Fréttablaðið - 07.10.2011, Blaðsíða 16
16 7. október 2011 FÖSTUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
HALLDÓR
Samfélagsmiðlar eru jafn fjölbreyttir og þeir eru margir og góðir til afþrey-
ingar, en í hófi þó. Ef við tökum Facebook
sem dæmi, þá hefur sú síða sennilega
minnkað persónuleg samskipti fólks, þá
sérstaklega ungmenna. Samskipti ung-
menna á samfélagsmiðlum hafa þó einnig
góðar hliðar. Það getur t.a.m. verið mun
auðveldara að tala þar saman og þægilegt
að hafa samband við vini og vandamenn
sem búa erlendis eða á öðru landshorni.
En á Facebook getur auðvitað eitthvað
farið úr böndunum, eins og alls staðar.
Ungt fólk setur t.d. oft myndir inn á
Facebook eða á aðra samfélagsvefi. Það
gera raunar margir, en þó eru mynda-
albúmin algengust hjá unga fólkinu. Oft
er eins og ungt fólk geri sér ekki grein
fyrir því hvaða efni er verið að setja þar
inn og að með því að setja það inn á vef-
inn, er viðbúið að efnið rati víðar en til
nánustu vina. Það gleymist því miður að
velta því fyrir sér hvort efnið sé við hæfi
eða ekki, hvort það geti verið meiðandi
eða jafnvel brot á friðhelgi einkalífs. T.d.
var á dögunum einhvers konar leikur í
gangi þar sem ipad var í boði. Þá deildu
mörg börn og ungt fólk símanúmerum
sínum á Facebook, án þess að velta því
fyrir sér að þarna væri þau að deila við-
kvæmum persónulegum upplýsingum.
Það er mjög erfitt að afturkalla eða
taka út efni sem einu sinni hefur verið
sett á vefinn. Ég hvet alla, unga sem
aldna, að hugsa aðeins út í það hvaða
upplýsingum er verið að dreifa á vefnum
því ómögulegt er segja til um hvert það
fer, hver sér það og hvernig það er notað.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar, líka á
Facebook.
Geggjað stuð í partýinu –myndir!
Samfélags-
mál
Edda
Kristjánsdóttir
Ungmennaráð
Barnaheilla −
Save the Children
á Íslandi
Það er mjög erfitt
að afturkalla eða
taka út efni sem
einu sinni hefur verið sett á
vefinn. Ég hvet alla, unga sem
aldna, að hugsa aðeins …
Ö
gmundur Jónasson innanríkisráðherra hyggst í dag
tilkynna formlega um stofnun starfshóps um Guð-
mundar- og Geirfinnsmálið. Andlát sakborninga og
ný gögn í málinu hafa enn einu sinni dregið þetta
vafasama mál fram í dagsljósið. Innanríkisráðherr-
ann hefur þegar sagt að málið verði ekki látið kyrrt liggja þó að
ekki hafi verið ljóst til hvaða aðgerða hægt er að grípa.
Meðal þeirra sem hafa
gert alvarlegar athugasemdir
eru ekki bara sakborningar,
aðstandendur og verjendur
þeirra, heldur einnig aðrir lög-
fræðingar auk rannsóknar-
lögreglumanna og fangavarða
sem að málinu komu á sínum
tíma. Nú síðast, í kjölfar góðrar
umfjöllunar Stöðvar 2, hefur
komið fram einhver færasti réttarsálfræðingur heimsins, Gísli
Guðjónsson, sem telur að nauðsynlegt sé að rannsaka málið á ný.
Gísli hefur meðal fjölda annarra mála komið að máli Guildford-
fjórmenninganna, fjögurra ungmenna í Bretlandi sem voru rang-
lega dæmd fyrir sprengjuárás á svipuðum tíma og ungmennin
hér á landi voru dæmd. Sakborningarnir í því máli fengu fyrir
nokkrum árum afsökunarbeiðni frá forsætisráðherra Bretlands.
Fyrir þeim sem ekki voru fæddir þegar allt þetta átti sér
stað hefur málið virkað reyfarakennt og skáldskap líkast á
köflum. Nánast ómögulegt er að setja sig inn í það ástand og þá
múgæsingu sem ríkti í þjóðfélaginu þá. Allt bendir þó til þess að
þarna hafi ekki verið rétt staðið að málum, sakborningar hafi
ekki notið sannmælis.
