Morgunblaðið - 05.07.2010, Page 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JÚLÍ 2010
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Flugmóti
aflýst vegna
reglugerðar
Svifflugfélag Íslands hefur aflýst Ís-
landsmótinu í svifflugi, sem átti að
fara fram nú í vikunni, vegna nýinn-
leiddrar evrópskrar reglugerðar um
fylgiskjöl með svifflugum.
Kristján Sveinbjörnsson, formað-
ur Svifflugfélags Íslands, segir
reglugerðina auka pappírsvinnu og
fela í sér auknar kröfur um viðhald.
„Þetta varð til þess að degi áður en
mótið átti að hefjast voru nánast all-
ar svifflugur óflughæfar á Íslandi.
Ástæðan er sú að það er mikil vinna
sem þarf að ljúka til að uppfylla
pappírsskilyrði sem fylgja þessum
reglum, þetta er flókið og það er
töluverð bið í meðferðinni hjá Flug-
málastjórn.“
Kristján segir þetta kosta svif-
flugfélagið mikla peninga, en það er
áhugamannafélag sem reiðir sig á
sjálfboðavinnu. „Við áætlum að
þetta muni kosta okkur eina og hálfa
milljón, bara árið í ár. Svo vitum við
ekkert um framhaldið, það bætist ný
reglugerð við seinna. Þetta eru flug-
fjandsamlegar reglur.“
jonasmargeir@mbl.is
Mótið hefur verið haldið frá 1958.
Auknar kröfur um
fylgiskjöl svifflugna
Jónas Margeir Ingólfsson
jonasmargeir@mbl.is
Tæp fimm hundruð mál bíða embætt-
is umboðsmanns skuldara, að því er
fram kemur í ársskýrslu Ráðgjafar-
stofu um fjármál heimilanna en um-
boðsmaður skuldara tekur við verk-
efnum hennar 1. ágúst.
„Þessi fimm hundruð mál skiptast í
tvennt. Helmingur er það sem við
köllum almenna ráðgjöf vegna
greiðsluerfiðleika. Hinn helmingur-
inn er vegna umsóknar um greiðslu-
aðlögun,“ segir Ásta Sigrún Helga-
dóttir, forstöðumaður Ráðgjafar-
stofu.
Lög um umboðsmann skuldara
voru samþykkt 24. júní en þar má
finna ákvæði til bráðabirgða þar sem
starfsmönnum Ráðgjafarstofu er
tryggt starf hjá umboðsmanni.
„Það er unnið á fullu að undirbún-
ingi embættis umboðsmanns skuld-
ara sem hefur störf 1. ágúst. Þar er
eðlilega verið að skoða þau mál sem
verða enn í gangi 1. ágúst. Þetta er
sérstakt því þegar eitthvað nýtt er
stofnað þá byrjar það oftast með autt
borð en núna þarf að skoða málafjöld-
ann,“ segir Ásta sem kveður hlutverk
umboðsmanns skuldara vera form-
legra en Ráðgjafarstofu. „Núna verð-
ur fyrirkomulagið þannig að menn
verða að leita til umboðsmanns ef
þeir vilja greiðsluaðlögun. Megin-
breytingin er sú að Ráðgjafarstofa
hefur verið hlutlaus aðili en umboðs-
maður er einungis málsvari skuld-
ara.“
Sækist eftir embættinu
Ásta hefur áhuga á embættinu og
hefur sótt um stöðuna. „Mitt starf
verður lagt niður. Ég hef því ákveðið
að sækja um þá stöðu. Ég mun leggja
mína umsókn fram en svo kemur það
bara í ljós. Þetta er alveg nýtt og það
er mjög eðlilegt að þetta sé auglýst en
ég hef mikla reynslu og mikinn áhuga
á að vinna áfram að þessum málum.“
Tæp 500 mál færast yfir
Umboðsmaður skuldara tekur við miklum málafjölda Ráðgjafarstofu
Forstöðumaður Ráðgjafarstofu sækist eftir embætti umboðsmanns skuldara
Morgunblaðið/Ómar
Hverfur Ráðgjafarstofa um fjármál
heimilanna verður lögð niður.
„Það fyrsta sem ég lét mér detta í hug var bílslys
hér í nágrenninu og að flytja ætti slasaða um borð
í þyrluna héðan af bæjarhlaðinu. Þetta reyndust
hins vegar öllu ánægjulegri tíðindi en ég reiknaði
með í fyrstu,“ segir Bjarni Valur Guðmundsson,
bóndi í Skipholti í Hrunamannahreppi við Flúðir, í
samtali við Morgunblaðið. Í umferðareftirliti lög-
reglu með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Suður-
landi í gærkvöldi kom áhöfn þyrlunnar auga á kú
með nýborinn kálf ofan í uppþornuðum skurði
skammt frá bænum. Rétt þótti að láta bóndann
vita og var því fljótt vitjað um kúna og kvígukálf-
inn sem auðvitað fékk nafnið Þyrla.
