Fréttablaðið - 07.10.2011, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 07.10.2011, Blaðsíða 58
7. október 2011 FÖSTUDAGUR42 sport@frettabladid.is Opið virka daga 11-18 laugardag 11-16 Góðir skór á börnin www.xena.is St. 20-27 kr. 6.495.- St. 28-35 kr. 6.995.- St. 20-27 kr. 6.495.- St. 28-35 kr. 6.995.- SKÓ MARKAÐUR Grensásvegur 8 Nýbýlavegur 12 Sími 517 2040 ÓLAFUR JÓHANNESSON kveður íslenska landsliðið í kvöld. Hann stýrir þá íslenska liðinu gegn Portúgal í Porto. Heimamenn þurfa sárlega á sigri að halda en íslenska liðið leikur eingöngu upp á stoltið rétt eins og í síðustu leikjum. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 20.00. N1-deild karla: Grótta-Haukar 24-34 (11-19) Mörk Gróttu: Jóhann Gísli Jóhannesson 8/1 (21/1), Friðgeir Jónasson 4 (5), Ágúst Birgisson 3 (4), Árni Árnason 3 (5), Benedikt Kristinsson 2 (3), Aron Jóhannsson 2 (3), Þorgrímur Ólafsson 2/1 (7/1), Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 8 (30/2) 26,7%, Magnús Sigmundsson 9/1 (21/2) 42,9% Mörk Hauka: Gylfi Gylfason 8/3 (10/3), Einar Pétursson 6 (7), Þórður Guðmundsson 5 (9), Tjörvi Þorgeirsson 5 (6), Stefán Sigurmannsson 4 (7/1), Heimir Óli Heimisson 2 (3), Freyr Brynjars- son 1 (1), Brynjólfur Snær Brynjólfsson 1 (1), Varin skot: Birkir Guðmunds. 22/2 (46/2) 47,8% VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT INNIHELDUR 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 léttöl FÓTBOLTI Glasgow City FC flaug áfram í 16 liða úrslit Meistara- deildar Evrópu eftir 3-0 sigur á Val að Hlíðarenda í gær. Valsstúlk- ur náðu sér aldrei á strik í leikn- um og voru úrslitin svo sannarlega sanngjörn. Hallbera Guðný Gísla- dóttir skoraði sjálfsmark í upphafi leiksins en Lisa Evans bætti síðan tveim mörkum við í síðari hálfleik fyrir gestina. „Við ætluðum okkur að kom- ast áfram í þessari keppni og því eru þetta mikil vonbrigði,“ sagði Gunnar Borgþórsson, þjálfari Vals, eftir ósigurinn í gær. „Við vorum inni í leiknum allan fyrri hálfleikinn og fengum upp- lagt marktækifæri rétt eftir að þær skoruðu fyrsta mark leiksins. Stelpurnar voru mjög óheppnar að nýta ekki það færi, en síðan í síðari hálfleiknum ná þær að keyra upp hraðann sem þær hafa og skora tvö fín mörk. Þetta Glasgow-lið er frábært og vann þennan leik verð- skuldað. Við erum með virkilega flottan hóp og mikið af ungum og efnilegum stelpum sem ég treysti fyrir þessu verkefni í dag.“ „Maður getur ekki sagt annað en að þetta eru mikil vonbrigði,“ sagði Málfríður Erna Sigurðar- dóttir, fyrirliði Vals, eftir leikinn í gær. „Við ætluðum okkur að kom- ast áfram í þessari keppni. Þegar þær skoruðu annað mark sitt í leiknum hrundi okkar leikur og við misstum held ég trúna á verk- efnið. Ég myndi ekki segja að það væri mikill getumunur á þess- um liðum, þær bara nýttu færin sín í leiknum og við ekki. Þessi keppni var mjög mikill bónus fyrir liðið eftir að hafa misst af Íslandsmeistaratitlinum.“ - sáp Valsstúlkur úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir slæmt tap á heimavelli gegn skoska liðinu Glasgow City: Niðurstaðan er gríðarleg vonbrigði fyrir okkur HARKA Valsstúlkur fengu að finna fyrir því í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FÓTBOLTI Það má segja að stjarna hafi fæðst í enskum fótbolta á Laugardalsvellinum í gærkvöldi þegar Arsenal-maðurinn Alex Oxlade-Chamberlain skoraði þrennu og fór oft illa með varnar- menn íslenska 21 árs landsliðsins. Strákarnir hans Stuarts Pearce voru bara alltof góðir og gátu leyft sér að slaka á stóran hluta leiks- ins. Draumur íslenska liðsins um að komast aftur í úrslitakeppni EM er í raun úti eftir að strák- arnir hafa aðeins náð í þrjú stig af níu mögulegum í fyrstu þrem- ur heimaleikjum sínum í undan- keppninni. Alex Oxlade-Chamberlain gerði nánast út um leikinn með því að skora tvö mörk á fyrstu fimmtán mínútunum. Chamberlain inn- siglaði síðan þrennuna í upphafi seinni hálfleiks úr þröngu færi framhjá Arnari Darra Péturssyni sem gaf honum tvö seinni mörkin á silfurfati í gær. „Alex var frábær í kvöld, ekki bara vegna markanna sinni held- ur hvernig hann spilaði allan leik- inn,“ sagði Stuart Pearce, þjálfari enska liðsins. „Það er eins og maðurinn sé á reiðhjóli inni á vellinum og það er ekki sanngjarnt fyrir marga að fara í spretti við hann. Hann er svakalega fljótur og hrikalega öflugur leikmaður,“ sagði Eyjólf- ur Sverrisson, þjálfari íslenska liðsins, um mann leiksins. Íslenska liðið gaf enska lið- inu tvö markanna en það var það eina sem Eyjólfur gat kvartað yfir í leikslok. „Ég er ánægður með marga kafla í leiknum, upp- spilið var í fínu lagi hjá okkur og við spiluðum boltanum vel. Okkur vantaði að fá þessi opnu færi og klára sóknirnar,“ sagði Eyjólf- ur og honum fannst liðið spila betur en í sigrinum á Belgum í fyrsta leik undankeppninnar. „Mér fannst við vera góðir í þess- um leik og vorum betri úti á vell- inum í þessum leik en til dæmis á móti Belgum. Ég held að við séum á réttri leið og erum að bæta okkur. Við megum samt ekki fá svona klaufamörk á okkur,“ sagði Eyjólfur. Kollegi hans, Stuart Pearce, var sáttur við leikinn en taldi þetta ekki hafa verið auðveldan sigur. „Ég er viss um að þjálfari íslenska liðsins sé svekktur með tvö markanna. Ef þau hefðu ekki fallið fyrir okkur þá hefði þetta verið mjög spennandi leikur. Þetta var mjög gott kvöld því það er aldrei auðvelt að vinna 3-0 sigur á Íslandi.“ ooj@frettabladid.is Ekkert EM-ævintýri að þessu sinni Alex Oxlade-Chamberlain afgreiddi íslenska EM-drauminn út af borðinu með því að skora þrennu í sann- færandi 3-0 sigri enska 21 árs landsliðsins í Laugardalnum í gær. Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari var samt ánægður með frammistöðuna. Arnar Darri gaf Englendingum tvö mörk á silfurfati. SVEKKTUR Arnar Darri gaf tvö mörk og var að vonum súr. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HÁLOFTABOLTI Rúnar Már Sigurjónsson hoppar hér upp í skallabolta á meðan Jordan Henderson, leikmaður Liverpool, fylgist með. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.