Morgunblaðið - 05.07.2010, Page 19

Morgunblaðið - 05.07.2010, Page 19
Minningar 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JÚLÍ 2010 ✝ Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð, blóm og minningargjafir, við andlát og útför okkar ástkæru, EMMU ÁRNADÓTTUR, sem lést sunnudaginn 13. júní. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki dvalar- heimilisins Höfða á Akranesi fyrir góða umönnun og aðhlynningu. Ágústa G. Garðarsdóttir, Henry Stefánsson, Árni Ingi Garðarsson, Ástríður S. Valbjörnsdóttir, Edda K. Lystrup, Arne Lystrup, Ásdís Þr. Garðarsdóttir, Björn Guðmundsson, Hafdís Garðarsdóttir, Rúnar Ásgeirsson, Hörður Garðarsson, Þóranna Kjartansdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær maðurinn minn, faðir, fósturfaðir, tengda- faðir, afi og langafi, VIGFÚS SÓLBERG VIGFÚSSON, Rjúpnasölum 12, Kópavogi, sem lést föstudaginn 25. júní, verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju miðvikudaginn 7. júlí kl. 13.00. Margrét Kjartansdóttir, Jónína Vigfúsdóttir, Páll Stefánsson, Lára E. Vigfúsdóttir, Magnús Ásmundsson, Katrín F. Jónsdóttir, Ólafur Ásmundsson, Salgerður Jónsdóttir, Svavar Ásmundsson, Pálína Hinriksdóttir, Vivi Andersen, börn og barnabörn. EMMA HANSEN fyrrverandi prófastsfrú á Hólum í Hjaltadal er látin. Útförin fer fram frá Hóladómkirkju föstudaginn 9. júlí kl. 14:00. Björn Friðrik Björnsson, Oddný Finnbogadóttir, Ragnar Björnsson, Sigurður J. Björnsson, Thuy Thu Thi Nguyen, Gunnhildur Björnsdóttir, Sveinn Agnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Kristjana Jón-asdóttir fæddist á Varmavatnshólum í Öxnadal 4. mars 1921. Hún lést á Gre- nilundi, sambýli fyrir aldraða á Grenivík, 21. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jónas Rósant Jónsson, f. 4. nóv- ember 1893, d. 6. ágúst 1973, og El- ínborg Aðalsteins- dóttir, f. 8. apríl 1894, d. 25. sept- ember 1991. Systkini Kristjönu voru Sóley Jónasdóttir, f. 20. júlí 1913, d. 1. júlí 1980, Valgerður Jón- asdóttir, f. 30. apríl 1915, Jón Að- alsteinn Jónasson, f. 31. mars 1916, d. 24. mars 1999, Aðalsteinn Jón- dóttir, f. 30. október 1894, d. 22. apríl 1972, og Vilhelm Vigfússon, f. 11. júlí 1897, d. 26. júlí 1977. Krist- jana og Arthúr eignuðust þrjú börn: 1) Vilhelm Kristján, f. 5. mars 1942, kvæntur Ingu Björk Ingólfs- dóttur og áttu þau fjögur börn, Bjarka, er lést nokkurra daga gam- all, Kristjönu, Margréti og Katrínu. 2) Díana Fanney, f. 8. september 1948, gift Jóhannesi Siggeirssyni og eiga þau tvo syni, Arthúr og Ás- geir. 3) Agnes Hulda, f. 14. sept- ember 1950, gift Ólafi Arasyni og eiga þau þrjú börn, Sigríði, Arthúr og Gauta Rafn, af fyrra hjónabandi á Agnes dóttur, Hildi Aðalsteins- dóttur, sem að verulegu leyti ólst upp hjá Kristjönu og Arthúri. Unn- usti Hildar er Garðar Gíslason og eiga þau tvö börn, Kristjönu Hildi og Gísla Vilhelm. Útför Kristjönu fór fram frá Grenivíkurkirkju sunnudaginn 4. júlí 2010. asson, f. 21. febrúar 1919, d. 17. mars 1997, Sigurður Eg- gerz Jónasson, f. 11. maí 1923, d. 20. júní 2009, Herdís Jón- asdóttir, f. 10. maí 1925, Hallur Jón- asson, f. 16. júlí 1927, Lilja Jónasdóttir, f. 21. október 1928. Systurnar Kristjana og Valgerður ólust upp frá unga aldri hjá ömmu sinn og afa, Kristjönu Þorleifs- dóttur og Aðalsteini Hallssyni að Miðlandi, Öxnadal. Hinn 15. október 1942 giftist Kristjana Arthúri Vilhelmssyni, f. 26. júní 1920, d. 31. maí 1997. For- eldrar hans voru Dýrleif Odds- Fyrir rúmum 40 árum bar fund- um okkar Kristjönu saman í fyrsta sinn er ég kom á heimili hennar