Morgunblaðið - 05.07.2010, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 05.07.2010, Qupperneq 21
Dagbók 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JÚLÍ 2010 Sudoku Frumstig 4 1 8 9 6 5 3 8 8 5 2 9 6 1 6 4 8 9 3 9 6 4 5 1 6 5 4 2 9 3 8 6 7 9 4 2 3 8 6 4 2 9 8 2 6 8 7 3 9 5 1 6 3 5 6 8 2 1 7 9 4 2 6 5 6 2 7 9 8 4 4 6 5 8 9 1 3 2 7 9 8 2 3 7 4 6 5 1 3 1 7 2 5 6 8 4 9 8 7 6 4 3 5 1 9 2 5 3 9 1 2 8 7 6 4 1 2 4 7 6 9 5 8 3 2 9 8 5 1 7 4 3 6 7 4 3 6 8 2 9 1 5 6 5 1 9 4 3 2 7 8 3 9 2 1 6 4 7 8 5 1 8 7 3 5 9 4 2 6 4 6 5 2 7 8 3 1 9 5 4 1 6 9 3 8 7 2 9 3 8 7 1 2 5 6 4 7 2 6 4 8 5 9 3 1 8 5 3 9 2 1 6 4 7 2 7 4 5 3 6 1 9 8 6 1 9 8 4 7 2 5 3 4 8 6 1 5 2 7 3 9 1 3 2 9 7 4 5 8 6 5 7 9 6 3 8 4 1 2 7 6 1 5 2 9 3 4 8 8 2 3 7 4 6 9 5 1 9 4 5 8 1 3 2 6 7 6 1 7 4 9 5 8 2 3 3 5 8 2 6 7 1 9 4 2 9 4 3 8 1 6 7 5 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tví- taka neina tölu í röðinni. Í dag er mánudagur 5. júlí, 186. dagur ársins 2010 Orð dagsins: Breyttu ekki eftir því, sem illt er, minn elskaði, heldur eftir því, sem gott er. Sá sem gott gjörir heyrir Guði til, en sá sem illt gjörir hefur ekki séð Guð. (3. Jh 11.) Til er stór hópur einstaklinga hér álandi sem telur að forgangs-, þjóðþrifa- og nauðsynjaverk sé að leggja sem mest af hjólreiðastígum sem víðast. Sjaldnast eru það hjól- reiðamennirnir sjálfir sem kalla eftir lagningu þessara stíga, heldur hinir og þessir aðilar sem telja aukið hlut- fall reiðhjóla í samgöngum lands- manna æskilega þróun. Jafnan er vísað til landa eins og Danmerkur í rökstuðningi fyrir fleiri reið- hjólastígum – þar eru allir síhjólandi og vart hægt að þverfóta fyrir hjól- reiðastígum. x x x Víkverji neitar því ekki aðhjólreiðatúr á blíðviðrisdegi getur verið hin besta skemmtun og dægrastytting. En þar liggur einmitt hundurinn grafinn. Gott ef hnífurinn stendur ekki líka í kúnni á svipuðum slóðum. Veðráttan á Íslandi býður ekki upp á hjólreiðar nema hluta árs- ins. Auðvitað kann að vera að þeir allra hörðustu láti sig hafa það hjóla allan ársins hring, jafnvel þegar jörð er hál, hvasst úti og kalt. En þorri Ís- lendinga mun seint láta sig hafa það að gera reiðhjólið að aðalsam- göngutækinu, einmitt vegna ís- lenskrar veðráttu. x x x Efsti tindur hæsta fjalls Dan-merkur er um það bil 150 metra yfir sjávarmáli. Fellahverfið í Breið- holti er í um það bil 200 metra hæð yfir sjávarmáli. Þar er annar regin- munur á hentugleika íslensks og dansks landslags til hjólreiða, nefni- lega allar brekkurnar. Danir þurfa vart að stíga á pedala reiðhjóla sinna til að þeytast borgarhlutanna á milli, á meðan Breiðhyltingurinn eða Árbæingurinn á fyrir höndum ansi erfitt ferðalag eigi viðkomandi erindi í næsta bæjarfélag, eða jafnvel næsta hverfi. Víkverji getur því ekki komist að annarri niðurstöðu en að danskt landslag sé hentugt til hjólreiða, en íslenskt alls ekki. Það skyldi þó aldrei vera að allir dönsku hjólreiðastíg- arnir hafi komið eftir að hjólreiðar urðu vinsælar hjá danskri alþýðu, en ekki öfugt? víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 fátæka, 8 við góða heilsu, 9 depill, 10 spil, 11 fiskur, 13 híma, 15 dramb,18 ógild, 21 hár, 22 þrautin, 23 ver- ur, 24 farangur. Lóðrétt | 2 halda, 3 sjá eftir, 4 báran, 5 hnugg- inn, 6 óns, 7 lesta, 12 álít, 14 slöngu, 15 mann, 16 skeldýr, 17 ámu, 18 vilj- ugt, 19 fóðrunar, 20 grugg. