Fréttablaðið - 07.10.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 07.10.2011, Blaðsíða 2
7. október 2011 FÖSTUDAGUR2 Guðjón, er þá allt klárt fyrir flugtak? „Allt klárt, nema hvað ég hefði betur verið búinn að slökkva á gemsanum mínum áður en þessi snúna spurning kom.“ Guðjón Arngrímsson er upplýsinga- fulltrúi Icelandair, sem var að gera nýjan kjarasamning við flugfreyjur. HAFRANNSÓKNIR Mikilvægi hafs- ins við Ísland sem ætisvæðis fyrir makríl virðist enn meira en áður var talið. Niðurstöður leið- angurs Hafrannsóknastofnunar á útbreiðslu og magni makríls í íslenskri lögsögu sýna að stór hluti stofnsins í Norðaustur-Atlantshafi heldur sig við landið að sumarlagi. Í lok ágúst lauk leiðangri Árna Friðrikssonar, sem hafði það markmið að kanna útbreiðslu og magn makríls í íslenskri lögsögu. Þetta er þáttur í sameiginlegum rannsóknum Íslendinga, Norð- manna og Færeyinga á dreifingu og magni helstu uppsjávartegunda á ætissvæðum í Norðaustur-Atl- antshafi og umhverfisaðstæðum þar. Magn makríls á hafsvæðinu sem var rannsakað reiknast um 2,7 milljónir tonna. Þar af er 1,1 milljón tonna innan íslenskrar efnahagslögsögu, eða um 42 pró- sent af heildinni. Í leiðangri sömu þjóða sumarið 2010 var heildar- magnið metið 4,4 milljónir tonna en svipað magn innan íslenska hafsvæðisins og nú. Sveinn Sveinbjörnsson, sérfræð- ingur Hafrannsóknastofnunar, segir að það sem helst skýri mun- inn á heildarmagninu sé að leið- angurinn hafi náð yfir töluvert minna hafsvæði en leiðangurinn 2010. „Þetta segir ekkert um heild- arstofnstærðina. Þau svæði sem skoðuð voru eru þýðingarmikil ætisvæði makrílsins. Ísland virð- ist orðið mjög mikilvægt svæði í því tilliti.“ Þetta er þriðji sameiginlegi leið- angur þjóðanna. Niðurstöðurnar staðfesta, líkt og fyrri leiðangrar, að elsti makríllinn ferðast lengst í Makríll sækir mjög til Íslands í ætisleit Niðurstöður hafrannsóknaleiðangurs staðfesta enn og aftur mikilvægi Íslands- miða sem ætisvæðis fyrir makríl. Stór hluti mælds heildarmagns var innan íslenskrar lögsögu í sumar enda mestur þéttleiki ætis vestan við landið. sínum ætisgöngum í Norðaustur- Atlantshafi á sumrin. Var hann einkum að finna vestast og nyrst á rannsóknasvæðinu, við Ísland. Í leiðangrinum var jafnframt könn- uð dreifing átu, sem er helsta fæða makrílsins, og reyndist mestur þéttleiki hennar vera vestan við Ísland, þar sem makríllinn var jafnframt í mestum þéttleika. „Þetta eru mjög mikilvægar upplýsingar um þýðingu íslenska hafsvæðisins fyrir makrílinn,“ segir Sveinn. Samningaviðræður í makríldeilu Íslendinga við ESB og Noreg hefj- ast á ný 18. október næstkomandi. Þar verður reynt að leiða til lykta deilur um veiðar úr stofninum, en ESB-ríkin og Noregur telja Ísland eiga takmarkaðan rétt til veiða á makríl þrátt fyrir upplýsingar um göngur makríls inn í íslenska lögsögu. svavar@frettabladid.is DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur stað- fest fjórtán ára fangelsisdóm yfir Þorvarði Davíð Ólafssyni fyrir tilraun til manndráps. Þorvarður réðst á föður sinn, tónlistarmann- inn Ólaf Þórðarson, á heimili hans í nóvember í fyrra og veitti honum mjög alvarlega áverka, meðal annars á höfði. Meðal ástæðna þess að Þor- varður réðst á föður