Fréttablaðið - 07.10.2011, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 07.10.2011, Blaðsíða 24
7. október 2011 FÖSTUDAGUR Minnisvarði um útilegufólkið Fjalla-Eyvind og Höllu verð- ur afhjúpaður á morgun í formi veitingastaðar sem ber nafnið Eyvindarstofa. „Þar sem hvorki þykir sannað að þér hafið feitum sauð- um stolið, né étið skjóttan reiðhest Einars bónda Brynj- ólfssonar á Barkarstöðum, hefur þér verið veitt lausn undan öllum sökum.“ Þannig hefst heimboð í formi lausn- arbréfs frá Birni Þór Kristjánssyni og Söndru Kaubriene, frumlegum vertum Eyvindarstofu á Blönduósi sem verður opnuð á morgun klukkan 14. Eyvindarstofa er nýr veitingastaður á efri hæð Potts- ins við Norðurlandsveg 4. Þar er og eftirlíking hellis með ýmsum hlutum sem tengjast lífi útilegufólks og sögunni af Eyvindi og Höllu eru gerð skil með textaspjöldum og myndefni. Stemningunni er einnig miðlað með hljóðum sem minna á hálendið, hverina og snarkið í eldinum. Upplifunin af lífi þekktasta útilegupars sögunnar er síðan fullkomnuð með sérstökum mat sem borinn er fram á diskum og skálum sem minna á handverk Fjalla- Eyvindar er var hagleiksmaður. Á matseðlinum er létt- saltaður lambaskanki, silungur kemur við sögu í súpunni og eftirréttur er rúgbrauðskaka með rjómaís og rabar- baragraut. Fleira er í boði fyrir þá sem ekki girnast svo þjóðlegt fæði. gun@frettabladid.is Fjalla-Eyvindi og Höllu til heiðurs Í EYVINDARSTOFU Veggir, gólf og innanstokksmunir eru í þjóðlegum stíl. Næstu fjóra mánudaga boðar Borgarbókasafn til opinna funda um frumvarp til stjórnskipunarlaga. Þar munu full- trúar úr stjórnlagaráði og stjórnlaganefnd kynna frum- varp til stjórnskipunarlaga, en frumvarpið var afhent Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, 29. júlí. Fyrsti fundur verður mánudaginn 10. október með almennri kynningu á stjórnlagaráði og frumvarpinu. Annar fundur verður viku síðar um Nefnd A: Grunn- gildi, ríkisborgararétt og þjóðtungu, uppbyggingu og kaflaskipan stjórnarskrárinnar, náttúruauðlindir, umhverfismál og mannréttindi. Hinn 24. október verður fundarefni Nefnd B: Undir- stöður íslenskrar stjórnskipunar, hlutverk og staða forseta Íslands, hlutverk og störf Alþingis, ríkisstjórn, störf for- seta og ráðherra, verkefni framkvæmdarvaldsins og staða sveitarfélaga. Síðasti opni fundurinn verður mánudaginn 31. október um Nefnd C: Stjórnlagaráð, lýðræðislega þátttöku almenn- ings (þar á meðal stjórnarskrárbreytingar), sjálfstæði dómstóla og eftirlit þeirra með öðrum handhöfum ríkis- valds, alþingiskosningar, kjördæmaskipan og alþingis- menn, samninga við önnur ríki og utanríkismál. Öllum er velkomið að sækja fundina sem haldnir verða í Borgarbókasafni, Tryggvagötu 15 og hefjast klukkan 17.15. Nánari upplýsingar á www.borgarbokasafn.is og www. facebook.com/BorgarbokasafnReykjavikur. Ný stjórnarskrá? ALÞINGI Borgarbókasafn efnir til funda um frumvarp til stjórnskipunar- laga sem afhent var forseta Alþingis í sumar. Alþjóðlegur dagur líknar er á morg- un, 8. október. Því er sjónum beint að Lífinu, sem eru íslensk samtök um líknar meðferð, skipuð fagfólki úr heil- brigðisgeiranum og kirkjunni. Arndís Jónsdóttir, sérfræðingur í hjúkrun, er í stjórn þeirra. „Þeim aðferðum sem falla undir líknarhugtakið er ætlað að bæta líðan sjúklings sem greinst hefur með lífs- hættulegan sjúkdóm þannig að hann geti lifað með reisn þann tíma sem hann er veikur,“ segir hún og heldur áfram. „Einnig að veita fjölskyldu hans stuðning. Þetta á við hvort sem sjúk- dómurinn er læknanlegur eða ekki.