Morgunblaðið - 05.07.2010, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JÚLÍ 2010
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Leiðtogar 20helstu efna-hagsvelda
heims héldu fyrir
skemmstu fund í
Kanada. Oft eru of
miklar væntingar til slíkra
funda og fréttaskýrendur tala
þá upp. Reynslan kennir hins
vegar að umbúðirnar eru iðu-
lega mikilfenglegar en inni-
haldið ekki. Fundurinn núna
fór fram í skugga óróleika í
efnahagsmálum. Því fóru vænt-
ingarnar ekki einar, því þeim
fylgdu kröfur um ákvarðanir
sem byggja mætti á. En ekkert
markvert gerðist.
Ástæðan var sú að djúp-
stæður ágreiningur var um
leiðir. Bandaríkin, stærsti mót-
orinn í maskínunni sem keyrt
hefur efnahag heimsins áfram
allt frá miðri síðustu öld, eru
sjálf í vandræðum. Þær hag-
tölur sem þaðan berast eru
ekki upplífgandi. Evrópa eng-
ist og þar eru kröfur um aðhald
í ríkisrekstri settar á oddinn,
ekki síst á evrusvæðinu, vegna
lítils trausts á sameiginlega
gjaldmiðlinum. Hin nýja
breska samsteypustjórn veit
að hún fær aðeins eitt tækifæri
til að bregðast af afli við sínum
ríkissjóðshalla. Það er nú eða
aldrei fyrir hana, svo hún er á
sömu buxunum og leiðtogar
evruríkja.
Þetta hugnast
Bandaríkjamönn-
um ekki, því sá
samdráttur kaup-
máttar og al-
mennrar eft-
irspurnar sem slíkri
stefnumörkun fylgir bitnar á
heimsversluninni, ekki síst
þegar á sama tíma eru merki
um að dragi úr hagvexti í Kína.
Hagvöxtur þar hefur verið slík-
ur á undanförnum árum að við
venjulegar aðstæður teldist já-
kvætt að nokkuð drægi úr hon-
um um stutt skeið, en það
bendir því miður ekkert til að
samdrátturinn í Kína verði
smávægilegur og ekki heldur
að hann verði skammvinnur.
Um tíma var reynt að fá vonum
um betri tíð festu í óljósum lof-
orðum Kínverja um að leyfa
gjaldmiðli sínum að styrkjast
og þar með að greiða fyrir eft-
irspurn til þessarar fjölmenn-
ustu þjóðar heims. Líklegast er
talið nú að Kínverjar láti gengi
gjaldmiðils síns styrkjast
óverulega. Þar fór þá það
hálmstráið. Leiðtogafundurinn
í Kanada minnti að því leyti á
Niagarafossana, að hann var
tilkomumikill, gusugangur
fylgdi honum og þar var sam-
ankomið mikið afl. En það var
ekki virkjað og kemur að litlu
gagni. Gott fyrir fossana en
ólán í tilviki foringjanna.
Engin leiðsögn
í efnahagsmálum
á heimsvísu}
Efnahagsórói vex enn
Samkvæmt fréttRíkisútvarps-
ins í gær gætu
sveitarfélögin í
landinu rukkað
íbúa sína um 11
milljarða króna í
fasteignagjöld umfram það sem
nú er gert ef þau fullnýttu
tekjustofninn eins og lög frek-
ast heimila. Með þessu væri
innheimta þessa skatts ríflega
tvöfölduð. Samkvæmt sömu
mælistiku gæti Reykjavíkur-
borg aukið skattbyrði íbúa
sinna um 5 milljarða króna, eða
um það bil um 200 þúsund krón-
ur á hverja fjögurra manna fjöl-
skyldu á ári.
Þetta eru svimandi tölur og
vafalaust klæjar einhverja
sveitarstjórnarmenn í lófana að
komast yfir slíka fjármuni.
Menn eru hins vegar á miklum
villigötum ef þeir telja að lög-
bundið hámark skattbyrði sé
það sem ætti að hafa hliðsjón af
við ákvörðun álagningar á íbúa.
Mörgum sveitarstjórnar-
mönnum hefur raunar verið
tamt að hugsa málin á þennan
hátt, eins og sjá má af því að
flest sveitarfélög eru með út-
svarið í hæstu leyfilegu mörk-
um. Þegar kemur
að fasteignagjöld-
um hefur þó sem
betur fer ekki þótt
sjálfsagt að sækja í
efstu mörk og von-
andi dettur sveit-
arstjórnarmönnum ekki í hug
að taka upp slíkt viðmið.
Í viðtali Ríkisútvarpsins við
borgarfulltrúann Óttar Proppé
var jákvætt að heyra að ekki
hefði verið skoðaður sá mögu-
leiki að fara með fasteigna-
gjöldin upp í hámark. Um leið
var áhyggjuefni að borg-
arfulltrúinn sagði að verið væri
að skoða „að borgin haldi
tekjum“, sem felur væntanlega
í sér að skatthlutfallið verði
hækkað.