Ólíklegt er að nokkurn tímann skýrist að fullu hvað kom fyrir
tvímenningana sem báðir hurfu sporlaust fyrir nokkrum ára-
tugum. Jafnvel þó að ekki verði hægt að taka málið upp að nýju
fyrir dómstólum hlýtur að vera hægt að komast til botns í því
hvers konar meðferð sakborningarnir hlutu og hvar var brotið
á þeim. Ný lög um rannsóknarnefndir virðast nánast sniðin að
máli sem þessu, en í greinargerð með þeim segir að þegar mál
hafi tiltekna þyngd, sem kunni að birtast í því að það hafi lengi
verið í opinberri umræðu án þess að öldur hafi lægt, sé rétt-
lætanlegt að skipa rannsóknarnefnd. Að öðrum kosti má skipa
sérstaka sannleiksnefnd, eins og lagt hefur verið til á Alþingi.
Rétt er hjá Björgvini G. Sigurðssyni, flutningsmanni tillögunnar,
að mikilvægt er fyrir samfélagið að þessi mál verði loksins gerð
upp. Þegar þetta er skrifað er ekki ljóst hvers eðlis starfshópur
innanríkisráðuneytisins verður.
Undanfarin ár hefur verið flett ofan af mörgum málum hér á
landi þar sem brotið hefur verið á einstaklingum með einum eða
öðrum hætti. Ágætlega hefur verið unnið að því að skipa rann-
sóknarnefndir og taka á málum sem áður fyrr voru þögguð niður.
Þetta er því kjörinn tími til að bæta Guðmundar- og Geirfinns-
málinu á þann lista.
Kjörinn tími til að rannsaka
Guðmundar- og Geirfinnsmálið.
Málið sem mun
ekki gleymast
SKOÐUN
Þórunn Elísabet
Bogadóttir
thorunn@frettabladid.is
Tunguþanþol
Vigdís Hauksdóttir gefur lítið fyrir
aðfinnslur á orðanotkun hennar.
Með því að segja ríkisstjórnina kasta
steinum úr grjóthúsi hafi hún verið
að láta reyna á þanþol tungumálsins.
Þinghúsið sé gamalt grjóthús og með
þessu hafi Vigdís útvíkkað hið gamla
orðtak að kasta steinum úr gler-
húsi. Gott og vel, íslenskan á
að vera lifandi tungumál og
í stöðugri þróun. Varasamt
þykir að kasta steinum
úr glerhúsi, þar sem kjósi
einhver að svara kastinu fari
illa fyrir upphafskastaranum.
Málflutningurinn sé á
veikum grunni byggður.
Vigdís styður ríkisstjórn
Í ljósi þeirrar merkingar verður hið nýja
orðtak mun skýrara. Vigdís telur með
öðrum orðum að ríkisstjórnin hafi
vel efni á að hefja grjótkast, mynd-
líkingarlega séð, þar sem hún dvelur
í steinhúsi og þarf ekki að óttast að
aðrir svari í sömu mynt. Málflutningur
stjórnarinnar hvíli, með öðrum orðum,
á traustum grunni. Svona getur
íslenskan tjáð jafnvel flóknustu
hugsanir.
Vímubrigslin
Árni Johnsen hefur
skoðanir á
fangelsum
og talar
af meiri reynslu en margur um þau.
Hann átaldi, í umræðum í gær,
Ögmund Jónasson innanríkisráðherra
fyrir að vilja reisa nýtt fangelsi á
Hólmsheiði. Færði Árni rök fyrir máli
sínu, meðal annars þau að Hólms-
heiði væri skelfilegur staður og
ómanneskjulegur. Ráðherra gæti ekki
hafa komið þangað. „Hæstvirtur
innanríkisráðherra mundi
ekki tala svona ef hann
hefði komið á Hólmsheið-
ina, ja þá hefur hann verið
í einhverri vímu þar,“ sagði
Árni. Svona færir maður
rök fyrir máli sínu á
Alþingi.
kolbeinn@frettabladid.is