Morgunblaðið - 05.07.2010, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 05.07.2010, Qupperneq 13
Fréttir 13INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JÚLÍ 2010 Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Aukið aðhald í opinberum rekstri evruríkj- anna mun auka traust fjárfesta og neytenda og stuðla að hagvexti, að sögn Jeans-Claude Trichet, seðlabankastjóra Evrópska seðla- bankans. Trichet ræddi við fréttamenn í frönsku borginni Aix-en-Provence í gær. „Traust er hagvexti nauðsynlegt, og sé engin trú fyrir hendi á sjálfbærni fjármálastefnu hins opinbera verður enginn hagvöxtur.“ Trichet ítrekaði þá skoðun sína að óviturlegt væri fyrir ríki Evrópu að auka útgjöld til að styðja við hagvöxt. Ekki væri svigrúm til frek- ari skuldasöfnunar. Seðlabankastjórinn er ekki þeirrar skoð- hagkerfið væri komið í skjól frá annarri dýfu, en næstu vikur og mánuðir gætu reynst efna- hagslega erfiðir. Gertrude Tumpel-Gugerell, sem á sæti í bankastjórn Evrópska seðlabankans, sagði í ræðu sem hún hélt í Kína um liðna helgi, að niðurskurður í opinberum útgjöldum kynni að hafa neikvæð áhrif á hagvöxt til skamms tíma, þó svo að það væri alls ekki öruggt. Í ræðu Tumpell-Gugerell kom fram að hagfræðingar Evrópska seðlabankans hefðu komist að þeirri niðurstöðu að varanleg lækkun opin- berra skulda niður í 60-90% sem hlutfalls af landsframleiðslu myndi hafa jákvæð áhrif á hagvöxt sem næmi á bilinu 0,4 til 2,2%. „Öll ríki þurfa að sýna ábyrgð, og evrópskar ríkis- stjórnir þurfa að vinna saman,“ sagði hún. ársins í Bandaríkjunum gæti dottið niður í 1,5%, en á fyrri hluta ársins er talið að banda- ríska hagkerfið hafi vaxið um 3%. „Fyrir al- þjóðahagkerfið er myndin heldur dökk í lok árs,“ sagði hann. Roubini sagði að alþjóða- unar að Evrópa horfist nú í augu við nýtt sam- dráttarskeið. Evrópski seðlabankinn spáir því að hagvöxtur verði á evrusvæðinu í ár, í kring- um eitt prósent. Reiknar með engum vexti á evrusvæði Hagfræðingurinn Nouriel Roubini, sem reyndist meðal sannspáustu manna í aðdrag- anda fjármálakreppunnar sem hófst á haust- dögum 2007, sagði í gær að hann teldi að hag- vöxtur á evrusvæðinu yrði enginn á þessu ári. Roubini sagði að ýmis teikn væru á lofti um þverrandi væntingar um efnahagsbata á heimsvísu. Að undanförnu hefðu skuldatrygg- ingar hækkað í verði, auk þess sem viðskipti á millibankamarkaði væru höktandi. Jafnframt benti Roubini á að hagvöxtur á síðari hluta Niðurskurður er nauðsynlegur  Seðlabankastjóri Evrópska seðlabankans leggur hart að stjórnvöldum evruríkja að minnka útgjöld Jean-Claude Trichet seðlabankastjóri. Nouriel Roubini hagfræðingur. Þjóðhátíðardagur Bandaríkjamanna var haldinn hátíðlegur í gær, en 234 ár eru liðin síðan landið lýsti yfir sjálfstæði frá Bretlandi. Hafnaboltalið- in Boston Red Sox og Baltimore Orioles mættust í gær á heimavelli fyrrnefnda liðsins, Fenway Park. Í tilefni dagsins var þessum stóra fána komið fyrir á „Græna skrímslinu“, en undir því nafni gengur þessi sögufræga stúka. Fyrir neð- an standa bandarískir hermenn. thg@mbl.is Reuters 234 ár frá sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna Þórður Gunnarsson thg@mbl.is David Petraeus tók í gær formlega við sem nýr yfirhershöfðingi herliðs NATO í Afganistan. Skipan Petra- eus kemur í kjölfar brottvikningar Stanleys McChrystal, sem var leyst- ur frá störfum fyrir ógætileg um- mæli í garð æðsta yfirmanns hersins, Bandaríkjaforseta, í viðtali við tíma- ritið Rolling Stone. McChrystal sagði meðal annars að fyrsti fundur sinn með Barack Obama eftir for- setakosningarnar 2008 hefði valdið sér vonbrigðum. Petraeus jós engu að síður lofi á forvera sinn: „Þann ár- angur sem náðst hefur á síðustu mánuðum, andspænis staðföstum óvini, er að mörgu leyti ekki síst að þakka hugsjón, krafti og forystu sem hann [innsk.: McChrystal] veitti,“ sagði Petraeus við athöfn í banda- ríska sendiráðinu í Kabúl í gær. Öld- ungadeild bandaríska þingsins kaus Petraeus samhljóða til að veita her- afla NATO forystu. Mannfall í röðum herliðs NATO hefur aldrei verið meira en þessa dagana og eykst frá degi til dags. Júní síðastliðinn var þannig sá blóð- ugasti fyrir herlið NATO frá upp- hafi. Talið er að