Borgarfulltrúar verða að átta
sig á að það eru fleiri en borgin
sem ekki hafa haldið tekjum.
Íbúar borgarinnar, sem um leið
eru bæði kjósendur og skatt-
greiðendur, hafa ekki heldur
haldið tekjum. Íbúarnir berjast
við það á hverjum degi að láta
enda ná saman þrátt fyrir þessa
staðreynd. Þeir hljóta að eiga
kröfu á hendur kjörnum fulltrú-
um að þeir geri hið sama í
rekstri hins opinbera.
Ekki aðeins borgin
heldur einnig íbúar
borgarinnar hafa
tapað tekjum}
Tekjutap og
meint skattasvigrúm
Á
nægjuleg ferð í Ikea á dögunum
endaði í fremur ömurlegri upp-
lifun við kassann. Aðstæður voru
kunnuglegar: Pabbi, mamma og
börn þeirra tvö eru á næsta kassa.
Þriggja ára pjakkur er greinilega orðinn
þreyttur á húsgagnaskoðun í boði foreldranna
og orgar og gólar í innkaupakerrunni. Barnið
er skiljanlega útkeyrt eftir ökuferð um vörum
hlaðna gangana og slær með hnefum út í loftið,
lætur illa og hefur hátt. Eflaust margir sem
kannast við að hafa átt við uppgefin börn í inn-
kaupaferðum.
Samúð undirritaðrar og eflaust annarra nær-
staddra var að sjálfsögðu með þriggja ára gutt-
anum sem nennti einfaldlega ekki meir og þráði
ekkert heitar en að komast út í sólina. Pabbinn
snýr sér að stráksa og grípur til eins einkennilegra uppeldis-
aðferða og hugsast geta. „Þegiðu,“ byrjar hann á að hreyta í
uppgefinn son sinn. Setur því næst hnefa á loft og þykist slá
út í loftið líkt og barnið gerði, grettir sig og hermir eftir hon-
um. Síðan segir pabbinn:
„Af hverju öskrarðu svona? Ertu stelpa? Á ég að kaupa
á þig lítinn kjól og setja í þig tíkó? … og notar látbragð og
svip með erfitt er að gera grein fyrir á prenti. Móðirin og
eldri systir á grunnskólaaldri fylgdust með en kipptu sér
því miður ekki sjáanlega upp við þessar átakanlegu aðferð-
ir föðurins.
Ekki laust við að maginn færi í hnút. Var maðurinn, sem
var sirka á aldur við undirritaða eða allavega af sömu kyn-
slóð, í alvörunni að segja barninu að þegja?
Spurði hann barnið í alvörunni hvort hann ætti
að setja í hann tíkó? Kaupa á hann kjól? Hver
talar svona? Bíddu, ha?
Þessi upplifun á kassanum var eiginlega enn
ömurlegri þegar ég rifjaði hana upp eftir að
heim kom. Augljóslega er ekki í lagi að tala
svona við börn. En átti þá ekki að gera eitthvað
í málinu? Hefði ekki verið ráð að banka alla-
vega í öxlina á honum og segja eitthvað? Und-
irrituð greip sjálf ekki til annarra aðgerða en að
reyna eftir megni að gefa föðurnum eins illt
auga og unnt var. En hann leit aldrei upp þann-
ig að líklega fór það framhjá honum. Frekar
misheppnuð mótmælaaðgerð.
Það skrýtna var að faðirinn var ekki beinlínis
ógnandi við barnið, hann virtist ekki setja sig í
slíkar stellingar. En hann var heldur ekki að reyna að vera
fyndinn, það var augljóst. Engu var líkara en að pabbanum
þætti þetta fullkomlega eðlilegt að tala svona við barnið. Í
það minnsta máttu allir í röðinni á kassanum heyra og sjá.
En ef reynt er að líta framhjá augljósum (dóm)-
greindarskorti, snarundarlegum lífsviðhorfum og skemm-
andi uppeldisaðferðum föðurins og skoða málið frá öðru
sjónarhorni þá má kannski taka þetta saman í eina setn-
ingu: börnum leiðast búðir. Tökum tillit til þess og bjóðum
þeim upp á eitthvað annað að gera um helgar. Tölum við
þau, hlustum á þau og reynum að skilja á hverju þau þurfa
að halda. Og setjum bara tíkó í strákana okkar ef þeir vilja.
eyrun@mbl.is
Eyrún
Magnúsdóttir
Pistill
„Á ég að setja í þig tíkó?“
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Anna Sigríður Einarsdóttir
annaei@mbl.is
L
andssamband slökkvi-
liðs- og sjúkraflutninga-
manna hefur í lok þessa
mánaðar boðað til verk-
falls þeirra félaga sem
starfa fyrir sveitarfélögin. Samn-
ingar hafa verið lausir síðan 31. ágúst
í fyrra er slökkviliðsmenn höfnuðu
stöðugleikasáttmálanum og finnst
mönnum lítið hafa þokast í samnings-
átt síðan.
