Fréttablaðið - 07.10.2011, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 07.10.2011, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 7. október 2011 13 lagningu á skuldum fyrirtækja. Þá þarf að ljúka við ríkisfjármála- verkefnið. Í þessum verk efnum er mikilvægt að halda áfram vinnunni sem staðið hefur yfir, stjórnvöld mega ekki tapa niður ákafanum.“ Kozack bætir því við að hag- vöxtur á næstu misserum sé nauð- synlegur til að draga úr atvinnu- leysi. Til að ýta undir vöxt þurfi síðan að auka fjárfestingu. „Við lítum á fjárfestingu sem helsta aflvaka hagvaxtar og leggjum því mikla áherslu á að umhverfi fjár- festinga verði bætt og að ráðist verði í fyrirhuguð fjárfestingar- verkefni,“ segir Kozack. Spurð hvað helst beri að varast svarar Kozack: „Verði frekari töf á ráðgerðum fjárfestingar verkefnum er það klárlega áhyggjuefni. Ef endurskipulagning skulda fyrir- tækja og heimila gengur verr á næstu misserum en verið hefur hefði það einnig slæm áhrif á efnahags batann. Ég held hins vegar að stærsti áhættuþátturinn núna sé titringurinn á alþjóð legum fjármála mörkuðum. Ef önnur heims niðursveifla á sér stað verð- ur Ísland ekki ósnortið af henni.“ Spurð hvort samanburður við aðrar samstarfsáætlanir sjóðsins sé Íslandi hagstæður segist Kozack vart treysta sér til þess að svara því. Hún segir þó að í þessu tilfelli hafi meginmarkmiðin náðst, sem hafi því miður ekki alltaf tekist. Rétt ákvörðun að láta bankana falla Mikið hefur verið rætt um þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að leyfa bönkunum að falla í stað þess að ábyrgjast allar skuldir þeirra í kjölfar bankahrunsins. Hefur því verið haldið fram að AGS hafi ein- dregið ráðlagt þáverandi stjórn- völdum frá þessum ráðahag. Lýsti Jón Steinsson hagfræðingur því til að mynda nýverið í grein í Frétta- blaðinu hvernig yfirmenn sendi- nefndar AGS á Íslandi „misstu andlitið“ og „supu hveljur“ þegar þeim var tilkynnt um þessa ákvörð- un. Kozack segir reynsluna hafa leitt í ljós að ákvörðun stjórnvalda á þeim tíma hafi verið rétt. „Það er alveg ljóst að þáverandi ríkisstjórn tók rétta ákvörðun. Ábyrgðir bankanna voru einfald- lega of miklar til að ríkið gæti fært þær yfir á eigin efnahagsreikning,“ segir Kozack, sem tekur þó ekki undir lýsingar Jóns og segist telja að starfsfólk sjóðsins hafi áttað sig á því að þetta væri skynsamlegasti kosturinn fyrir Ísland á þessum tíma. Kozack segir að margt sé hægt að læra af reynslu Íslands, bæði fyrir og eftir hrun. „Lexíurnar frá því fyrir hrun eru auðvitað eftir á að hyggja nokkuð aug ljósar. Banka- kerfið var auðvitað allt of stórt. Lánsfé í boði jókst á ótrú legum hraða, mikið var tekið að láni í erlendum gjaldmiðlum og svo fram- vegis. Þetta eru allt þekkt merki um að bóla sé að blása út. Málið er bara að fólk sann færir sjálft sig alltaf um að hlutirnir séu öðruvísi í þetta skiptið, hinar vanalegu regl- ur eigi ekki við,“ segir Kozack og heldur áfram: „Sé horft á tímabil- ið frá hruni liggur kannski beinast við að horfa á samstarfs áætlunina við sjóðinn. Það eru held ég nokkrir þættir sem hafa gert það að verk- um að áætlunin gekk vel. Fyrir það fyrsta var hún óvenjuleg að ákveðnu leyti. Til að mynda var gert ráð fyrir gjaldeyris höftum í tilfelli Íslands, sem AGS hefur sjaldnast notast við. Þá fékk Ísland meira svigrúm en flest önnur lönd þegar kemur að ríkisfjármálum. Þessi atriði og fleiri höfðu mikið að segja.“ Þá segir Kozack það hafa skipt miklu máli að ríkisstjórnin hafi gert áætlunina að sinni á mjög afgerandi hátt. Hún segir AGS ekki geta neytt lönd til að gera eitt eða neitt sem þau vilji ekki sjálf gera, ólíkt því sem margir mögulega haldi. „Þegar allt kemur til alls er það undir ríkisstjórninni komið að framfylgja þeirri stefnu sem mótuð er í samstarfi við AGS. Þessi ríkis- stjórn gerði það af miklum dug,“ segir Kozack. Vegferðin langt komin Sitjandi ríkisstjórn hefur verið gagnrýnd á þeim forsendum að hún hafi staðið í vegi fyrir fjárfest- ingu og glutrað niður tæki færum til að treysta efnahagsbatann enn frekar í sessi. Kozack segist ekki geta tjáð sig um þessa gagnrýni en segir þó afstöðu sjóðsins til fjár- festingarumhverfis skýra. „Fjárfestar þurfa skýrt umhverfi. Það skiptir ekki öllu máli hverjar reglurnar eru en þær þurfa að vera skýrar og fyrir- sjáanlegar. Og það er það sem við köllum eftir; skýru fjárfestingar- umhverfi þar sem fjárfestar vita að hverju þeir ganga,“ segir Kozack. Að lokum segir Kozack að hún hafi notið þess að kynnast landinu og íslenskri þjóð. Þá segist hún gera sér grein fyrir því að síðustu ár hafi verið þjóðinni erfið en bætir því við að þjóðin hafi virki- lega sýnt hvað í henni býr á þessu tímabili og eigi mikið hrós skilið. „Ég trúi því eindregið að það sé ljós í enda ganganna. Þið eruð langt komin og þið munuð klára þessa vegferð,“ segir Kozack. Í dag er Bleiki dagurinn. Klæðumst bleiku og sýnum samstöðu í baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. ra af reynslu Íslands JULIE KOZACK OG FRANEK ROZWADOWSKI Kozack og Rozwadowski voru helstu tengiliðir AGS við íslensk stjórnvöld. Bæði segjast hafa notið þess að kynnast landi og þjóð meðan á samstarfsáætluninni stóð. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM AGS heldur ráðstefnu á Íslandi Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og íslensk stjórnvöld munu hinn 27. október næstkomandi halda ráðstefnu hér á landi þar sem rætt verður um þann lærdóm sem draga má af reynslu Íslands og verkefnin fram undan. Um ráðstefnuna segir Kozack: „Við erum himinlifandi með það að taka þátt í þessari glæsilegu ráðstefnu í Reykjavík. Íslenska þjóðin hefur sýnt mikla þrautseigju í erfiðleikum síðustu ára og hagfræðingar, stjórnmálamenn og AGS hafa öll eitthvað að læra af þessari reynslu. Við teljum að þessi ráðstefna sé góður vettvangur til að fara yfir þann lærdóm.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.