Fréttablaðið - 07.10.2011, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 07.10.2011, Blaðsíða 28
2 föstudagur 7. október Grensásvegur 16, sími 553 7300 Opið mán–fös 12–18 laugd 12–17 SOHO/MARKET Á FACEBOOK FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM núna ✽ Dans og gleði augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Umsjón Sara McMahon Forsíðumynd Stefán Karlsson Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 meðmælin SEIÐANDI GLAMÚR Fyrirsætan Miranda Kerr var dökkklædd og glæsileg er hún mætti í kvöldverð sem haldinn var af Carine Roitfeld, fyrrverandi ritstýru franska Vogue. Gestir voru flestir klæddir líkt og vampírur og aðrar kynlegar verur. K ristjana Jenný Ingvarsdóttir útstillinga-hönnuður hannar og selur fylgihluti og gjafavörur undir nafninu Mydesign. Fylgi- hlutirnir eru að mestu unnir úr endurunnu efni svo sem stáli, messing, tré og gömlu skarti. Kristjana Jenný hefur framleitt gjafavörur undanfarin þrjú ár en færði sig út í fylgi- hlutaframleiðslu í janúar á þessu ári er hún var í fæðingarorlofi. „Ég vil frekar kalla þetta fylgihluti en skart því ég tel mig ekki vera skartgripahönnuð, ég er bara að prófa mig áfram með eitthvað sem mér þykir skemmti- legt,“ segir Kristjana. Hún segist hafa fengið fín viðbrögð frá fólki við vörunum og vonast til þess að hún geti haft lifibrauð sitt af þessu í framtíðinni. „Ég er tiltölulega nýbyrjuð og þetta er enn þá bara áhugamál, en vissulega vonar maður að hægt verði að hafa upp úr þessu í fram- tíðinni. Draumurinn er líka að koma með heimilislínu og barnalínu á næstu árum.“ Kristjana sankar að sér ýmsu dóti til að vinna vörur sínar úr, þar á meðal viði, hnífa- pörum, gömlum skartgripum og öðru smá- legu. „Í sjálfu sér sé ég möguleika í flestu. Ég bjó lengi úti og þá var ég dugleg að þræða markaði og kaupa ýmislegt smádót á þeim. Mínir nánustu vita líka að ég er mikill sank- ari og hafa verið duglegir að gefa mér hitt og þetta til að moða úr.“ Innt eftir því hvort efniviðurinn og smá- dótið taki ekki mikið pláss á heimilinu viðurkennir hún það. „Við hjónin búum í áttatíu fermetrum ásamt börnum okkar tveimur. Ég hef lagt undir mig eitt hornið í íbúðinni og ef ég næ að halda skipulagi á því þá þvælist dótið ekki mikið fyrir. Maðurinn minn er voðalega góður og skilningsríkur og hefur aldrei kvartað undan draslinu en börn- in eiga það til að fara í það og skoða,“ segir hún að lokum og hlær. Hægt er að skoða vörur Kristjönu á heima- síðu hennar www.mydesign.is. - sm Kristjana Jenný Ingvarsdóttir býr til fallega fylgihluti: FINNUR EFNIVIÐ Í SKART HÉR OG ÞAR Endurskapar Kristjana Jenný Ingvarsdóttir býr til fylgihluti úr smádóti sem hún finnur hér og þar. Vörurnar nefnir hún Mydesign. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN MAGNAÐ TVÍEYKI Handkrem og varasalvi frá Shea Butter-línu L‘Occitane er frábært tvíeyki til að eiga í kuldanum í vetur. Túburnar eru skreyttar með sérstöku, etnísku munstri sem fæst í takmörk- uðu upplagi. Varasalvinn græðir sprungnar varir en gefur að auki vernd fyrir kuldanum og fæst í þremur ilmtegundum. Tom Ford hefur gefið út sína eigin snyrtivörulínu sem inniheldur meðal annars húðkrem, varaliti og augnskugga. Ástæðan fyrir því að Ford ákvað að gefa út eigin snyrtivörulínu var sú að honum þótti markaðurinn fullur af óþarfa vörum. „Það er of- framboð af vörum á markaðnum sem gera ekkert fyrir þig. Ég fylgi sömu speki í framleiðslu snyrti- varanna og í hönnun minni, til- gangur þeirra á að vera praktískur og sjónrænn.“ Hönnuðurinn segist einnig hafa verið heillaður af snyrti- vörum allt frá því að hann var barn. „Ég var duglegur að prófa hitt og þetta þegar kom að snyrti- vörum og þegar ég var fjórtán ára þurfti ég að fara upp á slysastofu því agúrkurnar sem ég hafði lagt á augnlokin höfðu þveröfug áhrif og ég bólgnaði allur upp.“ - sm Tom Ford sendir frá sér snyrtivörulínu: Áhuginn til staðar allt frá barnæsku Snyrtivörur frá Ford Hönnuðurinn Tom Ford hefur sent frá sér nýja snyrtivörulínu. NORDICPHOTOS/GETTY Upphitun á Kaffibar Tónlistarhátíðin Airwaves er á næsta leiti og í tilefni þess fer fram svolítið tónlistarleg upphitun á skemmtistaðnum Kaffi- barnum. Á þriðjudaginn næsta munu hljóm- sveitirnar Útúrdúr og B.G. Baarregaard koma fram og skemmta fólki. Út- úrdúr stígur fyrst á svið klukkan 21.30 og fylgir B.G. Baarregaard á hæla hennar hálftíma síðar. Ottesen-systur opna Vefverslun tískusystranna Jónu og Ásu Ottesen, Lakkalakk, opnar nýjar höfuðstöðvar í dag. Lakka- lakk, sem hingað til hefur einung- is verið á netinu, verður til húsa á Skúlagötu 30, 2.hæð, þar sem verður eins konar opið lagerpláss fyrir viðskiptavini til að koma og máta flíkurnar sem þeir sjá á vef- síðunni. Opnunarpartý verður hald- ið á morgun milli klukkan 15 og 18. Gísli Galdur sér um tónlistina og tveir heppnir gestir fá 10.000 króna gjafabréf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.