Morgunblaðið - 05.07.2010, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 05.07.2010, Qupperneq 12
12 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JÚLÍ 2010 Peningalegar eignir dönsku þjóðarinnar hafa furðu fljótt náð fyrri upp- hæðum, eftir að hafa tekið djúpa dýfu í heims- kreppunni. Sam- kvæmt nýrri greiningu frá Nordea bankanum sænska eru eignir Dana nú um það bil þær sömu og fyrir krepp- una. Sparnaður hefur aukist mun meira en búist var við, en nú er mikilvægt að fjárfestar í einka- geiranum fari ekki of geyst af stað í áhættusamar fjárfestingar, eftir að hafa þurft að bíða lengi og halda kyrru fyrir. Þetta segja bæði nýjar greiningar frá Nordea og frá Nykredit. Danir með lífeyrissparnað sem liggur í fjárfestingum með lítilli til miðlungs áhættu, eiga í dag meira en þeir áttu, þegar lausa- fjárkreppan byrjaði í október 2007. Aðeins Danir sem hafa valið áhættusamari sjóði til að leggja inn í, þ.e.a.s. með 70% fjárfestingu í hlutabréfum, eru enn með tap í bókum sínum af kreppunni. Danir að jafna sig eftir kreppu Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Þegar bandaríski seðlabankinn og alríkisstjórnin ákváðu að koma fjár- festingarbankanum Bear Stearns til aðstoðar vorið 2008 var ákveðnum þáttum haldið leyndum fyrir þinginu og þjóðinni, að því er segir í frétt Bloomberg. Seðlabankinn keypti af Bear Stearns skuldabréf, skuldabréfa- vafninga og aðra fjármálagerninga fyrir tugi milljarða dala. Við það tækifæri sögðu seðlabankastjórinn Ben Bernanke og fjármálaráðherr- ann Timothy Geithner að um skulda- bréf væri að ræða með lánshæfis- einkunn í fjárfestingarflokki. Hins vegar hefur komið á daginn að í mörgum tilfellum var um að ræða skuldabréf og vafninga sem tengd voru lélegum fasteignalánum og hafa síðar verið lækkuð í rusl- flokka af matsfyrirtækjum. Öllu alvarlegra er að meðal fjár- málagerninganna eru skuldabréfa- tryggingar að verðmæti sextán millj- arða dala, sem fela í sér að eigandi þeirra tryggir eigendur skuldabréf- anna fyrir tapi. Seðlabankinn hefur ekki viljað segja hver staða hinna undirliggjandi skuldabréfa er, en vit- að er að hluti þeirra hefur verið lækkaður í ruslflokk og ber seðla- bankinn ábyrgð á þeim. Þingmenn hafa gagnrýnt björgun- ina harðlega. Sherrod Brown, öld- ungadeildarþingmaður úr flokki demókrata, sagði að annaðhvort hefði seðlabankinn ekki gert sér grein fyrir raunverulegu verðmæti fjármálagerninganna sem hann keypti eða að hann hefði haldið upp- lýsingum um lélega stöðu þeirra leyndum fyrir þinginu. Hafa þingmenn gert þá kröfu að hulunni yfir starfsemi seðlabankans verði lyft, að hluta að minnsta kosti, einkum þegar um er að ræða afar kostnaðarsamar björgunaraðgerðir við banka og fjármálafyrirtæki. Illa staðið að björguninni  Seðlabanki Bandaríkjanna gæti tapað milljörðum á björgun Bear Stearns Reuters Björgunaraðgerðir Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, bar vitni um björgunaraðgerðirnar fyrir þingnefnd í síðasta mánuði. Sala hjá breska vöruhúsinu House of Fraser hefur aukist á milli ára en keðjan hefur aukið áherslu á eigin vörumerki, að því er kemur fram í tilkynningu. Sala í þeim verslunum HoF sem einnig voru starfandi fyrir ári hefur aukist um 7,5% á öðrum ársfjórðungi. Á fyrsta ársfjórðungi var aukningin 10%. Jón Ásgeir Jóhannesson sagði sig úr stjórn House of Fraser í maí í kjölfar þess að mál var höfðað gegn honum af slitastjórn Glitnis í New York. Jón Ásgeir hafði setið í stjórninni í umboði skilanefndar Landsbankans, eftir að Baugur fór í gjaldþrot. Rekstarhagnaður á árinu 2008 nam 300 þúsund pundum en tap eft- ir afskriftir, fjármagnskostnað og annan óreglulegan kostnað nam 87 milljónum punda. Fyrirtækið hefur ekki lagt fram ársreikning fyrir síðasta ár. Sala eykst hjá HoF Í FYRIRTÆKJAVIÐSKIPTUM H a u ku r 0 4 .1 0 Guðni Halldórsson viðskiptalögfræðingur, gudni@kontakt.is Arnór H. Arnórsson rekstrarhagfræðingur, arnor@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, lögg. verðbr.- og fasteignasali, brynhildur@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Jens Ingólfsson rekstrarhagfræðingur, jens@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hdl. sigurdur@kontakt.is Leit að heppilegum fyrirtækjum eða kaupendum. Verðmat fyrirtækja. Viðræðu- og samningaferli. Gerð kaupsamninga og tengdra samninga. Fjármögnun fyrirtækjaviðskipta. Við teljum að eftirfarandi fyrirtæki geti verið fáanleg: • • • • • Forgangslisti er nýjung fyrir kaupendur og fjárfesta. Skráning á www.kontakt.is SÉRFRÆÐINGAR • Skráðu þig á forgangslista og við sendum þér reglulega upplýsingar í tölvupósti um tækifæri sem við getum ekki sett í auglýsingar. Upplýsingar og skráning á www.kontakt.is. • Þekkt heimilisvöruverslun með eigin innflutning. Ársvelta 80 mkr. • Vélsmiðja með góða verkefnastöðu. 