Morgunblaðið - 05.07.2010, Qupperneq 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JÚLÍ 2010
Ganga
á Nesja-
völlum I
Þriðjudagskvöldið 6. júlí verður Fræðslustígurinn við Nesjavelli
genginn að hluta. Gangan er u.þ.b. 7 km löng, tekur um þrjár
klukkustundir og er að hluta til upp brattar
fjallshlíðar. Fræðst verður um náttúruna,
jarðfræðina og hvernig orkan í Henglinum
hefur verið beisluð. Gangan hefst kl. 19:30
við Nesjavallavirkjun. Þátttaka er
ókeypis og allir velkomnir. Leiðsögu-
maður er Almar Sigurðsson. Upplýs-
ingar um gönguleiðir á Hengilssvæðinu
eru á vef OR, www.or.is/ganga.
• Orkuveita Reykjavíkur rekur
stærstu jarðvarmaveitu í heimi. www.or.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/O
R
K
50
28
1
05
/1
0
Athugið að efni dagsins getur riðlast af
ýmsum ástæðum og er því bent á að nánari
upplýsingar er að finna á vef Orkuveitunnar.
Það hefur legið fyrir um langahríð að Guðmundur Bjarnason
færi að láta af störfum sem fram-
kvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs. Hann
er hættur, en þó
hefur ekki tekist
að finna nýjan
mann í starfið.
Stjórnin auglýstistarfið laust
til umsóknar í apr-
íl síðastliðnum og
umsóknarfrestur
rann út 23. maí,
þannig að tíminn
hefur verið næg-
ur. Umsækjendur
voru einnig nægir,
því að 27 sóttu um
starfið og ýmsir
þeirra vel hæfir.
Engu að síðurhefur ráðningarferlið einkennst
af miklum vandræðagangi og í of-
análag af leynimakki. Erfiðlega hef-
ur gengið að fá upplýsingar um um-
sækjendur, hvernig vinnunni við
ráðninguna miðar og hvað valdi töf-
um.
Engin eðlileg skýring finnst á þvíhvers vegna ekki hefur verið
ráðið í starfið og þá hlýtur skýr-
ingin að vera af hinu taginu.
En hver gæti hin óeðlilega skýringá töfunum og pukrinu þá verið?
Getur verið að enn einu sinni ætli fé-
lagsmálaráðherra að láta flokks-
gæðing fá væna tuggu?
Sama gæðing og nýlega dró tilbaka himinháar og óraunsæjar
launakröfur í þrotabú Landsbank-
ans og hefur frá hruni gegnt ýmsum
ráðgjafarstörfum fyrir ráðherra
Samfylkingarinnar?
Getur verið að slíkar skýringarséu á nýjasta dæminu um gegn-
sæja stjórnsýslu ríkisstjórnarinnar?
Árni Páll Árnason
Hver er óeðlilega skýringin?
Yngvi Örn
Kristinsson
Veður víða um heim 4.7., kl. 18.00
Reykjavík 11 súld
Bolungarvík 8 rigning
Akureyri 10 alskýjað
Egilsstaðir 15 skýjað
Kirkjubæjarkl. 14 skýjað
Nuuk 12 skýjað
Þórshöfn 12 skýjað
Ósló 21 léttskýjað
Kaupmannahöfn 24 léttskýjað
Stokkhólmur 25 heiðskírt
Helsinki 23 heiðskírt
Lúxemborg 27 heiðskírt
Brussel 25 heiðskírt
Dublin 19 léttskýjað
Glasgow 16 skýjað
London 22 léttskýjað
París 27 heiðskírt
Amsterdam 22 heiðskírt
Hamborg 25 heiðskírt
Berlín 28 skýjað
Vín 28 léttskýjað
Moskva 26 heiðskírt
Algarve 29 heiðskírt
Madríd 33 léttskýjað
Barcelona 26 léttskýjað
Mallorca 26 heiðskírt
Róm 32 léttskýjað
Aþena 29 léttskýjað
Winnipeg 24 léttskýjað
Montreal 24 alskýjað
New York 34 heiðskírt
Chicago 30 léttskýjað
Orlando 28 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
STAKSTEINAR
VEÐUR
5. júlí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:15 23:51
ÍSAFJÖRÐUR 2:17 24:59
SIGLUFJÖRÐUR 1:55 24:46
DJÚPIVOGUR 2:32 23:32
Eftir Svanhildi Eiríksdóttur
Garður | „Ferskir vindar í Garði“
heitir útilistaverk Mireyu Samper
og Víðis Árnasonar sem afhjúpað
var á Sólseturshátíð í Garði á laugar-
dag. Verkið markar upphaf alþjóð-
legrar listaveislu sem haldin verður í
Garði í nóvember og desember n.k.
þar sem unnið verður út frá norður-
ljósum. Útilistaverkið stendur rétt
ofan við Garðskagafjöru vestan-
megin og er úr grjóti og rekaviði.
Það voru forsetahjónin, herra
Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit
Moussaieff, sem afhjúpuðu verkið og
sagðist forsetinn aldrei hafa af-
hjúpað svo stórt listaverk né með
þessum hætti. Uppákoman vakti
kátínu eins og sjá má á brosi forseta-
hjónanna. Forsetafrúin er verndari
listaveislunnar.
Listamennirnir, á milli 40 og 50
manns frá 16 þjóðlöndum, munu
koma til dvalar og listsköpunar í
Garði undir lok nóvember. Unnið
verður með ýmis listform og fram-
kvæmd listaveislunnar verður með
þátttöku nemenda í leik-, tónlistar-
og grunnskólanum í Garði.
Listaverk sem gustar um í Garði
Morgunblaðið/Svanhildur Eirík
Ferskir vindar í Garði Forsetinn kvaðst aldrei hafa afhjúpað jafn stórt verk.
Glúmur Baldvinsson, sem vinnur að
verkefni fyrir Þróunarsamvinnu-
stofnun í þorpi við Malawi-vatn í
Gana, bauð þorpsbúum að fylgjast
með fótboltaleik Gana og Úrúgvæ á
skjávarpa í garði sínum.
„Hér á enginn sjónvarp, kannski
einn eða tveir. Fólk fylgist með HM-
keppninni í útvarpinu, það er
þeirra miðill. Það er eitt útvarp á
kannski hundrað manns,“ segir
Glúmur sem kveður um tvö hundr-
uð manns hafa mætt heim til sín.
„Krakkarnir höfðu margir aldrei
séð sjónvarp fyrr. Sumir kannski
séð myndir af fótboltamönnum í
gömlum blöðum og heyrt leikina í
útvarpinu. Ég veit ekki hvernig ég
á lýsa þessari upplifun þeirra. Þetta
er eflaust eins og við myndum sjá
geimfar lenda, það gæti hugsan-
lega verið sæmileg samlíking,“ seg-
ir Glúmur sem kveður fólk hafa
dansað og sungið yfir leiknum.
Ljósmynd/Melkorka Glúmsdóttir
Leikur Gana og Úrúgvæ
fyrstu kynnin af sjónvarpi
Fótboltafár Fylgst var með af miklum áhuga og mörkum fagnað af innileik.