Morgunblaðið - 05.07.2010, Síða 9

Morgunblaðið - 05.07.2010, Síða 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JÚLÍ 2010 Gallabuxur frá PAS Dökkbláar Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Str. 36-56 vera • Laugavegi 49 Sími 552 2020 Útsala Útsala Bonito ehf. Friendtex, Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími 568 2870 – www.friendtex.is Opið mánudaga – föstudaga 11.00-18.00 Lokað á laugardögum Enn meiri verðlækkun 50% 40% Anna Sigríður Einarsdóttir annaei@mbl.is Fyrsta heimsókn á Sólheima í Grímsnesi getur verið nokkur upp- lifun. Eftir akstur í tiltölulega flötu landslagi blasir skyndilega við heilt samfélag ofan í gróðursælli hvilft. Listasmiðja, gróðrarstöð og högg- myndagarður eru meðal þess sem fyrir augu ber á Sólheimum, sam- félagi sem fagnar í dag 80 ára af- mæli sínu. „Við erum eiginlega búin að vera að halda upp á afmælið undanfarið ár,“ segir Guðmundur Ármann Pét- ursson, framkvæmdastjóri Sól- heima. „Hátíðarhöldin byrjuðu með sýningu á leikriti Eddu Björgvins- dóttur, Þar sem sólin á heima, og þau náðu svo hápunkti um nýliðna helgi. Í dag ætlum við því að taka það rólega.“ Ríflega hundrað manns eru bú- settir á Sólheimum allt árið um kring, þar af 43 fatlaðir einstak- lingar. Hópurinn sem heldur þar heimili er þó oft mun stærri og ekki óalgengt að þar dvelji 160-180 manns, m.a. sjálfboðaliðar og starfsnemar erlendis frá. Fjöldi þeirra sem þangað gera sér ferð hefur líka farið sívaxandi á undanförnum árum samhliða því sem ástæðum heimsóknanna hefur fjölgað. „Það eru alltaf fleiri og fleiri sem eiga erindi til okkar,“ segir Guðmundur Ármann og nefn- ir aðdráttarafl kaffihúss, dag- vöruverslunar, listmunasölu, einu lífrænt vottuðu skógræktarstöðv- arinnar á Íslandi og högg- myndagarðsins sem dæmi. Aðrir leiti svo þangað til að kaupa lífrænt ræktað grænmeti, sækja tónleika, messur eða fræðsluerindi í um- hverfissetrinu í Sesseljuhúsi. „Síðan eru sumir bara forvitnir um þetta skrýtna samfélag sem Sólheimar eru.“ Heimsóknirnar verði svo gjarnan fleiri en ein. „Það er upplifun fyrir fólk að koma hingað því við erum að vinna starf sem er ólíkt öðru sem þekkist hér á landi og þess vegna er gott að fólk komi og kynn- ist samfélagsgerðinni og aðferða- fræðinni sem við byggjum á,“ segir Guðmundur og bætir við að áhersla hafi verið lögð á að auka fjölbreytn- ina í starfi Sólheima undanfarin ár. Betri menn eftir meðferð Meðal nýrra verkefna er sam- starf við Fangelsismálastofnun, en Sólheimar hafa lengi átt í samstarfi við Vinnumálastofnun og líkn- arfélagið Bergmál. Guðmundur Ár- mann segir nýja samstarfið hafa gengið gríðarlega vel. „Það var vel undirbúið og í góðri samvinnu við Fangelsis- málastofnun. Fyrir vikið höfum við virkilega notið þess og ég tel óhætt að fullyrða að þeir sem farið hafa í gegnum þá meðferð hafi orðið betri menn. Þetta hefur ekki síður haft góð áhrif á fjölskyldu viðkomandi og þann mikilvæga þátt meðferð- arinnar hefur náðst að byggja vel upp hér,“ segir Guðmundur Ár- mann. Samfélag ólíkt öllum öðrum  Ekki óalgengt að 160-180 manns dvelji á Sólheimum í Grímsnesi  Gestum fer sífellt fjölgandi  Samstarfið við Fangelsismálastofnun gengur vel Gestkvæmt Margir sóttu Śólheima heim að þessu tilefni og var Vigdís Finnbogadóttir í þeirra hópi. Gengið fylktu liði Mikið var um hátíðarhöld á Sólheimum nú um helgina er haldið var upp á áttatíu ára afmælið. Sólheimar hófu starfsemi sem barnaheimili fyrir heilbrigð börn sem bjuggu við erfiðar heimilis- aðstæður 1930. Strax árið eftir kom fyrsta fatlaða barnið á Sól- heima og þar með hófst sú blöndun fatlaðra og ófatlaðra sem síðan hefur verið við lýði. Að sögn Guðmundar Ármanns hafa þeir sem hvað lengst hafa dvalið á Sólheimum búið þar í yf- ir 60 ár. Margir búa þar enda ár- um saman. „Þess vegna er meðalaldur íbúa líka nokkuð hár sem sýnir að hér líður fólki vel.