Morgunblaðið - 05.07.2010, Síða 16
16 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JÚLÍ 2010
Lífeyrissjóðurinn
minn, lífeyrissjóð-
urinn Gildi, hefur tap-
að þúsundum milljóna
króna á íslensku spari-
sjóðunum og bönk-
unum. Nærtækast er
að minnast á víkjandi
skuldabréf sem
ábyrgðarmenn sjóðs-
ins keyptu af Glitni
sem nam rúmum
þremur milljörðum
króna eða á mannamáli rúmum 30
þúsund milljónum króna. Það bréf
var ekki virði pappírsins sem það var
skrifað á nokkrum vikum fyrir hrun
allra íslensku bankanna. Hér er að-
eins tilfært eitt lítið dæmi um tap líf-
eyrissjóðsins á íslensku sparisjóð-
unum og bönkunum.
Rannsóknarskýrslan
Heil rannsóknarskýrsla er komin
út um hrun bankakerfisins. Margan
lærdóm má draga af lestri hennar, en
tíðindi upp á síðkastið benda ekki til
þess að forsvarsmenn lífeyrissjóð-
anna hafi gefið sér tíma til að lesa,
hvað þá læra. Það er stundum sagt að
brennt barn forðist eldinn, en ekki ís-
lenskir lífeyrissjóðir. Lífeyrissjóð-
irnir, þar með talinn minn lífeyr-
issjóður, voru nefnilega að leggja
bönkunum til meira fé. Þeir voru
nefnilega að kaupa af Íslandsbanka
og Landsbanka stóra hluti sem bank-
arnir eignuðust í kjölfar þess að þá-
verandi eigendur þeirra og rekstr-
araðilar tæmdu viðkomandi
bankastofnanir af fé. Þetta voru ekki
hlutir sem bankarnir kusu sjálfir að
kaupa, ekki voru þetta fjárfestingar
til framtíðar, heldur voru þetta eign-
arhlutir sem höfnuðu hjá nýju bönk-
unum þegar hinir fóru á hausinn. Það
eru þessir hlutir sem lífeyrissjóðirnir
eru nú að kaupa í Icelandair í gegnum
framtakssjóð í eigu líf-
eyrissjóðanna, líka lífeyr-
issjóðurinn minn, lífeyr-
issjóðurinn Gildi.
Tap
Fyrst tapa lífeyr-
issjóðirnir á spari-
sjóðunum og bönkunum,
Hannesi Smárasyni,
Finni Ingólfssyni og Jóni
Ásgeiri, svo bíta for-
svarsmenn þeirra höf-
uðið af skömminni með
því að losa bankana við
hlutina sem þeir eignuðust vegna
fjármálasnilli nokkurra útrásarvík-
inga. Sjóðfélagar í lífeyrissjóðnum
Gildi hafa ekki verið spurðir hvort
þeir hafi viljað fjárfesta í áhættu-
rekstri flugfélags sem hér um ræðir
og heitir Icelandair sem á það til að
ganga yfir starfsmenn sína á skít-
ugum skónum. Sjóðfélagar eru ekki
spurðir hvort þeir telji það arðvæn-
legt að greiða niður flugfargjöld og
auglýsingaherferðir fyrir útlendinga
sem ferðast vilja á milli Bandaríkj-
anna og Evrópu. Væri lífeyrissjóðum
veitt lýðræðislegt aðhald er óvíst að
fjárfestingar af þessu tagi til nýju
bankanna yrðu samþykktar. Hvert
mannsbarn veit að framundan eru
erfiðir tímar í efnahagsmálum Evr-
ópu eða Vesturlanda. Einn er sá
bransi sem er viðkvæmastur í þannig
umhverfi, það er nefnilega flug-
rekstur. Hvert mannsbarn veit að
SAS, British Airways og fjöldi flug-
félaga um allan heim eiga í gríð-
arlegum rekstrarerfiðleikum. Við
þessar aðstæður kjósa ábyrgð-
armenn íslenskra lífeyrissjóða að
fjárfesta yfir 30% hlut fyrir þrjár
milljarða króna eða 30 þúsund millj-
ónir króna í flugrekstri. Menn hljóta