“ Arndís segir samtökin Lífið halda námskeið af og til og hafa gefið út bækling um undirbúning andláts ást- vinar. „Í upphafi var fókusinn aðallega á líknandi meðferð við lífslok,“ segir Arndís. „Síðan hefur starfið þróast í margvíslega aðstoð við þá sem eiga í erfiðleikum vegna sjúkdóma svo þeir fái notið eins mikilla lífsgæða og kost- ur er. Þar er það þörf sjúklingsins sem vísar veginn.“ - gun Að lifa með reisn er réttur fólks ERFIÐLEIKAR Líknarmeðferð getur átt við snemma á veikindatímabilinu samhliða læknandi meðferð. MYND/NORDIC PHOTO/GETTYIMAGES Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Valgeir Sigurðsson vélvirki, Kirkjuvegi 1, Keflavík, lést sunnudaginn 2. október á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Útförin fer fram þriðjudaginn 11. október frá Keflavíkurkirkju kl. 13.00. Guðmunda Magnea Friðriksdóttir Laila Jensen Valgeirsdóttir Sigurður Halldórsson Sigurður Valgeirsson Bjarney Gunnarsdóttir Óli Þór Valgeirsson Elín Guðjónsdóttir Áslaug Valgeirsdóttir Williams Robert D. Williams Friðrik Már Valgeirsson Ingigerður Guðmundsdóttir Gunnar Valgeir Valgeirsson Cristina Bodinger de Uriarte Herborg Valgeirsdóttir Guðjón Guðmundsson Guðrún Valgeirsdóttir afa- og langafabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Margrét Björnsdóttir Blöndal frá Siglufirði, andaðist að morgni 28. september á St. Franciskus- spítalanum í Stykkishólmi. Jarðarförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 7. október kl. 13.00. Ólöf Birna Blöndal Sveinn Þórarinsson Jósep Ó. Blöndal Erla Harðardóttir Ásbjörn Ó. Blöndal Jóhanna Guðmundsdóttir Sigurður Ó. Blöndal Linda Björk Guðmundsdóttir Guðrún Ó. Blöndal Friðrik Jón Arngrímsson ömmubörn og langömmubörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Björg Halldórsdóttir Stóru-Breiðuvík, Eskifirði, sem lést 30. september, verður jarðsungin frá Eskifjarðarkirkju laugardaginn 8. október kl. 14.00. Halldór Árni Jóhannsson Jón Sigmar Jóhannsson Róshildur Stígsdóttir Sigurgeir Jóhannsson Ólöf María Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabarn. Elskulegur bróðir minn og frændi, Kristján Sturlaugsson tryggingastærðfræðingur frá Múla í Ísafjarðardjúpi, löngum til heimilis að Bogahlíð 14, Reykjavík, lést á Hrafnistu miðvikudaginn 5. október. Gerður Sturlaugsdóttir og fjölskylda. Innilegar þakkir sendum við öllum sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður, ömmu og langömmu, Guðfinnu Betsýjar Hannesdóttur Háaleitisbraut 41, Reykjavík. Sérstaklega viljum við þakka starfsfólki Heima - hlynn ingar LSH og líknardeildar LSH í Kópavogi. Fyrir hönd aðstandenda, Jens Chr. Sörensen Kolbrún Svala Hjaltadóttir Oddur Sigurðsson Kristbjörg Stella Hjaltadóttir Sigurður Ingi Jónsson Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.