Fréttablaðið - 04.10.2011, Blaðsíða 46
4. október 2011 ÞRIÐJUDAGUR34
Nú situr Heinz
Á TOPPNUM
BESTI BITINN Í BÆNUM
„Þetta gekk ágætlega, svona miðað við veður,“ segir
Sara Nassim, framleiðandi hjá Pegasus. Fyrirtækið
var bresku stúlknasveitinni The Saturdays innan
handar um helgina þegar þær tóku upp myndband við
nýjasta smell sinn, My Heart Takes Over, hér á landi.
Breskir fjölmiðlar fylgja hverju fótmáli stelpn-
anna og vefútgáfa Daily Mail birti myndir af þeim í
Heathrow-flugstöðinni þar sem þær voru nýkomn-
ar heim eftir heimsóknina til Íslands. Þar má meðal
annars sjá eina af aðalstjörnum sveitarinnar, Frankie
Sandford, með Epal-poka en við hlið hennar var
kærastinn, Wayne Bridge, knattspyrnumaður hjá
Manchester City.
Að sögn Söru fóru tökur mestmegnis fram við
Kleifar vatn og næsta umhverfi. „Þetta voru mjög erf-
iðar aðstæður, þær voru stílíseraðar fram á fingur-
gómana, klæddar í pils og háhælaða skó en stóðu sig
eins og hetjur. Þær voru algjör hörkutól,“ segir Sara
en The Saturdays gafst ekki mikill tími til að skoða sig
um enda var unnið frá morgni til kvölds. „Þær höfðu
engan tíma til að kíkja eitthvað út.“
The Saturdays er spáð miklum frama og í gær
greindu breskir fjölmiðlar frá því að sveitin hefði
samið við bandarísku sjónvarpsstöðina E! um gerð
raunveruleikaþáttar og er talið að sá samningur
eigi eftir að greiða götu sveitarinnar að Bandaríkja-
markaði sem hefur reynst mörgum torsóttur. - fgg
Á háum hælum við Kleifarvatn
„Þetta er fyrst og fremst óþægi-
legt. Ég veit ekki hvort það verða
einhverj eftirmál af þessu,“ segir
Ásmundur Jónsson, útgáfustjóri
Smekkleysu.
Óprúttnir aðilar brutust inn
í pósthólfið hans á dögunum og
sendu út falskan póst undir hans
nafni þar sem óskað var eftir
fjárframlögum. Ástæðan var sú
að Ásmundur átti að hafa verið í
ferðalagi í Madríd á Spáni og hafði
tapað öllum farangrinum sínum,
þar á meðal peningunum. „Þeir hjá
Google tengja þetta við IP-lausa
tölvu í Nígeríu,“ segir Ásmundur,
sem hafði einnig samband við lög-
regluna vegna málsins.
Þetta er í fyrsta sinn sem hann
fær heimsókn sem þessa inn í
pósthólfið sitt og óskar engum
að lenda í slíku. „Maður hefur
fengið vírusa. Ég hef verið með
„makka“ sem hafa verið lausir
við þetta en þá fékk ég þessa því-
líku heimsókn. Ég sendi Google
póst og þar kom þessi „melding“
til baka um að líklega hafi verið
ráðist inn í hólfið.“ Aðspurður
segist Ásmundur sem betur fer
ekki vita til þess að nokkur hafi
látið glepjast af póstinum sem
var sendur í hans nafni. „Þetta
er raunveruleiki heimsins. Það
er fullt af lögbrotum í gangi, eins
og við þekkjum vel úr tónlistar-
bransanum. Það er lykilatriði
í mínum huga að löggjafinn
virðist því miður hafa átt erf-
itt með að eiga við brot í net-
heimum. Það er mjög knýj-
andi verkefni í framtíðinni að
leysa þau mál.“
- fb
HÖRKUTÓL Stúlkurnar í The Saturdays sýndu af sér mikla
hörku þegar þær klæddust litlum pilsum og háhæluðum skóm
við Kleifarvatn um helgina þegar haustlægðir börðu á höfuð-
borgarsvæðinu. NORDICPHOTOS/GETTY
ÓÞÆGILEGT Ásmundur
Jónsson segir það hafa
verið óþægilegt þegar
brotist var inn í póst-
hólfið hans.
