Morgunblaðið - 05.07.2010, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 05.07.2010, Qupperneq 10
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JÚLÍ 2010 10 Daglegt líf Svanhildur Eiríksdóttir svei@simnet.is É g mæli með að fólk gangi gætilega um náttúruna og gæti þess að tína ekki mikið af jurtum á stöðum þar sem lítið vex af þeim, til að viðhalda áframhaldandi útbreiðslu þeirra. Betra er að tína þar sem mikið vex af jurtinni. Núna eru margar jurtir að byrja að blómstra og því er upplagt að fara út að tína til að eiga fyrir vetur- inn,“ sagði Ásdís Ragna Einarsdóttir grasalæknir sem hefur kennt Suð- urnesjamönnum söfnun og notkun ís- lenskra lækningajurta. Miðstöð símenntunar á Suður- nesjum hefur boðið Suðurnesja- mönnum upp á námskeið þar sem Ás- dís Ragna hefur farið með þátt- takendum út í náttúruna og kennt þeim að þekkja jurtirnar og áhrif þeirra. Þó nokkuð margar tegundir lækningajurta er að finna á svæðinu sem almenningur getur nýtt sér til að búa til hin ýmsu jurtate. Samskonar námskeið hefur Ásdís Ragna leitt á vegum Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi. Best að tína í bjartviðri Ásdís stundaði nám í grasalækn- ingum í University of East London í Bretlandi og hefur lengi haft áhuga á öllu því sem viðkemur bættri heilsu og heilbrigðum lífsstíl. Hún hefur um nokkurt skeið rekið viðtalsstofu í Reykjanesbæ þar sem hún leiðbeinir fólki hvernig það getur bætt heilsu sína og líðan með jurtum og heilsu- samlegu mataræði. „Fólk getur líka tínt jurtir sjálft, sér til heilsubótar. Víðsvegar um landið höfum við marg- ar góðar jurtir sem eru okkur að- gengilegar úti í náttúrunni allt sum- arið og auðvelt að tína þær. Best er að „Íslensku jurtirnar eru taldar mjög virkar“ Ásdís Ragna Einarsdóttir hefur kennt íbúum á Suðurnesjum og á Vesturlandi að þekkja lækningajurtir og frætt þá um nytsemi þeirra til heilsubóta. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Jurtatínsla Gaman er bæði fyrir fullorðna og börn að tína jurtir. Nú þegar stór hluti fólks situr við tölvu bæði heima og í vinnu og jafn- vel með tölvuígildi í formi síma, getur verið þægilegt að geyma allar upplýs- ingar á sama stað. Á vefsíðunni ever- note.com er boðið upp á nákvæmlega þessa þjónustu. Gildir þá einu hvort um er að ræða verkefnalista dagsins, tímaglósur, heimavinnu, uppskriftir, símaskrá, myndir eða bara dagbók- arfærslur. Ekkert er því til fyrirstöðu að geyma þetta allt og flokka á ein- um og sama stað. Á heimasíðu Evernote er hægt að skrá sig fyrir fríum aðgangi og í kjöl- farið hægt að skrá sig inn úr hvaða tölvu sem er. Jafnframt er hægt að sækja forrit fyrir öll helstu stýrikerfi og farsíma sem bjóða notandanum upp á enn meiri virkni. Öll gögn upp- færast jafnharðan, þannig að hvar og hvenær sem maður skráir sig inn hef- ur maður alltaf nýjustu uppfærslur fyrir framan sig. Fyrir óskipulagða einstaklinga er þessi síða guðs gjöf, enda mjög þægilegt að geta hent öllu jafnharðan þangað inn, hversu ómerkilegt eða merkilegt sem það kann að vera, og sest síðan niður þegar betur stendur á til að vinna úr haugnum. Hinir skipulögðu nýta sér væntanlega þjónustuna nú þegar. Vefsíðan www.evernote.com Punktar Viðmót síðunnar er einfalt og notandinn er fljótur að tileinka sér það. Allt á einum stað, alls staðar Nú þegar fjölmargir eru komnir í sumarfrí og ferðast um landið er vert að minna