og Arthúrs með dóttur þeirra. Frá fyrstu stundu tók Kristjana mér vel og leit ég nánast á hana eins og móður mína. Við hjónin vorum tíðir gestir á heimili þeirra Kristjönu og Arthúrs. Meðan á námi stóð vorum við mikið um páska hjá þeim og síðar eftir að við höfðum eignast syni fórum við í heimsókn til þeirra á hverju sumri. Við áttum einnig því láni að fagna að ferðast með þeim hjónum. Kristjana og Arthúr hófu búskap á Hellu, Grenivík þar sem foreldrar Arthúrs bjuggu. Seinna byggðu þau við húsið og síðar byggðu þau sér hús hinum megin við götuna, sem þau nefndu Birkilund og bjuggu þar síðan alla sína búskapartíð. Kristjana stundaði ýmsa vinnu utan heimilis. Hún annaðist handa- vinnukennslu, sá um bókasafn hreppsins, sem í mörg ár var á heimili þeirra hjóna. Áður en frysti- hús kom á Grenivík fór fjölskyldan nokkur sumur í síldarvinnu á Rauf- arhöfn. Einnig fór Kristjana í nokk- ur skipti með manni sínum á vertíð til Grindavíkur. Eftir að frystihús kom á Grenivík vann hún þar þang- að til hún hætti sökum aldurs. Kristjana var forkur dugleg til allra vinnu. Hún hugsaði vel um heimilið. Á sumrin átti garðurinn hug hennar allan. Öll handavinna lék í höndum hennar. Hún saumaði mikið og prjónaði. Eftir hana liggur mikið af handavinnu, sem allir í fjöl- skyldunni nutu góðs af. Hún hafði gaman af að lesa og oft mátti á kvöldin sjá hana með bók í hendi. Hún naut þess að sjá um bókasafn- ið meðan það var á heimili þeirra, þótt aðstæður væru frumstæðar. Kristjana var hógvær, glaðvær og umtalsgóð. Hún var af þeirri kynslóð sem fyrst og síðast gerði kröfu til sjálfrar sín og krafðist ekki mikils af öðrum. Hún gekk til allra starfa. Á sumrin þegar barnabörnin komu í heimsókn var aðdáunarvert að sjá hvernig verkaskipting þeirra hjóna var. Arthúr fékk frítt spil til að leika við börnin en á meðan gerði hún það sem gera þurfti, hvort heldur það var að viðhalda húsinu eða búa til mat. Arthúr fór þá gjarnan með börnin á sjó, upp í fjall eða niður í fjöru. Kristjana hafði gaman af að ferðast. Kristjana og Arthúr fóru í margar tjaldútilegur hér innanlands með tjaldvagninn sinn. Þau hjónin fóru einnig í nokkrar ferðir til út- landa með börnum sínum. Gaman var þá að sjá hve hrifin hún var af blómum og öðrum gróðri. Kristjana flutti á dvalarheimilið Grenilund 2003. Við Díana viljum koma á framfæri þakklæti til starfs- fólks Grenilundar fyrir góð störf og erum þakklát fyrir hve vel var hugsað um hana og hve vel var tek- ið á móti okkur, þegar við komum að heimsækja hana eða hringdum til að spyrjast fyrir um hana. Við erum þakklát fyrir að Krist- jana fékk að kveðja á Grenilundi innan um það yndislega starfsfólk sem þar starfar. Að leiðarlokum vil ég þakka Kristjönu tengdamóður minni fyrir samfylgdina. Aldrei bar nokkurn skugga á samskipti okkar. Blessuð sé minning góðrar konu. Jóhannes Siggeirsson. Kynni okkar Kristjönu hófust fljótlega eftir að við Agnes, dóttir hennar, kynntumst haustið 1978. Dvöldum við hjá þeim hjónum um jólin sama ár, í góðu yfirlæti á Grenivík og fékk ég afskaplega hlý- legar móttökur þá sem endranær. Af þeim sökum vekja heimsóknirn- ar í Birkilund ævinlega jákvæðar minningar í huga hafnfirska tengdasonarins. Kristjana kvartaði aldrei yfir eig- in aðstæðum. Er þar skemmst að minnast að þótt stór hluti afkom- enda væri búsettur sunnan heiða hin síðari ár, sem fjarlægðarinnar vegna átti ekki kost á tíðum heim- sóknum til hennar, þá var aldrei kvörtunartón að heyra. Allir vissu þó að fólkið hennar að sunnan var henni afar hjartfólgið. Vissulega var hún