Morgunblaðið - 05.07.2010, Page 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JÚLÍ 2010
www.noatun.is
Grillveislur
www.noatun.is
eða í næstu Nóatúns verslun
Pantaðu veisluna þína á
999VERÐ
FRÁ
MEÐ MEÐL
ÆTIÁ MANN
Grillveislur Nóatúns:
Grísahnakkasneiðar
Lambalærissneiðar
Kjúklingabringur
Lambafile
Ein með öllu
Þín samsetning
Jónas Margeir Ingólfsson
jonasmargeir@mbl.is
Aukinn raforkukostnaður hefur mik-
il áhrif á raforkureikning heimila
sem hita hús sín með raforku. Raf-
orka til slíkra heimila er niðurgreidd
en fjárhæð niðurgreiðslunnar hefur
hvorki fylgt vísitöluhækkun né
auknum raforkukostnaði. Niður-
greiðslan vegur þannig ekki lengur
upp á móti þeim aukna kostnaði sem
felst í að hita hús sitt með rafmagni í
stað jarðvarma.
Kristinn Jónasson, formaður
Samtaka sveitarfélaga á köldum
svæðum, segir fjörutíu þúsund kíló-
vattstundir vera meðalnotkun heim-
ilis á ársgrundvelli. „Þetta eru gríð-
arlegar hækkanir, sérstaklega í
dreifbýli en þar er raforkan einmitt
dýrust. Niðurgreiðslan nemur samt
um 40-50%, en hún dugir ekki til.
Bara í fyrra, árið 2009, hækkaði raf-
orkuverðið til þessara aðila um 25%.
Þetta er langt umfram allt eðlilegt
verðlag,“ segir Kristinn sem kveður
mikilvægt að hið opinbera setji fjár-
magn í jarðvarmaleit á þessum
svæðum.
„Þau fyrirtæki sem eru með bora
eru nánast verkefnalaus og eru að
fara á hausinn, þar er hægt að fá
mjög hagstætt verð. Í hvert sinn sem
við finnum heitt vatn er það nánast
jafn verðmætt fyrir okkur og að
finna olíu,“ segir Kristinn.
Aukinn raforku-
kostnaður hefur mik-
il áhrif á „köld svæði“
9% heimila hita hús sín með raforku
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Dýrt Ríkið niðurgreiðir raforku til
heimila sem hita með raforku.
Meðalraforkureikningur
» 33% raforkuvinnsla, 17%
flutningskostnaður, 28% dreif-
ingarkostnaður, 4% smá-
sölukostnaður og 18% virðis-
aukaskattur.
» Niðurgreiðsla ríkissjóðs til
notenda RARIK í þéttbýli er
2,84kr./kWst. Hefði nið-
urgreiðslan fylgt vísitölu
neysluverðs væri hún 3,74kr./
kWst.
Ragna Árnadótt-
ir, dómsmála- og
mannréttinda-
ráðherra, heim-
sótti í gær Ausch-
witz útrýmingar-
búðirnar í
Oswiecim í Pól-
landi. Nasistar
reistu þar stærstu
fangabúðir sínar í síðari heimsstyrj-
öldinni. Ragna sótti fund utanríkis-
ráðherra lýðræðisríkja sem haldinn
var í Kraká í Póllandi í tilefni af tíu
ára afmælisfundi samtaka lýðræðis-
ríkja. Ragna var þar fulltrúi ríkis-
stjórnar Íslands í forföllum Össurar
Skarphéðinssonar utanríkis-
ráðherra.
Ragna heimsótti
Auschwitz
Ragna Árnadóttir
Í heilbrigðisráðuneytinu stendur nú
yfir skoðun á framtíð heimaþjónustu
ljósmæðra. Samningur milli Sjúkra-
trygginga Íslands og ljósmæðra rann
út um mánaðamótin febrúar-mars sl.
og hefur verið framlengdur til bráða-
birgða síðan þá. Samningurinn er
næst laus frá lokum ágúst og sam-
kvæmt heimildum stendur til að klára
nýjan samning fyrir þann tíma.
Að sögn Berglindar Hálfdánsdótt-
ur ljósmóður sem situr í fagdeild ljós-
mæðrafélagsins um heimaþjónustu
eru um hundrað sjálfstætt starfandi
ljósmæður sem sinna heimaþjónustu.
Hún segist hafa skilning á því að
skoða þurfi þennan þátt barneigna-
ferlisins innan heilbrigðiskerfisins
eins og aðra. „En það er hægt að
spara á uppbyggilegan hátt og líka á
skaðlegan hátt. Við áttum góða fundi
við Sjúkratryggingar í vor og sú vinna
var í raun í ágætis farvegi. Nú er ver-
ið að skoða þessi mál í ráðuneytinu og
við höfum hitt fulltrúa á þeirra veg-
um. Mestu máli skiptir að ákvarðanir
um framtíð heimaþjónustunnar verði
teknar af þeim sem þekkja þjón-
ustuna og skilja mikilvægi hennar,“
segir Berglind.