talíbanar hafi ekki haft sterkari stöðu frá árinu 2001, þegar stjórn þeirra var hrundið af herliði Bandaríkjamanna. Í síðasta mánuði létust 102 úr herliði Banda- ríkjanna og NATO. Aukinn þungi í hernaði Petraeus sagði að nú væri mikil- vægur tímapunktur í stríðinu í Afg- anistan. „Við verðum að sanna það fyrir Afgönum og heiminum öllum, að al-Qaida og öðrum öfgahópum þeim tengdum mun ekki takast aftur að koma sér upp athvörfum í Afgan- istan, hvaðan þeir geta gert árásir á Afgana og aðrar frelsiselskandi þjóðir,“ sagði yfirhershöfðinginn í gær. Hann ýjaði að því að regluverk- ið sem hermenn NATO miða sínar aðgerðir við yrði endurskoðað eða endurbætt. Eru þar sérstaklega til skoðunar hömlur á notkun stór- tækra vopna, af landi eða úr lofti, þegar líf óbreyttra borgara er talið vera í hættu. „Til að geta verndað þá, sem við erum hingað komin til þess að hjálpa, verður ekki umflúið að fella, taka til fanga eða snúa upp- reisnarmönnum á sveif með okkur. Við munum ekki gefa eftir í þeim málum,“ sagði Petraeus í minnis- blaði til allra hermanna sem lúta hans stjórn nú. McChrystal setti í sinni tíð strang- ar reglur um að vernda líf óbreyttra borgara í öllum hernaðaraðgerðum. Fram kemur hjá AP-fréttastofunni að meðal hermanna hafi heyrst kvartanir vegna þessara reglna. Þeir eru sagðir telja að þær knýi þá til að setja líf sitt í óþarfa hættu og veita þar með talíbönum og bandamönn- um þeirra forskot. Petraeus sestur í brúna  David Petraeus er nýr yfirhershöfðingi NATO í Afganistan  Mannfall hefur aldrei verið meira í herliði NATO  Ýjar að auknum þunga í hernaði NATO Reuters Ávarp Petraeus kynnir sig til leiks. Konu á sjötugs- aldri tókst að komast framhjá öryggisvörðum sem gættu Elísabetar II. Bretlandsdrottn- ingar. Drottn- ingin og eig- inmaður hennar, Filippus prins, höfðu sótt guðs- þjónustu í kirkju í Toronto í Kan- ada. Í þann mund sem hin tignu hjón hugðust taka við blómvöndum úr höndum ungra stúlkna, sást rauðklædd kona ganga í átt að drottningunni. Konan sagði nokkur orð við drottninguna, áður en hún rétti henni svartan plastpoka. Að sögn lögreglunnar innihélt plast- pokinn diskaþurrku sem skartaði mynd af kirkjunni, sem drottningin hafði rétt stigið út úr. Lögreglu- yfirvöld telja atvikið hafa sýnt fram á bresti í öryggisgæslu, þó ekki hafi sérstök hætta þótt hafa stafað af konunni. thg@mbl.is Eldri kona sneri á ör- yggisgæslu hennar hátignar í Toronto Drottningin var keik í Kanada í gær. Bandaríkjamað- urinn Joey Chestnut vann árlegu pylsuáts- keppnina Nath- an’s Hot Dog Eating Com- petition sem iðu- lega er haldinn 4. júlí. Chestnut hámaði í sig 54 pylsur á 10 mín- útum, sem var níu stykkjum meira en næsti maður kom ofan í sinn maga. Chestnut, sem er 26 ára gamall, sigraði í átkeppninni nú fjórða árið í röð. Sínum besta ár- angri náði hann þó í fyrra, þegar hann sló heimsmetið með því að innbyrða 68 pylsur. Inntur eftir skýringum á lakari árangri nú, sagði Chestnut 35° hitann hafa gert sér erfitt um vik. thg@mbl.is Chestnut varði pylsuátstitilinn Chestnut treður í sig pylsu númer 30. Nígerískir sjó- ræningjar hafa leyst úr haldi tólf sjómenn sem þeir höfðu haldið í gíslingu í tvo daga. Sjómenn- irnir störfuðu á fraktskipi sem var skráð í Þýskalandi, en ekki er vitað hvort greitt hafi verið lausnargjald til sjóræningjanna fyrir gíslana. Gíslatökur sjóræningja undan ströndum Nígeríu hafa aukist mik- ið á síðustu mánuðum. thg@mbl.is Nígerískir sjóræn- ingjar sleppa gíslum Svipast um eftir sjóræningjum. Petraeus hefur sagst styðja áætlun Baracks Obama um að hefja heimkvaðningu hermanna í júlí árið 2011. Hann setur þó fyrirvara um að slíkar ákvarð- anir verði alltaf að miðast við ástandið í Afganistan hverju sinni. Obama hefur sætt gagn- rýni fyrir að hafa tilkynnt dag- inn, sem hafið verður að kveðja hermenn heim, svo snemma. Öldungadeildarþingmaðurinn John McCain sagði að skyn- samlegra væri að tilkynna um heimkvaðningar eftir að mark- mið hernaðaráætlana hefði náðst, en ekki fyrr. McCain sagði hermenn í Afganistan alls ekki klára á því hvenær þeir væru á leiðinni heim, svo mikil væri óvissan ennþá. Snemmbúin yfirlýsing HEIMKVAÐNINGIN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.