svo gæfusöm að elsta barn hennar, Vilhelm sem býr á Akur- eyri, bar ávallt mikla umhyggju fyr- ir foreldrum sínum. Við Agnes erum afar þakklát henni fyrir allar samverustundirnar á Birkilundi, en börn okkar eiga frábærar minningar þaðan, ekki síst sökum mikils hlýhugar í þeirra garð rétt eins og hjá afa sínum á meðan hans naut við. Hvort heldur um var að ræða gleðistundir innan- húss sem hún tók þátt í að skapa, gönguferðir í fjörunni eða sjóferð- irnar á álbátnum þeirra Arthúrs og fá þar að kynnast því að draga fisk úr sjó, þá vó nærvera hennar og hjartahlýja ávallt þungt, þrátt fyrir að hún væri ekki beinn þátttakandi í öllum þessum viðburðum. Hlýhug- ur og væntumþykjan geislaði frá henni á þessum stundum og það er einmitt það sem svo oft gerir gæfu- muninn, til að skapa ánægju og hamingju. Síðastliðið sumar fórum við ásamt börnum okkar Sigríði, Art- húr og Gauta Rafni, tengdabörnum og barnabörnum til Grenivíkur og eyddum hluta af sumarfríi okkar þar. Þykir okkur Agnesi afar ljúft að hafa þannig fengið tækifæri til að hitta Kristjönu í sól og sumaryl með afkomendum okkar á meðan hún enn hafði getu til að njóta þess. Við Agnes þökkum Kristjönu samfylgdina. Blessuð sé minning hennar. Ólafur Arason. Meira: mbl.is/minningar Elsku besta amma okkar hefur öðlast langþráða hvíld, blessuð sé minning hennar. Heimsóknir okkar með fjölskyld- unni til ömmu og afa á Grenivík skipa stóran sess í hugum okkar systkinanna. Ferðunum fylgdi ávallt mikil tilhlökkun enda varla hægt að biðja um betri móttökur en þær sem við okkur blöstu þegar við opnuðum hliðið við Birkilund. Amma var alltaf svo brosmild og léttlynd og afi svo hress og fjör- ugur. Minningarnar sem við geym- um frá Grenivíkurferðunum munu hlýja okkur um hjartarætur um ókomin ár og fyrir það verðum við ævinlega þakklát. Samverustundir okkar með ömmu á síðari árum eru einnig ofarlega í huga. Við eigum einstaklega ánægjulegar minningar frá því þegar amma kom suður en þá fengu m.a. barnabarnabörnin að kynnast langömmu sinni betur. Ólöf María man sérstaklega eftir því hvað langamma Kristjana var alltaf góð við hana og Arnar Guðna og hvað það var notalegt þegar þau fengu að sitja í fanginu á henni og fá ljúfar strokur um vangann. Jólin 2006 eru okkur sérstaklega minn- isstæð en þá áttum við saman ljúfar og góðar stundir í Eskiholti við jólaundirbúning, laufabrauðsgerð og áramótafögnuð. Síðastliðið sumar verður okkur systkinunum ávallt minnisstætt en þá fjölmenntum við fjölskyldan norður og áttum saman ógleyman- legar stundir með ömmu Kristjönu í blíðskaparveðri þar sem kyrrðin og útsýnið við Grenilund spillti ekki fyrir. Við kveðjum þig með söknuði, elsku amma, og minnumst þín með hlýhug. Sigríður, Arthúr og Gauti Rafn. Ég minnist Kristjönu ömmu minnar með hlýju í hjarta. Ég man hvað ég hlakkaði alltaf til að fara til Grenivíkur í heimsókn til ömmu og afa. Ég var þar mikið á sumrin og jafnvel í páskafríum, þegar ég var yngri. Fyrir mér var amma mjög róleg og hljóðlát, hún talaði ekki beint mikið, afi sá meira um það að leika við mig meðan amma eldaði og sinnti heimilisstörfunum og það gerði hún með glæsibrag, hún hugs- aði svo sannalega vel um okkur. Þegar ég kom norður á sumrin þá vildi ég sofa hjá afa og þá var amma ekki lengi að færa sig í annað herbergi og ég fékk holuna hennar. Ég get ekki minnst hennar ömmu minnar án þess að hugsa um hvað hún var alltaf dugleg. Hún hugsaði um viðhald á Birkilundi eftir að afi dó og alltaf var garðurinn hennar svo fallegur og þar uxu jafnvel jarðaber þegar best lét. Ég