að spyrja sig hvort skýringar á þess-
um fjárfestingum nú eigi það sam-
merkt með skýringum sem gefnar
eru í skýrslu rannsóknarnefndar Al-
þingis á annars konar fjárfestingum
(4. bindi, bls. 210-211). Forsvarsmenn
lífeyrissjóða halda áfram að gera það
sem þeir vilja – að sukka að mínu áliti
– og halda áfram að vaða á skítugum
skónum yfir sjóðfélaga án þess að
halda fundi um málið eða spyrja sjóð-
félaga um formlegt leyfi af þeirra
hálfu þegar um er að ræða gífurlegar
fjárfestingar úr sjóðum sjóðfélaga
sem eru hinir raunverulegu eigendur
að fé sem þeir eiga í lífeyrissjóðum
landsmanna. Þess skal getið að for-
svarsmenn lífeyrissjóðanna virðast
ekkert hafa lært af þúsunda milljóna
króna tapi, annars væru þeir nú að
fjárfesta í Kína sem dæmi, ekki í flug-
félagi sem ekki hefur getað staðið í
fæturna. Lýðræðislegt aðhald að
stjórnendum lífeyrissjóðanna er lífs-
spursmál fyrir vinnandi fólk á Íslandi.
Þess vegna þurfum við sjóðfélagar að
berjast saman að því að koma at-
vinnurekendum burt út úr lífeyr-
issjóðum sem þeir sitja í, þeir hafa
nefnilega ekkert þar að gera nema að
tryggja sínum félögum aðgang að
ódýru fé. Er ekki tími til kominn að
við sjóðfélagar í lífeyrissjóðunum rís-
um upp og gerum alvarlegar at-
hugasemdir við þessi vinnubrögð sem
nú eru viðhöfð af hálfu þeirra 16 líf-
eyrissjóða sem eiga aðild að fram-
takssjóði Íslands?
Þeir hafa ekkert lært
Eftir Jóhann Pál
Símonarson » Sjóðfélagar eru ekki
spurðir hvort þeir
telji það arðvænlegt að
greiða niður fargjöld
fyrir útlendinga sem
ferðast vilja milli
Bandaríkjanna og Evr-
ópu.
Jóhann Páll Símonarson
Höfundur er sjómaður og sjóðfélagi
í Gildi.
Ég get ekki orða
bundist þegar um heil-
brigðiskerfið er að
ræða. Síðan pen-
ingamarkaður varð
frjáls og nýfrjáls-
hyggja reið yfir hefur
þeim aumingja rík-
isreknu fyrirtækjum
sem eftir voru hjá rík-
inu verið gert að spara.
Þar á meðal eru spít-
alarnir og heilbrigðiskerfið reyndar í
heild sinni. Ár frá ári, held ég bara
síðastliðin 20 ár, hefur spítölunum
verið gert að spara, íbúafjöldi eykst
ár frá ári en alltaf eru þarna nokkuð
hundruð milljónir sem á að spara frá
því á síðasta ári. Ég bara spyr
hvernig fara þeir að þessu? Hef
reyndar tekið líka eftir mjög
skemmtilegum nýsköpunar- og þró-
unartilraunum hjá starfsfólki spít-
alanna í sambandi við hvernig sé
hægt að reka spítala á ódýrari hátt,
sem er náttúrulega góðra gjalda vert
en er ekki kominn tími til að end-
urmeta forgangshluti hér í landinu?
Áður en heilbrigðiskerfinu er sagt að
spara að segja þá frá við hvað er ver-
ið að miða. Vonandi ekki efnahags-
áætlun ríkisstjórnar, heilbrigð-
iskerfið getur ekki borið ábyrgð á
því að hlutir standi á sléttu hvað
efnahaginn varðar þó auðvitað sé
það einnig góðra gjalda vert að halda
að skuldlaus maður sé heilbrigður
maður! En það er ekki alveg svo ein-
falt, alla vega á meðan læknisstétt-
inni er sagt upp í anda kaldrifjaðrar
hægristefnu og ekki leyft að vera á
sínum stöðum að vinna við sitt fag.
