Fréttablaðið - 04.10.2011, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 04.10.2011, Blaðsíða 43
ÞRIÐJUDAGUR 4. október 2011 31 Viltu miklu hraðara Internet? Á siminn.is sérðu hvort Ljósnetið er komið til þín. Áskriftarleiðir Símans eru hraðar og öruggar. Netvarinn fylgir með þeim öllum og möguleiki á Sjónvarpi Símans. Hringdu núna í 800 7000 og veldu þína leið. Internet hjá Símanum Mánaðarverð 4.490 kr. Mánaðarverð 5.490 kr. Mánaðarverð 6.490 kr. Leið 1 10GB Leið 2 40GB Leið 3 80GB Leið 4 140GB Mánaðarverð 7.690 kr. 112Mb • 10GB 212Mb • 40GB 312Mb • 80GB 416Mb • 140GB Vinsælasta leiðin E N N E M M / S ÍA / N M 4 8 3 13 Netið er eins og rafmagnið, ef það stoppar, stoppar allt og allir verða pirraðir FÓTBOLTI „Bjarni er samnings- bundinn Stjörnunni og það er gagnkvæmur vilji af beggja hálfu að hann verði áfram. Það er því nokkuð ljóst að hann verður áfram þjálfari liðsins,“ segir Almar Guð- mundsson, formaður knattspyrnu- deildar Stjörnunnar. Stjarnan kom af öllum liðum mest á óvart í sumar og náði sínum besta árangri í efstu deild. „Það er svolítið önnur staða hjá okkur núna. Við erum búnir að festa okkur í sessi í efstu deild og farnir að klóra i toppliðin. Auð- vitað viljum við blanda okkur í slaginn næsta sumar. Við erum að fara yfir samningamál leikmanna núna og svo munum við huga að styrkingu,“ segir Almar en Daníel Laxdal hefur þegar framlengt við félagið og Stjarnan vonast til þess að festa aðra lykilmenn til lengri tíma. Danirnir Jesper Jensen og Nikolaj Pedersen verða líklega báðir áfram hjá félaginu að sögn Almars. „Til þess að geta tekið næsta skref þá þurfum við að styrkja okkur. Það er alveg ljóst. Við verðum engu að síður að vera skynsamir í okkar aðgerðum. Ég geri ráð fyrir að við munum reyna fyrir okkur fyrst á markaðnum hér heima áður en við skoðum erlenda leikmenn,“ segir Almar, en það verður líklega auðveld- ara fyrir Stjörnuna að laða til sín erlenda leikmenn núna. Bæði er liðið búið að sanna sig sem eitt besta lið landsins og svo verður komið nýtt og betra gervi- gras á völlinn. Grasið sem lagt var á völlinn árið 2004 er úr sér gengið fyrir nokkru en grasið sem spilað verður á næsta sumar er allt annað og betra. - hbg Stjörnumenn ætla sér stærri hluti næsta sumar á nýju og betra gervigrasi: Bjarni mun stýra Stjörnunni áfram BJARNI JÓHANNSSON Er á stöðugri uppleið með Stjörnuna og verður áfram þjálfari hjá félaginu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Stjórn knattspyrnu- deildar Breiðabliks mun setjast niður með Ólafi Kristjánssyni í dag og ræða framtíðina. Ólafur skrifaði undir nýjan samning við Blika fyrir tíma bilið og einhugur er innan stjórnar um að halda Ólafi sem þjálfara liðsins. „Ólafur hættir ekki að vera besti þjálfari á Íslandi þó svo að illa hafi gengið í sumar,“ sagði Einar Kristján Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks. „Þetta sumar var lærdómsríkt fyrir okkur og við verðum að læra af því.“ - hbg Þjálfaramál Breiðabliks: Blikar vilja halda Ólafi ÓLAFUR KRISTJÁNSSON Er samnings- bundinn Blikum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FÓTBOLTI Gunnar Guðmundsson, þjálfari U-17 landsliðs karla og fyrrum þjálfari HK, er sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins einn þeirra þjálfara sem forráða- menn Fylkis hafa augastað á. Þórður Gíslason, formaður meistaraflokksráðs félagsins, vildi ekki staðfesta þetta í sam- tali við Fréttablaðið og sagði að margir þjálfarar kæmu til greina í starfið. Páll Einarsson hefur einnig verið orðaður við starfið. Ólafur Þórðarson hefur þjálfað Fylki undanfarin þrjú ár en ákveðið var að semja ekki við hann á ný. Hann er nú tekinn við sem þjálfari Víkings, sem féll í 1. deildina. Gunnar stýrði liði HK frá 2004 til 2008 en þjálfaði þar áður lið Leifturs/Dalvíkur og Leiknis á Fáskrúðsfirði. Hann hefur undan- farin ár stýrt U-17 liði karla. - esá Fylki vantar þjálfara: Hafa áhuga á Gunnari GUNNAR GUÐMUNDSSON Er undir smásjá Fylkismanna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.