á eftir að sakna þín, amma mín, og að koma í heimsókn til þín í Birkilund, en ég veit að þú ert á góðum stað með afa. Þitt barnabarn, Ásgeir Jóhannesson. Sunnudaginn 4. júlí kvaddi ég flottustu konu sem ég hef kynnst og mína helstu fyrirmynd í lífinu, hana ömmu mína. Það eru mörg lýsing- arorð sem lýsa ömmunni minni. Þau sem koma fyrst upp í hugann eru heiðarleiki, reglusemi, tillitssemi, mannkærleikur, fordómaleysi, æðruleysi, dugnaður og endalaus þolinmæði. Amma var sem sagt mjög vel gerð kona og tel ég mig mjög lánsama að hafa fengið að alast upp hjá henni og afa, sem var ekki síður góð fyrirmynd og vona ég að ég hafi getað tileinkað mér brot af kostum þeirra, þá er ég í góðum málum. Frá því að ég fór að búa hefur hugurinn iðulega flogið norður í Birkilund til ömmu þegar ég hef verið að elda, baka, setja í þvottavélina, prjóna, gera við o.s.frv. Hvernig myndi amma gera þetta? Nei, amma myndi ekki gera svona! Úff, hvað segði amma núna ef hún sæi til mín! Þá hefur mér ekki fundist ég vera að vanda mig nógu vel eða flýta mér of mikið. Eins þegar ég verð eitthvað óþol- inmóð eða pirruð, þá er gott að hugsa til ömmu og hugurinn róast. Þessar hugsanir eiga eftir að fylgja mér og með tímanum ylja mér þeg- ar söknuðurinn minnkar. Ég á margar minningar um ömmu sem eiga eftir að skjótast upp í kollinn á mér reglulega og alveg örugglega kalla fram bros og góðar tilfinn- ingar. Eins og öll þau skipti sem við sátum saman við saumavélina, með prjónana eða með útsaum. Þá kom sér oft vel að eiga þolinmóða ömmu. Allar útilegurnar, dútlið í garðinum, baksturinn og „tilraunaeldhúsið“ okkar og bókastússið í bókasafninu þegar það var í kjallaranum í Bir- kilundi. Klárlega hefur amma átt mestan þátt í því að ég er alger bókaormur og kenndi hún mér að sýna bókum virðingu og umgangast þær þannig. Amma hafði mikið dálæti á fal- legum blómum, bæði úti og inni. Allskonar laukar voru keyptir og nostrað við þá, afleggjarar fengnir hér og þar og jafnvel var ferðast með blóm úr einhverri fjörunni sem stoppað var í á ferðalagi og það gróðursett í garðinum. Mörg sum- arblóm höfum við keypt saman og í seinni tíð var hún farin að sá þeim í kjallaranum og færa svo út í garð þegar voraði. Dóttir mín og nafna langömmu sinnar, Kristjana Hildur, minnir mig á ömmu á hverjum degi því þær deildu miklum áhuga á fal- legum steinum. Hún er alltaf að beygja sig niður, eins og amma gerði, og tína upp steina. Iðulega eru allir vasar fullir og steinar eru á hinum ýmsu stöðum heima hjá okk- ur, bæði úti og inni. Þetta þykir mér alveg óskaplega vænt um og vona ég að hún haldi þessu áfram. Ég tel mig mjög ríka að hafa fengið að fylgja svona frábærri konu eins og amma mín var í 40 ár og á ég al- veg örugglega eftir að njóta þess áfram og vonandi næ ég að miðla til barnanna minna einhverjum af þeim kostum sem hana prýddu. Í lokin vil ég þakka konunum sem vinna á Grenilundi fyrir að vera hver annarri yndislegri og vera mikill styrkur fyrir mig per- sónulega síðustu dagana hennar ömmu. Þið eruð perlur. Hildur (Hilla). Kristjana Jónasdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku langamma. Ég trúi því ekki að þú sért farin … og skil ekki hvernig þetta gat gerst svona hratt. Mér finnst svo stutt síðan að þú talaðir við mig og hlóst. Sorgin er þung en ég reyni að vera eins sterk og ég get, og það hjálpar til hvað fjöl- skyldan mín er sterk og það huggar að hugsa um það að þú ert á góðum stað. Með ástar- kveðju og söknuði, Kristjana Hildur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.