Á myndinni sést Bjarni Valur á rabbi við Sverri
Andersen, flugvirkja þyrlunnar, TF-GNÁ.
sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þyrlumenn fundu kú og kálf
„Reynsla okkar
er sú að þeir
eru að bítast um
sömu fiskana.
Þetta er þannig
svolítil gullgraf-
arastemning;
fyrstur kemur,
fyrstur fær,“
segir Einar Sig-
urgeirsson, varðstjóri hjá Land-
helgisgæslunni, um strandveiði
sem hófst á miðnætti. „Þeir mega
vera fjóra daga að veiðum í viku
hverri, en verða að vera í landi
föstudag, laugardag og sunnu-
dag. Þeir mega fara út á mið-
nætti og þess vegna erum við við
öllu búnir. Fyrirhyggjan minnkar
oft. Þeir hafa farið út í upphafi
tímabils þegar það hefur verið
stormur á miðunum.“
Strandveiðibátar
sigldu á miðnætti
„Þessi hugmynd hefur verið skoðuð
áður, en miðað við stöðuna núna,
stendur ekkert til að víkja frá þeim
ákvörðunum sem teknar hafa verið,“
segir Kristján L. Möller samgöngu-
ráðherra.
Árni Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri Flugfélags Íslands, sagði í sam-
tali við Mbl.is fyrir helgina FÍ tilbúið
til að reisa og fjármagna flugstöð á
eigin svæði á Reykjavíkurflugvelli.
Árni segir gerð flughlaða á nýju
svæði kosta 700 millj. kr. í stað þess
að nýta hlöð á svæði FÍ.
Kristján segir að fyrr á árinu hafi
hann átt fundi með fulltrúum flug-
félaga og fleiri. Þá hafi menn verið
sammála um að fylgja þeirri stefnu
sem mörkuð hafi
verið að reisa mið-
stöðina norðan við
Loftleiðahótelið.
Reykjavíkurborg
sem hefur með
skipulagsmálin að
gera hafi einnig
lagt áherslu á þá
staðsetningu. „Það
voru vonbrigði að fyrri meirihluta í
borgarstjórn tókst ekki ljúka skipu-
lagsvinnu vegna samgöngumiðstöðv-
arinnar og auglýsa nýja deiliskipu-
lagstillögu. Ég vænti þess þó að sú
auglýsing birtist á allra næstu dögum
og þá er talsverðum áfanga náð,“ seg-
ir Kristján L. Möller. sbs@mbl.is
Víkjum ekki frá
fyrri ákvörðun
Kristján L. Möller.
Samgöngumiðstöð rísi við LoftleiðahótelÁtta ára dreng var bjargað úr kviksyndi rétt vestan við
Gilsá undir Þórólfsfelli síðdegis í gær. Hann var sokkinn
upp fyrir mitti á öðrum fæti og var fastur þegar honum
var bjargað og orðinn býsna kaldur. Lögregla og Björg-
unarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli komu drengnum til
bjargar.
Drengurinn var á ferð með systur sinni og tveimur
stúlkum þegar hann gekk út í sandbleytuna, skammt frá
föstu landi. Hann var fastur í pyttinum í á að giska
klukkutíma og var orðinn ansi kaldur þegar björg-
unarmenn komu á vettvang. Þetta hélt okkur ekki og
þýddi ekkert að ganga þarna út á, sagði Adolf Árnason
varðstjóri sem fór á staðinn. Ef ég hefði farið þarna þá
hefði ég bara sokkið. Lagt var timburborð yfir sand-
bleytuna og lítill timburstigi til að komast að drengnum.
Tveir björgunarsveitarmenn fóru út á brúna og mokuðu
drenginn upp með skóflum og höndum. Það tók um tíu
mínútur að mati Adolfs. Þetta var mjög hugrakkur
strákur og tók þessu ótrúlega vel, þótt þetta hafi verið
mikil lífsreynsla fyrir níu ára gamalt barn, sagði Adolf.
Drengurinn er fæddur árið 2001 og verður 9 ára í haust.
Adolf sagði að erfitt geti verið að sjá sandbleytuna því öll
spor afmáist fljótlega. Því geti verið hættulegt að ganga
á söndunum þar sem bleyta sést. Það eru pyttir þarna út
um allt. Drengurinn var fluttur á Heilsugæslustöðina á
Hvolsvelli þar sem læknir skoðaði hann til öryggis og út-
skrifaði að skoðun lokinni. Strákurinn fékk svo að fara í
sturtu á lögreglustöðinni á Hvolsvelli og fór svo heim.
Sokkinn upp fyrir mitti í kviksyndi
Þórólfsfell Drengurinn gekk út í sandbleytu.
Morgunblaðið/Gísli Sigurðsson
Átta ára drengur var fast-
ur í pyttinum í klukkutíma