á hina frábæru Selárdals- laug sem er í um 12 km fjarlægð frá Vopnafirði. Laugin stendur við bakka Selár þar sem hún rennur í grunnu gljúfri. Þó laugin sé komin til ára sinna er staðsetning hennar rómuð fyrir feg- urð og sólbaðsaðstaða er góð. Laugin er 12,5 m á lengd og 6 m á breidd og hún er yfirleitt um þrjátíu og þriggja gráðu heit. Tveir, misheitir pottar eru við laug- ina. Sundlaugarvörður er á staðnum frá klukkan 07.00 - 22.00, út ágúst. Endilega... ...syndið í Selárdalslaug Morgunblaðið/Árni Sæberg Busl Börn njóta vel sundferða. Fæðubótarefni eru ekki eingöngu viðbót við fæðu til að uppfylla daglega þörf næringar- efna, t.d. D-vítamíns. Þau eru notuð gegn ýms- um kvillum, til að koma í veg fyrir ákveðin ein- kenni og til að ná fram ýmsum áhrifum. Erlendar rannsóknir sýna að fólk eyðir svip- uðum fjárhæðum í óhefðbundnar lækningar, t.d. fæðubótarefni (þ.m.t. náttúruvörur), og í lyf. Mörg fæðubótarefni gera gagn og virka eins og til var ætlað. Fyrir vissa einstaklinga er neysla ákveðinna fæðubótarefna nauðsynleg til að uppfylla næringarefnaþörf. Fæðubót- arefni skulu þó aldrei koma í stað fjölbreyttrar fæðu. Skv. matvælalögum mega fæðubótarefni ekki innihalda lyf og ekki valda heilsutjóni. Matvælastofnun hefur innflutningseftirlit með fæðubótarefnum og innflutningur á vörum sem brjóta í bága við þessi ákvæði matvælalaga er óheimill. Mörkin milli fæðubótarefna og lyfja geta verið afar óljós en þó er munur á þessu tvennu. Ekki eru til gæðastaðlar fyrir framleiðslu fæðu- bótarefna sem skylt er að fylgja. Til eru leið- beiningar frá Lyfjastofnun Evrópu (EMEA) og Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) um fram- leiðsluhætti fæðubótarefna. Það eru þó aðeins leiðbeiningar og ekkert eftirlit er haft með því hvort þeim sé fylgt. Um framleiðslu lyfja gilda hinsvegar strangir gæðastaðlar sem skylt er að fylgja. Markaðssetning fæðubótarefna er ekki leyfisskyld heldur er það á ábyrgð fram- leiðanda eða dreifingaraðila að vara þeirra uppfylli lög og reglur. Vörur á markaði eru und- ir eftirliti heilbrigðiseftirlits viðkomandi sveit- arfélags. Lyf þurfa hinsvegar að fara í gegnum viðamiklar rannsóknir áður en markaðsleyfi fæst. Fæðubótarefni geta því verið mjög mis- jöfn að gæðum. Dæmi um galla á fæðubót- arefnum eru mistök við jurtasöfnun, mengun (skordýraeitur, sýklar, þungmálmar), magn innihaldsefna ekki í samræmi við áletranir eða viljandi íblöndun lyfjaefna án þess að það sé uppgefið í innihaldslýsingum. Mörg innihaldsefni fæðubótarefna eru lítið sem ekkert rannsökuð og t.d. er mjög lítið um rannsóknir á áhrifum langtímanotkunar þeirra. Eins og löggjöfin hér á landi er í dag er ekkert sem hamlar innflutningi og markaðssetningu ef ekki hefur verið sýnt fram á skaðsemi efn- is/vöru og viðkomandi efni/vara flokkast ekki sem lyf. Tíminn leiðir því miður stundum í ljós að varan/efnið er ekki örugg til neyslu, a.m.k. ekki fyrir alla þjóðfélagshópa. Með því að neyta vara með lítið rannsökuðum innihalds- efnum er ákveðin áhætta tekin og vert er að vera gagnrýninn á þau fæðubótarefni sem neytt er. Hætta skal neyslu og leita læknis ef óeðlileg einkenni koma fram. Katrín Guðjónsdóttir, sérfræðingur hjá Matvælastofnun. Örugg matvæli – allra hagur! Fæðubótarefni skulu aldrei koma í stað fjölbreyttrar fæðu www.mast.is Morgunblaðið/G.Rúnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.