Morgunblaðið - 05.07.2010, Page 17
Minningar 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JÚLÍ 2010
✝
KRISTINN HLÍÐAR KRISTINSSON,
lést mánudaginn 28 júní.
Útför hans fer fram frá Västra Frölunda Kyrka í
Gautaborg, Svíþjóð, fimmtudaginn 8. júlí kl. 14.00.
Ingibjörg Sigurðardóttir,
börn og barnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, amma og langamma,
MARGRÉT JÚLÍUSDÓTTIR,
frá Bjarnastöðum,
lést á Sjúkrahúsi Akraness þriðjudaginn 29. júní.
Útförin fer fram frá Reykholtskirkju þriðjudaginn
6. júlí kl. 14.00.
Guðmundur Jónsson,
Hrefna Halldórsdóttir, David L. Bell,
Jófríður Guðmundsdóttir, Davíð G. Sverrisson,
Arndís Guðmundsdóttir, Sigurður R. Gunnarsson,
Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Jóhannes Kristleifsson,
börn og barnabörn.
Þegar ég kveð
elskulega vinkonu
mína koma mér í hug
orð Páls postula til
Korintumanna:
Þótt ég talaði
tungum manna og engla, en hefði
ekki kærleika, yrði ég hljómandi
málmur eða hvellandi bjalla.
Kærleikurinn er langlyndur, hann er
góðviljaður; kærleikurinn öfundar
ekki; kærleikurinn er ekki raup-
samur, hreykir sér ekki upp;
hann breiðir yfir allt, trúir öllu, von-
ar allt, umber allt.
Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi.
(I. Korintubréf 13.)
Það var á haustdögum 1947 þeg-
ar Hallormsstaðaskógur skartaði
sínum fegurstu litum og veðrið var
hið besta að átján námsmeyjar
komu til vetursetu við Húsmæðra-
skólann. Fyrir voru sextán stúlkur
eldri deildar. Þær höfðu dvalið í
mánuð og sinnt haustsstörfum,
sem var stór þáttur í húsmæðra-
fræðslunni. Stúlkurnar komu hver
úr sinni áttinni og fæstar þekktust
áður.
Ég man hvað ég var feimin og
uppburðarlítil. Anna var sú fyrsta
sem tók mig tali. Mér fannst eins
og við hefðum alltaf þekkst. Við
urðum ekki herbergisfélagar en
vorum saman í eldhúsi og ýmsu
öðru. Mikið var oft gaman, grínið
og glensið aldrei langt undan.
Þarna myndaðist kærleiksrík vin-
átta sem aldrei rofnaði.
Anna átti þann draum heitastan
að eignast góðan mann og sá
draumur rættist þegar hún hitti
Helga sinn. Það var ást við fyrstu
sýn eins og Anna sagði mér. Það
var mjög gaman þegar þau hjónin
komu austur í heimsókn að sjá
hvað þau voru hamingjusöm. Það
varð Önnu mjög erfitt þegar Helgi
veiktist og andaðist. Trúin veitti
Önnu styrk eins og alltaf. Anna
hafði ekki gengið heil til skógar en
hún sá alltaf ljósið.
Anna var ákaflega vinnusöm og
var mjög vel látin hvar sem hún
var en hún starfaði lengst af við
þjónustustörf. Anna var mjög
handlagin og ber handavinna
hennar þess vott. Hún var alltaf að
búa til fallega hluti til gjafa. Mesta
Anna Eyjólfsdóttir
✝ Anna Eyjólfs-dóttir var fædd á
Melum í Fljótsdal 15.
janúar 1925. Hún lést
2. júní 2010.
Útför Önnu fór
fram í kyrrþey.
gleði Önnu var að
gleðja aðra. Þeir eru
ófáir munirnir sem
hún sendi mér.
Bára, systurdóttir
Önnu sem þau hjónin
ólu upp, reyndist
þeim vel. Bergþóra,
stjúpdóttir Önnu
varð hennar hægri
hönd og var Anna
mjög þakklát fyrir
þessar góðu stúlkur
og marga aðra sem
reyndust henni vel.
Ég þakka elsku
bestu vinkonu minni fyrir vináttu í
rúm 60 ár.
Guðrún Einarsdóttir.
Hún Anna mín er fallin frá
mér finnst það vera talsvert vá.