“ Nokkuð hár meðalaldur ÍBÚAR SÓLHEIMA Fimm manna rannsóknarnefnd á vegum Elkem, hins norska móður- félags járnblendiverksmiðju Elkem á Íslandi, mun í dag hefja nákvæma rannsókn á tildrögum banaslyssins sem varð á þriðjudag. Þá brenndist starfsmaður illa eftir að sprenging varð í einum af þremur ofnum verk- smiðjunnar. Hann lést í kjölfarið. Eft- ir slysið var allri starfsemi hætt tíma- bundið. Að sögn Einars Þorsteinssonar, forstjóra Elkem á Íslandi, er búið að staðfesta að það sem fór úrskeiðis var bundið við þennan eina ofn, og því er starfsemi hafin á ný í öðrum hlutum verksmiðjunnar. Hins vegar á eftir að komast nákvæmlega að því hvernig slysið varð og hvað orsakaði það. Slys af nákvæmlega þessum toga er að sögn Einars ekki þekkt af fyrri dæm- um hjá Elkem. Ofninn þar sem sprengingin varð verður því ekki not- aður fyrr en orsök slyssins liggur fyr- ir. „Þeir hefja störf á morgun og munu verða að alveg þangað til búið er að komast að því hvað olli slysinu,“ segir Einar um rannsóknarnefndina. Fjórir sérfræðinganna eru frá Nor- egi og einn líklega frá Kanada. Hætta ekki fyrr en orsökin liggur fyrir  Alþjóðlegir sérfræðingar rannsaka banaslysið í járnblendiverksmiðjunni Morgunblaðið/Þorkell Elkem Ofninn verður ekki notaður fyrr en orsök slysins liggur fyrir. Hrafnreyður KÓ veiddi hrefnutarf í Faxaflóa í gær og var það 33. hrefnan sem bátar Hrefnuveiðimanna ehf. veiða í sumar. Veiðin hefur gengið mjög vel og bátarnir aldrei farið fýluferð, að sögn Gunnars Bergmanns Jónssonar framkvæmdastjóra. Tarfurinn veiddist utan við línuna sem afmarkar innri mörk veiðisvæðisins. Hrefnuveiðin nú er orðin töluvert meiri en hún var á sama tíma í fyrra. „Veiðin hefur gengið mjög vel. Við höfum ekki þurft að fara neina fýluferð, alltaf náð í dýr,“ segir Gunnar og kveður Faxaflóann vera krökkfullan af hrefnu. Hrefnuveiðimenn ehf. keyptu bát til veiðanna í vor og nefndu hann Hrafnreyði KÓ. Auk Hrafnreyðar KÓ hafa Dröfn RE og Halldór Sigurðsson ÍS einnig veitt hrefnur á vegum Hrefnuveiðimanna ehf. Hrafnreyður KÓ er aflahæsti báturinn og verður aðallega notuð við veiðarnar út sumarið. „Það verður veitt alveg grimmt í júlí og eitthvað fram í ágúst,“ sagði Gunnar. Aflinn fer allur á innan- landsmarkað og hefur gengið vel að selja afurðirnar. Gunnar segir að hrefnukjöt fáist nú í langflestum verslunum. Einnig fjölgar stöðugt veitingastöðum og hótelum sem bjóða upp á hrefnukjöt og eru veitinga- staðirnir nú orðnir á annað hundrað talsins. gudni@mbl.is Engin fýluferð verið farin í sumar  Hrefnuveiðar í Faxaflóa hafa gengið mjög vel Hrefnuveiði Hrafnreyður er aflahæst báta Hrefnuveiði- manna, sem ætla að halda veiðum áfram fram í ágúst. Vodafone hefur stefnt Fjar- skiptasjóði ríkisins og Símanum vegna samnings þeirra um há- hraðanettengingar í dreifðum byggðum landsins. Vodafone telur samninginn fela í sér ólögmæta ríkisaðstoð við Símann og verulegar ívilnanir af almannafé fyrir einn að- ila á fjarskiptamarkaði sem raski verulega samkeppni. Í útboði verksins var Síminn með lægsta tilboðið sem nam 378 millj- ónum. Þegar samningurinn var undirritaður var upphæðin 606 millj- ónir. Vodafone stefndi því aðilum en málið var nýlega þingfest fyrir dómi. Vodafone í málsókn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.