Bráðnauðsynleg þjónusta
Að sögn Guðlaugar Einarsdóttur
formanns Félags ljósmæðra er vart
hægt að hugsa sér ódýrara úrræði
fyrir sængurkonur en heimaþjón-
ustuna. „Vikuþjónusta kostar það
sama og sólarhringsþjónusta á stofn-
un. Ég hef ekki trú á öðru en að samn-
ingurinn verði framlengdur. Þetta er
bráðnauðsynleg þjónusta og sú ódýr-
asta sem völ er á. eyrun@mbl.is
Heimaþjónustan til skoðunar
Vart hægt að hugsa sér ódýrara úrræði, segir formaður
Ljósmæðrafélagsins Bráðabirgðasamningar síðan í mars
Eyrún Magnúsdóttir
eyrun@mbl.is
Rauðhóll er eini leikskóli Norðlinga-
hverfisins í Reykjavík en þar er
pláss fyrir 106 börn. Guðrún Sól-
veig, leikskólastjóri á Rauðhól segir
mikið af stórum fjölskyldum í hverf-
inu. „Rauðhóll var opnaður 1.mars
2007. Í maí sama ár var leikskólinn í
raunsprunginn. Síðan þá hafa innrit-
unarmál verið vandamál hjá okkur.“
Samkvæmt þriggja ára fjárhags-
áætlun leikskólasviðs er nýr leik-
skóli í hverfinu, sem á að vera stærri
en sá sem fyrir er og byggður á lóð
Norðlingaskóla, á áætlun 2012.
Dagmar Ýr Sigurjónsdóttir segir
foreldra þreytta á biðinni eftir fleiri
leikskólaplássum. Elsta dóttir henn-
ar er í Norðlingaskóla, miðdóttirin á
Rauðhóli en sú yngsta byrjar í leik-
skóla í Seláshverfi í haust. „Við for-
eldrarnir í hverfinu erum mjög
ósátt við að þurfa að vera
með börnin á leik-
skóla í öðru hverfi.
Það fylgja því mikil
óþægindi að keyra á
milli staða,“ segir
Dagmar og bendir
einnig á það óhag-
ræði sem skapast
sökum þess að leik-
skólarnir eru ekki
endilega með vetrarfrí og starfs-
daga á sama tíma. Fimm starfs-
dagar eru á hverjum vetri í leik-
skólum borgarinnar, en þeir geta þá
orðið tíu hjá foreldrum eins og Dag-
mar sem er með börn í tveimur leik-
skólum.
Sú hugmynd hefur komið upp að
nýta lausar skólastofur á lóð Norð-
lingaskóla fyrir elsta árgang leik-
skólans þegar grunnskólinn flyst í
austurálmu nýbyggingar skólans,
sem skv. áætlun á að vera í ágúst og
september á þessu ári. Þannig gæti
leikskólinn bætt við sig um 30 yngri
börnum en þau elstu færðust þá í
sérstaka deild sem stýrt yrði frá
leikskólanum í náinni samvinnu við
grunnskólann.
Bæði Guðrún Sólveig og Sif Víg-
þórsdóttir skólastjóri Norðlinga-
skóla hafa tekið vel í þá hugmynd.
Samstarf milli leikskólans og skól-
ans í hverfinu sé nú þegar mikið og
gott og ekkert sé því til fyrirstöðu að
útfæra það frekar.
Morgunblaðið/Jakob Fannar
Aðskildar Dagmar Ýr með dætur sínar Rakel Ýr og Andreu Ýr, en sú yngri kemst ekki að á Rauðhóli.
Systurnar fá ekki að
vera í sama leikskóla
Eini leikskóli Norðlingaholts verið sprunginn frá 2007
Á fundi leikskólaráðs 26. febrúar 2009 lögðu fulltrúar Samfylkingarinnar
fram fyrirspurn um samstarf leikskóla og grunnskóla í Norðlingaholti, en
þá hafði komið fram hugmynd leikskólasviðs um að elstu börn af Rauð-
hóli flyttust yfir í lausa kennslustofu við Norðlingaskóla og
þannig væri hægt að búa til 30 leikskólapláss til viðbótar í
hverfinu. Svar leikskólasviðs kom á fundi leikskólaráðs 9.
mars þar sem m.a. sagði að „ekki [væri] brýn þörf fyrir ný
leikskólapláss í Norðlingaholti“.
Í svarinu kemur ennfremur fram að rekstrarkostnaður
við 30 ný leikskólapláss sé 20 milljónir króna miðað við sex
mánuði og að eina lausa kennslustofu þurfi til. Hún sé þó
ekki til staðar á þessum tíma og ný stofa kosti 25-28 millj-
ónir.
„Ekki brýn þörf“ fyrir ný pláss
SVAR LEIKSKÓLASVIÐS VIÐ FYRIRSPURN Í MARS 2009
Nú þegar hefur þjónusta við
sængurkonur verið skorin niður
á spítölum. Á Landspítalanum er
unnið samkvæmt því markmiði
að frískar konur sem eru ekki að
eiga fyrsta barn séu farnar heim
4-24 tímum eftir fæðingu. Al-
mennt er miðað við að konur
sem eru farnar heim 36 stundum
eða minna eftir fæðingu eigi rétt
á heimaþjónustu.
Heim strax
NIÐURSKURÐUR