Þó ganga lífsins geti ei stoppað
fær góða minning’ ekkert poppað.
Hún Anna „stjúpa“ var vinkona
mín og hún var líka vinkona móður
minnar, hennar Rúnu á Birnustöð-
um. Hún var nú reyndar stjúpa
hennar Oddnýjar mágkonu minnar
og þar af leiðandi tengdamóðir
Jóns Helga bróður míns. Í mínum
huga var orðið „stjúpa“ einskonar
gælunafn á henni Önnu minni, eitt-
hvað sem var bara sérstakt fyrir
hana og hafði afskaplega jákvæðan
tón. Mínar minningarnar um Önnu
eru allar ljúfar og góðar. Hún kom
nokkrum sinnum vestur að Birnu-
stöðum og alltaf skyldi hún lauma
einhverju fallegu að móður minni.
Einhverri smágjöf, oft eitthvað
sem hún hafði gert eða fundið sem
henni fannst passa að gefa henni.
Seinni árin naut ég þessa eftir að
móðir mín féll frá, þá komu ýmsar
smágjafir frá Önnu. Anna naut
þess að fara til berja í fallegu
berjabrekkunum á Birnustöðum
þó ekki væri nú alltaf auðvelt að
komast til og frá, og við sem yngri
vorum værum sídettandi, þá fór
hún Anna mín bara hægar og aldr-
ei kvartaði hún þó manni fyndist
hún ekki alltaf heil heilsu. Anna
var ein af þeim sem ber að þakka
fyrir að hafa kynnst á lífsleiðinni.
Mín trú er sú að hún Anna mín sé
nú í góðra vina hópi þar sem hún
nú er og þar ríki gleði endur-
fundanna.
Elsku Oddný, Jón Helgi, Bára
og aðrir aðstandendur.
Mínar innilegustu samúðar-
kveðjur til ykkar allra.
Guð blessi minningu góðrar
konu.
Margrét Karlsdóttir.
Bubbi var hann
kallaður á unga aldri
þegar við lékum okk-
ur saman í litla en
barnmarga hverfinu við Laugaveg
46, þar sem hesthúsið og hesta-
girðingin hans Jóns Þorsteinsson-
ar söðlasmiðs var. Þetta var að
mörgu leyti skemmtilegt umhverfi
og dásamlegur tími þótt hann væri
seinna alltaf kenndur við kreppuna
miklu.
Ég átti heima í húsinu hans
Jóns Dahlmanns ljósmyndara á
Laugavegi 46, en Bubbi á 46B og
systur hans tvær, Ingibjörg
(Imba) og Sveinbjörg (Sveina). Í
húsinu þar fyrir ofan var einn leik-
félagi okkar, Knútur útvarpsmað-
ur, seinna þekktur sem Reynir
Geirs höfundur Hreðavatnsvalsins.
Pabbi hans var steinsmiðurinn
Magnús Guðnason. Hinum megin
við hestagirðinguna í bakhúsi við
Laugaveg 50 var svo Rafn (Rabbi)
Viggósson sem seinna varð hús-
gagnabólstrari og Kristín (Stína)
systir hans. Í húsinu á Laugavegi
48 þar sem Jón hestamaður var
með verkstæði áttu svo heima Ása
og Fríða (Fífí) Gústafsdætur.
Fleiri komu þarna við sögu eins
og Ingólfur á Laugavegi 46A og
bræður hans tveir, Matti og Maggi
og Jói uppi á loftinu þar. Þá voru
Geiri og Aðalheiður (Stella) Ólafs-
Björn Eyþórsson
✝ Björn Eyþórssonvar fæddur í
Reykjavík 16. nóv-
ember 1930. Hann
lést á Landspítalanum
við Hringbraut 17.
júní 2010.
Björn var kvaddur
frá Langholtskirkju
24. júní 2010.
börn í stóru húsi við
Grettisgötu, allir
krakkarnir (bræð-
urnir Gunnar, Óli og
Bóbó) í „Ljóninu“
sem var nr. 49 við
Laugaveginn og þar
var líka Halla dóttir
Bergþórs og Ásgerð-
ar Skjaldbergs. Og
ekki má gleyma hon-
um Jóhanni banka-
manni (Jóa) Ágústs-
syni í fallegu húsi við
Frakkastíginn sem
stendur enn og hýsir
Garðyrkjufélag Íslands.