„Ég hef nú sagt það við menn á
förnum vegi að nú hafi ég aðeins
opið tvo daga á ári; þegar KR verð-
ur bikarmeistari og svo Íslands-
meistari,“ segir Hafsteinn Egils-
son, vert á Rauða ljóninu.
Gleðin draup af hverju strái í
Vesturbænum á laugardagskvöld-
ið þegar KR-ingar fögnuðu glæsi-
legu gengi í sumar. Liðið varð bæði
Íslands- og bikarmeistari og því
ljóst að stuðningsmennirnir, sem
eru meðal þeirra kröfuhörðustu í
íslenska boltanum, fengu nánast
allar sínar óskir uppfylltar.
Hátt í tvö þúsund manns máluðu
Eiðistorgið í svörtum og hvítum
litum á laugardagskvöldinu, tekið
var á móti liðinu með 25 blysum
og allur skarinn söng í einum kór:
„Fimm stjörnu klúbbur“, en KR-ing-
ar urðu Íslandsmeistarar í 25. sinn
og hafa því uppskorið fimm stjörnur
á búning sinn. „Það voru allir rosa-
lega kátir og ekkert vesen, engin
slagsmál eða nein leiðindi,“ segir
Hafsteinn, sem hefur notið góðs af
því að vera hæstráðandi á aðalkrá
KR-inga í sumar eftir nokkra eyði-
merkurgöngu. Slík var gleðin að
allt „bland“ kláraðist á barnum og
þurfti vertinn því að fara nokkrar
ferðir í Hagkaup til að kaupa meira
af slíkum drykkjum. „Ég reikn-
aði ekki með öllum þessum orku-
drykkjum, unga liðið drakk hann út
í vodka,“ segir Hafsteinn, en eldra
liðið hélt sig á kunnug legum slóðum
og sötraði gin og tónik.
Slíkur var atgangurinn við bar-
inn að nokkrir leikmenn tóku sér
stöðu hinum megin víglínunnar en
fremstir þar í flokki voru varnar-
tröllið Grétar Sigfinnur Sigurðs-
son og miðjumaðurinn Viktor
Bjarki Arnarsson. „Þetta var bara
eitthvað sem vatt upp á sig,“ segir
Grétar, en hann afgreiddi drykki af
mikilli list í klukkutíma. „Það var
svo mikið að gera og mig vantaði
afgreiðslu þannig að ég hjálpaði
mér bara sjálfur, sem endaði með
GRÉTAR SIGFINNUR: SIGURGLEÐI KR-INGA FER Í FRAMLENGINGU
Leikmenn KR í hlutverki
barþjóna á sigurhátíðinni
2.000 MANNS
Mikil gleði ríkti á Eiðistorgi á laugardags-
kvöldið þegar KR-ingar fögnuðu bæði
bikar- og Íslandsmeistaratitli og hátt í tvö
þúsund manns sungu sigursöngva. Slíkur var fögnuður-
inn að Hafsteinn Egilsson, vertinn á Rauða ljóninu,
fékk óvænta aðstoð á barnum þegar Grétar Sigfinnur
Sigurðsson og Viktor Bjarki Arnarsson hlupu undir
bagga og aðstoðuðu við afgreiðslu.
Ási í Smekkleysu í klóm Nígeríusvindlara
klukkutíma vinnu.“ Varnartröllið
gerir þó lítið úr hæfileikum sínum
sem barþjónn og telur að liðsfélagi
sinn Viktor Bjarki myndi sóma sér
betur í því hlutverki.
Grétar segir það af og frá að
fögnuðinum sé lokið. Í gær, þegar
Fréttablaðið ræddi við hann, sagði
hann að nú væri aðeins „þriðji í
meistara“ og menn ætluðu sér að
njóta sigurvímunnar. „Við ætlum
að fara á októberhátíðina á KEX
í kvöld og annað kvöld til að sýna
Pétri Marteins bikarinn og horfa
svo á Ásgeir Sigurvinsson drekka
fyrsta bjórinn. Menn fagna síðan
eitthvað út þessa viku.“
freyrgigja@frettabladid.is
„Það er Happ fyrir hádegisverð-
inn og Pisa fyrir kvöldverðinn.“
Ísold Uggadóttir kvikmyndagerðarkona.