Eyja BALDUR Skipið hefur verið notað í stað Herjólfs undanfarið. Skip eins og Baldur myndi henta vel til siglinga í Landeyja- höfn. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR DÓMSMÁL Ákvörðun Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra um endurskoðun tiltekinna þátta svokallaðs Guðmundar- og Geir- finnsmáls mun liggja fyrir í þess- ari viku, að því er hann staðfestir við Fréttablaðið. Talið er líklegt að sú endurskoðun verði einskorðuð við rannsóknaraðferðir í málinu. „Ég hef verið með þetta mál til athugunar í ráðuneytinu og hef fengið eindregna hvatningu úr þjóðfélaginu þess efnis að málið verði rannsakað,“ segir innanríkis ráðherra. „Sjálfur hef ég einnig lengi verið þeirrar skoð- unar að málið megi ekki kyrrt liggja. Fyrir vikulok mun ég taka ákvörðun um hvað aðhafst verð- ur.“ - jss Guðmundar- og Geirfinnsmál: Ákvörðun um endurskoðun tekin í vikunni SVÍÞJÓÐ Lögregla í Svíþjóð leitar að manni sem réðist á og nauðg- aði tólf ára gamalli stúlku í Malmö á sunnudag. Talið er að sami maður hafi framið margar aðrar álíka árásir. Stúlkan var á gangi þegar maðurinn greip hana og er tal- inn hafa haldið klóróformi eða eter að vitum hennar svo hún missti meðvitund áður en henni var nauðgað. Lögreglunni hafa borist vís- bendingar en enginn hefur enn verið handtekinn. - þeb Nauðgaði 12 ára stúlku: Raðnauðgara leitað í Svíþjóð SVÍÞJÓÐ, AP Kanadamaðurinn Ralph M. Steinmann, einn þriggja vísindamanna sem fá Nóbels- verðlaun þetta árið í lífeðlis- og læknisfræði, lést síðastliðinn föstudag. Sænska Nób- elsverðlauna- nefndin vissi ekki af and- láti hans, en venjan hefur ekki verið sú að veita látnum vísindamönnum Nóbelsverðlaun. Hinn látni hlýtur verðlaunin ásamt þeim Bruce A. Beutler frá Bandaríkjunum og Jules A. Hoff- man frá Lúxemborg fyrir tíma- mótarannsóknir þeirra í ónæmis- fræðum, sem hafa aukið mjög skilning okkar á virkni ónæmis- kerfis líkamans. - gb Nóbelsverðlaun í læknisfræði: Einn verðlauna- hafanna látinn RALPH M. STEINMANN ÍSRAEL, AP Leon Panetta, sem tók við embætti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í sumar af Robert Gates, segir að Ísrael sé að ein- angrast æ meir. Nauðsynlegt sé fyrir Ísrael að eiga betri sam- vinnu við nágrannaríkin. Ehud Barak, varnarmálaráð- herra Ísraels, tók að nokkru undir þetta í gær og sagði það á ábyrgð Ísraela að draga úr spennunni í Mið-Austurlöndum og finna leiðir til að hefja friðarviðræður við Palestínumenn á ný. - gb Panetta í Ísrael: Varar Ísraela við einangrun STJÓRNSÝSLA Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar segir í umsögn um ráðningarferli forstjóra Orku- veitu Reykjavíkur (OR) að álitamál sé hvort rétt hafi verið að skipa Helga Þór Ingason, þáverandi forstjóra, í hæfisnefnd til að meta væntanlega arftaka. Það sé „nær óþekkt“ eins og segir í um- sögninni, sem kynnt var á stjórnarfundi hinn 12. ágúst. Meginniðurstaða innri endurskoðunar er að faglega hafi verið staðið að ráðningunni. Athuga- semdir voru hins vegar gerðar við fundarritun stjórnar, sem hefði ekki verið nógu ítarleg og því ekki í samræmi við starfsreglur. Kjartan Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í stjórn OR, sagði í bókun á fyrrnefndum fundi að skýrsla Innri endurskoðunar væri „áfellisdómur yfir vinnubrögðum meirihluta“ og ferlið hefði ekki verið gagnsætt eða faglegt. Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður OR, segir hins vegar að niðurstaðan sýni að vel hafi verið staðið að ferlinu í flestum atriðum. „Það var kannski helst ég sem fékk ákúrur fyrir að hafa ekki verið nógu duglegur að bóka það sem gerðist á fundum, en ég baðst afsökunar á því á stjórnarfundinum.