Óþolandi þegar vinstrisinnað fólk er
farið að starfa eins og hægrisinnað
fólk. Var ekki verið að kalla á aðra
stjórnarhætti hér fyrir skömmu?
Vinstrisinnaðar stjórnir standa
saman um vandræði sín, reglan hjá
þeim er að segja ekki upp heldur láta
alla taka ábyrgðina af kreppunni og
skera niður hjá öllum starfsmönnum
heilbrigðisstofnana um
sömu prósentu. Það er
jafnræði sem bæði er
hægt að kenna við vitr-
ar hægri- og vinstri-
sinnaðar stjórnir. Þjóð-
félagið hagnast á því að
hafa sitt best menntaða
fólk við störf. Svo er
annað mál ef hámennt-
að fólk vill ekki una við
kreppukjörin og
springur, en það er
ekki mál þjóðarsál-
innar. Við þurfum hugsjónafólk við
störf. Mín spurning er sú: Hver eru
viðmiðin? Skandinavískt meðaltal
áætlaðs heilbrigðiskostnaðar á
hvern íbúa landsins uppfært árlega
eða raunkostnaður sjúkragjalda frá
síðasta ári með þeirri von að sjúk-
lingum takist nú að slasa sig minna í
ár? Yfirlæknir augndeildar Land-
spítalans lagði hér fyrir skömmu
fram tölur sem sýndu að Íslendingar
hafa náð lengst í sparnaði hvað varð-
ar rekstur augndeilda. Er ekki kom-
inn tími til að hrósa þeim örlítið fyrir
vikið og fara að hafa heilbrigð-
iskostnað á hvern íbúa svipaðan og í
Skandinavíu? Passa sig að fara ekki
illa með það fólk sem getur enn!
P.S. Svo legg ég til að skólar hafi
skólatannlækni, treysta sveita-
stjórnir sér ekki til þess? Ofneysla
og aukin fitusöfnun barna svo jaðrar
við heilbrigðisvandamál kallar á
reglulega skoðun tanna 2 sinnum á
ári – frekar en ókeypis í sund, það er
skólasund. Einhverra hluta vegna
virðist hinn opinberi rekstur ganga
betur hjá sveitafélögum þegar hlutir
eru orðnir persónulegri.
Heilbrigðiskerfið
Eftir Veru Ósk
Steinsen
Vera Ósk Steinsen
» Athugasemdir um
það hvernig átt er
við kreppuna í heil-
brigðiskerfinu
Höfundur er kennari og
flokksbundin sjálfstæðiskona.
Flutningur löggæsl-
unnar frá viðkomustað
Norrænu til Egilsstaða
vekur spurningar um
hvort öryggi Seyðfirð-
inga sé nú stefnt í
hættu ef neyðartilfelli
koma upp þegar von-
laust er að treysta á
Fjarðarheiði vegna
blindbyls og snjó-
þyngsla. Komist veð-
urhæð á heiðinni upp í
25 til 35 metra á sekúndu fara Seyð-
firðingar hvergi. Án jarðganga undir
þennan snjóþunga og illviðrasama
þröskuld er þessi ákvörðun tekin á
fölskum forsendum. Þessi flutningur
löggæslunnar frá Seyðisfirði upp í
Hérað snýst frekar um að þeir sem
ferðinni ráða geti alltaf leikið sér með
fleiri mannslíf þegar þeim hentar án
þess að öryggi heimamanna skipti
nokkru máli.
Vonlaust verður fyrir Seyðfirðinga
að treysta á þessa þjónustu frá Egils-
stöðum þegar vegurinn á Fjarð-
arheiði, sem ekki uppfyllir hertar nú-
tímaöryggiskröfur ESB, lokast hvað
eftir annað vegna mikils blindbyls.