sinn var frá- sögn stúlku sem hann þekkti um að faðir hans hefði misnotað hana kynferðislega. Síðar kom í ljós að sú saga var lygi. Árásin var hrottafengin. Þor- varður kýldi föður sinn tvisvar í höfuðið með hnúajárni, spark- aði ítrekað í andlit hans þar sem höfuðið lá upp við steyptan arin, stappaði og hoppaði á höfðinu og linnti ekki látum fyrr en hann rann til í blóði. Þetta játaði hann fyrir héraðsdómi. Ólafur hefur legið nær meðvit- undarlaus á spítala síðan, tjáir sig ekki og skynjar ekki umhverfi sitt á neinn vitrænan hátt, að því er segir í dómnum. Engar framfarir hafa orðið á tíu mánuðum og eru því taldar yfirgnæfandi líkur á að ástandið sé varanlegt. - sh Þorvarður Davíð Ólafsson dæmdur fyrir hrottafengna árás á föður sinn: Fjórtán ára dómur staðfestur VINSÆLL TÓNLISTARMAÐUR Ólafur Þórðarson gerði garðinn frægan með hljómsveitinni Ríó Tríó. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Vetursetustöðvar Sumardreifing / Gönguleiðir Hrygningarsvæði Ísland Spánn Frakkland BretlandÍrland Noregur SÆKIR ÆTI TIL ÍSLANDS Ein af meginniðurstöðum leiðangursins er að makríllinn sækir mjög að ströndum Íslands þar sem þéttleiki ætis er mestur. Vestur af Íslandi mældist þéttleiki ætis og makríls mestur. 1,1 milljón tonna mældist við landið í sumar eins og í fyrra á sama tíma. Útbreiðsla og gönguleiðir makríls HÚSNÆÐISMÁL „Stefna Reykjavík- ur borgar er að allir borgarbúar hafi öruggt húsnæði á við- ráðanlegu verði,“ segir í nýrri húsnæðisstefnu til tíu ára sem borgarráð samþykkti í gær. Fyrsta skrefið hefur verið tekið en á heimasíðu Dags B. Eggerts- sonar, formanns borgarráðs, kemur fram að vilyrði hafi verið veitt fyrir eitt hundrað íbúða lóð í Brautarholti 7 undir stúdenta- garða Félagsstofnunar stúdenta. Þá eigi að ræða við Háskólann í Reykjavík um að undirbúa bygg- ingu stúdentagarða í Vatnsmýri og auk þess kanna frekari mögu- leika til uppbyggingar í samvinnu við Háskóla Íslands. „Við gætum séð um og yfir 500 nýjar námsmannaíbúðir rísa á næstu árum,“ skrifar formaður borgarráðs. - gar Lóðir fyrir námsmannaíbúðir: Fyrir alla á við- ráðanlegu verði STJÓRNSÝSLA „Þú getur rétt ímyndað þér hvort ég hafi ekki skoðanir á þessu en ég bara kýs að tjá mig ekki að svo stöddu,“ segir Páll Magnússon, nýráðinn for- stjóri Bankasýslu ríkisins, um háværar gagnrýnis- raddir sem heyrst hafa um ráðninguna. Málið standi ekki upp á hann heldur stjórn Bankasýslunnar. Fjármálaráðherra hefur ákveðið að óska formlega eftir skýringum á ráðningarferlinu frá stjórn Banka- sýslunnar og verður það gert á næstu dögum, sam- kvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskipta- nefndar Alþingis, fór hörðum orðum um málið á Alþingi í gær. „Ráðning forstjóra Bankasýslu ríkisins er hneyksli,“ sagði Helgi. „Ráðinn hefur verið forstjóri sem hvorki hefur menntun né starfsreynslu af fjár- málamörkuðum. Með því sviptir Bankasýslan sig því trausti og þeim trúverðugleika sem hún verður að njóta þar sem hún fer með eignarhlut Íslendinga í viðskiptabönkunum og það vandasama verkefni að selja hluta þeirra einkaaðilum.