“ Haraldur segir aðkomu Helga Þórs að mati umsækjenda hafa verið rökrétta í þessu tilfelli „Hann kom inn í OR með afar sérstökum hætti, meðal annars beinlínis til þess að að ráða nýjan forstjóra. Þetta var kannski óvenjulegt en staða OR var óvenjuleg.“ - þj Stjórnarformaður OR um gagnrýni Innri endurskoðunar á ráðningu forstjóra: Ver skipun forstjóra í hæfisnefnd HARALDUR FLOSI TRYGGVASON KJARTAN MAGNÚSSON DANMÖRK Ný ríkisstjórn Helle Thorning-Schmidt lofar því að lækka tekjuskatt, draga úr útblæstri koltvísýrings um 40 prósent næsta áratuginn, veita tíu milljörðum danskra króna til að styrkja atvinnulífið með opin- berum fjárfestingum og innheimta gjald af ökumönnum sem ætla að aka inn í miðborg Kaupmanna- hafnar. Þá ætlar stjórnin að setja lög um hjónaband samkynhneigðra, en árið 1989 varð Danmörk fyrst landa til þess að heimila sam- kynhneigðum pörum að skrá sig í staðfesta samvist. - gb Stefnumál stjórnar kynnt: Tíu milljarðar í efnahagslífið NÝJA STJÓRNIN Ráðherrar Róttæka flokksins komu hjólandi til Amalíuborgar í gær þar sem stjórnin gekk á fund Mar- grétar drottningar. NORDICPHOTOS/AFP SLYS „Það var heppilegt að ég var ekki þarna að sækja mér neitt í frystikistuna. Ef ég hefði verið staddur þarna inni hefði ég væntan lega misst undan mér lapp- irnar því að frystikistan kastaðist út í vegg.“ Þetta segir Þorvaldur Þorvalds- son, byggingarverktaki og hús- eigandi. Um hádegi á laugardag ók ungur maður, undir áhrifum áfengis og fíkniefna, eftir Selja- vegi og rakleitt á fjölbýlishús við Holtsgötu í Vesturbæ Reykjavíkur. Krafturinn var slíkur að útveggur á geymslu í eigu Þorvalds brotnaði í gegn og frystikista sem var uppi við vegginn þeyttist þvert yfir her- bergið. Aðliggjandi hús léku á reiði- skjálfi að sögn nágranna. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á höfuðborgar svæðinu meiddist enginn í slysinu. Tveir menn voru í bifreiðinni og voru þeir báðir undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Þeir voru færðir á lögreglustöð frá slysstað. Þorvaldur segist einnig hafa lít- inn efnislager í geymslunni, sem er um fjórir fermetrar að stærð, og eiga þess vegna alloft leið þar um. Því sé heppni að hann hafi ekki verið staddur þar í þetta skiptið. Skemmdirnar á húsinu eru mikl- ar og vonast Þorvaldur til þess að geta hafið lagfæringar sem allra fyrst. „Ég býst við því að þetta verði dýr viðgerð og ég er búinn að vera að ýta á eftir tryggingunum að koma nú og meta tjónið til að ég geti farið að gera eitthvað í þessu. Það gengur ekki til lengdar að hafa þetta svona opið.“ Vel virðist þó hafa sloppið með skemmdir á innanstokksmunum, þar sem frystikistan gengur til dæmis enn, að sögn Þorvalds. „Ég hef ekki tekið hana úr sam- bandi og leyft henni að standa þar sem hún er, en hún gengur í bili. Sem betur fer helltust ekki niður hirslurnar með skrúfum og nöglum af öllum stærðum og gerðum. Það hefði orðið frekar ókræsilegt að lesa það allt í sundur úr einni bendu,“ segir Þorvaldur að lokum en segir mestu skipta að enginn hafi meiðst í óhappinu. thorgils@frettabladid.is Frystikistan þeyttist til í harðri ákeyrslu Betur fór en á horfðist þegar bíl var ekið á íbúðarhús í Vesturbænum um helgina. Bílstjóri var undir áhrifum áfengis og fíkniefna en slapp án meiðsla. Gat kom á útvegg og húseigandi segist heppinn að hafa ekki verið á staðnum. VEGGURINN BROTINN Ráða má af ummerkjum að bíllinn hefur verið á talsverðum hraða, þar sem hann hefur farið í gegnum útvegginn og kastaði frystikistu veggja á milli. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.