7 starfsmenn. • Meirihluti í stóru iðnfyrirtæki. EBITDA 75 mkr. • Lítið en mjög arðbært fyrirtæki með heilsuvörur. Ársvelta 60 mkr. • Rótgróin heildverslun sem selur tæknivörur og rekstrarvörur til opinberra stofnanna. EBITDA 15 mkr. • Tvö iðnfyrirtæki sem henta vel til sameiningar. Sameinuð ársvelta um 150 mkr. og EBITDA um 25 mkr. Viðkomandi kaupandi þyrfti að leggja fram um 20 mkr. í peningum og um 20 mkr. fasteignaveð til að ná meirihluta í báðum fyrirtækjunum. • Meirihluti í rótgrónu iðnfyrirtæki. Ársvelta 90 mkr. EBITDA 10 mkr. Litlar skuldir. • Fyrirtæki á heilbrigðissviði með langtímasamninga. EBITDA 12 mkr. • Verslun með heilsuvörur í góðum rekstri. Eigin innflutningur. • Rótgróið verslunarfyrirtæki með eigin framleiðslu í Kína á alþjóðlegu vörumerki óskar eftir meðeiganda-fjárfesti til að auka framleiðslu og sölu erlendis. • Meirihluti í rótgrónu iðnfyrirtæki. Ársvelta 90 mkr. EBITDA 10 mkr. Litlar skuldir. Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Íslendingar nota netið í síauknum mæli til að kaupa vörur eða þjónustu. Samkvæmt könnun, sem gerð var í janúar til mars í fyrra, pöntuðu eða keyptu 29 prósent íslenskra netnotenda vöru síðustu þrjá mánuði fyrir framkvæmd könnunarinnar. Kom þetta fram á morgunverðarfundi TM Software um netverslun, sem haldinn var fyrir skömmu. Netverslun var meiri árið 2008 en 2009, en samdrátturinn hefur nær eingöngu orðið í ferðatengdum vörum. Íslendingar eru með öðrum orðum ekki að kaupa ferðir til útlanda á netinu í sama mæli og áður. Um 57 prósent aðspurðra höfðu keypt að- göngumiða á viðburði á netinu, 48 prósent höfðu keypt fjarskiptaþjónustu af einhverju tagi og 46 prósent höfðu keypt bækur og tíma- rit. Nokkur munur er á kauphegðun kynjanna. Til dæmis höfðu 47 prósent karla keypt tónlist á netinu, en 27 prósent kvenna. Sama á við um hugbúnað og tölvuleiki, þar sem 47 prósent karla höfðu átt viðskipti með slíkt, en 19 pró- sent kvenna. Konur kaupa aftur á móti frekar bækur og tímarit á netinu (33 prósent kvenna á móti 27 prósent karla). Einnig er munur á kauphegðun þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu annars vegar og annarra Íslendinga hins vegar. Höfuðborgar- búar kaupa meira af bókum, tímaritum og hlutabréfum á netinu, en landsbyggðarfólk kaupir meira af hlutum til heimilisins, tölvu- leiki og hugbúnað. Athyglisvert er að innlend fyrirtæki eru lang-algengustu seljendurnir á netinu, en um 80 prósent aðspurðra höfðu keypt vöru eða þjónustu af íslensku fyrirtæki á netinu. Hlut- fall þeirra sem keypt höfðu af evrópsku fyr- irtæki var um 46 prósent og um 49 prósent höfðu keypt af bandarísku fyrirtæki. Þá sýnir könnunin að flestar pantanir, sem gerðar eru á netinu, eru fyrir tiltölulega lágar fjárhæðir. Aðeins um 19 prósent pantana eru fyrir meira en hundrað þúsund krónur og þar af er um helmingurinn fyrir pantanir yfir tvö hundruð þúsund krónum. Í 47 prósent tilfella var virði pöntunar undir tuttugu þúsund krónum. Soffía Kristín Þórðardóttir, verkefnastjóri hjá TM Software, kynnti efni könnunarinnar á fundinum og fjallaði einnig um helstu mistök sem gerð eru við hönnun vefverslana. Vefsíða má ekki vera of flókin og gera verður viðskiptavini eins auðvelt og unnt er að finna það sem hann vill á síðunni og fá upplýsingar um vöruna. Þetta þýðir að leitarvél á síðunni verður að vera öflug og nægilega ýtarlegar upplýsingar um vöruna verða að liggja fyrir með myndum af henni ef við á. Þá má kaupferlið ekki vera of langt eða flók- ið og segir hún að ekki eigi að gera það að skil- yrði fyrir kaupum að viðskiptavinur gerist skráður notandi að síðunni. Sífellt meiri netviðskipti hér á landi Morgunblaðið/Golli Verslað Netverslun á Íslandi hefur aukist ár frá ári og eru íslenskar síður ofarlega á blaði.  Netverslun hefur aukist undanfarin ár  Undantekning var í fyrra, þegar mikill samdráttur í sölu á ferðatengdum vörum dró niður netverslun í heild  Munur er á kauphegðun karla og kvenna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.