“ Helgi sagði að fortíð Páls, sem aðstoðarmanns Val- gerðar Sverrisdóttur viðskiptaráðherra þegar ríkis- bankarnir voru einkavæddir, stæði honum fyrir þrifum. Enn fremur væri óheppilegt að forstjóri Bankasýslunnar hefði pólitískan bakgrunn, enda væri hlutverk hans í og með „að halda bönkunum armslengd frá stjórnmálunum í landinu“. Páll er guðfræðingur að mennt og með meistara- gráðu í opinberri stjórnsýslu. Stjórnarformaðurinn hefur sagt hann hæfasta umsækjandann, jafnvel þótt hann hafi ekki komið best út í mati á menntun og starfsreynslu. - sh Ráðning forstjóra Bankasýslunnar er hneyksli að mati stjórnarþingmanns: Ráðherra hyggst óska skýringa PÁLL MAGNÚSSON HELGI HJÖRVAR MENNTAMÁL Háskóli Íslands er kominn í hóp 300 bestu háskóla í heiminum að mati Times Higher Education Supplement, sem er annar af tveimur helstu matslist- um á þessu sviði. Í heiminum eru nú rúmlega 17 þúsund háskólar. Kristín Ingólfsdóttir, rekt- or Háskóla Íslands, segir þetta mat gleðitíðindi. Hún segir það merkilegt að þessum árangri hafi verið náð þrátt fyrir að fjárfram- lög til skólans á hvern nemanda séu langt undir því sem gerist hjá ríkjum OECD. - shá Númer 300 af 17 þúsund: Háskóli Íslands í hóp 300 bestu AÐALBYGGING Rektor telur árangur skólans merkilegan í ljósi fjársveltis. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA MÓTMÆLI Þess var krafist á fjöl- mennum mótmælafundi á Básas- kersbryggju í Vestmannaeyjum í gær að Baldur yrði fenginn til að sigla milli lands og Eyja í vetur. Á fimmta hundrað manns voru saman komnir á bryggjunni. „Það er algjörlega óásættan- legt að þjóðvegurinn sé lokaður að stórum hluta vegna mannlegra mistaka,“ sagði skipuleggjand- inn Sigurmundur Gísli Einars- son um siglingaleiðina til og frá Landeyja höfn. Þá kröfðust mótmælendur þess að ráðherra samgöngumála og fulltrúar Vegagerðar og Siglinga- málastofnunar myndu sitja fyrir svörum á opnum fundi í Eyjum. - sh Hundruð mótmæltu í Eyjum: Heimta Baldur til Eyja í vetur HEITT Í HAMSI „Framferði opinberra aðila í samgöngumálum okkar er til skammar,“ sagði skipuleggjandinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON VIÐSKIPTI Orkuveita Reykjavíkur hefur gengið að tilboðum í þrjár fasteignir sem auglýstar voru til sölu í sumar og vor vegna mikilla fjárhagsörðugleika fyrirtækisins. Um er að ræða Hvamm og Hvammsvík í Kjós, Hótel Heng- il á Nesjavöllum og húsnæði í Elliðaárdal sem áður hýsti minja- safn OR. Samanlagt söluvirði eignanna er 465 milljónir króna. Nú er opið tilboð í eina eign OR, Perluna í Öskjuhlíð, en tilboðs- frestur er til 17. október. - shá Orkuveitan borgar skuldir: Þrjár eignir OR á 465 milljónir ALÞINGI Varaformenn fastanefnda Alþingis fá frá og með síðustu áramótum sérstakar álags- greiðslur sem hækka laun þeirra um tíu prósent. Það jafngildir um 55 þúsund krónum á mánuði. Vísir greindi frá þessu í gær. Lögum um þingfararkaup var breytt samhliða breytingum á þingskaparlögum. Þá varð til emb- ætti annars varaformanns, sem fær fimm prósenta launahækkun. Alþingi ákveður álagsgreiðslur, ekki kjararáð eins og tveir þing- menn Samfylkingar leggja til. - sh Álag fyrir varaformennsku: Þingmenn fá launahækkanir Smurostar við öll tækifæri ms.is ...tvær nýjar bragðtegundir Ný bragðtegund með papriku Ný bragðtegund Texmex H VÍ TA H Ú SI Ð / S ÍA - 11 -0 50 9 SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.