Yfir vetrarmánuðina er heldur ekki
sjálfgefið að heimamenn á þessum
viðkomustað ferjunnar komist upp á
heiðina næsta klukkutímann þegar
þeir þurfa að treysta á sjúkraflugið. Á
tuttugu mínútum keyrir enginn milli
Seyðisfjarðar og Egilsstaða yfir
Fjarðarheiði í miklum blindbyl þegar
veðurhæð getur farið upp í 30 metra á
sekúndu eða meira.
Í nóvember 2008 sagði Kristján L.
Möller á fundi með heimamönnum að
hann vildi skipa nefnd sem gæti
kannað möguleika á jarðgangagerð
milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar, þá
sagðist ráðherrann leggjast gegn því
að Seyðfirðingar misstu
ferjuna í burtu. Þing-
maður Siglfirðinga í
samgönguráðuneytinu
fullyrti líka á þessum
fundi á Seyðisfirði að
vegurinn á Fjarðarheiði
þyldi ekki umferð
þungaflutninga sem
væru alltof miklir. Frá
Kristjáni Lárusi fékk
greinarhöfundur þau
svör að þessi vegur á
heiðinni, sem væri ólög-
legur, fengi héðan af
engar undanþágur frá
reglum ESB.
Allir þingmenn Norðaustur-
kjördæmis ættu að sjá sóma sinn í því
að samþykkja tillögu Arnbjargar
Sveinsdóttur um að gerð verði jarð-
göng undir Fjarðarheiði vegna hafn-
araðstöðunnar fyrir Norrænu.
Ástæðan sem tilgreind er fyrir flutn-
ingi löggæslunnar frá Seyðisfirði er
hnefahögg í andlit heimamanna sem
borga háa skatta til íslenska ríkisins
eins og aðrir landsmenn. Engu
skeyta þeir sem svona ákvarðanir
taka á fölskum forsendum þegar
spurt er hverjar afleiðingarnar verði
ef drukknum ökumönnum fjölgar án
þess að þeir missi ökuleyfið. Þarna
eykst hættan á því að ölvaðir öku-
menn fari eftirlitslaust út í umferðina
og valdi dauðaslysum á sama tíma og
lögreglan á Egilsstöðum yrði að snúa
við vegna snjóþyngsla og illviðris á
heiðinni. Þessi ákvörðun um að færa
löggæsluna upp í Egilsstaði getur
líka valdið því að fíkniefnamálum og
innbrotum fjölgi mjög mikið á Seyð-
isfirði við litla hrifningu heimamanna
án þess að hægt verði að upplýsa þau.
Hvort sem jarðgöng undir Fjarð-
arheiði eða Gagnheiði verða á dag-
skrá eða ekki getur tilefnislausum
líkamsárásum á sofandi heimamenn í
bænum líka fjölgað með ófyrirséðum
afleiðingum án þess að forhertum
innbrotsþjófum verði refsað. Nógu
slæmt er ástandið í samgöngumálum
fjórðungsins án þess að löghlýðnir
Seyðfirðingar láti svipta sig réttlæt-
inu sem þeir þurfa að berjast fyrir.
Án jarðganga sem tengja við-
komustað ferjunnar við Egilsstaði
verður öryggi Seyðfirðinga aldrei
tryggt eftir öðrum leiðum allt árið um
kring.
Hugmyndin um að sameina bæði
sýslumannsembættin í Suður- og
Norður-Múlasýslum verður dæmd
dauð og ómerk á meðan ekki er talað
um jarðgöng milli Seyðisfjarðar og
Egilsstaða og undir Eskifjarðarheiði.