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 þröng, 4 skref, 7 torfa, 8 ermar, 9 sár, 11 röng, 13 snúa, 14 efast, 15 last, 17 ólán, 20 aða, 22 göfug, 23 fátíð, 24 sorta, 25 rorra. Lóðrétt: 1 þotur, 2 ögrun, 3 glas, 4 sver, 5 ræman, 6 fórna, 10 ásauð, 12 get, 13 stó, 15 leggs, 16 sófar, 18 lætur, 19 naðra, 20 agga, 21 afar. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. h3 Rbd7 7. g4 h6 8. f4 e5 9. Rf5 Rc5 10. Bg2 g6 11. Rg3 h5 12. f5 h4 13. Rge2 d5 14. fxg6 d4 15. gxf7+ Kxf7 16. O-O Kg6 17. Rd5 Bg7 18. b4 Rcd7 19. Dd3 Rb6 Staðan kom upp á hinu árlega of- urskákmóti í Poikovsky í Rússlandi sem kennt er við Anatoly Karpov, fyrrver- andi heimsmeistara í skák. Þýski stór- meistarinn Arkadij Naiditsch (2686) hafði hvítt gegn ísraelskum kollega sín- um Emil Sutovsky (2661). 20. Rxd4! Bd7 svartur hefði tapað fljótlega eftir 20… exd4 21. e5+. 21. Rf5 Bb5 22. Rde7+ Kf7 23. Dxd8 Hhxd8 24. Hf2 Hd1+ 25. Kh2 Bf8 26. g5 Bxe7 27. Rxe7 Kxe7 28. gxf6+ Kd6 29. f7 Rd7 30. Bf3 He1 31. Bg4 Hf8 32. Bxd7! Kxd7 33. Bh6 Hxa1 34. Bxf8 Bc6 35. Bh6 Bxe4 36. Hg2! og svartur gafst upp. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Sleginn blindu. Norður ♠ÁG874 ♥83 ♦-- ♣ÁD10962 Vestur Austur ♠KD ♠652 ♥96 ♥754 ♦ÁKG43 ♦D98762 ♣KG73 ♣4 Suður ♠1093 ♥ÁKDG102 ♦105 ♣85 Suður spilar 5♥. Lítum á enn eitt spilið frá hinum til- þrifamikla leik Íslands og Þýskalands á EM. Í opna salnum spilaði Jón Bald- ursson 4♥ með ♦Á út. Jón trompaði, tók þrisvar tromp og svínaði ♣D. Lauf- ið fríaðist ekki, en spaðinn lá vel og Jón gaf aðeins slag á háspaða og annan á tígul. Á hinu borðinu fóru Þjóðverjar þrepinu hærra. Magnús Magnússon og Sigurbjörn Haraldsson fórnuðu í 5♦, en Wladow leist ekki á uppskeruhorf- urnar þar og reyndi frekar 5♥. Útspil Bessa var ♠K. Samgangurinn er ekki upp á marga fiska, en sagnhafi bjargar þó málunum auðveldlega með því að dúkka ♠K. Þá kemur spaðinn allur í hús og þarflaust verður að trompa tígul. En Wladow var sleginn blindu og drap strax á ♠Á. Og þar með var spilið steindautt! (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Það er ekki auðvelt að neita þeg- ar einhver vill að maður sé sammála honum. Ert þú eigandi dauðra hluta í kringum þig, eða eiga þeir þig? (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú hefur einstaka einbeitingu og þegar þú íhugar gerast ótrúlegir hlutir. Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú ert einstaklega kappsfullur í dag. Kannski lítur það ekki þannig út til að byrja með, því ekkert dramatískt eða yfirdrifið gerist. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Það er ákaflega þýðingarmikið að þú sért sveigjanlegur og bregðist rétt við þeim nýjungum, sem þér eru kynntar. Niðurstöðurnar eru ósnertan- legar, eins og allar þær bestu eru. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Óvænt gjöf gleður þig innilega í dag. Gerðu áætlun. Reyndar er allt sem tengist prívatlífi og fjölskyldu ánægju- legt og gefandi um þessar mundir. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Varastu að misnota góðvild vinar þíns þótt þægilegt sé að þurfa ekki að ganga í málin sjálfur. Leggðu þig fram og þá nærðu tilskildum árangri. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Haltu þínu striki ótrauður þótt þér finnist erfitt að starfa undir eftirliti annarra. Vertu óhræddur. Lykilatriði er að greiða úr skipulaginu frá degi til dags. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Útkoman úr því sem gerist í dag er ekki í samræmi við það sem þú átt von á, heldur miklu betri. Ekki leita eftir átökum eða skapa vandræði þar sem þau eru ekki til staðar. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þið ættuð að drífa ykkur út og hreyfa ykkur svolítið því innisetan er óholl. Láttu hvatvísina leiða þig eins langt og hún kemst. Heilsa og góðir vin- ir stuðla að hamingju. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Árekstrar og valdabarátta halda þér við efnið í dag. Gerðu ráðstaf- anir þannig að þú uppskerir síðar. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Einhver lofar þér öllu fögru í dag, taktu því sem sagt er með fyr- irvara. Ekki útiloka hugmyndina heldur veltu henni fyrir þér með opnum huga. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Það getur verið kúnst að græða sem mest á samstarfi við aðra. Settu þér markmið og sæktu að því af dugnaði og festu. Stjörnuspá 5. júlí 1851 Þjóðfundurinn var settur í Lærða skólanum í Reykjavík. Fundurinn stóð í rúman mán- uð og var rætt um frumvarp dönsku stjórnarinnar um rétt- arstöðu Íslands. 5. júlí 1930 Sólheimar í Grímsnesi, fyrsta heimili hér á landi fyrir þroskahefta, tók til starfa. Sesselja H. Sigmundsdóttir, sem varð 28 ára þennan dag, stofnsetti heimilið ásamt þjóð- kirkjunni og var for- stöðumaður þess til æviloka, 1974. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… Sigurður R. Guðmundsson, fyrrverandi skólastjóri og íþróttakennari, verður átt- ræður á morg- un, 6. júlí. Í til- efni dagsins tekur hann og eiginkona hans, Laufey Kristjáns- dóttir, á móti ættingjum og vinum í Húnabúð kl. 17 á afmælisdaginn. 80 ára Þorbjörg Ingvarsdóttir og Ka- milla Brá Brynjarsdóttir héldu tom- bólu fyrir utan Hlíðarkaup á Sauð- árkróki og söfnuðu 8.156 kr. sem þær færðu Rauða krossi Íslands. Hlutavelta Gunnar Guðbjörnsson óperusöngvari er 45 ára í dag. Hann ætlar að halda upp á daginn sinn með því að fara út á land og njóta íslenskrar náttúru. „Ég ætla bara að hafa það gott með fjölskyldunni minni í húsi sem mamma mín ólst upp í, vestur í Dölum. Planið er bara að grilla og hafa það gott með þeim,“ segir Gunnar. Gunnar stundaði söng hjá Sigurði Dementz á Íslandi en einnig í Þýska- landi. Hann sótti auk þess söngtíma hjá Nicolai Gedda og var meðlimur í National Opera Studio í London á árunum 1990-91. Aðspurður hvað hann ætli að gera í sumar segist Gunnar ætla að reyna að vera sem mest í fríi, njóta þess að slappa af eftir veturinn og hlaða batteríin fyrir næsta vetur. „Ég er nú að undirbúa það að fara til Frakklands að syngja þar um miðjan júlí og verð þar þangað til í ágústbyrjun,“ segir Gunnar en þar mun hann syngja í óperunni The Turn of the Screw sem er eftir Ben- jamin Britten. „Síðan er ég með ýmislegt annað í gangi sem of snemmt er að segja frá,“ segir hann. Gunnar hefur verið að vinna er- lendis síðustu þrjú sumur og segir að tími sé kominn til að fá sumar til þess að vera heima hjá sér. gunnthorunn@mbl.is Gunnar Guðbjörnsson óperusöngvari 45 ára Afmælisdagur í náttúrunni Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.