Það er margs að minnast frá
þessum tíma. Menn höfðu stopult
vinnu, jafnvel svo að þeir gátu
ekki unnið að þeirri iðn sem þeir
höfðu lært. Þannig var það með
Eyþór Guðjónsson, pabba Bubba,
hann var lærður bókbindari, en
varð oft að snúa sér að sjó-
mennsku og verkamannavinnu á
þessum tíma. Eins var það með
pabba Rafns, að hann var líka bók-
bindari, en hafði líka lært bólstr-
un, sem kom sér vel fyrir hann og
hann vann aðallega við. Það var
einkennilegt þetta með bókagerð-
ina eða sérstaklega bókbandið,
hvernig það hnýttist saman við líf
margra á þessum stað. Bjarni
Gestsson bókbindari, sem var föð-
urbróðir Ásu og Fríðu, var dag-
legur gestur á þessum slóðum. Nú
svo má minnast á að Eyþór og
Guðgeir Jónsson bókbindari ráku
eitt sinn bókbandsstofu saman,
hvar sem það nú var.
Svo kom að því að leiðir okkar
Bubba skildi. Það var á hernáms-
daginn 10. maí 1940. Ég hélt á nýj-
ar slóðir en sjö árum seinna fór ég
að læra bókband ekki langt frá
þessum stað og Bubbi nam prent-
iðn á svipuðum slóðum. Við Ingi-
björg (hún er nýlátin, 30. apríl
2010)) systir hans unnum saman í
nokkurn tíma í Bókfelli á Hverf-
isgötunni. Þannig var það líka með
systur Rabba, við Stína unnum
saman í Bókfelli um tíma og eins
Fríða (Fífí) á nr. 48, systir Ásu.
Leiðir okkar Bubba lágu síðan
saman löngu seinna í Félagi
bókagerðarmanna.
Fyrir allmörgum árum hringd-
um við okkur svo saman félagarnir
í þessu gamla hverfi og hittumst á
kaffihúsi í Miðbænum og minnt-
umst gamalla daga. Það var
skemmtileg stund. Mér fannst
Bubbi alltaf svo blíður og góður fé-
lagi að ég minnist hans með sökn-
uði og geymi minningu hans þann-
ig í huga mér. Það held ég líka að
allir félagar hans frá kreppuár-
unum geri líka. Ég sendi ástvinum
hans samúðarkveðjur.
Svanur Jóhannesson.
Nú kveðjum við öðlingsdreng er
var okkur svo sannarlega hjarta-
kær, Björn Eyþórsson.
Það er skrítið og ekki auðvelt
fyrir mig að skrifa eftirmæli um
vin minn Björn. Svo náinn var
hann allri fjölskyldunni, en þó
fannst mér ég ekki hafa nýtt nógu
vel þau tækifæri sem mér bauðst
til að kynnast honum nánar. Við
ætluðum alltaf að fara í heimsókn í
gömlu sveitina mína, þar var
Bubbi í sveit á næsta bæ við mig
er við vorum smápeyjar.
En aldrei varð af því þó nógur
væri tíminn, en hve oft sleppum
við ekki tækifærum sem aldrei
koma aftur. Mig langar aðeins að
sýna smá þakklætisvott frá okkur
Lollu og börnum með því að
kveðja vin okkar um leið og ég
votta öllum hans skyldmennum
innilega samúð.
Eftir allmörg erfið ár, hátt í
tuttugu ára erfið veikindi, lést vin-
ur minn Björn Eyþórsson. Hann
lést á þjóðhátíðardaginn 17. júní.
Bubbi, eins og hann var alltaf kall-
aður innan fjölskyldunnar, var
yngsta barn hjónanna Ástríðar
Björnsdóttur og Eyþórs Guðjóns-
sonar bókbindara að Laugvegi 46b
í Reykjavík. Bubbi var bróðir
tengdamóður minnar, Sigrúnar.
Fljótlega eftir að ég kynntist konu
minni voru kynni okkar Bubba
strax náin, við áttum t.d. tvisvar
heima í sama húsinu. Hver skyldi
trúa því að annar eins ljúflings-
drengur sem Bubbi var skyldi
verða þrisvar Íslandmeistari í
boxi?