Til þess eru vegirnir á Fagradal og
Fjarðarheiði alltof snjóþungir og ill-
viðrasamir. Að loknum fram-
kvæmdum við Norðfjarðargöng ættu
allir þingmenn Norðaustur-
kjördæmis að kynna sér hvort fljót-
legra væri að koma Fjórðungssjúkra-
húsinu í öruggari tengingu við
Egilsstaðaflugvöll ef grafin yrðu í
stað Mjóafjarðarganga 6 km löng
veggöng undir Eskifjarðarheiði. Stig-
ið yrði þá fyrsta skrefið til að Eg-
ilsstaðabúar, Héraðsbúar, Jökuldæl-
ingar, Seyðfirðingar og heimamenn á
öllu svæðinu sunnan Hellisheiðar
fengju örugga heilsárstengingu við
Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaup-
stað.
Seyðfirðingar
sviptir réttlætinu
Eftir Guðmund
Karl Jónsson » Án jarðganga sem
tengja viðkomustað
ferjunnar við Egilsstaði
verður öryggi Seyðfirð-
inga aldrei tryggt eftir
öðrum leiðum allt árið
um kring.
Guðmundur Karl
Jónsson
Höfundur er farandverkamaður.
Ég skal gera þér til-
boð. Ég skal láta þig
hafa eina milljón
króna strax í dag. Ég
tek það fram að þetta
eru ekki mútur! En í
staðinn lofar þú að
endurgreiða 0,01 kr. á
fyrsta degi, 0,02 kr. á
öðrum degi, 0,04 kr. á
þriðja degi o.s.frv. en
aðeins í 30 daga. Viltu
ganga að þessu tilboði? Ég treysti
ÞÉR til að reikna þetta dæmi til
enda og komast að rökréttri nið-
urstöðu, en hvað með allan þann
fjölda sakleysingja, sem hlupu á
hliðstæð tilboð fjármálafyrirtækja.
Umræddir sakleysingjar voru
blekktir með gylliboðum, röngum og
villandi upplýsingum. Þeir grófu hol-
una sem Davíð fjallaði um á sínum
tíma. Þeir grófu hana svo djúpa að
þeir komust ekki upp úr aftur.
Ávöxtunarkrafa fjármálafyrir-
tækja og lífeyrissjóða hefur verið
allt of há á undanförnum árum. Svo
há að ég fullyrði að ekkert hagkerfi í
heiminum fengi risið undir slíkri
ávöxtunarkröfu. Upplýsingar bárust
úr fjármálaheiminum um að þessi
banki eða hinn hefði tvöfaldað höf-
uðstólinn þetta árið. Fær svona
framferði staðist ár eftir ár?
Verðtrygging sparifjár og lána-
samninga er úrelt fyrirbæri eftir að
Ísland gerðist aðili að EES. Mark-
aðshyggja með samkeppni að leið-
arljósi skyldi verða helsta stjórn-
tækið í viðskiptum. Ef framfylgja á
slíkri stefnu má alls
ekki gera neinar und-
antekningar þar á. Allir
aðilar á markaði verða
að lúta sömu leik-
reglum. Vandamálið er
að veigamiklar und-
antekningar hafa við-
gengist á undanförnum
árum í banka og fjár-
málarekstri að þessu
leyti. Má þar nefna
greiðslumiðlunina með
debet og kredit, verð-
trygginguna og seð-
ilgjöldin.
Við fall bankanna og jafnframt
með dómi Hæstaréttar vegna mynt-
körfulánanna hefur skapast grund-
völlur til víðtækrar endurskipulagn-
ingar fjármálakerfisins.
Mikilvægast er að brjóta upp mið-
stýringuna, samstarfið og samráðið
og koma á heiðarlegri og virkri sam-
keppni.
Já, það er rétt hjá þér Pétur að
hafna tilboði mínu. Endurgreiðslan
hefði numið rúmum 10,6 milljónum
króna. Fólkið fagnar hæstaréttar-
dóminum vegna þess að það var
órétti beitt. Er ekki mál að linni?
Bréf til Péturs
Blöndal
Eftir Sigurð
Lárusson
Sigurður Lárusson
» Verðtrygging spari-
fjár og lánasamn-
inga er úrelt fyrirbæri
eftir að Ísland gerðist
aðili að EES.
Höfundur er kaupmaður.