„Það hefur ekkert gerst,“ segir
Sverrir Björn Björnsson formaður
Landsbandsins. „Launanefndin vísar
bara í stöðugleikasáttmálann og deil-
an hefur farið í tvígang fyrir ríkis-
sáttasemjara. Það er bara verið að
þæfa málið,“ segir hann og kveður
kröfur félagsmanna vera hófstilltar.
95% félagsmanna samþykktu því að
boðað yrði til verkfalls nú, en slökkvi-
liðsmenn hafa ekki farið í verkfall frá
því haustið 1984 er þeir tóku þátt í
BSRB verkfallinu.
Samningaviðræður við ISAVIA
standa enn yfir og útilokar Sverrir
Björn ekki að einnig verði gripið til
verkfallsaðgerða gagnvart þeim. Þá
standa sjúkraflutningamenn sem
starfa hjá heilsugæslustöðvum um
landið utan við verkfallsboðunina nú.
Sverrir Björn telur hins vegar líklegt
að fljótt semjist við ríkið náist samn-
ingar við sveitarfélögin.
Verkfallslisti birtur árlega
Líkt og aðrar stéttir sem starfa í
þágu almannaheilla þá þurfa slökkvi-
liðs- og sjúkraflutningamenn að sinna
bráðaþjónustu þó að til verkfalls
komi. 1. febrúar ár hvert ber þessum
stéttum að birta verkfallslista þar
sem fram kemur hverjir eru undan-
þegnir verkalli svo tryggja megi lág-
marksþjónustu.
Að sögn Jóns Viðars Matthías-
sonar, slökkviliðsstjóra í Reykjavík,
verður á næstunni farið að ræða við
stéttarfélag slökkviliðsmanna um
skilgreiningu bráðaverkefna.
Dags daglega er verkefnum
slökkviliðsins skipt niður í fjóra
flokka eftir forgangsröð. „Forgangs-
flokkar eitt og tvö eru bráðaþjónusta,
flokkur þrjú eru verkefni sem þarf að
sinna strax en á annan máta þó.“ Fót-
brot þar sem sjúklingurinn kynni að
vera kvalinn gæti verið dæmi um
slíkt. Undir flokk fjögur falla síðan
ýmis konar flutningar milli stofn-
anna, t.d. heimferðir af sjúkrahúsi og
flutningur sjúklinga í rannsóknir.
Jón Viðar telur líklegt að þessi
forgangsröðun myndi grunn bráða-
þjónustunnar. „Flokkur fjögur fellur
þannig væntanlega ekki undir bráða-
þjónustu og líklega á það sama við
um hluta verkefnanna í flokki þrjú.“
Hann segir að beiðnum verði þá ekki
hægt að sinna jafn hratt og í dag. Það
megi því telja ljóst að verkfalls-
aðgerðum fylgi hvað mest óþægindi
fyrir sjúkrahúsin.
Jón Viðar kýs þó að vera bjart-
sýnn á að lausn náist í deilunni áður
en til verkfalls kemur. „Ég hef fulla
trú á að menn leysi þetta mál. Starf-
semin er þess eðlis að menn þurfa að
leggja töluvert á sig til að leysa þenn-
an hnút áður en það kemur til þess-
ara aðgerða. Ég veit að sveitarfélögin
sem standa fyrir þessari þjónustu
vilja ekki bjóða þegnum sínum upp á
skerta þjónustu er kemur að öryggi
og velferð og slökkviliðsmenn eru
ekki að leika sér að því að fara í verk-
fall. Menn eru einfaldlega orðnir
langeygir eftir leiðréttingu á sínum
kjörum.“ Það sé þó oft
orðið stirðara um
samskipti þegar mál
séu komin á þetta
stig. „Þá þurfa menn
að horfa á þetta opið
og reyna að finna nýja
vinkla til að leysa málið.“
Mun bitna mest
á sjúkrastofnunum
Morgunblaðið/Júlíus
Alelda Bráðatilfellum verður áfram sinnt þó slökkviliðs- og sjúkraflutn-
ingamenn fari í verkfall, en verkefni sem ekki flokkast sem slík fá að bíða.
Marteinn Geirsson deildar-
stjóri hjá Slökkviliðinu á höf-
uðborgarsvæðinu man eftir
verkfallinu 1984. „Það er orðið
langt síðan þetta var og ég
held að við höfum verið nokk-
uð þægir síðan, kannski allt of
þægir,“ segir Marteinn. Ágæt-
lega hafi gengið að sinna
bráðaþjónustu, „enda sinnum
við henni eftir fremsta
megni.“ Slökkviliðsmenn hafi
hins vegar hægt á sér í öðrum
störfum. „Við hægðum t.a.m.
á okkur í ýmsum störfum hér
innanhúss og sinntum ekki
öðrum og það var gert í óþökk
þáverandi slökkviliðsstjóra
Rúnars Bjarnasonar.“ Slökkvi-
liðsmenn gengu einnig
fylktu liði niður í
ráðhús. „Það skil-
aði kannski ekki
miklu, en þátttakan
var góð og ég man
að við vöktum
mikla athygli.“
Fylktu liði
í ráðhúsið
VERKFALLIÐ 1984