Ég kveð þig vinur minn með
söknuði, sjáumst á ströndinni
ókunnu.
Karl Jóhann Ormsson.
Ég var alltaf á leið-
inni í heimsókn til
Harðar afa míns síð-
asta sumar og haust
en það gekk aldrei
sem skyldi. Bíllinn
hans var aldrei fyrir
utan húsið og hann þ.a.l. aldrei
Hörður Ísfeld
Magnússon
✝ Hörður ÍsfeldMagnússon fædd-
ist í Reykjavík 5. júlí
1934. Hann lést 28.
janúar 2010.
Útför Harðar var
gerð í kyrrþey.
heima. Ég furðaði
mig á því við pabba
minn hve sjaldan
hann væri heima og
var þá sagt að hann
væri nýlega fluttur í
íbúð fyrir aldraða.
Þannig að ég fór að
keyra framhjá á nýja
staðnum en aldrei var
bíllinn þar fyrir utan
heldur.
Eftir að hann lést
fór ég í fyrsta skipti
heim til hans í nýju
íbúðina og komst þá
að því að ég var alltaf fyrir utan
ranga íbúðablokk fyrir aldraða að
svipast um eftir bílnum. Þannig
varð auðvitað aldrei neitt úr heim-
sókninni.
Ég sá afa svo í síðasta skipti á
brúðkaupsdaginn minn, því hann
lést örfáum vikum seinna, og fyrir
vikið er sá dagur mér enn kærari.
Afi minn var ekki allra og allir
voru ekki hans. En hann var góður
afi minn og reyndist mér mjög vel
þegar á þurfti að halda. Ég átti allt-
af eftir að þakka honum fyrir góðu
ráðin og aðstoðina en fékk aldrei
tækifæri til þess. Ég trúi því að
hann hafi þrátt fyrir það vitað hve
þakklát ég var.
Það átti svo að fá að fljóta með
kveðja frá pabba. Hann saknar
löngu bíltúranna þeirra feðga um
landið og spjallsins um allt og ekk-
ert.
Takk fyrir mig, afi minn.
Belinda Ýrr Albertsdóttir.
Ekki get ég látið hjá
líða að minnast góð-
vinar og nágranna til
margra ára á þessum vettvangi.
Maggi Bjarna eins og við kölluð-
um hann var einstakur maður. Þegar
húsið okkar var í byggingu í Mark-
holtinu við hlið húss Magga og
Hönnu sem þau voru þegar flutt inn í
þá birtist Maggi fljótlega og fór að
taka til hendi, útvega þetta eða hitt
sem honum fannst vanta og hafði
hann oft ráð undir hverju rifi. Hann
virtist alltaf vera vakandi fyrir því
hvað þyrfti helst að gera og svo gekk
Magnús Bjarnason
✝ Magnús Bjarna-son fæddist í
Reykjavík 4. maí
1938. Hann lést á
krabbameinslækn-
ingadeild 11E á Land-
spítalanum við Hring-
braut 18. júní 2010.
Útför Magnúsar
var gerð frá Lága-
fellskirkju 25. júní
2010.
hann bara í verkin og
framkvæmdi á sinn
hljóða og notalega
hátt.
Það eru ótalmörg
atriði í mínum huga
sem ég gæti nefnt, en
minnist á eitt þegar
hann birtist með tún-
þökurnar á lóðina sem
var stór og ófrágeng-
in, líklegast Hraðasta-
ðatún sem ekki var
verra. Og svo var bara
farið að tyrfa.
Þeir nafnar og sveit-
ungar, Bjarnason frá Hraðastöðum
og maðurinn minn Lárusson frá
Brúarlandi, náðu einstaklega vel
saman. Ég minnist þeirra í eldhúsinu
hjá okkur með kaffibolla að ræða
málin og skraf þeirra var allt á lágu
nótunum, það var ekki hávaði í þeim
nöfnunum. Þetta eru notalegir tímar
í minningunni.
Ég minnist Magga Bjarna fyrir
einstaka tryggð og vináttu.
Hallfríður Georgsdóttir.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar endurgjaldslaust alla út-
gáfudaga.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins.
Smellt á reitinn Senda inn efni á for-
síðu mbl.is og viðeigandi efnisliður
valinn.
Minningargreinar